Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ ÞorbergurGíslason fæddist 3. september 1985. Hann fórst í bílslysi í Norðurárdal að- faranótt 8. júlí síð- astliðins. Foreldrar hans eru Vera Roth kvikmyndagerðar- nemi, f. 1963, og Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi í Dalsgarði, f. 1958. Systkini Þorbergs eru Þrándur Gísla- son nemi, f. 1988, og Þórunn Gísladóttir nemi, f. 1991. Foreldrar Veru eru Sigríð- ur Björnsdóttir listmeðferðar- fræðingur, f. 1929, og Dieter Roth myndlistarmaður, f. 1930, d. 1998. Foreldrar Gísla voru Birta Fróðadóttir, fædd Sörensen, inn- anhússhönnuður, f. 1919, d. 1975, og Jóhann Jónsson garðyrkju- bóndi í Dalsgarði, f. 1917, d. 2000. kær. Þorbergur var nemandi í Grunnskóla Mosfellsbæjar og stundaði sumarstörf til sjós og lands. Hann var athugull nátt- úruunnandi, hafði áhuga á veiði- skap og naut tónlistar. Þorbergur sótti einnig námskeið í myndlist og skúlptúr, og æfði box. Árið 2003 hóf Þorbergur nám í hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Verknámsstaður hans var Grand hótel Reykjavík hf. og meistari Óðinn Gunnarsson. Hann útskrif- aðist með sveinspróf í matreiðslu hinn 25. maí í vor. Í framhaldinu réð hann sig sem matreiðslumann í sumarstarf á Hótel Eddu á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði, og stýrði hann eldhúsinu þar. Þorbergur leit á matargerð sem list er krefst góðs litar- og form- skyns, að viðbættum ilmi og bragði. Hann hafði þegar fengið tvö atvinnutilboð fyrir næsta haust, og hafði framtíðaráform um að dýpka starfsreynslu sína og víkka sjóndeildarhringinn á erlendri grund. Úför Þorbergs verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður á Mosfelli í Mosfellsdal. Eiginkona Gísla er Helena Jónsdóttir kennari, f. 1968. Dætur hennar úr fyrra hjónabandi eru Hrefna nemi, f. 1989, og Hildur Kristín nemi, f. 1993. Systk- ini Veru eru Karl Roth, Björn Roth og Guðríður Adda Ragnarsdóttir. Systkini Gísla eru Fróði, Gerður, Guð- rún, Signý, Sigríður, Jón og Arndís Jó- hannsbörn. Þorbergur ólst upp hjá for- eldrum sínum í Hveramýri til 10 ára aldurs. Eftir það bjó hann ásamt móður sinni og systkinum, lengst af á Bala við Reykjabyggð 53 í Mosfellsbæ, og nú síðast í Furubyggð 34. Heimili Þorbergs var einnig í Hveramýri í Mosfells- dal, sem var honum sérstaklega Fréttin um bílslysið við mynni Norðurárdals, sem olli dauða Þor- bergs, er mikil harmsaga. Þótt orð megi sín lítils á slíkri sorgarstundu ætla ég samt að minnast hans hér með svolitlu skrifi. Þorbergur var snemma mikill myndardrengur. Þegar hann var tveggja og hálfs árs kunni hann ýms kvæði og lög; – t.d. söng hann hárrétt og músíkalskt „Einu sinni á ágúst- kvöldi“ – og dag nokkurn þegar ég ætlaði að syngja þetta með honum kom í ljós að ég kunni ekki textann alveg rétt. – „Nei, amma, þú átt ekki að syngja þetta svona.