Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Hafþór Svein-jónsson fæddist í Reykjavík 14. nóv- ember 1961. Hann lést í Burwell á Eng- landi föstudaginn 22. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Hrefnu Pétursdóttur, f. 2.10. 1943, og Svein- jóns Björnssonar, f. 14.10. 1943. For- eldrar Hrefnu eru Pétur Hafliði Ólafs- son sjómaður úr Svefneyjum á Breiðafirði, f. 10.2. 1920, og Jóhanna Davíðsdóttir frá Patreksfirði, f. 3.9. 1920, d. 4.1. 2003. Foreldrar Sveinjóns voru Björn Sveinsson frá Sveinsstöðum í Reykjavík, f. 30. nóv. 1900, d. 25. okt. 1989, og Ágústa Ingvarsdóttir, f. í Reykjavík 22. ágúst 1904, d. 1. okt. 1994. Leiðir Hrefnu og Svein- jóns skildi. Systur Hafþórs eru 1) f. 1.6. 1999. Sonur Hafþórs og Rögnu Kristjánsdóttur er Kristján, f. 10.11. 1991. Hafþór ólst upp í Reykjavík og gekk í Fellaskóla og síðan í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Hann fór snemma að æfa knattspyrnu með knattspyrnufélaginu Fram. Hann lék upp alla yngri flokka með Fram og varð bikarmeistari með félaginu árið 1979, 1980 og Ís- landsmeistari árið 1986. Hann lék með unglingalandsliðum Íslands í fótbolta U-17 og U-21 árs. Hafþór lék einnig nokkra A-landsleiki fyr- ir Íslands hönd. Hann gekk til liðs við Knattspyrnufélagið Val árið 1987 og varð Íslandsmeistari með félaginu það sama ár. Einnig lék Hafþór með félagsliðum í Dan- mörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Hafþór starfaði við auglýsinga- og markaðsmál. Fyrst hjá útvarpi FM957 og síðar hjá RÚV. Árið 2003 fluttist fjölskyldan bú- ferlum til Burwell á Englandi þar sem hún hefur búið síðan. Hafþór verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jóhanna Ágústa, f. 1965, maður hennar Jóhann Tómasson, börn þeirra eru Hulda Hanna, Andr- ea, Thelma Lind og Viktor Gauti. 2) Ás- dís, f. 1967, synir hennar og Ófeigs Hallgrímssonar eru Eiður Aron, Theódór og Marteinn. 3) Erla, f. 1979. Eiginkona Hafþórs er Elsa Jensdóttir, f. á Húsavík 23.10. 1974, en alin upp á Siglufirði. Hún er dóttir hjónanna Kristínar Maríu Eggertsdóttur, f. 10.5. 1945, og Jens Gíslasonar frá Siglufirði, f. 8.11. 1944. Systur Elsu eru Dag- mar, f. 1962, maður hennar Heiðar J. Sveinsson, og María, f. 1970, maður hennar Ásgeir Gunnarsson. Börn Hafþórs og Elsu eru Tinna María, f. 25.9. 1995, og Alexandra, Á kveðjustund er þungt um tungutak og tilfinning vill ráða hugans ferðum, því kærum vini er sárt að sjá á bak og sættir bjóða drottins vilja og gerðum. En Guðs er líka gleði og ævintýr og góð hver stund er minningarnar geyma. Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr á ferð um ljóssins stig, og þagnarheima. (Sigurður Hansen) Elsku Hafþór, frumburður minn og einkasonur. Mér er mikill söknuður og mikil sorg við brottför þína. Þú varst mér góður sonur og systr- um þínum Hönnu, Ásdísi og Erlu, góður bróðir. Börnin þín Kristján, Tinna María og Alexandra missa besta pabba í heimi. Þú varst þeim allt. Þú varst mikill fjölskyldumaður. Pétur afi þinn var mikið með þig þegar þú varst lítill drengur og margt brölluðuð þið saman. Saknar hann nú sárt dóttursonar. Þú áttir marga góða vini og varst alltaf hrókur alls fagnaðar. Alltaf var stutt í hlátur, stríðni og grín sem létti lund allra sem í kringum þig voru. Þú varst varst mikið hjá