Morgunblaðið - 23.07.2007, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SLYSA- OG BRÁÐADEILDIN
Það þarf ekki mikla þekkingu áinnviðum slysa- og bráðadeild-ar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss til þess að sjá, að sú deild
þarf á nýju og rúmbetra húsnæði að
halda.
Í Morgunblaðinu sl. laugardag var
fjallað um það mikla álag, sem er á
starfsfólki þessarar deildar, ekki sízt
að sumarlagi, þegar fjöldi starfs-
manna er í sumarfríi.
Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir
bráðamóttökunnar segir í samtali við
Morgunblaðið í fyrradag:
„Sjúklingum hefur fjölgað frá því
árin á undan og það er nokkuð, sem
við bjuggumst við. Það má segja, að
þetta hafi verið heldur meira nú vegna
þess, hvað veðrið hefur verið gott.
Fólk hreyfir sig meira, sem er að sjálf-
sögðu af hinu góða og við erum búin að
fá mikið af einhvers konar tómstunda-
slysum t.d. vegna hjólreiða, hesta-
mennsku eða línuskauta … Fólk hef-
ur tekið mikið af óreglulegum
aukavöktum og oft hefur starfsfólk
þurft að vinna mun meira á vöktunum
af því, að það eru færri á staðn-
um … Það hefur reynt gríðarlega
mikið á mannskapinn en við höfum al-
veg ráðið við þetta. Starfsfólk hefur
sýnt mikla fórnfýsi og unnið af fag-
mennsku.“
Þetta er áreiðanlega ekki ofsagt hjá
yfirlækninum. Álagið á starfsfólk er
gífurlegt og kemur vafalaust í skorp-
um. Á þessa deild koma sjúklingar,
sem eru áreiðanlega erfiðari en marg-
ir aðrir. Vinnutíminn er langur.
Spennan í loftinu er mikil. Sum tilvik,
sem koma til kasta starfsmanna á
deildinni eru tilfinningalega erfið,
þegar um börn eða unglinga er að
ræða.
Öll er þessi vinna unnin við ótrúlega
þröngar aðstæður. Húsnæði slysa- og
bráðadeildarinnar er löngu úr sér
gengið. Það sér hver og einn, sem
þangað kemur, að það er varla hægt
að bjóða starfsfólkinu, sem er undir
miklu álagi af öðrum ástæðum, þ.e.
vegna slasaðs fólks, og annarra sjúk-
linga, upp á þær vinnuaðstæður, sem
þarna eru fyrir hendi.
Raunar má furðu gegna að húsnæð-
ismál slysa- og bráðadeildar skuli ekki
hafa verið meira til umfjöllunar í ljósi
þeirra miklu umræðna, sem fram hafa
farið um málefni spítalans almennt.
Kannski eru starfsmenn deildarinn-
ar og forystumenn þeirra svo upp-
teknir við hin daglegu störf, að þeir
hafi ekki tíma til þess að heyja þá bar-
áttu, sem augljóslega þarf að fara
fram til þess að knýja fram umbætur á
spítalanum. En þá verða aðrir að taka
að sér að leiða þá baráttu.
Sjónvarpsmyndir um slysa- og
bráðamóttökur í útlöndum og þá sér-
staklega í Bandaríkjunum eru vinsælt
sjónvarpsefni.
Hér skal fullyrt að spennan í dag-
legu starfi starfsfólksins á slysa- og
bráðadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss er margfalt meiri en sjá
má í hinum vinsælu sjónvarpsmynd-
um. Þetta starfsfólk á skilið að starfa
við betri aðstæður en því eru búnar.
