Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT unga fólksins flytur í kvöld píanókonsert eftir armenska tónskáldið John Sarkissian í Neskirkju. Verkið var frum- flutt hér á landi í gær á Þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði í gær. Einleikari með hljómsveitinni er landi tónskáldsins, Armen Babakhanian, einn fremsti píanisti heims. Auk konserts- ins verða svíturnar tvær úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg leiknar í tilefni af 100 ára ártíð tónskáldsins. Verður sagan af Pétri sögð á milli laga. Hljómleikarnir hefjast klukkan 20. Tónlist Ungfónían í Neskirkju í kvöld Ungfónían Flytur armenskt verk. ÞÁTTARÖÐIN „Á sumarvegi“ hefur göngu sína í dag en hún var fyrst á dagskrá í fyrra og hlaut góðar viðtökur. Tuttugu þáttastjórnendur munu stjórna jafnmörgum þáttum og segja frá áhrifavöldum í lífi sínu. Þeir leika sína eftirlætismúsík og deila helstu hugðarefnum sín- um með hlustendum. Þátta- stjórnendur koma úr ýmsum áttum í íslensku þjóðlífi. Umsjónarmaður þáttanna er Sigríður Péturs- dóttir. Fyrsti þátturinn verður, líkt og síðari þætt- ir, frumfluttur í dag kl. 13:15 og síðan endurfluttur klukkan 19. Útvarp Rás 1 heldur áfram með „Á sumarvegi“ Sól Sumarið ræður ríkjum á Rás 1. HLJÓMSVEIT Hafdísar Bjarnadóttur, rafgítarleikara og tónskálds, er á leið í upptök- ustúdíó að hljóðrita aðra sóló- plötu með frumsömdum verk- um eftir Hafdísi. Til að koma sér í upptökugírinn heldur hljómsveitin konsert í kvöld á Kaffi Kúltúra, en tónlist Haf- dísar er blanda af djassi, rokki, klassík og þjóðlögum. Á undan hljómsveit Hafdísar leikur grúppan Moskvitsj nokkur frumsamin lög eftir liðsmenn þeirrar sveitar. Hljómleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð er 800 kr., en 500 kr. fyrir námsmenn. Tónlist Hljómleikar á Kaffi Kúltúr í kvöld Hafdís Leikur fjöl- breytilega tónlist. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TALSVERÐAR breytingar verða á mannahaldi á skrifstofu Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á næstunni, en þar starfa nú ellefu manns. Hæst ber að Helga Hauksdóttir fiðluleikari, sem gegnt hefur stöðu tónleikastjóra hljómsveitarinnar um árabil lætur af störfum um áramót. Í starfi tónleikastjóra hefur falist margvísleg vinna, allt frá því að skipuleggja tónleikana sjálfa, ráða einleikara og einsöngvara, til þess að vera stjórnanda og verkefnavals- nefnd til ráðgjafar og aðstoðar um verkaval, auk ýmissa almennra starfa. Þá lætur Pavel Manasek af störf- um nótnavarðar um tíma, og tekur sér ársleyfi til að vitja heimaslóð- anna í Tékklandi. Sváfnir Sigurðarsson sem hefur verið kynningar- og markaðsstjóri hljómsveitarinnar síðustu ár, lætur af störfum 1. september. Tvö ráðin í stað Helgu Það dugir ekki minna en að ráða tvær manneskjur í starf Helgu, og verður stöðunni skipt í tvennt, ann- ars vegar stöðu tónlistarstjóra, sem sér um að móta stefnu, dagskrá og efnisval til lengri og skemmtri tíma með listrænum stjórnanda, sem nú er aðalhljómsveitarstjórinn Rumon Gamba, og verkefnavalsnefnd; en hins vegar í starf tónleikastjóra, sem sér um að hrinda í framkvæmd því sem tónlistarstjóri, listrænn stjórn- andi og verkefnavalsnefnd hafa ákveðið - búa tónleikana til. „Við bjuggumst nú alltaf við að það þyrfti tvo í starf Helgu, hennar starf hafði þróast þannig, og hún er slík ham- hleypa til verka,“ segir Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri að- spurður um starfsmannabreyting- arnar. Arna Kristín Einarsdóttir flautu- leikari hefur verið ráðin í starf tón- leikastjóra, og Árni Heimir Ingólfs- son dósent við Listaháskóla Íslands í starf tónlistarstjóra, en bæði hafa þau mikla menntun í tónlist. Breytt skipan verkefnavalsnefndar Skipan verkefnavalsnefndar verð- ur breytt, og í stað þess að sveit- arfélögin sem greiða til hljómsveit- arinnar og Ríkisútvarpið skipi fulltrúa sína í hana, skipar hljóm- sveitin sjálf nefndarfólk. Í starf kynningar- og markaðs- stjóra hefur verið ráðinn Þorgeir Tryggvason, sem starfað hefur á auglýsingastofum og er mikill músíkunnandi að sögn Þrastar. Þor- geir hefur störf í ágúst. Ekki er búið að ráða í starf nótna- varðar, en í því felst öll umsýsla nótna hljómsveitarinnar, pantanir á nótum til flutnings, utanumhald og fleira. Sinfóníuhljómsveit Íslands ræður nýtt fólk og endurskipuleggur listræn störf Staða tónlistar- stjóra tekin upp FASTAGESTIR Sinfóníuhljómsveitarinnar eiga vafalaust eftir að sakna Helgu Hauksdóttur, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið andlit hljóm- sveitarinnar, staðið vaktina innávið og útávið, spjallað við gesti á tón- leikum, reddað málunum á augabragði þegar sólistar hafa forfallast og séð til þess að tónleikar hljómsveitarinnar hafi gengið snuðrulaust. Morgunblaðið/Sverrir Helga Hauks hættir HÓMER Simpson hefur verið nefndur „hinn sanni nútímamað- ur“, enda fangar heimspeki þessa lata, feita, treggáfaða, vingjarn- lega og góðhjartaða iðjuleysinga vestrænan hugsunarhátt á óþægi- lega skýran og hnitmiðaðan hátt. Nú er jafnvel svo komið að fitu- bollan brjóstgóða er orðin að stað- alímynd hins ameríska heim- ilisföður, fígúra úr strikum og bleki sem er raunverulegri en menn af holdi og blóði. Þá er skammt að minnast þess að í til- efni frumsýningar á væntanlegri Simpsons-bíómynd voru opnaðar Kvik-E-Mart-búðir hér og þar í Bandaríkjunum en slíkir stór- markaðir hafa hingað til einungis verið til í gerviveröld The Simp- sons og félaga. Og skilin á milli raunveruleik- ans og sýndarheimsins verða sí- fellt ógleggri. Nú stendur yfir keppni á milli bæja í fjórtán ríkj- um í Bandaríkjunum, bæja sem allir kallast Springfield og gera tilkall til þess að teljast hinn eini og sanni heimabær hinna gulu sjónvarpskaraktera. Eftir 18 ára sýningartíma, 400 þætti og ýmsar vísbendingar, hefur leyndarmálinu aldrei verið ljóstrað upp. Sigurbærinn mun halda „hina opinberu forsýningu The Simp- sons-kvikmyndarinnar á gula teppinu“, eins og það er kallað. Hvar er Springfield? Raunveruleikinn teygður og togaður Í NETKOSNINGU skipulagðri af lítt þekktum svissneskum kvik- myndagerðar- og viðskiptamanni voru kosin sjö undur veraldar. Þau hundrað milljón atkvæði sem bár- ust ættu að hafa eitthvað til síns máls en samkvæmt þeim eru hin nýju undur veraldar Kínamúrinn, hin forna steinborg Petra í Jórd- aníu, brasilíska styttan af frels- aranum Jesú Kristi, fjallaborg Machu Picchu í Perú, Chichen Itza- pýramídarnir í Mexíkó, Kólosseum í Róm og Taj Mahal á Indlandi. Að auki var hinn mikli pýramídi í Ghiza, hið eina hinna upprunalegu sjö undra veralda að mati gríska fræðimannsins Antipater frá Sidon, gert að „heiðursundri“. Þessi netkosning er sennilega hin stærsta sem farið hefur fram síðan saga veraldarvefjarins hófst. Hin nýju sjö undur veraldar KARLOVY Vary-kvikmyndahátíðin sem haldin er í Tékklandi er einhver áhrifamesta alþjóðlega kvik- myndahátíðin í Mið- og Austur- Evrópu. Á nýafstaðinni verðlauna- afhendingu lenti verk Baltasars Kormáks, Mýrin, í fyrsta sæti hátíð- arinnar í ár. Önnur íslensk mynd, Vesturportsmyndin Börn eftir Ragnar Bragason, átti þó ekki síður velgengni að fagna; hún lenti í 12. sæti af 215 myndum í kosningu áhorfenda um bestu mynd hátíð- arinnar. Mýrin endaði aftur á móti í 78. sæti í áhorfendakosningunni. „Það er ófrávíkjanleg regla svona hátíða að þær myndir sem sýndar eru í aðalkeppnunum mega hvergi annars staðar hafa verið sýndar,“ segir Ragnar Bragason. „Þess vegna eru oft ekki nema átta til tíu myndir í aðalkeppninni.“ Kvikmynd Ragnars tók því ekki þátt í aðalkeppninni enda hefur hún flakkað um fjölmargar hátíðir að undanförnu. „En hún hefur greini- lega fallið áhorfendum í geð,“ segir Ragnar. Eftir mikið flakk og þeyting um hinar og þessar kvikmyndahátíðir að undanförnu kveðst Ragnar svo loks hafa ákveðið að taka sér kærkomið frí. En myndir hans halda áfram að ferðast. Önnum kafið Vesturport Vesturportshópurinn hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann kem- ur, svo dæmi sé tekið, til greina við úthlutun verðlaunanna Europe Prize New Theatrical Realities, sem veitt verða í ellefta skipti í ár. „Þetta eru peningaverðlaun,“ seg- ir Rakel Garðarsdóttir, kynning- arstjóri Vesturports. „Það getur verið gott fyrir sjálfstæða leikhópa að fá peninga,“ bætir hún svo við í glettilegum tón. „Annars veit ég ekki mikið um þetta; málin skýrast betur eftir helgi.“ „Þá sýnir Vesturport fjögur ný verk á árinu,“ segir Rakel. „Gísli Örn Garðarsson leikstýrir Faust og Tilsammans, verki byggðu á sam- nefndri sænskri mynd, en Björn Hlynur Haraldsson leikstýrir Jesus Christ Superstar og frumsömdu verki eftir sig, Dubbeldusch – það heitir eftir hárnæringunni og sjampóinu.“ Þá má geta þess að Vesturports- hópurinn er á leið á ýmsar hátíðir, í Kóreu, Kólumbíu og Ástralíu. Fjölmargt á döfinni hjá Vesturporti Börn og Foreldrar á stanslausum þeytingi Foreldrar Annað verk eftir Ragnar Bragason, sem einnig er sýnt á ýmsum kvikmyndahátíðum. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.