Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 21 áfengi ekki um hönd. Verðlag áfengis er líka mismunandi eftir löndum og býr til það sem Guðjón kallar áfengishringekj- una; Norðmenn kaupa áfengi í Svíþjóð, Svíar fara til Danmerkur að kaupa áfengi, Danir til Þýzkalands, Þjóðverjar til Póllands, Finnar til Eistlands og Eist- ar til Rússlands. Áfengi er verulegt áhyggjuefni fyrir Evrópu og áfengisaldurinn fer lækkandi. Guðjón segir sem betur fer ýmislegt hægt að gera á heimilum og í skólum, en fræðsla og aðgerðir þurfa að vera af- dráttarlausari og markvissari. Heilbrigðiskerfið ekki bara viðgerðarþjónusta Eins er það með fíkniefnin, nema þar er ofan á allt annað við mjög skipulagða glæpastarfsemi að eiga. „Við þurfum að taka þeim mun fastar á þessum málum og móta samvirkar aðgerðir, því þetta er fjölþætt vandamál og eftir því mikið verkefni. Heilbrigðiskerfið á að koma þar við sögu; það á ekki bara að vera við- gerðarþjónusta, heldur þarf að auka mjög forvarnir þar sem annars staðar. En þetta er auðveldara um að tala en í að komast og ég get ekki bent á neitt eitt ríki, sem er að ná betri árangri en önnur. Þetta er marghöfða dreki, sem þarf að slást við á sem flestum vígstöðvum. Og eins og með önnur heilbrigðisstríð: við höfum ekki efni á öðru en að vinna.“ Í sambandi við fíkniefnin nefnir Guð- jón tengsl þeirra við alnæmi. Á hverju ári koma upp 260 þúsund ný alnæm- istilfelli í Evrópu, aðallega í Austur- Evrópu. Ástandið í V-Evrópu er nokkuð stöðugt, en eystra vill Guðjón tala um rússneska rúllettu. Þar eru 80% þeirra sem smitast ungir karlmenn, sem nota sömu sprautuna og kæra sig kollótta um afleiðingarnar. „Það er eitthvað lánleysi, eitthvert vonleysi, sem rekur þessa ungu menn út í þetta hættuspil. Þeir sjá dap- urleg lífskjör sem sitt eina hlutskipti og sjá því engan tilgang með lífinu. Þær betrumbætur sem felast í auðugra efna- hagslífi verða aldrei nógsamlega undir- strikaðar. Þær færa ungu fólki tilgang og fær það til að meta lífið sem annað og meira en léttvægt leikfang í lífshættu- legum leik.“ Þegar Guðjón lítur til baka yfir árin fimm hjá Evrópuskrifstofu WHO segir hann að í raun hafi verið „feikilega gott rennsli í lýðheilsumálunum á Evr- ópusvæðinu“ og nefnir því til staðfest- ingar Helsinkisamþykktina í aðgerðum á sviði geðheilbrigðismála, Evrópu- ekki einasta þungbærir im þjást heldur þurfum til þess, hve mikil byrði mar eru fyrir þjóðfélagið, ð, samhjálpina og heil- Með því að beita for- s ýtrasta erum við ekki a líf fjölda einstaklinga, a á samfélaginu. úkdómur, sem nú rýkur en það eru geðsjúkdómar ð þunglyndi yngra fólks Nú er unnið gegn geð- tir Evrópuáætlun, sem var lsinki 2005 og íslenzkur krifstofu minnar; Héðinn kom að. Meginstefið þar sjúklinga og aðstandenda meta og efla meðferðina. a er lífsspursmál, ef okkur halda utan um þennan mtíðinni og geta með geð- ustu hjálpað fólki út í ur. rf á stóru átaki í geð- m, sérstaklega víða í sem eru geðsjúkrahús 00 sjúklingum og ónógu r er aðbúnaður sjúkling- beint skelfilegur. rf svo að breyta afstöðu egn fordómum, til dæmis é meiri áhætta að ráða í hefur þurft að leita á geð- ólk sem hefur glímt við . Þetta á einfaldlega ekki jast. Auðvitað eru til und- þessu sem öðru. Flugstjóri truflanir setzt ekki aftur í ð. En það á ekki að mis- ningarnar til að merkja ir líka aðgerðir til að á börnum. „Við vitum að slysum á heimilum um ð fylgja einföldum tékk- g fækka má slysavöldum um. Við horfum upp á kkna og verðum að grípa ðgerða gegn þeirri hættu. erðin sinn alltof háa toll.