“ Svo söng hann fyrir mig bæði erindin hárrétt með sinni tæru og fallegu barns- röddu – og lét mig svo endurtaka þau þar til ég var búin að ná textanum réttum. Síðan sungum við þetta sam- an og þá var hann mjög ánægður með ömmu sína – og hreykinn var hann – eggið hafði kennt hænunni! – Mörg falleg minningabrot á ég um Berg frá æskuárum hans; – hann sit- ur fyrir framan stórt blað sem fest er á trönu, með stóran pensil í hendi og málar af alvöru og innlifun, eða – hann situr við vinnuborð með jarðleir á milli handanna. Hann þurfti yfir- leitt að rannsaka leirinn áður en hann fór að vinna sjálft listaverkið; – hann potaði djúpt í leirinn, sveigði hann og rúllaði, sleit og þjappaði leir- inn og jafnvel lyktaði af honum, eins og til þess að komast í nánari snert- ingu við efnið; – og síðan var hann tilbúinn að hefja sjálft sköpunarferl- ið. Þorbergur var sérstaklega natinn og gaf sig allan við að vinna listaverk- in sín, enda voru þau mjög persónu- leg og góð. Þannig var Þorbergur alla tíð; hann vildi skilja eðli hlut- anna, var athugull, gerði tilraunir og vildi vinna út frá eigin forsendum; – hann var frumlegur en leitandi, hann var sjálfstæður en viðkvæmur, hann var sannur og samkvæmur sjálfum sér. Þorbergur lést í bílslysi aðfaranótt sl. sunnudags; bíllinn hans fór út af við margumtalaða beygju að ein- breiðri brú þegar komið er niður Öxnadalsheiðina. – Ég hef talað við vegfarendur sem fóru þessa leið um miðnættið þessa nótt og sögðu þeir mér, að svartaþoka hefði verið bæði á heiðinni og niður að beygju og brú. Einnig hef ég talað við konu sem keyrði þessa leið með manni sínum á sunnudagsmorgninum og sagði hún mér, að mjög varasöm lausamöl hefði verið á báðum vegköntum við beygj- una og þess vegna hefði hún beðið eiginmann sinn að keyra á miðjum veginum. – Vitað er, að mörg slys hafa átt sér stað við þessa beygju, en mér er sagt að engin viðvörun um krappa beygju sé sjáanleg uppi á heiðinni áður en lagt er niður brekk- una, en hins vegar sé viðvörun um einbreiða brú. Ennfremur hafa aðrir bílstjórar sagt mér að þessi beygja sé slysagildra og jafnvel dauðagildra. – Það er mikil skömm, ef ekki glæpur, hjá yfirvöldum að hafa árum saman dregið að gera þarna breytingu til batnaðar. Ef trassað væri að sinna flugöryggi eins og sýnir sig að gert er á þessum slysastað, þá væri það talið glæpur. – Þorbergur okkar var of dýr fórn, en kannski verður þetta hræði- lega slys til þess að fyrirbyggja fleiri fórnir á ungum og glæsilegum mönn- um sem björt framtíð blasir við. Að missa Þorberg er ekki aðeins ólýsanlegur harmur og sársaukafull- ur skaði fyrir fjölskyldu hans og vini – heldur er það líka stór skaði fyrir samfélagið að missa slíkan kosta- mann sem Þorbergur var; – hann var ekki aðeins frumlegur, leitandi og skapandi í sinni starfsgrein, matar- gerðarlistinni, þótt ungur væri að ár- um og nýútskrifaður kokkur, heldur var hann líka frumlegur, leitandi og skapandi í eigin lífi; – oft var hann sposkur – og glettnin var ætíð á næsta leiti. Þorbergur var maður sem gerði heiminn betri. Nú kveð ég elskulegan dótturson minn, með miklum harmi í hjarta, en minningin um hann mun gefa mér gleði og þakklæti sem verður sorg- inni yfirsterkari. Sigríður Björnsdóttir. Ég kynntist Þorbergi þegar hann var 6 ára gamall og næstu fjóra vetur hittumst við nær daglega í skólastof- unni. Hann var ekki margmáll og oft- ast sýndist mér hugur hans vera víðs fjarri því sem fram fór innan