Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 13 ERLENT Orkuveitan efnir til göngu- og fræðslu- ferðar um Elliðaárdal undir leiðsögn Guðríðar Helgadóttur, líffræðings, þriðju- dagskvöldið 10. júlí. Skoðað verður margbreytilegt gróðurfar í dalnum, blómplöntur og byrkningar. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér stækkunargler. Gangan hefst kl. 19:30 við Minjasafnið í Elliðaárdal. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Íslenska flóran í Elliðaárdal ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 3 80 05 0 7. 2 0 0 7 Port Harcourt. AP, AFP. | Mannræn- ingjar í helsta olíuhéraði Nígeríu við óshólma Níger í sunnanverðu landinu slepptu í gær Margaret Hill, þriggja ára, breskri stúlku sem þeir rændu sl. fimmtudag. Þeir höfðu áður krafist þess að faðir hennar greiddi lausnargjald og hót- uðu að myrða barnið yrði hann ekki við kröfum þeirra. Ekki var ljóst gær hvort lausnar- gjald var greitt. Ránið vakti mikinn óhug í Nígeríu og var beðið fyrir Margaret um landið allt. Forseti Nígeríu beitti sér í málinu og geysi- legur þrýstingur var á ræningjana um að sleppa barninu, ekki síst af hálfu annarra hópa vígamanna sem sumir hverjir berjast fyrir því að fólkið á svæðinu fái stærri hlut af olíutekjunum. Fordæmdu þeir ákaft framferði barnsræningjanna. Þetta er í þriðja sinn á sex vikum sem barni er rænt til að fá lausnar- gjald. Hinum tveim, sem bæði voru börn háttsettra Nígeríumanna, var sleppt eftir nokkra daga án þess að gjaldið væri greitt. Síðustu tvö árin hefur um 200 útlendingum verið rænt á svæðinu. Faðirinn, Bretinn Mike Hill, hef- ur búið árum saman í landinu og rekur þar veitingastað, móðir stúlkunnar, Oluchi Hill, er nígerísk. Ræningjarnir lögðu til atlögu þegar verið var að aka barninu í leikskóla í borginni Port Harcourt, bíllinn var fastur í umferðarhnút. Bílstjór- inn var stunginn hnífi þegar hann reyndi að verja stúlkuna. Mannræningjar í Nígeríu slepptu litlu stúlkunni Moskva. AFP. | Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hvatti í gær andstæð- inga Vladímírs Pútíns forseta til að sameinast um einn forseta- frambjóðanda. Sagði hann markmið samtakanna Annað Rússland, sem hann stýrir ásamt fleiri leiðtogum, vera að fjarlægja stjórn „sem er að teyma okkur út í skelfilegt hrun“. Nýlega hætti Míkhaíl Kasjanov, fyrrverandi forsætisráðherra og áður liðsmaður Pútíns, samstarfi við samtök Kasparovs og lýsti síð- an yfir framboði sínu til embættis forseta á næsta ári. Samtökin hafa ekki enn komið sér saman um stefnuskrá og hafa frestað fram í október ákvörðunum um hana. Tveir aðrir menn, Viktor Ger- asjenko, fyrrverandi seðlabanka- stjóri, og Vladímír Búkovskí, er var þekktur andófsmaður í tíð sovétstjórnarinnar, hafa einkum verið orðaðir við forsetaframboð gegn samherja Pútíns. Ekki er enn vitað hver það verður en sjálf- ur má Pútín ekki bjóða sig fram þar sem hann hefur setið tvö kjör- tímabil. Vill einingu Garrí Kasparov NICOLAS Sarkozy, forseti Frakk- lands, hyggst ekki fylgja þeirri hefð að náða hóp fanga á Bastillu- daginn 14. júlí. Segir hann rangt að forsetinn nýti völd sín með þessum hætti