“ nu því betra r að í V-Evrópu lækki töl- slys í umferðinni. Þar hafa um árangri með sinni núl- ðrir hlógu mikið að á sín- víar létu það sem vind um einbeittu sér að sinni áætl- am í sótti og Svíar komust ættu hinir að hlæja. Svíar ð þremur atriðum; bílnum, veginum og ökumanninum og gripu til aðgerða á öllum þremur vígstöðvum. Þeir kortlögðu svörtu blettina í gatna- og vegakerfinu og beindu fram- kvæmdafé til þeirra; lögðu af pólitíska úthlutun vegafjár. Þeir tóku um- svifalaust úr umferð alla þá bíla sem uppfylltu ekki öryggisskilmála, þeir end- urskipulögðu og bættu menntun öku- manna og gegn hraðakstri beittu þeir myndavélum og harðari refsingum. Sá sem ekur 30 km hraðar en hámarkshrað- inn er, missir ökuskírteinið umsvifalaust í 3 mánuði og greiðir sekt að auki. Svíar tóku líka mjög harkalega á áfengisvanda umferðarinnar. Guðsjón segir að auk þessa þurfum við Íslendingar að leggja sérstaka áherzlu á að ökumenn temji sér tillitssemi og kurt- eisi hver í annars garð. „Ég hef góðan samanburð á umferðinni í Danmörku og hér og þetta er eins og svart og hvítt. Hér eru ökumenn alltaf í kapphlaupi við alla hina um að komast áfram.“ En meðan umferðarslysum fækkar í V-Evrópu, fjölgar þeim í A-Evrópu. Þar eru líka vegurinn og bíllinn í lamasessi og margir ökumenn hafa aldrei lært að aka bíl. Bílum fjölgar og fjölgar og vega- kerfið stendur alls ekki undir allri þess- ari umferð. Svo er áfengisneyzlan sú mesta í Evrópu. Guðsjón segir áfengið skaðlegt og samfélaginu hættulegt. „Þess vegna segjum við: Ekki áfengi í umferðinni, áfengislausa skóla og áfengislausa með- göngu.“ Hann segir það gera baráttuna gegn áfengisneyzlu snúnari, að hún er svo mismunandi milli landa. Í sumum lönd- um drekka menn áfengi daglega, með mat, annars staðar neyta menn áfengis sjaldnar, við stærri viðburði, og enn ann- ars staðar, í múslímalöndum, hafa menn aðgerðaáætlun í bólusetningum, aðra í heilbrigðismálum barna og ungmenna, og þá þriðju á sviði langvinnra sjúk- dóma. Starfsmönnum lýðheilsudeildar Evrópuskrifstofunnar hefur á þessum árum fjölgað úr rösklega 100 í 240. Lífsstílsbreytingin verður að vera lokkandi Guðjón Magnússon stendur nú á krossgötum. Eftirlaunaaldur starfs- manna Sameinuðu þjóðanna er 62 ár og yfir þann þröskuld er hann kominn og gott betur, eins og hann segir sjálfur, en starfstími hans var tvívegis fram- lengdur. 1. nóvember verður hann á lausu. Hvað þá? „Mín ætlan er að sinna ráðgjaf- arstörfum, mest erlendis. Ég hef fengið nokkur tilboð sem ég er að velta fyrir mér.“ – Sem eru? „Það er of snemmt að fjalla um þau opinberlega.“ – Hvað með Ísland? „Það er alveg inni í myndinni. Hér er mikil gerjun í heilbrigðismálunum. Nýr ráðherra er tekinn við málaflokknum, sem flokkur hans hefur ekki haft á sinni könnu í tuttugu ár. Það verður spenn- andi að sjá hvað gerist.