dyra. Hann horfði gjarnan dreyminn út um gluggann og ég man hversu oft ég hugsaði „nei, hann er ekkert að hlusta“. Þar hafði ég þó rangt fyrir mér því Þorbergur var prýðisnem- andi eins og seinna átti eftir að sann- ast. Hann var mikill náttúruunnandi og helst blómstraði hann þegar við spjölluðum um skordýrin. Um þau var hann fróður og naut þess að fylgj- ast með atferli þeirra. Þrátt fyrir rólegt yfirbragðið var Þorbergur vinsæll meðal bekkjar- félaganna og þeir voru óaðskiljanlegt par – hann og Gísli frændi frá Furu- völlum sem oftast hafði orð fyrir þeim báðum. Þrátt fyrir það var ákveðið sjálfsöryggi og útgeislun frá Þorbergi sem við heilluðumst öll af og er hann eini nemandi minn sem hefur komist upp með að mæta í peysunni á röng- unni og ósamstæðum sokkum … at- hugasemdalaust af öðrum nemend- um. Þegar Þorbergur var 13 ára hög- uðu forlögin því þannig að ég hóf sam- búð með föður hans, ásamt dætrum mínum. Ég vissi í raun aldrei hvern hug hann bar til gömlu kennslukon- unnar sinnar inni á heimilinu en hann tók mér af kurteisi sem alltaf ein- kenndi okkar samskipti. Dætur mín- ar bauð hann velkomnar og reyndist þeim alltaf góður bróðir. Síðastliðið sumar fórum við öll sjö saman til Danmerkur og varð sú ferð vendipunktur í lífi okkar allra. Þar kynntumst við hvert öðru í leik og urðum eins náin og samsett fjölskylda getur orðið. Þar fór Þorbergur mik- inn í að sýna okkur froska, eðlur og skordýr, spilaði með okkur, eldaði fyrir okkur, söng með okkur og var svo fallegur, glaður og góður. Í vor útskrifaðist svo þessi yndis- legi drengur stoltur úr kokkaskólan- um með miklum ágætum og fékk strax vinnu að Stóru Tjörnum, þar sem hann heillaði alla með dugnaði og jákvæðni. Kæri Þorbergur, ég elska þig mikið og þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast sjaldgæfu blómi eins og þér. Nú veit ég að þú ert kominn á góðan stað þar sem þú getur kannað nýjar og óþekktar slóðir. Helena. Kæri vinur. Já, þú varst svo sann- arlega einn besti vinur minn. Og ekki var það verra að þú varst um leið bróðir minn. Aldrei nokkurn tímann mun ég geta sætt mig við það að þú sért horfinn frá mér, en svona er þetta bara og þetta er eitthvað sem ég verð að læra að lifa með. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur verið ríkur og fátækur á sama tíma, um leið og mér finnst aleigan vera hrifsuð úr höndunum á mér með frá falli þínu er ég ótrúlega ríkur og þakklátur fyrir þær fallegu minningar sem ég á um þig og um okkur saman, hverja stund og hvert samtal. Nú er það undir mér komið að heiðra minningu þína. Það kemur ekki til með að reynast mér erfitt þar sem þú hefur skilið svo margt eftir þig, í mér, vinum okkar beggja og í raun öllum sem þú áttir samskipti við. Ég man það svo vel sem þú sagðir oft við mig, að það væru fáeinir hlutir sem þú þyldir ekki. Í fyrsta lagi þoldir þú ekki fýlupoka, ef það var eitthvað sem þú gast orðið reiður yfir þá voru það fýlupokar. Þú gast orðið alveg sjóðandi illur þegar þú reifst og skammaðist yfir því hvernig fólk gat eytt lífi sínu í fýlu, þú sagðir að það tæki því ekki, enda get ég ekki, sama hversu djúpt ég leita, fundið