Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 11 FRÉTTIR NÝ og ýtarleg upplýsingaskilti hafa verið sett upp við Laugaveginn, eina vinsælustu gönguleið landsins. Hann liggur frá Landmannalaugum í Þórs- mörk og hefur fjöldi ferðamanna á þessari leið farið stigvaxandi síðustu ár. Ferðafélag Íslands stendur að merkingunum í samstarfi við Menn- ingarsjóð VISA. Skiltin voru vígð við hátíðlega athöfn í Landmannalaugum síðastliðinn föstudag að viðstöddu fjölmenni. Skiltin er að finna við skála Ferða- félagsins við helstu áningarstaði á leiðinni, en algengt er að fólk gangi Laugaveginn í fjórum áföngum. Þá er ferðin hafin í Landmannalaugum og gengið þaðan í Hrafntinnusker. Næst liggur leiðin að Álftavatni, síðan í Emstrur og lýkur í Þórsmörk. Nákvæmar lýsingar á gönguleiðun- um á þremur tungumálum er að finna á skiltunum, auk leiðbeininga um út- búnað og öryggisráðstafanir sem göngufólk verður að vera upplýst um á þessari fallegu, en jafnframt vara- sömu leið. Bætt öryggi ferðamanna Ólafur Örn Haraldsson, formaður Ferðafélags Íslands er mjög ánægður með nýju skiltin. „Uppsetning þess- ara vönduðu skilta er þáttur í þeirri stefnu félagsins að auka upplýsinga- þjónustu við ferðamenn og bæta ör- yggi þeirra, en reynslan sýnir að þessi gullfallega leið getur verið varasöm ef ekki er rétt að farið.“ Ólafur segir að gerð upplýsinga- skiltana tengist beinlínis megintil- gangi Ferðafélagsins, að stuðla að ferðalögum um Ísland og greiða fyrir þeim, en ekki síður að vekja áhuga Ís- lendinga á landinu sínu, náttúru þess og sögu og efla vitund þeirra um nauð- syn varfærni í samskiptum manns og náttúru. „Við viljum gera okkar til að efla ferðamenningu og ferðagleði Íslend- inga og annarra ferðalanga og vekja fólk til aukinnar vitundar um töfra landsins. Þar gegna vandaðar og og aðgengilegar upplýsingar veigamiklu hlutverki.“ Skiltin eru unnin þannig að lista- maður málar eftir nákvæmum þrí- víddarmyndum af landslaginu og síð- an er bætt við örnefnum, gönguleiðum, skálum og öðrum upp- lýsingum sem nýtast göngufólki. Ekki mun þessi aðferð hafa verið notuð áð- ur við gerð gönguleiðaskilta á Íslandi, en hún mun vera vinsæl víða erlendis, til dæmis við göngustíga í Ölpunum. Vísa leiðina um Lauga- veginn Skilti Höskuldur Ólafsson, forstjóri VISA, og Ólafur Örn Haraldsson, for- seti Ferðafélags Íslands, afhjúpuðu nýju skiltin í Landmannalaugum. Göngugarpar Fjölmenni var viðstatt þegar skiltin voru afhjúpuð. Í HNOTSKURN »Á hverju sumri ganga ámilli 6000 og 8000 manns Laugaveginn, en leiðin er rúmlega 50 kílómetra löng »Leiðin þykir einstaklegafjölbreytt og gengið er meðal stórbrotinna fjalla, við hverasvæði og í friðsælum skógum. »Nú fara jafnt erlendir seminnlendir ferðamenn um Laugaveginn og því mikilvægt að leiðin sé vel merkt. FYRSTA varna- ræfingin sem fram fer á Íslandi á grundvelli sam- komulags ís- lenskra og banda- rískra stjórn- valda frá 11. október 2006 um varnir landsins fer fram hér á landi dagana 13.