og með systur minni Hugrúnu og varst henni og manni hennar Marteini nánast sem sonur og þeirra börnum sem bróðir. Jói eiginmaður Hönnu systur þinnar á eftir að sakna sárt góðs vin- ar og félaga. Félagsskapurinn úr íþróttunum skipaði stóran sess í þínu lífi. Það gladdi móðurhjartað þegar þú gekkst í raðir míns gamla félags, Knattspyrnufélagsins Vals árið 1987. Nú er komið að leiðarlokum. Minningin um þig mun lifa áfram, elsku drengurinn minn. Elsku Elsa, Kristján, Tinna María og Alexandra, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Hvíl í friði og ró, elsku sonur minn. Guð blessi þig. Þín mamma. Elsku bróðir. Ég trúi því ekki enn að þú sért far- inn frá okkur, ekki bara ég heldur all- ir. En við eigum eftir að hittast aftur, en þá á öðrum stað. Við áttum margar yndislegar stundir saman á okkar yngri árum. Ég elskaði að fara og horfa á þig spila fótbolta og fótboltadelluna sem ég hef enn í dag fékk ég frá þér, takk fyrir það, elsku bróðir. Það er svo margt annað sem við áttum saman en þær minningar eru á milli þín og mín. Síðan á eldri árum skildi leiðir, sem svo oft gerist, ég eignaðist ynd- islega fjölskyldu sem þú einnig gerð- ir. Ég fluttist til Vestmannaeyja og síðar fluttist þú til Englands, þannig að við hittumst nú ekki eins oft og við hefðum bæði viljað. En þegar við hittumst vissi ég að við áttum eftir að eiga yndislegar stundir saman sem og við gerðum. Þú varst nú hrókur alls fagnaðar og alltaf fékk ég að heyra nýjustu brandarana þína sem komu mér allt- af til að hlæja, sama hversu „lélegir“ þeir voru, og ég veit að þú átt eftir að segja mér fullt af nýjum þegar við hittumst aftur. Ég veit að þú ert í góðum höndum núna, elsku bróðir. Elsku mamma mín, Elsa, Kristján, Tinna María og Alexandra, megi Guð vera með ykkur á þessari erfiðu stundu. Sjáumst seinna elsku bróðir. Hvíldu í friði. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Þín systir, Ásdís. Elsku bróðir, Kallið er komið komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (V. Briem.) Minningarnar sem fara um hug- ann eru svo margar, enda áttum við samleið í 42 ár. Þú varst nú alltaf langflottastur ég leit svo upp til þín, enda varstu svo viljugur að taka mig með þér út um allt. Minnisstæðast er mér þegar þú fékkst Ramblerinn (ameríska drekann) og þið félagarnir fóruð á rúntinn og alltaf var pláss fyrir Hönnu systur. Þú tókst mig líka með á mína fyrstu tónleika í Laug- ardalshöllinni að sjá Smokie, og það var líka ein af okkar uppáhaldshljóm- sveitum. Ég held ég hafi ekki misst af leik þegar þú varst farinn að keppa með meistaraflokki Fram í fótbolta. Mér fannst þú alltaf langbestur. Ég kynntist honum Jóa mínum rúmlega 18 ára og þið strákarnir urð- uð svo góðir félagar allt til loka. Ég eignaðist mitt fyrsta barn, hana Huldu Hönnu 22 ára, það sem þér þótti vænt um hana og hvað henni þótti vænt um þig, hennar missir er mikill. Eins var það með öll börnin mín, þeim fannst þú frábær frændi. Undanfarin ár eyddum við miklum tíma á Flórída með fjölskyldum okk- ar þetta eru ógleymanlegar ferðir. Alltaf var markmiðið að versla ekki of mikið, taka þetta bara rólega, en síðasti dagurinn í hverri ferð endaði alltaf á því að við vorum öll sveitt við að binda töskur og kassa á toppinn á bílunum svo börnin kæmust í bílana. En