“ – Ef ég kalla þig til ráðgjafar fyrir hann hér og nú? „Lykilorðið er forvarnir. Ef við lítum fyrst til aldursskiptingar þjóðarinnar, þá fjölgar stöðugt í efri hópunum, sem hafa lokið lífsstarfi sínu og þurfa á heilbrigð- isþjónustu að halda, meðan fækkar í undirstöðunni sem leggur fé til heil- brigðiskerfisins. Þessi jafna gengur ekki upp og það er fyrirsjáanlegt að ef fram heldur sem horfir þá munu heilbrigð- ismálin kollvarpa efnahagsmálunum fyrr en síðar. Við þurfum að hægja á þessari þróun, seinka því hvenær fólk þarf á dýrustu þjónustunni að halda, og draga úr þeirri þörf með öllum mögulegum ráðum. Við kunnum forvarnaráð á sviði hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki svo dæmi séu tekin og við getum líka haft áhrif á vissar tegundir krabbameins. Skynsamlegasta fjárfesting heilbrigð- isráðherrans er í stóreflingu forvarna. Þær verða hins vegar ekki unnar í heil- brigðiskerfinu einu saman. Það þarf að virkja fleiri stjórnvöld, þar með talin sveitarfélögin. Forvarnirnar þarf að flétta inn í skólakerfið og þá á ég ekki við eina heimsókn lögreglumanns, eina heimsókn læknis eða eina heimsókn slökkviliðsmanns á ári, heldur þurfa þær að vera stöðugt á dagskránni, fastur hluti af lífsleikninni. Ekki er síður mik- ilvægt að undirstrika ábyrgð foreldra. Það þarf frekari samþættingu ýmissa þjóðfélagsþátta. Vinnustaðirnir verða að koma inn í myndina. Það þarf að draga úr streitu á vinnustöðum og koma í veg fyrir áreiti og einelti. Og það þarf að kanna, hvað boðið er upp á í vinnustaða- mötuneytum. Vinnustaðirnir eru í lyk- ilhlutverki. Ég nefndi áðan, að ríkið á ekki að draga vagninn eitt, heldur eiga sveit- arfélögin líka að koma inn í myndina og sem gamall formaður Rauða krossins er ég smitaður af því að efla og virkja fólk í frjálsum félagasamtökum. Og ekki má gleyma ykkur fjölmiðla- mönnunum. Það er bráðnauðsynlegt að miðla fræðslu til fólks og við vitum hversu mjög við mótumst af þeim miðl- um sem við notum. Kúnstin er að fá fólk til að finna ávinn- ing af því að breyta um lífsstíl. Breyt- ingin verður að vera lokkandi. Hún má alls ekki vera leiðinleg, þá gerist ekki neitt. Boð og bönn eru ekki góðir kostir, þótt ég viðurkenni nauðsyn þess að banna reykingar á vissum stöðum. En reykingabannið kom í kjölfar hugarfars- breytingar hjá fólki. Við þurfum að ná fram slíkri hugarfarsbreytingu á fleiri sviðum; fólk verður að sjá ágóðann af því að lifa lengur án sjúkdóma og bæta lífi við árin. Ég er hins vegar vantrúaður á skyndi- lausnir. Herferð vekur athygli á vand- anum, en ef henni fylgir ekki neitt, þá gerist ekki neitt. Gangan á dögunum vegna umferðarslysanna var feikilega gott átak, en hefur ekki frekari áhrif, nema henni sé fylgt eftir með ein- hverjum aðgerðum. Án þeirra hverfur hún bara út í buskann eins og blöðr- urnar, sem sleppt var í loftið. Það er lyk- ilatriði, þegar menn grípa til svona að- gerða, að þeim fylgi skipulagt framhald.“ – Hvað með sérfræðingana og störf þeirra hjá spítölum og á stofum? „Það er óvíða öflugri starfsemi sér- fræðinga á stofum en hér og um það fyr- irkomulag virðist ríkja sæmileg sátt. Ég geri hins vegar athugasemdir við greiðslufyrirkomulagið. Á stofunni er sérfræðingurinn verktaki og mér finnst eðlilegt að hann sé það líka inni á spít- alanum. Og heimilislæknirinn á að standa í sömu sporum. Ég tel brýnt að brjóta niður múra milli heilsugæzlunnar og sérfræðinganna og líka múra innan spítalanna; menn eiga ekki bara að líta á lækningahlutverk sitt, heldur telja fræðslu og átak í heilsueflingu líka í sín- um verkahring. Íslendingar standa framarlega í lífs- gæðum og þá líka í heilbrigði. Við erum kröfuhörð þjóð, fljót að tileinka okkur nýjustu tækni og sækjum aðeins það bezta. Heilbrigðisstarfsfólk okkar er vel menntað, enda höfum við nýtt það bezta hjá öðrum þjóðum og fengið toppfólk til baka. Stjórn heilbrigðismála þarf að vera feikilega markviss. Ég vildi sjá betri stefnumótunarvinnu með mati á kostn- aði og þátttöku annarra en ríkisins. Og hvað markmiðin varðar finnst mér að efling forvarna eigi að vera æðra mark- mið en efling heilbrigðisþjónustunnar.