- 16. ágúst nk., að því er fram kemur í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Markmiðið er að æfa flutning liðsafla til landsins á hættu- og ófriðartím- um, staðsetningu, varnarviðbúnað, ákvarðanatöku og samræmingu við íslensk stjórnvöld. Fyrirhugað er að æfingar af þessu tagi verði reglu- bundinn hluti af varnarviðbúnaði landsins. Æfingin skiptist í tvo að- skilda þætti; loftvarnaræfingu og hins vegar æfingu gegn hermdar- og hryðjuverkum. Í loftvarnaræfingunni taka þátt Bandaríkjamenn með þrjár F-15-or- ustuflugvélar og tvær KC-135-elds- neytisflugvélar og Norðmenn með tvær F-16-orustuflugvélar og eina P-3-eftirlits- og kafbátarleitarflug- vél. Frá Atlantshafsbandalaginu verða tvær AWAC’s-ratsjárflugvél- ar með, en önnur þeirra mun fljúga frá Noregi án viðkomu hér á landi. Varðskipið Triton frá Danmörku tekur einnig þátt í hluta loftvarna- ræfingarinnar og stendur leitar- og björgunarvakt. Stjórnstöð íslenska loftvarnarkerfisins mun gegna hlut- verki sem yfirstjórnstöð æfingarinn- ar. Einnig mun Gæslan leggja til tvær björgunarþyrlur. Þátttakendur 300 talsins Áætlaður fjöldi þátttakenda í þessum hluta æfingarinnar er um 240 manns. Í æfingunni gegn hermd- ar- og hryðjuverkum taka þátt 20 norskir, sex danskir og 16 lettneskir sérsveitarmenn auk sérsveitar ríkis- lögreglustjóra með 15 manns eða alls 65 manns. Þátttakendur verða því alls um 300, 13 flugvélar, þyrlur og eitt eftirlitsskip. Varnaræf- ing haldin hér í ágúst Æfingarnar verði reglubundinn hluti af varnarviðbúnaðinum Heræfing á Suðurlandi. ULTRA-maraþonið Laugavegurinn fór fram á laugardag við bestu að- stæður sem hugast getur. Hlaupið hófst í Landmannalaugum og því lauk í Húsadal í Þórsmörk. Allir 133 keppendurnir sem hófu keppni luku hlaupinu. Aldrei hafa jafn- margir klárað hlaupið í 11 ára sögu þess. Fyrstar kvenna í mark voru Rannveig Oddsdóttir, Íslandi, á tím- anum 5:37:42, Rakel Ingólfsdóttir, Íslandi, á 5:41:42, og Zoe Elizabeth Smith, Bretlandi, á 5:57:44. Fyrsti karlkeppandinn í mark var Sveinn Margeirsson, Íslandi, á 4:49:43. Annar var Nigel Peter Bunn, Íslandi, sem hljóp á 4:58:18, og þá Viesturs Dude, Lettlandi, 5:02:23. Sveinn Margeirsson náði þeim frábæra árangri að hlaupa leiðina í ár á næstbesta tíma íslenskra þátt- takenda í hlaupinu frá upphafi. Metið var innan seilingar Aðeins munaði 15 sekúndum að hann næði besta tímanum. Brautar- metið á Bretinn Charles Hubbard á tímanum 4:39:21 sem hann setti ár- ið 2001. Keppendur fengu frábært hlaupaveður og aðstæður góðar til keppninnar. Sól var þegar hlaupið hófst og síðan léttskýjað og skýjað alla leiðina. Hægur andvari var á leiðinni og byrjaði að rigna örlítið eftir sex og hálfan tíma. Reglur hlaupsins eru þær að hlauparar sem ekki ná í Emstrur á sex tímum eru stoppaðir og fá ekki að klára hlaupið. Allir hlaupararnir í ár voru innan tímamarkanna sem segir mikið um hversu aðstæður voru hagstæðar til keppninnar, segir í tilkynningu frá stjórn hennar. Allir þátttakendur komust í mark í Laugavegshlaupinu í ár ÚR VERINU Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is JOHN Sackton, ritstjóri og útgefandi sjávarútvegsvefjarins seafood.com, lofar ákvörðun Einars Kristins Guð- finnssonar sjávarútvegsráðherra um aflamark í þorski á næsta fiskveiðiári í leiðara fyrir helgi. Í máli Sacktons kemur meðal ann- ars fram að Ísland hafi tekið mikil- vægt