eina ein- ustu minningu um þig í vondu skapi. Í öðru lagi þoldir þú ekki stress, enda varst þú einn sá rólegasti. Þó að það væri mikið að gera og allt á eftir áætl- un hélstu alltaf þínu striki, fórst ekki í eitthvert stresskast heldur vannst bara hlutina markvisst og oftar en ekki gekk allt upp að lokum. Í þriðja lagi þoldir þú ekki baktal. Það þarf ótrúlega sterka persónu til þess að taka ekki þátt í baktali og ef svo vildi til að einhver baktalaði einhvern við þig þá varstu snöggur að segja hon- um að halda þessu bara út af fyrir sig eða bara hreinlega sleppa þessu. Það var nú líka þannig með þig að það áttu allir séns hjá þér, hver manneskja sem þú hittir byrjaði með autt blað og svo var það bara hennar að sýna þér persónuleika sinn, það skipti ekki nokkru máli hvað annað fólk hafði sagt um manneskjuna, hvort hann var illa eða vel liðinn af öllum hinum. Í staðinn fyrir að rífast um hlutina við fólk og keppast um að hafa rétt fyrir þér, fékkst þú alla á þitt band og komstu þínu sjónarmiði alltaf áfram með einlægu og næstum því dáleið- andi spjalli um hlutinn. Passaðir ávallt að halda hitanum í lágmarki. Ég er ólýsanlega þakklátur fyrir það hversu duglegur þú varst að miðla þessu til mín og hvað þú lagðir mikið í að gera mig að betri manni. Svo margt sem þú sagðir og gerðir eru hlutir sem hægt er að taka til fyr- irmyndar og hreinlega lifa eftir. Alla tíð hefur þú haft tröllatrú á mér og verið óhræddur við að segja það og sýna fyrir framan mig. Þetta er kjarkur sem mig hefur löngum vantað og var það allt of sjaldan sem ég sagði þér hversu ánægður og stolt- ur ég var að eiga þig sem bróður, sem ég svo sannarlega er. Ég mun nú eftir bestu getu halda áfram, og eins og þú sagðir oft við mig: ,,Ég ætla að verða bestur,“ þá ætla ég að nota styrkinn frá þér til þess að verða það í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég hef ekki minnstu áhyggjur af þér á þeim stað sem þú ert á því ég veit þú áttir allt það besta skilið. Takk fyrir allt, elsku besti bróðir minn, við sjáumst seinna. Þinn bróðir Þrándur. Hvernig minnist maður drengs sem ferst í blóma lífsins? Hvernig minnist maður þess fallega unga manns sem eitt sinn var barn? Hvernig minnist ég Þorbergs sem stoltur og glaður útskrifaðist í vor? Bergur minn. Vinnusamur, vandvirkur og skapandi. Rólegur, glettinn og þægilegur í samvinnu. Hafði valið rétta námið. Þegar á fullu í örstuttu ævistarfi sínu. Bergur minn. Svo einlægur, svo natinn. „Fallegt handbragð krefst mikillar leikni og samhæfingar hugar og handa“, stendur á dumbrauðu sveinsprófshúfunni hans. Bergur minn. Í gamla daga að gefa öndunum á Tjörninni, á háhesti í kröfugöngu, í Miðstrætinu að borða uppáhaldsmatinn. Tveggja ára, að „teikna“ mynd af Öddu. Bústnir barnshandleggirnir, rembingskoss og hálsakot. En nú var bernskan að baki. Lífið blasti við. Nei, eitt sekúndubrot. Röng ákvörðun. Búið. Óbærilegt. Öfug röð. Þakka þér dýrmætu stundirnar, vinur. Elsku fjölskyldur. Við þurfum að læra að lifa með sorginni. Hvernig lærir maður það? Guðríður Adda Ragnarsdóttir. Hann var stoltur og fallegur, hlýr í fasi, daginn sem hann útskrifaðist sem