KÍNA EFLIST
Í Morgunblaðinu sl. laugardag varskýrt frá því, að hagvöxturinn í
Kína hefði á öðrum ársfjórðungi
numið 11,9% og hefði ekki verið meiri
í síðustu 12 ár. Þar kom einnig fram,
að Kína, sem verið hefur fjórða mesta
efnahagsveldi heims á eftir Banda-
ríkjunum, Japan og Þýzkalandi, væri
komið vel á veg með að ryðja Þjóð-
verjum úr þriðja sætinu og mundi ná
því marki á þessu ári. Þetta er að ger-
ast þrátt fyrir að mikill vöxtur er
hlaupinn í þýzkt efnahagslíf eftir
langvarandi stöðnun.
Þessi þróun þarf ekki að koma
nokkrum manni á óvart. Einhvern
tíma á fyrri helmingi þessarar aldar
munu Kínverjar ná Bandaríkjunum
sjálfum og sigla fram úr þeim. Áður
en það gerist ná þeir Japönum og
verða annað mesta efnahagsveldi
heims.
Raunar eru sumir sérfræðingar
þeirrar skoðunar, að því er fram kom
í frétt Morgunblaðsins, að hagkerfi
Kína sé vanmetið, þeir séu þegar
komnir fram úr Þýzkalandi, muni ná
Japan innan tíu ára og Bandaríkja-
mönnum innan þriggja áratuga.
Þegar öflugt hagkerfi bætist við
mikinn mannfjölda og verulegan her-
styrk, sem eflist stöðugt, er ljóst, að
Kína verður orðið eitt áhrifamesta
stórveldi heims áður en langt um líð-
ur. Þessi þróun verður einfaldlega
ekki stöðvuð.
Það er því engin furða, að hvar sem
menn koma saman í heiminum um
þessar mundir er Kína á dagskrá.
Það verður í fyrsta lagi forvitnilegt
að sjá hversu lengi Kommúnista-
flokki Kína tekst að halda völdum í
þessu víðfeðma og volduga ríki á
sama tíma og lögmál kapítalismans
hreiðra um sig í efnahagskerfi hins
kommúníska Kína. Þau umbrot og
átök, sem af þessu leiða, geta ekki
farið nema á einn veg. Peningarnir
taka völdin.
En hvað þýðir þessi þróun fyrir
pólitíska stöðu og áhrif Kínverja?
Hún getur ekki þýtt neitt annað en
stóraukin áhrif þeirra um allan heim.
Hin gömlu stórveldi Vesturlanda
með Bandaríkin í broddi fylkingar
þurfa með einhverjum hætti að ná
tökum á samskiptum sínum við Kína.
Þau geta styrkt sig með nánu sam-
starfi við Rússa, sem gæti verið betra
en það er um þessar mundir. Þau geta
líka styrkt stöðu sína með nánu sam-
starfi við Indland, sem er auðvitað
hættulegur keppinautur Kínverja,
því að hagvöxtur í Indlandi er einnig
mikill.
En stórveldi Vesturlanda verða að
gera sér grein fyrir, að nýir tímar eru
að ganga í garð. Asíuþjóðirnar eru að
ganga fram á sviðið og láta til sín
taka. Standi þær saman verður fátt
sem getur stöðvað framsókn þeirra í
efnahagslegu tilliti. Það er meira
álitamál, hvort þær geta náð saman
pólitískt.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
E
ngan skyldi undra þótt
þúsundir manna í
sveitum Ástralíu
sykkju niður í arg-
asta þunglyndi þegar
vart kom dropi úr lofti mánuðum
saman. Þurrkarnir ollu því að fjöl-
miðlar ræddu fátt annað en vatns-
skort, hvernig fara ætti að því að
spara vatnið og finna nýjar leiðir til
að tryggja stærri og betri vatnsból
fyrir borgirnar. Lauk þessu arga-
þrasi með því að forsætisráðherra
fór þess á leit við fólk að það legðist
á bæn og bæði drottin allsherjar
um regn. Sumir létu hrífu snúa í loft
upp og aðrir settu þrumuguðinn
Þór á stall þannig að öll spjót væru
örugglega á lofti. Ekki leið heldur á
löngu þar til menn þurftu ekki leng-
ur að taka með sér þrjár vatnsfötur
í sturtu (maður stendur ofan í
tveimur þeirra) því það tók að rigna
og rigndi talsvert. Að vísu var regn-
inu misskipt þar sem sums staðar
urðu flóð en annars staðar rigndi
hreint ekki neitt.