til að leysa húsnæðisvanda franskra fangelsisyfirvalda. Náðar ekki STJÓRN Ísraels samþykkti í gær að láta lausa 250 palestínska fanga og er ætlunin að styrkja þannig í sessi Mahmoud Abbas, forseta Pal- estínu, í baráttu hans við Hamas- samtökin. Allir fangarnir verða úr röðum Fatah, flokks Abbas. Sleppa föngum MIKIÐ mannfall er sagt hafa orðið í harðri orrustu á Srí Lanka milli flota landsins og báta tamílsku Tígranna við austurströnd landsins í gær. Vitað er 28 féllu í land- bardögum í norður- og austurhluta landsins um helgina. Hörð sjóorrusta VILLIHESTAR kljást á „Rapa Das Bestas“, hefðbundinni hátíð sem nú er haldin í þorpinu Sabucedo á norðvestanverðum Spáni. Hundruðum villi- hesta er smalað saman í fjöllum Galicíu fyrir hátíðina, hraustmenni snúa þá niður svo að hægt sé að snyrta þá en síðan er þeim sleppt aftur lausum. Hestar kljást á Spáni Reuters Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EFTIRLÝSTIR hryðjuverkamenn frá öðrum ríkjum með tengsl við al- Qaeda eru meðal leiðtoga uppreisn- armanna íslamista í Lal Masjid (Rauðu moskunni) í Islamabad, að sögn ráðamanna í Pakistan í gær. Hópi kvenna og barna væri haldið í gíslingu í moskunni og svo gæti farið að harðlínumenn myrtu gíslana. Tal- ið er að 24, aðallega nemar á tán- ingsaldri, hafi nú fallið í átökum við moskuna frá því stjórnarherinn um- kringdi hana sl. þriðjudag. Óttast var í gærkvöldi að herinn myndi breyta um stefnu og beita öllu afli til að ryðja staðinn sem gæti kostað mikið blóðbað. Ejaz ul-Haq, ráðherra trúmála, sagði um 250 herskáa íslamista, þ.á m. nokkra út- lenda er tengdust hryðjuverkamál- um í öðrum löndum, stýra barátt- unni gegn stjórnarhernum. Frétta- maður breska útvarpsins, BBC, í Islamabad hefur eftir heimildar- mönnum sínum að liðsmenn hinna ólöglegu Jaish-e-Mohammad-sam- taka stjórni líklega aðgerðum upp- reisnarmanna. Samtökin hafa m.a. staðið fyrir nokkrum banatilræðum við Pervez Musharraf, forseta Pak- istans. Rauða moskan er í miðborginni. Þar hafa voldugustu menn landsins áratugum saman látið börn sín sækja menntun í skóla sem fylgir kenningum salafista, hóps sem boð- ar upprunalega gerð íslams eins og trúarbrögðin voru fyrstu öldina eftir dauða Múhameðs. Abdul Rashid Ghazi, næstæðsti klerkur moskunn- ar, er hámenntaður guðfræðingur, hann starfaði um tíma hjá Menning- arstofnun Sameinuðu þjóðanna, Unesco. En Ghazi snerist síðar til harðlínustefnu þótt hann neiti því nú að hafa ennþá samband við Osama bin Laden og aðra hryðjuverka- menn. Ghazi segir að átján hundruð manns séu í moskunni og að þeir séu reiðubúnir fyrir píslarvættisdauða. Gæti styrkt Musharraf í sessi Musharraf forseti krafðist þess í gær að harðlínumenn sendu allar konur og börn út úr moskunni. Hann hvatti þá til að leggja niður vopn og gefast upp og sagði þá að öðrum kosti geta týnt lífinu. „Við látum okkur að sjálfsögðu fyrst og fremst annt um konur og börn og þeirra vegna höfum við sýnt mikla þolin- mæði og sjálfstjórn,“ sagði forset- inn. Talið er að sú ákvörðun hans að leggja til atlögu gegn íslamistunum í Rauðu moskunni verði til að styrkja hann í sessi. Musharraf hefur verið sakaður um að sýna íslamistunum í moskunni linkind, þeir hafa gengið á lagið og m.a. sent vopnað fólk út á göturnar til að tryggja betra siðgæði í anda bókstafstrúar með því að loka tónlistarverslunum. Konur hafa einnig verið handteknar fyrir meint vændi, þ.