Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 65

Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 65 hlutavelta ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan að Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK að Gjábakka er opin á miðviku- dögum kl. 13-14. S. 554 3438. Félagsvist er spiluð í Gull- smára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20. Capri tríó leikur fyrir dansi. Hittingur | Hópur fyrir ungmenni á aldrinum 16-30 ára. Hópurinn er fyrir þá sem eiga fáa vini og vilja bæta úr því. Upplýsingar gefur Ingibjög í síma 694-6281. Heimasíða: www.blog.central.is/hittingur16-30. Netfang: hittingur- @gmail.com. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Hvers kon- ar starf/tilboð viltu sjá í vetur? Kíktu við og settu fram þínar hugmyndir. Hugmyndabankinn okkar er opinn alla virka daga kl. 9. Skráning í félagsstarfið hefst 15. ágúst. S. 568 3132. Vesturgata 7 | Opið laugardag 18. ágúst, Menningarnótt kl. 13-16. Veislukaffi. Handverkssala. Handverksfólk að störfum. Sungið v/flygil. Dansað v/undirleik Félags harm- ónikuunnenda. Kór félags aldraðra, Söngfuglar syngja undir stjórn Árna Heiðars. Gögn úr spænsku og ensku til sýnis. Allir velkomnir. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma í dag kl. 20. Bryndís Svavarsdóttir predikar. Á samkomunni verður lofgjörð og fyrirbænir fyrir þá sem þess óska. Að lokinni samkomu verður kaffi og samfélag, auk þess sem verslun kirkjunnar verður opin. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja | Hátíðarmessa kl. 11. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sr. Birgir Ásgeirsson, sr. María Ágústsdóttir og Magnea Sverrisdóttir, djákni. www.kirkjulistahatid.is. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Farið verður í Strandarkirkju sunnudaginn 26. ágúst kl. 13 frá Setrinu. Messa og kaffi. Upplýsingar og skráning hjá Þórdísi í s. 511 5405 eftir 8. ágúst. Hlutavelta | Þóra Helgadóttir og Arndís Hafþórsdóttir héldu tomb- ólu hjá Húsasmiðjunni og Nóatúni í Grafarholti og söfnuðu kr. 5.533 til styrktar Rauða krossi Íslands. Hlutavelta | Dóra Björg Árna- dóttir og Vala Birna Árnadóttir söfnuðu 5.000 kr. til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Kirkjan þakkar kærlega fyrir stuðninginn. Hlutavelta | Stúlkurnar Írena Líf Hafsteinsdóttir, Herdís Hlíf Þor- valdsdóttir, Súsanna Isabella Jóhannsdóttir og Helga Þorvarðardóttir héldu tombólu hjá Nóatúnsversluninni í Hverafold og söfnuðu kr. 6.500 kr.sem þær afhentu Rauða krossi Íslands. Takk fyrir þetta, stelpur. dagbók Í dag er sunnudagur 12. ágúst, 224. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jh. 14, 20.) Innan Samtakanna ’78 fer framöflugt ungliðastarf. Ungliðahóp-urinn stendur fyrir fjölbreyttustarfi allan ársins hring, og hitt- ist hvert sunnudagskvöld. Fyrir 14 til 20 ára Arna Arinbjarnardóttir er einn af umsjónarmönnum hópsins: „Í Ungliða- hópnum bjóðum við upp á vettvang fyrir fólk undir tvítugu sem er að feta sín fyrstu spor út úr skápnum,“ segir Arna. „Þetta er staður þar sem ung- menni geta hitt aðra í sömu sporum, leitað ráða og fengið stuðning, og kannski ekki hvað síst gert sér glaðan dag í góðra vina hópi í uppbyggilegu umhverfi.“ Alltaf gaman Á bilinu 40-50 meðlimir eru á póst- lista ungliðahópsins, og á ungliðakvöld mæta að jafnaði milli 15 og 20 manns: „Eins og gengur og gerist sveiflast að- sóknin eftir árstímum, en hvort sem margir eða fáir mæta er alltaf gaman hjá okkur,“ segir Arna. „Mjög góð stemning er innan hópsins, og fer nær að kalla þetta stóran vinahóp sem tek- ur opnum örmum nýjum meðlimum.