Þótt þetta regn hafi ekki nægt til
þess að reka þurrkana af hólmi þá
gaf það góðar vonir og hafa bændur
nú sáð til stærstu vetraruppskeru í
Nýju Suður-Wales síðan 1983 eða í
rúmlega fimm milljónir hektara
lands. Aðallega er um að ræða
hveiti, bygg og baunir.
Kosningar til stjórnar í Nýju
Suður-Wales voru haldnar snemma
árs og brá svo við að Verka-
mannaflokkurinn fór með sigur af
hólmi eina ferðina enn þótt ótal
vankantar hefðu verið á stjórn
þeirra. Leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar var svo linur í framgöngu að
kjósendum blöskraði enda varð
hann að hverfa úr leiðtogahlutverk-
inu strax að loknum kosningum.
Situr nú Verkamannaflokkurinn
við völd í öllum ríkjum Ástralíu en
alríkisstjórnin, sem aðsetur hefur í
Canberra undir stjórn Johns How-
ards forsætisráðherra, er sam-
steypustjórn Frjálslynda flokksins
og Þjóðernisflokksins og hefur set-
ið við stjórnvölinn síðan í mars
1996.
Nýr leiðtogi
Þá bar til tíðinda fyrir u.þ.b. sjö
mánuðum að nýr leiðtogi Verka-
mannaflokksins var kjörinn til að
fylkja flokknum til sigurs í alrík-
iskosningum þeim sem fram eiga að
fara í haust, sennilega í október eða
nóvember. Forsætisráðherra
ákveður kosningadaginn þegar
honum býður svo við að horfa.
Þessar kosningar verða afar spenn-
andi og tvísýnt um úrslit. Þarf
Verkamannaflokkurinn að vinna
hvorki meira né minna en 16 sæti til
þess að bera sigur úr býtum.
Hinn ungi og efnilegi nýi leiðtogi
heitir Kevin Rudd. Hið óvenjulega
við hann er að hann er ekki sprott-
inn upp úr verkalýðshreyfingunni
þaðan sem flestir foringjar Verka-
mannaflokksins hafa komið fram til
þessa. Kevin Rudd kemur frá
Queenslandi og hóf baráttuna með
því að ferðast um allar helstu borgir
og héruð álfunnar til þess að kynna
sig og varamann sinn, Júlíu Gillard.
Kevin Rudd er frekar lágur mað-
ur vexti, með gleraugu og líkja
sumir skopteiknarar honum við
Tinna, aðrir við nörd eða Harry
Potter. Kemur hann hiklaust og
traustvekjandi fyrir. Vinstrimönn-
um innan Verkamannaflokksins er
hins vegar nokkuð í nöp við trúar-
og íhaldssemisyfirlýsingar hans.
Auk góðrar menntunar talar Ke-
vin Rudd kínversku (mandarín) og
lærði nóg í afrísku tungumáli til að
geta flutt ræðu í brúðkaupi bróður
síns sem kvæntist afrískri konu.
Alveg nýlega komu út tvær ævi-
sögur Kevins Rudds, önnur eftir
Nicholas Stuart en hin eftir Robert
Macklin. Ber þeim saman um
margt þótt sú síðarnefnda sé gefin
út með heimild Kevins og löngu við-
tali við hann en hin ekki. Þykir
mörgum nokkuð snemmt að gefa út
ævisögu manns sem ef til vill er rétt
að hefja frægðarferil sinn.
