Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 37 / AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS BLIND DATING kl. 8 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ EVAN ALMIGHTY kl. 8 - 10 LEYFÐ DIE HARD 4 kl.10 B.i. 14 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 8 LEYFÐ eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI "LÍFLEG SUMAR- SKEMMTUN" eee L.I.B. TOPP5.IS eee S.V. MBL. SHREK, FÍÓNA, ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. ÁSTIN ER BLIND WWW.SAMBIO.IS eee H.J. - MBL eee L.I.B. - TOPP5.IS eeee KVIKMYNDIR.IS tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT? STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS Einni drullugustu Hróars-kelduhátíð í manna minn-um lauk í gærkvöld. Helli- rigning og leðja einkenndu hátíðina í ár, auk góðrar tónlistar. Samkvæmt fjölmiðlum í Danaveldi hefur drullan sjaldan verið jafn- mikil á hátíðarsvæðinu en bjórsal- an hefur sjaldan verið jafn-lítil. Ekki kom þó drullan í staðinn fyrir bjórinn heldur virtist þorstinn ekki gera eins vart við sig og á góðviðr- ishátíðum. Eftir eina væna skúr þegar ég mætti á svæðið á laugardeginum fór ég á tónleika Soulsavers og Mark Lanegan. Ég hafði hlustað nokkuð á nýjasta grip þeirra fé- laga, It’s Not How Far You Fall, It’s The Way You Land, og tróð mér því fremst við sviðið í Arena- tjaldinu til að berja þá augum. Herra Lanegan brást ekki, var yfir- vegunin uppmáluð, svartklæddur frá toppi til táar og söng með sinni djúpu vískirödd svo drundi um tjaldið. Dásamlegt. Annað sem ég sá þennan dag voru A Hawk and A Hacksaw, The Whitest Boy Alive og ellismellirnir í The Who sem fylltu svæðið fyrir framan stóra sviðið en héldu ekki athygli minni lengi. Óvæntasti smellur kvöldsins var þegar ég rápaði inn í Astoria- tjaldið í bið eftir Red Hot Chili Pep- pes og sá þar Fanfare Ciocarlia, menn í eldri kantinum sem spiluðu hressa sígunartónlist og dilluðu mjöðmunum. Þeir náðu upp þvílíkri stemningu að allt tjaldið dansaði með og steig jafnvel nokkur kongó- spor, ekki annað hægt en að smit- ast af þessari leikgleði og snúa sér í nokkra hringi. Þá var ég orðin vel heit fyrir Red Hot Chili Peppers- tónleikana sem byrjuðu ekki fyrr en klukkan eitt um nóttina. En þeir brugðust vonum flestra, ekkert nema gítarsóló og þegar Tony söngvari mætti á sviðið var hann svo innpakkaður í ponsjó og rauða ullarhúfu að kynþokkinn fékk ekki einu sinni notið sín, og hvað þá söngurinn. Olli mörgum von- brigðum og þar á meðal mér. Ákveðin fatatíska einkennir tón- listarhátíðir eins og annað og var áberandi á Hróarskeldu hvað gest- ir reyndu að feta í fótspor Kate Moss og Pete Dorethy. Stelpurnar berleggjaðar í stígvélum og stutt- um kjólum eða gallapilsum og strákarnir í níðþröngum svörtum gallabuxum og með litla hatta. All- ir reyndu að halda kúlinu þrátt fyr- ir rigningu, kulda og svað, fáir gátu það, því miður. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur með sól á lofti. Þegar ég mætti á svæðið um kaffileytið var fólk farið að tygja sig heim og því hafði fækkað nokkuð á svæðinu. Dagurinn byrjaði á þéttu rokki frá unglingunum í Arctic Monkeys og endaði á enn þéttara rokki hjá reynsluboltunum í Muse. Þeir keyrðu allt í botn og gerðu allt vit- laust. Fólk hoppaði og öskraði í hlýrabolum einum fata, regngallar voru horfnir af svæðinu og drullan farin að þjappast í þetta fína mold- argólf. Minningin um liðna rigning- ardaga hvarf og heim var haldið með bros á vör. Allt er gott sem endar vel. Allt er gott sem endar vel Gamlir jaxlar Þessir Íslendingar létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna og var einn þeirra mættur í ellefta sinn á Hróarskeldu. Þrír þeirra voru búnir að vera á svæðinu í heila viku þegar hátíðinni lauk og fannst ekkert mál að vera í rigningunni og drullinni enda vel búin að eigin sögn. Þeim fannst fólk væla heldur mikið yfir veðrinu. Rokkari Sumir lifðu sig inn í rokkaraímyndina og gengu um með svíns- höfuð á staf. Öðrum þótti slíkur farangur nú ekkert sérlega geðslegur. FRÁ HRÓARSKELDU Ingveldur Geirsdóttir »Allir reyndu að haldakúlinu þrátt fyrir rigningu, kulda og svað, fáir gátu það, því miður. ingveldur@mbl.is Stígvélaland Fólk ákvað að fara ekki með stígvélin heim og skildi þau eftir á lestarstöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.