Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 32
Þegar lokahljóm- sveitin slær síðustu nótuna eru menn komnir í dansgírinn ... 35 » reykjavíkreykjavík Hamingjumarkaðurinn í Skólastræti, sem stöllurnar Agnes Lind Heiðarsdóttir og Rúna Björg Magnúsdóttir reka, skapaði já- kvætt og hamingjuríkt líf í miðborginni um helgina með sölu á lífrænum ávöxtum og grænmeti, orkusteinum og blómum. Hamingjan var líka við stjórnvölinn á gift- ingardeginum mikla, laugardeginum sjöunda júlí, þegar fluga fór í lautarferð á Miklatún. Hamslaus af hamingju klifruðu brúðhjón í fullum skrúða í trjáhríslunum og stilltu sér upp fyrir myndatökur. Flugufélagar tylltu sér svo fyrir utan Red Chili í Pósthússtræti, hvar borgarbúar sötruðu bjór eða kaffi í sól- inni, og kvikmyndaleikstjórinn óþekki Hrafn Gunnlaugsson heilsaði upp á okkur er hann rölti hjá með ungan son sinn. Nú er á flugubæ farið að horfa til hollustu og draga örlítið úr grillmatnum og var því fjárfest í líf- rænt ræktuðu heilhveitispaghetti frá Him- neskri hollustu. Hamingjuhrollur fór um eldabuskuna þegar hún las leiðbeiningarnar á pakkanum: „Smart að hræra aðeins í svo pastað festist síður saman.“ Það er orðið vandlifað ef maður kemst ekki hjá því að vera smart við suðu á spaghetti … | flug- an@mbl.is Guðmundur Óskar Sigmundarson, Mar- grét Lilja Ægisdóttir og Valey Ýr Val- geirsdóttir. Fanney Gísladóttir, María Rós Guðmunds- dóttir og Kolbrún Guðnadóttir. Jóna Björk Grétarsdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir. Jón Óskar Hafsteinsson, Hulda Hákon og Stella Hákon. Morgunblaðið/Eggert Magnús Sigurðsson, Guðmundur Hjaltalín, Páll Harðarson, Sævald Páll Hallgrímsson, Ester Óskarsdóttir og Baldvin Þór Sigurbjörnsson. Óskar Sigurðsson, Benjamín Elí Óskarsson og Gunnlaug Sigurð- ardóttir. Jóhannes Ágústsson og Pétur Hallgrímsson. Guðmundur Arnar Guðmundsson og Arnór Heiðar Sigurðsson. Kári Marteinsson, Elín Gísladóttir, Sigrún Sif Kristjánsdóttir og Eva Rún Snorradóttir. Guðrún Eiríksdóttir og Guðmundur Sig- bergsson. Upprisa hamingju og helvítis í Reykjavík … vandlifað ef maður kemst ekki hjá því að vera smart við suðu á spaghetti … » Goslokahátíðvar haldin í Vestmannaeyjum. » Tónleikar Kira Kiravoru haldnir í Iðnó. Morgunblaðið/Eggert Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Vignir Andri Guðmundsson. Eiríkur Orri Ólafsson, Kira Kira og Sigurlaug Gísladóttir. Flugan Fatamerkið Dead er sko ekki dauttúr öllum æðum og opnaði snilling-urinn Jón Sæmundur Auðarsonnýja verslun á föstudaginn í bak- húsi við Laugaveg 29, við hliðina á vinnustof- unni sinni. Upprisa Dead var unnendum hinnar rokkuðu og myrku tísku Nonna upp- spretta mikillar gleði og mættu margir aðdá- endur sem og uppvakningar í endurfædda búlluna. Dead-útgáfan kynnti þá líka til leiks míní-disk hljómsveitarinnar The Way Down sem ber titilinn: See You in Hell. Eftir smá- sprell á þessum vígstöðvunum var heilsað upp á hamingjuna í Gallery Turpentine í Ingólfsstræti þar sem myndlistarmaðurinn Guðrún Vera Hjartardóttir opnaði sýn- inguna Hamingjudaga. Allar fígúrurnar þar eru brosandi en draga má þá ályktun að um falska hamingju sé að ræða; greyin eru fórn- arlömb mannlegra fýsna og freistinga. Á meðal opnunargesta voru Elsa María Ólafs- dóttir, verslunarstjóri M&M, og listamenn- irnir Steingrímur Eyfjörð og Halldór Ás- geirsson sem er nýkominn heim eftir dvöl í Japan. Rithöfundurinn og borgarbarnið eilífa Hallgrímur Helgason kynnti listina fyrir ungum syni sínum. Og meira af hamingjunni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.