Júlía Gillard er vel menntuð, góð-
um gáfum gædd, heldur lengra til
vinstri en Kevin Rudd og hefur tek-
ið að sér verkalýðsmálin. Þau eru
ekki auðveld viðfangs svo vægt sé
til orða tekið. Hin nýja vinnu-
málalöggjöf alríkisstjórnarinnar og
einkasamningar atvinnurekenda
við verkamenn hafa mælst afar illa
fyrir hjá almenningi. Heldur stjórn-
in mjög á lofti þessari nýju löggjöf
og notar verkalýðsfélögin sem
grýlu og tákn um allt hið versta.
Segir verkalýðsforingjana hafa
Verkamannaflokkinn í vasanum og
flokkurinn verði að gera allt sem
þeim þóknist.
Einn íhaldssamari stjórnarliða
ásakaði Júlíu á þingi fyrir að vera
„barren“ eða barnlaus að eigin ósk
og kvað hana þar af leiðandi ófæra
um að skilja hvað þá afgreiða fjöl-
skyldumál. Vakti þetta hávær mót-
mæli kvenna og mikla athygli. Von-
andi eru slíkar athugasemdir taldar
til steinaldarviðhorfa heima á Ís-
landi. Þá er óþarfi að taka fram að
Júlía er rauðhærð og hefur bein í
nefinu.
Reynslulítill
Í fyrstu reyndu ráðherrar og aðr-
ir stjórnarliðar að gera nýju leið-
togana hlægilega, draga í efa heið-
arleika þeirra, hampa reynsluleysi
þeirra og hæða þá miskunnarlaust
en allt kom fyrir ekki. Fyrirtæki
eiginkonu Kevins Rudds, (sem hún
stofnaði og hefur rekið með millj-
óna ágóða) var tekið fyrir og grann-
skoðað til að finna minnsta vott um
eitthvað sakhæft.
Skoðanakannanir síðustu sex
mánuði (þær birtast hálfsmán-
aðarlega í dagblaði Murdochs The
Australian en ACNielsen skoð-
anakönnun birtist mánaðarlega í
Sydney Morning Herald) hafa stað-
fastlega sýnt að Verkamannaflokk-
urinn myndi sigra glæsilega væri
efnt til kosninga.
Í byrjun gerðist tíðrætt um
hveitibrauðsdaga nýju leiðtoganna í
fjölmiðlum og á þingi en það sér
ekki fyrir endann á þeim sæludög-
um enn. Síðasta skoðanakönnun
(mánud. 16. 7. 2007 í SMH) sýndi
49% fylgi Verkamannaflokksins á
móti 39% fylgi stjórnarinnar. Þriðji
stærsti flokkurinn er Hinir grænu
(The Greens) með 7% fylgi.
Kevin Rudd og Júlía Gillard hafa
lagt áherslu á ýmsa þætti þjóðlífs-
ins sem þyrfti að endurbæta og laga
eins og t.d. að koma á hröðu net-
sambandi um alla álfuna en Ástralía
er langt á eftir bæði Evrópu og
Bandaríkjunum tæknilega séð. Þá
hafa þau lagt mikla áherslu á um-
hverfisvernd og tók John Howard
við sér í því máli. Ekki var laust við
að græn slikja færðist yfir Frjáls-
lynda flokkinn en fram að því hafði
hann afneitað því með öllu að nokk-
uð þyrfti að aðhafast í því máli.
Íslendingar vita trúlega að John
Howard sá ekki ástæðu til að und-
irrita Kyoto-sáttmálann frekar en
Bush forseti.
Í mennta- og heilsugæslumálum
Langvarandi þurrkar og v
fólk að leggjast á bæn og b
Vandamál frumbyggja Lo
heilsufari, ofnotkun áfeng
um í byggðum frumbyggja
Himneskt re
og töfrahattu
FRÉTTABRÉF
Sólveig Kristín Einarsdóttir
skrifar frá Ástralíu
Tromp Peter Costello fjár
málaráðherra er sagður a
altromp stjórnarinnar.
Nýr leiðtogi Kevin Rudd þ
efnilegur leiðtogi Verkam
flokksins.