Morgunblaðið - 23.07.2007, Page 4

Morgunblaðið - 23.07.2007, Page 4
4 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Fuerteventura í 1 eða 2 vikur 7. eða 14. ágúst. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á besta tíma á frábærum kjörum á þessum vinsæla áfangastað. Stökktu til Fuerteventura 7. eða 14. ágúst frá kr. 29.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Aukavika kr. 10.000. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Aukavika kr. 10.000. Munið Mastercard ferðaávísunina REYKHREINSIVIRKI Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga sló út í gær með þeim afleið- ingum að reykur slapp út úr verksmiðjunni og streymdi út í and- rúmsloftið í 10 mínútur. Hreinsi- virkinu sló út þar sem of mikill hiti myndaðist í einum þremur ofna verksmiðjunnar. Deildarstjóri framleiðsludeildar Járnblendisverksmiðjunnar, Þórður Magnússon, segir að mistök hafi orðið þess valdandi að reykurinn streymdi út í svo langan tíma. Reykurinn er hins vegar algjörlega skaðlaus að hans sögn. Hann sam- anstendur aðeins af gufu og kís- ilryki, sem undir venjulegum kring- umstæðum er framleiðsluafurð verksmiðjunnar. Því sé um nokkurt framleiðslutap fyrir verksmiðjuna að ræða. Þórður segir að hin mannlegu mistök hafi fyrst og fremst valdið sjónmengun en fyrirtækið leggi mikinn metnað í það að halda henni í lágmarki, líkt og allri annarri mengun. Reykur slapp út á Grundartanga HVERFIN í kringum Laugardalinn voru fegruð og hreinsuð á laugardaginn og mátti víða sjá íbúa og borg- arstarfsmenn í sérmerktum vestum að störfum. Tiltekt- ardeginum lauk klukkan tvö með grillhátíð við Þrótt- arheimilið í Laugardalnum. „Ég er alsæl með daginn, það var yndislegt veður og samkennd meðal fólksins í Laugardalnum,“ sagði Aðalbjörg Traustadóttir, fram- kvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háa- leitis. „Verkefnið er liður í því átaki að fegra og hreinsa borgina,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sem lagði íbúum í Laugardal og nágrenni lið sitt. Hann gróðursetti m.a. blátopp, sultartopp og reyniblöðkur við Engjaveg á laugardagsmorgun. „Það eru ótal verkefni framundan, m.a. á skólalóð- um og leiksvæðum, þetta tekur allt sinn tíma en er um leið góð fyrirmynd fyrir unga fólkið. Ég átti fund í fyrradag með nemendum og stjórnendum Vinnuskóla Reykjavíkur og þar kom fram að unglingarnir vita hvernig á að taka til hendinni. Það er mikilvægt að almenningur í borginni komi af fullum krafti inn í þetta verkefni,“ segir borgarstjóri. Margir lögðu hönd á plóg í blíðunni við fegrun Laugardalsins Grænir fingur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri lagði íbúum Laugardals lið við gróðursetninguna. ÓLYMPÍULEIKUNUM í eðl- isfræði lauk um helgina, en þeir voru nú haldnir í 38. skipti. Skil- yrði fyrir þátttöku eru þau að keppendur séu undir tvítugu og stundi ekki háskólanám. Alls mættu 327 keppendur til leiks að þessu sinni, þar á meðal MR-ingarnir Arnar Þór Hallsson, Einar Bjarki Gunnarsson, Gunnar Atli Thoroddsen, Hafsteinn Ein- arsson og Tómas Pálsson. Tómas varð efstur íslensku keppendanna í 158. sæti og reyndar langefstur þeirra keppenda sem Norð- urlandaþjóðirnar sendu á leikana. Úrslit fóru annars á þann veg að Youngjoon Choi frá Kóreu var efstur, næstur á eftir honum kom Xingyue Peng frá Kína og í þriðja sæti varð Kanadamaðurinn Tony Zhu. Efsta stelpan í keppn- inni var Ksenya Soloyeva frá Rússlandi. Keppendur frá Kína náðu hæsta meðalstigafjölda, því næst komu Kóreumenn og loks Rússar. Tómas efstur Norður- landabúa Keppendur frá Kína hæstir KIRKJUGESTIR í Viðey upplifðu sérstaka guðsþjónustu í gær en þar var messað með miðaldasniði fyrir fullu húsi. Þetta hefur verið gert einu sinni á sumri undanfarin ár en í eynni er helgihald oft mjög sér- stakt og tilefnisbundið. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson prestur í Dómkirkjunni þjónaði fyrir altari enda er löng hefð fyrir því að dómkirkjuprestar sinni messuhaldi í Viðey. „Við höfum verið með ýmsar guðsþjónustur sem tengjast náttúru og sögu í gegnum árin. Nú bar svo vel í veiði að við fengum Voces Thules til að syngja í messunni. Þeir sungu lat- neskan messusöng og við tengdum það þeim gregórsöng sem við erum vön.“ Sönghópurinn Voces Thules hef- ur sérhæft sig í íslenskri miðalda- tónlist. Meðal þess sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur er að leita að fornri tónlist sem leynist í íslensk- um handritum en hefur fallið í gleymsku. Lesið uppúr Hómilíubókinni „Ásamt messusöngnum höfðum við sálma úr sálmabókinni sem eru svo gamlir að þeir gætu hafa verið sungnir á þessm tíma. Við eigum nefnilega nokkra sálma sem eru frá kaþólskum tíma og eru með fornum texta og lagi,“ sagði séra Jakob. Tónlistin var ekki það eina sem bar svip fortíðar í messunni. „Við notuðum elstu texta sem við eig- um,“ sagði séra Jakob. „Í ritning- arlestrinum notuðum við Oddsbók og forna sálmaþýðingu. Síðan las ég predikun uppúr íslensku Hóm- ilíubókinni.“ „Markmiðið með þessari messu var að leyfa fólki að ganga inn í anda fortíðar,“ segir séra Jakob. En það vakti líka fyrir skipuleggj- endum að heiðra minningu Við- eyjar sem helgi- og sögustaðar. „Í Viðey var mikill helgistaður sem þjónaði byggðunum hér í kringum sundin. Þar í klaustrinu voru prest- ar sem sinntu helgihaldi í landi í hinum ýmsu kirkjum. Út í eyna komu menn til að halda stórhátíðir, eins og brúðkaup og jafnvel útfarir. Svo var þetta ekki síður lærdóm- smiðstöð og menningarsetur og á það viljum við minna.“ Messuskrúði Jakobs var með sérstöku sniði í tilefni dagsins. „Ég brúkaði það af helgiskrúða sem okkur var tiltækt. Til dæmis notaði ég messuserk og hálslín með gömlu sniði og rómanskan hökul sem minnti á þessa tíma til þess að skapa stemmningu.“ Saga Viðeyjar sem helgistaðar heiðruð með sérstakri guðsþjónustu Messa í anda miðalda í Við- eyjarkirkju Morgunblaðið/Sverrir Við altarið Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson flutti forna messutexta og Voc- es Thules sungu kirkjulega miðaldasöngva við messu í Viðey í gær. Prósessía Voces Thules hófu upp raddir sínar á göngunni frá Viðeyjarstofu til kirkju. Sönghópurinn hefur sérhæft sig í flutningi miðaldatónlistar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.