á m. tvær kínverskar konur er unnu á nuddstofu. Musharraf hefur ávallt sagt að yrði öllu afli beitt til að rýma mosk- una myndu ofstækismenn svara með fjölda sjálfsvígsárása. En hik forset- ans hefur orðið til að hleypa æ meiri kjarki í nemana í moskunni og klerk- ana. Fjölmiðlar hafa krafist aðgerða. Musharraf var og er æðsti hers- höfðingi Pakistans, hann rændi völd- um fyrir átta árum með aðstoð hers- ins, að sögn sérfræðinga einu stofnunar landsins sem er nógu vel öguð og skipulögð til að geta gegnt hlutverki sínu. Forsetinn hefur átt í vök að verj- ast og ekki víst að hann nái endur- kjöri eftir þingkosingar í haust. Ísl- amistar fordæma hann fyrir að styðja stríð Bandaríkjamanna gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og aðrir saka hann um einræðishneigð. Þing- ið kýs forseta landsins og háværar kröfur eru um að forsetinn segi af sér embætti yfirmanns heraflans, of mikið sé að sami maður gegni báðum embættum. Segja al-Qaeda ráða í Rauðu moskunni Stjórn Pakistans talin undirbúa umfangsmikla árás Í HNOTSKURN »Nemar í trúarskólum hafahaft Rauðu moskuna á sínu valdi í sex mánuði. Þeir sækja innblástur í stjórnar- hætti talíbana í Afganistan. »Nemarnir fylgja fyrirmæl-um klerka sem krefjast að sharia, ströng útgáfa af lögum íslams, gildi í Pakistan. Reuters Árás? Herlið í grennd við Rauðu moskuna í Islamabad í gær. MINNST átta manns létu lífið er tvær sprengjur sprungu á sama tíma í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Blaðið The New York Times segir að allt að 155 manns hafi á laugardag fallið í bænum Amirli, sunnan við Kirkuk í norðurhluta Íraks, í mann- skæðasta tilræði sem framið hefur verið í landinu frá því í apríl. Bærinn er að mestu byggður fátækum Túrkmenum úr röðum sjíta. Embættismenn í Amirli töldu til- ræðið á laugardag bera þess merki að uppreisnarmenn úr röðum súnníta hefðu verið að verki. Þeir hefðu látið til skarar skríða í lítilli borg eftir að Bandaríkjamenn hefðu hrakið þá frá borginni Baquba. Fjölgað hefur verið um 30.000 manns í herliði Bandaríkjamanna síðustu vikurnar. Yfirmaður alls her- afla þeirra í Írak, David Petraeus hershöfðingi, sagði í gær að búast mætti við mörgum tilræðum af sama tagi og í Amirli næstu vikurnar, of- stækismenn úr röðum súnníta myndu reyna allt sem þeir gætu til að láta fjölmiðla taka eftir sér. The New York Times birti í gær leiðara þar sem blaðið hvatti til að Bandaríkin drægju strax her sinn frá Írak þar sem ljóst væri að stefna George. W. Bush forseti myndi ekki leiða til sigurs. Segja 155 hafa fallið í Amirli Uppreisnarhópum súnníta kennt um NÝR ráðherra öryggismála í Bret- landi, sir Alan West, segir að taka muni 10-15 ár að yfirbuga ofstæk- is- og hryðjuverkamenn. Mikil- vægast sé að koma í veg fyrir að breskir múslímar falli fyrir öfga- stefnu. Tekur tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.