“ Eigum að færa okk- ur upp fyrir fossinn Guðjón líkir okkur við fljótafólkið, sem heldur sig neðan fossins og tekur þar við þeim sem slasast í fallinu. „Við eigum að færa okkur upp fyrir fossinn, varna því að fólk detti í fljótið og ná til þeirra sem detta samt áður en þeir fljúga fram af fossbrúninni. Í hnotskurn er þetta íslenzka mál- tækið að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Ég sé mörg sóknarfæri á þessu sviði og af því að það er svo ríkt í okkur Ís- lendingum að taka hlutina með trompi, þá eigum við að láta forvarnirnar fara eins og hvítan stormsveip um þjóðfélag- ið.“ – Þú segir að ríkið eigi að reka sjúkra- stofnanirnar. Ertu þá að tala um há- tæknisjúkrahús? „Ég hef aldrei verið hrifinn af þessu orði; hátæknisjúkrahús. Það eru reknar röntgendeildir utan sjúkrahúsa og þar er einnig hátækni. Við þurfum öflugt kennslusjúkrahús og ég vil frekar tala um háskólaspítala. Þar á að bjóða upp á þjónustu, sem ekki er hægt að veita ann- ars staðar. Hættan er að spítali dragi til sín sjúklinga og geti svo ekki útskrifað þá eins og við á. Miðað við framfarir í heilbrigðistækni og heilbrigðisvísindum eiga menn að spyrja sig, hvað þeir geti flutt út til annarra og einbeita sér þess í stað að grunnþáttum síns spítala. 1993 kom út svokölluð gul skýrsla, þar sem meðal annars kom fram að á 16 sjúkrahúsum voru menn að skera upp sjúklinga og í skýrslunni var því velt upp, hvort ekki væri heppilegra að fækka skurðsjúkrahúsunum og fá sum- um þeirra önnur sérverkefni. Ég var ekki vinsælasti maðurinn á Íslandi þegar þessi skýrsla leit dagsins ljós. Hún var varla fyrr komin út, en stjórnmálamenn- irnir hlupu í vörn hver fyrir sitt sjúkra- hús. Reynslan er nú sú, að aðeins um helm- ingur þessara 16 spítala eru enn skurð- spítalar og 3 spítalar hafa verið samein- aðir í einn. Þannig hefur skynsemin orðið ofan á, þegar fólk áttar sig á því að það á kost á betri þjónustu annars stað- ar en í sínu næsta nágrenni. Þetta er alltaf spurningin um nálægð þjónust- unnar og gæði hennar. Ég skildi vel þá sem vildu halda í sína spítala. Það var ekki einasta að fólk vildi hafa þjónustuna nálægt sér heldur var þetta líka hreint og beint atvinnuspurs- mál á stöðunum. En svo gerðust hlut- irnir bara af sjálfu sér, því það gengur ekki upp að fórna þjónustugæðunum fyrir nálægðina.“ – Og lokaorðin, Guðjón Magnússon? „Hvað sem gert er til að þoka málum til betri vegar, þarf að ríkja sæmileg sátt í þjóðfélaginu um þær aðgerðir.“ r forvarnir Morgunblaðið/ÞÖK ðjón Magnússon segir að sýna verði fólki fram á ágóðann af því að lifa lengur án sjúkdóma og bæta lífi við árin. Í HNOTSKURN » Evrópuskrifstofa WHO telur53 aðildarríki með 880 millj- ónum íbúa. Svæði hennar nær frá Grænlandi að landamærum Kína og til Afganistan, Írans og Íraks. » Áður en Guðjón Magnússonfór utan til starfa við Norræna heilsuháskólann í Gautaborg var hann m.a. aðstoðarborgarlæknir í Reykjavík, aðstoðarlandlæknir og skrifstofustjóri heilbrigðisráðu- neytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.