við áttum alltaf eftir að fara í ferð- ina þar sem Hulda Hanna og Krist- ján yrðu líka með. Hafþór minn, við stöndum við það sem um var samið. Góða ferð, elsku bróðir. Mamma, pabbi, Elsa og börn, Guð veri með ykkur öllum. Þín systir Hanna. Elsku Hafþór, okkar hinsta kveðja til þín, með þakklæti og söknuði fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Góður Guð blessi og varðveiti minningu þína elsku vinur. Við komum til að kveðja hann í dag, sem kvaddi löngu fyrir sólarlag. Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut, hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut, sem börnum átti að búa vernd og skjól er burtu kippt af lífsins sjónarhól. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veitir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku Elsa, Tinna María, Alex- andra og Kristján, missir ykkar er mikill. Við biðjum góðan Guð að styrkja og styðja ykkur og fjölskyld- una alla í þessari miklu sorg okkar. Við verðum alltaf til staðar fyrir ykk- ur, Elsa mín. María, Ásgeir, Kristín Heiða, Viktor og María Björg. Elsku yndislegi bróðir minn, Haf- þór, hefur kvatt þennan heim. Ég á mjög bágt með að trúa því að ég muni hvorki sjá né heyra í þér aftur. Þú varst stóri bróðir minn og ég hef allt- af litið upp til þín. Þú varst alltaf svo góður við mig og vildir allt fyrir mig gera. Þegar ég var lítil varstu mér eins og faðir. Eitt sinn þegar ég var lítil og var í pössun bað ég barna- píuna að hringja í þig heim og lést þú leigubíl sækja mig og keyra mig heim. Þar stóðst þú brosandi í stiga- ganginum og tókst á móti litlu systur. Alveg eins og þegar þú áttir að fara með mig í leikskólann fyrir mömmu þegar þú varst í fríi og vildir frekar hafa mig heima því þú vorkenndir mér svo mikið að fara á leikskólann og mamma hafði ekki hugmynd um það í þrjár vikur. Þú hlóst dátt að því þegar ég sem lítil stelpa skammaði þig fyrir að ganga ekki frá fótbolta- töskunni inn í þvottahús. Ég hef yf- irleitt sagt við fólk að ég hafi fæðst á Framvellinum, þar sem ég var svo mikið með þér þar, og seinna meir niðri í Valsheimili þar sem ég æfði einnig knattspyrnu um tíma. Í öllum utanlandsferðum þínum komstu ekki heim öðruvísi en að gleðja litlu systur með gjöfum. T.d stóri bleiki pardus- inn sem þú gafst mér þegar ég var fjögurra ára gömul fylgir mér enn þann dag í dag. Stærsta stundin í lífi mínu er nú eflaust Europe-tónleik- arnir sem þú fórst með mig á í Laug- ardalshöllinni og ég sá átrúnaðargoð- ið mitt, hann Joey Tempest, aðeins fimm eða sex ára gömul. Tíminn okk- ar saman úti í Svíþjóð þegar þú spil- aðir með Kalmar FF er eftirminni- legur sem og ferðalög upp í Kerlingarfjöll á skíði. Svo seinna meir unnum við saman á útvarpssviði Norðurljósa. Þær eru margar minn- ingarnar, elsku bróðir. Ein besta jólagjöf sem ég hef fengið er jólagjöf- in sem þú gafst mér fyrir nokkrum árum, sem er stór engill úr tré með áletrun á sem segir þessi orð: „Án þín væri veröldin fátækleg.