skref til að vernda þorskinn í Norður-Atlantshafi en hann telur að mikilvægi ákvörðunarinnar njóti ekki fulls skilnings innan sjávarútvegsins. Sackton bendir á að stjórnvöld í Evr- ópu hafi ekki oft farið eftir ráðgjöf vísindamanna í sambandi við afla- mark og leyft meiri veiði en lagt hafi verið til. Það hafi leitt til stöðugrar of- veiði, hruns þorskstofnsins í norður- höfum og ógnað þorskstofninum í Barentshafi. Ísland í fararbroddi Sackton segir athyglisvert að sjáv- arútvegsráðherra Íslands hafi tekið ákvörðun sína til að treysta orðstír Íslendinga hjá breskum þorskkaup- endum, helstu viðskiptavinunum. Margir kaupendur hafi krafið selj- endur um að þeir sýndu fram á að þeir væru með fisk úr sjálfbærum stofni og hefði Ísland ekki fylgt ráð- um vísindamanna hefðu stjórnvöld átt á hættu að samtök eins og Græn- friðungar neyddu stórmarkaði til að kaupa ekki íslenskan þorsk. John Sackton segir að saga Atl- antshafsþorskstofna sé ein harma- saga, en íslensk stjórnvöld séu ákveð- in í að reyna að bjarga stofninum. Sú ákvörðun ásamt öðrum af sama toga, eins og t.d. viðleitni til að reyna að sporna við ólöglegum veiðum í Bar- entshafi, geti bjargað fiskistofnum og Ísland verði áfram í fararbroddi í verndun fiskistofna. Seafood.com lofar ákvörðun sjávarútvegsráðherra ÁRLEGUR leiðangur Hafrann- sóknastofnunar á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni til að meta stofnstærð rækju hófst í gær og stendur út mánuðinn. Guðmundur Skúli Bragason, leið- angursstjóri, segir að byrjað verði vestast í norðurkantinum, norður af Horni. Síðan verði haldið austur með og farið yfir rækjuslóðina djúpt sem grunnt, og endað á Rauðatorginu. Teknar verða 92 togstöðvar. Auk rækjunnar verður aukaafli metinn með sérstakri áherslu á grá- lúðu og afrán þorsks, ýsu og kol- munna á rækju kannað á kerfis- bundinn hátt. Á vef Hafrannsóknastofnunar kemur fram að við upphaflega af- mörkun rannsóknasvæðisins hafi að nokkru leyti verið stuðst við upplýs- ingar úr veiðiskýrslum rækjuveiði- skipa frá árinu 1987, en svæðið síðar stækkað við Austfirði eftir að rækju- veiðar hófust á Rauðatorgi. Þá hafi verið bætt við nokkrum togum við Sporðagrunn, í Norðurkanti og við Norð-Austurland, nær landi, og svæðið stækkað til suðurs við Vest- firði. Leiðangur til að meta stofnstærð rækju ,    !  "#  $" "    ! -   !  "#  $" "    ! " )   !  "#  $" "    ! . )   !  "#  $" "    ! %&' (%&% )%&* )&% ++&, *((&' *&% ((&' ,-&- *&% .&) ,/&/   +,- +,, ++. /01 /+, /-- ,0 02 13 4. 04 4.     +(% +%% (-% ()% (.% ((% (%% *-% *)% 01 ((% (%% *-% *)% *.% *(% *%% -% )% *-% *)% *.% *(% *%% -% )% .% (% *)% *.% *(% *%% -% )% .% (% % 5 6 7 7   5 6 7 &  % 89   6 .%% +'% +%% ('% (%% *'% *%% '% % +0:: +.::+4::+,::+-:: +1: 2  3" 4"  5" +0:: +.::+4::+,::+-:: +1: ,  6 7 ! 89 -  6 7 ! 89 ., 6 7 ! 89 +/ $ +/( ++* (*' +%% (,) *'+ (-( ((* *'+ 0 &)1 2  " : "  *'(&%   " ; " < ! = ;  1 *) #>89 7 ! : ! : +*+ 01 ; 4, & (.+ 01 ; 5 & 1 (*/ 01 ; , ": ! : " ? " 1    5 &)0#  " : "  *%&.  ; "  ! =  ;  1 *) #> 9 4   : *%&.     ; *,( 01 ! !   1 " :  ;  ! =   1 +0:: +.::+4::+,::+-:: +1:  9;7  9;7    9;7   ' 9;7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.