Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Dragtir á útsölunni skjóta ákvörðun Skipulagsstofnun- ar til ráðherra. Hins vegar séu kær- urnar villandi og beri þess merki að kærendur hafi hvorki kynnt sér málið né þekki svæðið sem um ræð- ir. Þetta segir Ragnar slæmt því það dragi úr trúverðugleika Land- verndar og Náttúruverndarsamtak- anna, sem eigi að vera trúverðug samtök. „Landvernd lætur í veðri vaka að Bárðarskarð verði fyrir áhrifum af þessu, svo er ekki,“ segir Ragnar og bætir því við að hæpið sé að langar gönguleiðir eyðileggist vegna framkvæmdanna, eins og lýst sé í kæru Náttúruverndarsamtaka Íslands. Þar kemur fram að for- sendur hálendisgönguferða séu að svæðin sem gengið er um séu ósnortin, en virkjunin muni eyði- leggja svonefnda „Skaftárelda- göngu“, fimm daga göngu sem hefst í Skaftárdal og er farin um Laka- gíga og niður með Hverfisfljóti. Ragnar segir áhrifasvæði þessarar litlu virkjunar orðið ansi stórt ef hún eyðileggi fimm daga gönguleið fyrir fólki. Þvert á móti segir Ragn- ar að vegurinn upp að virkjuninni geti bætt aðgengi að Lambhaga- fossum og gert fleira fólki kleift að skoða þá. Virkjanir á að meta sjálfstætt Ásdís gagnrýnir orðalagið í kæru Landverndar, þar sem segir: „Lík- lega yrðu neikvæð áhrif af virkj- uninni mun meiri en réttlætanlegt getur talist fyrir þá örlitlu orku/ál sem upp úr krafsinu fengist.“ Hún segir álframleiðslu ekki koma mál- inu neitt við. Rafmagnið frá virkj- uninni verði selt inn á landsnetið og hún geti nýst til hvers sem er. Með þessu sé verið að tengja virkjunina við neikvæða umræðu um stóriðju. Ragnar bætir því við að rétt eins og rafmagnið dugi til þess að framleiða tonn af áli á ári, eins og segir í kæru Landverndar, megi nota það til að lýsa upp sýsluna á sumardegi eða knýja starfsemi fyrirtækja sem koma hvergi nálægt álframleiðslu. „Það á ekki að rugla því saman hvort það eigi að virkja annars veg- ar og í hvað á að nota orkuna hins vegar. Þetta eru aðskilin mál. Við erum á villigötum ef málin eru unn- in þannig. Frekar á að meta virkj- unina út af fyrir sig og hvort það rask sem henni fylgir er ásættan- legt eða ekki. Það er svo allt annar handleggur að meta hvort sú starf- semi sem notar orkuna borgar sig, út frá umhverfissjónarmiðum,“ seg- ir hann og bætir því við að virkjunin verði alltaf eins og áhrif hennar á umhverfið þau sömu, óháð því hvort orkan frá henni lýsir íbúðarhús eða nýtist í stóriðju. Erum ekki að skemma náttúruna „Það á að fara vel með náttúruna. Við lítum heldur ekki svo á að við séum að skemma hana. Fram- kvæmdin er lítil og óafturkræf áhrif hennar einnig,“ segir Ásdís. Hjónin segja ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar frá því fyrst var farið að hugsa um virkjun. Verkfræðingar hafi stungið upp á því að stífla í Lambhagafossum en það hafi þau alls ekki viljað. Ásdís segir að þegar virkjað var á Kárahnjúkum hafi margir bent á að litlar rennslis- virkjanir væru umhverfisvænni. Nú sé ein slík á teikniborðinu og þá gagnrýni menn virkjunina helst fyr- ir að vera of litla. Nýta möguleika landsins Ásdís og Ragnar leggja áherslu á rétt sinn sem landeigenda til þess að nýta möguleikana sem land þeirra hefur upp á að bjóða. „Land- búnaðurinn er að breytast og búin að stækka. Þessi jörð mun ekki geta boðið upp á hefðbundinn búskap í framtíðinni. Hins vegar hefur hún upp á þetta að bjóða,“ segir Ragnar og Ásdís bætir við að lokum: „Við erum með 27 hektara í heimatúnum og heyjum líka á annarri jörð. Við erum ekki með neitt sauðfé en 30 mjólkurkýr. Svona bú verður undir í samkeppni og enginn kaupir það af okkur til þess að halda því í hefð- bundnum búskap. Við erum bara að reyna að nýta okkar land í sæmi- legri sátt við náttúruna.“ að virkjunin skyldi ekki sæta mati á umhverfisáhrifum  Ákvörðuninni hefur verið skotið til ráðherra Morgunblaðið/Frikki Gljúfur Áin grefur sig hratt niður og breytist í sífellu. Fossarnir eru tignarlegir á að líta. Lítið sem ekkert bergvatn rennur út í Hverfisfljótið svo rennsli í fossunum getur sveiflast mjög mikið. Loftmynd Efst til hægri á myndinni sést bæjarstæðið á Dalshöfða. Svarta línan sýnir veginn sem liggur 6,5-7 kíló- metra upp með fljótinu. Rauðir hringir tákna efnistökustaði sem íhugaðir hafa verið í undirbúningsferlinu. Neðst til hægri sjást tvær hugmyndir um staðsetningu stöðvarhússins. Bláar línur tákna að- og frárennslisskurði. Blá brotalína sýnir hugsanlega legu þrýstipípunnar frá inntaki niður að stöðvarhúsi. Í HNOTSKURN »Fyrirhuguð virkjun gætiframleitt allt að 2,5 mega- vöttum af rafmagni. »Rennsli hverfisfljótssveiflast allt frá 400 rúm- metrum á sekúndu á flóðtoppi til 4 rúmmetra að vetri til. »Meðalrennsli að sumri eru150-200 rúmmetrar á sek- úndu. Virkjunin gæti nýtt allt að 4 rúmmetra. »Virkjunin tæki því á bilinu2,0-2,6% af vatni árinnar yfir sumarið, á ferðamanna- tíma, en 20% eða meira yfir vetrartímann. »Virkjunin er ekki mats-skyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, en er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar. »Náttúruverndarsamtökhafa skotið ákvörðun Skipulagsstofnunar til ráð- herra og vilja að fram fari mat á umhverfisáhrifum. »Ráðherra hefur aldreisnúið slíkri ákvörðun stofnunarinnar á síðustu 7 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.