“ Veröldin er orðin fátækleg nú án þín, elsku fal- legi bróðir minn. Elsku, yndislegu og fallegu barnanna þinna munum við gæta og leiða áfram í lífinu. Ég mun gera mitt besta til að sýna þeim það fallegasta sem til er. Elsa mín, ég samhryggist þér innilega. Elsku Kristján, Tinna María og Alexandra, Guð blessi ykk- ur, missir ykkar er mikill. Mamma mín, guð veri með þér í þessari miklu sorg. Allar minningarnar um þig, elsku Hafþór bróðir, eru ekkert nema ást og umhyggja í minn garð. Ég mun ætíð sakna þín og minningin um þig mun lifa áfram. Þín systir Erla. Það var árið 1961 – ég 11 ára og lít- ill snáði fæddist í fjölskylduna. Ég og mínar vinkonur fórum allar sem ein í mömmuleik og vorum öllum stundum að sniglast heima hjá þér, elsku „kallinn“ minn. Við munum þig feitan og pattara- legan, hressan strákpjakk sem hægt var að setja upp á stól og láta syngja og það gerðir þú eins og engill. Það var árið 1971, við Marteinn giftum okkur, þú varst bara níu ára. Þegar kom að fæðingu okkar fyrsta barns svafst þú á milli okkar eins og svo oft áður. Við þurftum því að fá barnapössun áður en við urðum „alvöru“ foreldrar. Svo sterk voru tengsl okkar við þig frá upphafi. Svo fæddist okkar annað barn, þú hættur að sofa á milli, en varst engu að síður alltaf nálægur. Árin liðu og þú allt í einu kominn í „barnapöss- unar“hlutverkið og stóðst þig með prýði. Margréti og Pétri þótti ekki verra að hafa svona skemmtilegan frænda hjá sér sem var alltaf hrókur alls fagnaðar og kom með marga félaga sína með í „pössunina“. Þá var oft hressilegt andrúmsloftið í Suðurhól- unum. Þegar svo Íris Dögg fæddist varstu orðinn öllu ráðsettari enda orðinn 21 árs og bræddir hennar hjarta engu síður en hjörtu systkina hennar. Svo kom að því að aldursmunurinn varð nánast enginn á okkur. Þú að spila fótbolta með Marteini, æfinga- búðir, sumarbústaðaferðir, utan- landsferðir og alltaf varst þú einn af okkur. Þú eignaðist hann Kristján þinn, sem nú er 15 ára, og varst svo yfir þig stoltur af honum. Enda er hann flott- astur. Þú giftist Elsu þinni og þið eign- uðust Tinnu Maríu árið 1995 og síðar Alexöndru árið 1999. Litlu perlurnar þínar. Heimsóknir okkar til ykkar fjölskyldunnar í Eng- landi verða okkur kærar í minnung- unni. Afmælisgjöfin sem Marteinn fékk fyrir rúmu ári, sem var skipulögð af þér, fótboltaferð fyrir ykkur vinina sem þið nutuð til fulls. Allar þessar minningar eru okkur ómetanlegar. Það er árið 2007, þú 45 ára. Nú verð ég að hætta í mömmu- leiknum elsku karlinn minn, nokkuð sem mig óraði ekki fyrir. Svona er líf- ið. Elsku Haffi, það er okkur mjög erfitt að sleppa takinu, hugsanir um alla þína ævi fljúga í gegnum hugann og söknuðurinn er svo sár að þær festast illa á blaði. Eftir stendur þó alltaf glaðværð þín og létt lund sem kom manni oft til að hlæja að bullinu í þér. Allar minningarnar munu ylja okkur um ókomin ár. Elsku Hrefnu og Svenna og þeirra fjölskyldum vottum við okkar dýpstu samúð og megi allt hið góða í heim- inum leiða þau á þessum erfiðu tím- um. Elsku pabbi, við eigum engin orð handa þér, við tökum bara utan um þig. Elsku Elsa, Kristján, Tinna María og Alexandra, ykkar missir er svo mikill. Minningarnar um eigin- mann og pabba ykkar mun alltaf lifa með okkur og þar ber ekki skugga á hressleikann og skemmtilegheitin frá þessum einstaka dreng sem Haf- þór var. Allri okkar fjölskyldu og tengda- fjölskyldu Hafþórs óskum við bless- unar. Nú er komið að kveðjustund elsku Hafþór frændi (fóstursonur). Við vitum að vel er tekið á móti þér og það hlýjar okkur um hjartaræt- urnar að hafa þá trú. Hvíldu í friði