Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is PILTUR um tvítugt beið bana í umferðarslysi við mynni Norður- árdals í Skagafirði aðfaranótt sunnudags eða á sunnudags- morgun er jepplingur sem hann ók lenti út af veginum og valt. Ekki er vitað hvenær slysið varð en vegfarandi kom að bílnum snemma í gærmorgun og gerði lögreglu viðvart. Pilturinn var þá látinn. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var pilt- urinn, sem var einn á ferð, að koma ofan af Öxnadalsheiði og virðist sem hann hafi misst stjórn á bifreið sinni í beygju neðst í heiðinni, við einbreiða brú yfir Norðurá. Bifreiðin fór margar veltur og hafnaði töluvert langt utan við veginn. Að sögn lögreglu er hún gjörónýt. Beygjan sem um ræðir er tölu- vert kröpp og hafa allmörg um- ferðarslys orðið á þessum slóðum á undanförnum árum. Hins vegar eru fyrirhugaðar breytingar á vegarstæðinu og stendur vinna við þær yfir um þessar mundir. Að sögn varðstjóra lögreglunnar er ekki hægt að slá neinu föstu hvað varðar tildrög slyssins og er málið til rannsóknar. Fulltrúar frá rannsóknarnefnd umferðarslysa auk rannsóknarlögreglumanna voru við störf á vettvangi fram eftir degi. Engar tafir urðu þó á umferð og kom ekki til lokunar þjóðvegarins. Það sem af er ári hafa þrjú banaslys orðið í umferðinni, 3. mars lést karlmaður á fertugsaldri og 21. mars lést 43 ára kona. Al- varleg slys eru orðin 62 og hafa 67 einstaklingar slasast í þeim. Banaslys í Norðurárdal Þrír hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári                                                   ELLEFU finnskir ferðamenn lentu í ógöngum um helgina á leið yfir Fimmvörðuháls inn í Þórsmörk. Á leið niður í Hvannárgil lenti fólkið í sjálfheldu sunnarlega í Útigöngu- höfða og komst aðeins fararstjóri hópsins til baka við illan leik. Þar náði hann símasambandi og gat hringt í Neyðarlínuna. Gönguhópur úr björgunar- sveitum á Hellu og Hvolsvelli fór á staðinn ásamt meðlimum úr hálend- isgæslu Landsbjargar og var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig send á svæðið, en átti ekki auðvelt um vik þar sem lágskýjað var og skyggni slæmt. Göngufólkinu barst þó hjálp úr óvæntri átt, því starfsmannafélag Nýherja var statt í Básum í fjöl- skylduferð og buðu sig þar fjórir sjálfboðaliðar fram við að aðstoða björgunarsveitirnar. Að sögn Jón- asar Björgvinssonar hjá Nýherja en nokkuð skelkað að sögn Jónasar og var skálinn rýmdur til að veita áfallahjálp þeim sem þess óskuðu. Fólkið var fljótt að jafna sig á hrakningunum og var þakklátt fyr- ir þá skjótu aðstoð sem barst, og þá ekki síst fyrir lambakjötið. greiðlega eftir það. Starfsmenn Ný- herja tóku vel á móti bæði göngu- fólki og björgunarsveitarmönnum þegar í Bása var komið, því þar var slegið upp grillveislu með lamba- lærum og tilheyrandi meðlæti. Ferðafólkið var allt heilt á húfi samanstóð ferðahópurinn af eldra fólki sem hafði ekki treyst sér til að halda áfram ferðinni þar sem stíg- urinn hafði farið sundur á kafla vegna skriðu. Björgunarmenn leiddu hópinn yfir verstu kaflana og gekk leiðin Úr sjálf- heldu í grillveislu Ljósmynd/Jónas Björgvinsson Ferðamenn lentu í ógöngum á Fimmvörðuhálsi ÓVENJUMIKIÐ hefur verið um það í sumar að menn stundi veiðar í ám á höfuðborgarsvæðinu án tilskilinna leyfa, að sögn Bjarna Júlíussonar, formanns Stangaveiðifélags Reykja- víkur. „Fyrirkomulag veiðimála hér á Íslandi er algjörlega til fyr- irmyndar. Það eru mjög skýrar og einfaldar reglur um kaup veiðileyfa og veiðiþjófnaður hefur hingað til aldrei verið vandamál.“ Bjarni segir að í fyrrasumar hafi aðeins orðið vart við að erlendir menn „villtust í árnar“ í leyfisleysi, en í ár hafi orðið algjör sprenging í þessu vandamáli. Veiðiþjófarnir hafi verið staðnir að verki í Elliðaám, Laxá í Kjós, Korpu og nú síðast í Leirvogsá á laugardagskvöldið. Margir notist við ólöglegt agn. „Okkar veiðimenn kaupa sér veiði- leyfi fyrir tugi þúsunda og ætlast til þess að geta veitt í hvíldum hyl, en koma svo kannski að fjórum mönn- um með spúnastangir.