kokkur, mikil vinna var að baki, og nú var kominn tími til að fagna, með fjölskyldu og vinum. Hann snart okkur öll þegar hann bauð okkur vel- komin, og sagði hvað honum þætti vænt um okkur. Var ég svo lánsöm að fá að sitja næst honum við matarborð- ið, þar sem hann, svolítið feiminn, hógvær og fallegur, bauð mér að smakka á nýjustu sósunni, mikið var ég stolt af frænda, á sósunni skulum við þekkja þá, hann var orðinn fag- maður. Þar rifjuðum við upp mörg skemmtileg atvik sem gerðust þegar Þorbergur var 10-11 ára og kom til mín á föstudögum eftir námskeið í leirmótun í Myndlistarskóla Reykja- víkur, sem hann stundaði um tveggja ára skeið. Þar fékk sköpunargáfa Þorbergs að njóta sín. Þorbergur var lánsamur að eiga góða foreldra, Veru, Gísla og eiginkonu Gísla, Helenu, sem veittu honum allt það besta sem hægt er að gefa barninu sínu; mikinn kær- leika, ást og skilning. Nú er kominn tími til að þakka fyrir sig, og allar góðu minningarnar. Munum ÞG – Það góða. Arndís Jóhannsdóttir. Mér fannst Bergur frændi vera flottur kokkur. Í öllum skilningi. Það fór ekki fram hjá neinum, sem kom í útskriftarveisluna hans á dögunum. Hann var flottur í faginu. Veislu- maturinn var smart og skemmti bragðlaukunum – enda hafði hann, sem nemi, aðstoðað sigurvegarann á síðustu Food and Fun-hátíð. Hann var líka flottur gæi, mynd- arlegur og vel klæddur. Í útskriftar- veislunni bar Bergur af, stór og það geislaði af honum sjálfstraustið. Hann hafði sterkan svip, sem raunar var furðuvel mótaður strax við fæð- ingu. Ég sé hann enn kristalskýrt fyr- ir mér, nýfæddan í vöggunni – hann stefndi hátt. Bergur var þó fyrst og fremst flott- ur karakter, góð sál með ljúft hjarta. Það sýndi hann svo vel í veislunni góðu, þar sem hann, með sitt sérstaka bros, sinnti hverjum einasta gesti. Það var augljóst að hann vissi svo vel hvar hann var og að þar leið honum vel. Ísland er fátækara án Þorbergs Gíslasonar. Við söknum hans öll. Mestur er missirinn þó foreldranna, Veru systur og Gísla, og systkinanna, Þrándar og Þórunnar, svo og Helenu og stjúpsystra. Hugurinn er hjá þeim. Megi allar góðar vættir styrkja þau og leiða um ókomna framtíð. Karl Roth. Hár og föngulegur, skiptir vel lit- um, með falleg, vökul augu og geisl- andi bros. Umfaðmandi og um- hyggjusamur allt frá bernskudögum. Þannig sé ég dótturson Siggu systur minnar fyrir mér. Mörgum myndum bregður upp í huga minn. Við Ragnar, bóndi minn heitinn, í rósaferð hjá Gísla í Dalskarði. Dreng- irnir líklega 8 til 11 ára að sniglast í kringum pabba sinn og heilsa upp á frændfólkið. Þeir eru broshýrir og Þorbergur Gíslason Roth Þótt samverustundir okkar með Þorbergi hafi verið allt of fáar í þessu lífi þá var það nóg fyrir hann til að sigra hjörtu okkar með sínum ein- staka hlýhug og einlægni. Það var yndislegt að sjá hvað Þorbergur var góður við systkini sín og hann var greinilega mikill og traustur vinur allra sem vildu hann þekkja. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér elsku vinur og megir þú hvíla í friði – við elskum þig. Ásbjörn, Sigríður, Jón, Kristín og Aron Daði. HINSTA KVEÐJA Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.