elsku vinur. Hugrún og Marteinn. Tíminn stóð í stað dagana eftir að Hafþór dó. Lífið var einhvern veginn sýnt hægt og við vorum aðeins áhorf- endur. Við systkinin trúum því varla enn að stóri frændi, sem alltaf var til stað- ar fyrir okkur þegar við vorum að vaxa úr grasi, og síðar góður vinur, sé farinn. Við kveðjum hann í dag og lof- um því á þessum degi að börnin hans, sem hann elskaði svo heitt, fái að heyra allar sögurnar um pabba sinn. Sögurnar eru frá því við vorum börn en þá var hann með annan fót- inn á heimili foreldra okkar, næstum eins og stóri bróðir. Í þá daga passaði hann okkur mjög reglulega og fátt kom í veg fyrir að hann kæmi og gætti okkar. Ef hann hafði áður verið búinn að ákveða að hitta vini sína komu þeir einfaldlega með og tóku þátt í skemmtuninni. Við áttuðum okkur ekki á því þá hvað þetta var einstakt, fannst sjálfsagt að maður um tvítugt kæmi og passaði okkur meðan mamma og pabbi skruppu frá. Samveran með Haffa var ævintýr í hvert sinn – hann talaði alltaf við okkur eins og við værum fullorðin og var fyndnasti frændi í heimi. Við höf- um ekki hlegið jafnmikið að neinum eins og Haffa frænda í gegnum tíð- ina. Hafþór átti ætíð svör og svörin voru alltaf fyndin. Hann hafði ein- staklega kæruleysislega sýn á lífið, var alltaf í góðu skapi og sá spaugi- legu hliðarnar á öllu. Við vorum svo montin af honum að við gerðum í því að reyna að fá vini okkar yfir þegar Haffi var heima. Þeir urðu líka að fá að kynnast þessum stórkostlega manni. Haffi var einstaklega barngóður og það kom berlega í ljós þegar Íris fæddist. Þá kom hann nánast dag- lega til þess eins að kynnast henni. Hún var bara fimm eða sex mánaða þegar hann ákvað að kenna henni að ganga og eftir markvissa þjálfun í um þrjá mánuði fór hún að ganga óstudd, aðeins níu mánaða. Hann fylgdist ná- ið með okkur á unglingsárunum og gerði stólpagrín að bólum, skap- sveiflum og í Péturs tilfelli óumflýj- anlegri raddbreytingu. Við réðum okkur vart fyrir kæti þegar hann kom í heimsókn og þrátt fyrir að hann væri daglegur gestur vorum við alltaf jafnglöð þegar hann kom. Það varð aldrei hversdaglegt, alltaf spennandi. Hafþór skipaði mjög sérstakan sess í lífi okkar systkinanna og hans verður sárt saknað. Við erum þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með honum. Skemmtilegasti og besti stóri frændi þegar við vorum lítil og góður vinur eftir að við urðum fullorðin. Elsku Hrefna okkar, Sveinjón, Hanna, Ásdís, Erla, Pétur afi, mamma og pabbi. Megi minningin um góðan dreng verða ykkur styrkur í sorginni. Elsku Elsa, við sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur og hjartans Kristján, Tinna María og Alexandra þið áttuð einstakan pabba sem gerði allt sem í hans valdi stóð til að láta ykkur líða sem allra best. Hann var svo stoltur af ykkur öllum. Sögurnar segjum við ykkur seinna, sögur um yndislegan mann. Blessuð sé minning góðs frænda og vinar. Margrét, Pétur Hafliði og Íris Dögg Marteinsbörn. Kæri yndislegi frændi minn. Þetta er alveg hræðilegt, ég bara trúi þessu ekki ennþá. Ég sem átti eftir að fara með þér og fjölskyldunni til Flórída sem var víst aðalstaður ykkar og okkar. Þú varst alltaf í mínu uppáhaldi og mitt idol, ég var alltaf Hafþór Sveinjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.