“ Að sögn Bjarna er ætlunin að taka hart á þjófnaðinum, enda vilji SVFR fyrirbyggja að upp úr sjóði milli veiðimanna og veiðiþjófa. „Við mun- um reyna að veita þessum aðilum upplýsingar og höfum tekið saman bréf sem verður sent á starfs- mannastjóra þessara stóru fyr- irtækja þar sem flestir erlendu verkamennirnir vinna, þar sem fram kemur með hvaða hætti megi veiða hér á Íslandi.“ Þó segir Bjarni að því miður gruni sig að í flestum tilfellum viti veiðiþjófarnir vel hvað þeir séu að gera og því þurfi einnig að ræða við lögreglu um mögulegar aðgerð- ir. „Við ætlum að efla gæsluna eins og við mögulega getum, ef það kall- ar á ráðningu fleiri veiðivarða til að sjá um gæslu á höfuðborgarsvæðinu þá verðum við bara að gera það.“ Veiðiþjófum stórfjölgar Eftir Andra Karl andri@mbl.is HELGIN var erilsöm hjá lögregl- unni á Akranesi. Mikil ölvun, óspektir og fíkniefni voru einkenn- andi – en að mestu bundin við tjald- svæði í jaðri bæjarins – og það aukna álag sem leggst á lögreglu og starfsmenn slysavarðstofu er árvisst þá helgi sem fjölskylduhátíðin Írskir dagar er haldin í bænum. Sú hátíð fór hins vegar að mestu friðsamlega fram. Talið er að um sex þúsund manns hafi lagt leið sína til Akraness til að fagna Írskum dögum og er það tvö- földun frá fyrra ári. Í kjölfar hátíð- arinnar í fyrra var mikið rætt um unglingadrykkju sem hátíðinni fylgdi og þrátt fyrir stóraukið eftirlit í ár var það sama upp á teningnum. Þegar mest var voru um tvö þús- und manns á tjaldsvæðinu við Kal- mannsvík, að miklum hluta á tví- tugsaldri, og að sögn lögreglu þurfti mikið til svo hægt væri að halda uppi lögum og reglu. „Við gátum haldið þessu stórslysalausu með stanslaus- um afskiptum og tugir manna þurftu að hafa viðveru í fangageymslum,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni. Á þriðja tug fíkniefnamála Nokkuð var um minniháttar lík- amsárásir og m.a. þurfti öryggis- vörður við störf á tjaldsvæðinu að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi bæj- arins eftir átök. Að sögn lögreglu stóðu gæslumenn oft í miklu stappi og á stundum sauð upp úr. Í gær- kvöldi hafði þó engin kæra borist. Álagið á starfsmönnum slysadeildar sjúkrahússins var einnig mikið en þangað þurftu fjölmargir að leita vegna minni áverka. Á þriðja tug fíkniefnamála kom einnig upp. Um var að ræða amfeta- mín, hass, kókaín og e-töflur, að meiri hluta í neysluskömmtum en upp komu tilvik þar sem einstakling- ar voru með um og yfir tíu grömm af fíkniefnum á sér. Jafnframt voru níu ökumenn stöðvaðir fyrir að aka und- ir áhrifum fíkniefna og þrír fyrir ölv- un undir stýri. Þessi mikli fjöldi fíkniefnamála er bein afleiðing öflugs eftirlits. Fíkni- efnahundar frá höfuðborgarsvæðinu og Borgarnesi voru notaðir og skipt- ust þrír hundar á vöktum. Að sögn lögreglu veittu hundarnir ómælda aðstoð. Ennfremur voru fjölmargir við gæslu á tjaldsvæðinu en auk lög- reglumanna frá Akranesi, sem höfðu stanslausa viðveru á svæðinu aðfara- nótt sunnudags, voru um þrjátíu björgunarsveitarmenn á vakt. Þá barst einnig aðstoð frá embætti lög- reglunnar í Borgarnesi og á höfuð- borgarsvæðinu. Mikil ölvun og óspektir fylgdu Írskum dögum VOPNAÐ rán var framið í 10-11- verslun á Barónsstíg í Reykjavík rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru tveir menn að verki og komust þeir undan. Ekki var hægt að greina frá því hvort mönnunum hefði tekist að komast undan með fjármuni, né hvaða vopni þeir beittu. Þeirra var leitað er Morgunblaðið fór í prentun. Tveggja leit- að eftir rán ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.