“ Arna segir nú til dags flest ung- menni sem koma út úr skápnum mæta skilningi og stuðningi: „Það kom mér sjálfri á óvart þegar ég kom út úr skápnum með mína kynhneigð, hve all- ir í kringum mig voru jákvæðir og mikið í mun um að sýna mér stuðning í verki. En það hefur líka reynst mér mjög vel að geta hitt á sunnudags- kvöldum ungmenni sem hafa reynt það sama og skilja vel hvað ég er að ganga í gegnum,“ útskýrir Arna. Áhugaverð heimasíða Ungliðahópurinn er einkum ætlaður fólki á aldrinum 14 til 20 ára og er þátttaka í starfi hópsins ókeypis. Starfsmenn Samtakanna ’78 veita hópnum stuðning og leiðsögn eins og þörf krefur: „Ungliðahópurinn er með heimasíðu á slóðinni www.samtokin- 78.is/unglidar, og þar er hægt að finna upplýsingar um fundi og viðburði á vegum hópsins, reynslusögur, tengla í blogg hjá öðrum ungliðum og myndir frá uppákomum,“ segir Arna að lok- um. Samfélag | Ungliðahópur Samtakanna ’78 hittist öll sunnudagskvöld Eins og stór vinahópur  Arna Arinbjarn- ardóttir fæddist í Reykjavík 1986. Hún stundar stúd- entsnám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Arna sat í Leikfélags- stjórn MH í vetur sem leið, er vara- maður stjórnar Félags samkyn- hneigðra stúdenta FSS, og hefur frá 2006 verið umsjónarmaður Ungliða- hóps Samtakanna ’78. Foreldrar Örnu eru María Kristjánsdóttir félagsmála- stjóri og Arinbjörn Vilhjálmsson arki- tekt. Tónlist Hallgrímskirkja | Messa í H-moll eftir J.S. Bach kl. 19. Flytjendur: Monika Frimmer, Robin Blaze, Gerd Turk, Peter Kooij, Alþjóð- lega barokksveitin í Den Haag og Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. www.kirkjulistahatid.is. Paddy’s | Kl. 21. The Besties frá USA spila á veitingahúsinu Paddy’s í Keflavík ásamt Hellvar og Vicky Pollard. Frítt inn. Tjarnarbíó | Baráttukvöld kl. 21. Forsýning á heimildarmyndinni Viðfangið litla. Morðingjarnir, Johnny and the rest, Retron, Paku og Skátar spila. LIÐSMENN þessarar hljómsveitar hvíla lúin bein á meðan árleg brasshátíð er haldin í fer- tugasta og sjöunda sinn í serbneska þorpinu Guca, um það bil 160 kílómetra suður af Bel- grad. Á hverju ári þyrpast þúsundir manna á stræti borgarinnar og taka þátt í villtum fagnaðarlátum við tóna brassmúsíkurinnar. Árleg tónlistarhátíð í Serbíu Stund milli tóna Reuters MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynn- ingu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.- mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélrit- aða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. FRÉTTIR UNNIÐ að því að byggja upp at- hvarf fyrir fólk með geðraskanir og geðfötlun á Egilsstöðum. At- hvarfið hefur hlotið nafnið Kompan í höfuðið á húsnæðinu sem lagt verður undir starfsem- ina. Við þróun og mótun þjónust- unnar verður lögð áhersla á þátt- töku og virkni notenda og aðstandenda þeirra. Þetta verk- efni er liður í samkomulagi á milli félagsmálaráðuneytis og Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Austurlandi um að efla dagþjónustu og dagvist fyrir fólk með geðraskanir. Samkomulagið var gert í sam- ræmi við átak í þjónustu við geð- fatlað fólk, stefnu og fram- kvæmdaáætlun ráðuneytisins 2006 til 2010. Aðrir samstarfsað- ilar í verkefninu eru Félagsþjón- usta Fljótsdalshéraðs, Heil- brigðisstofnun Austurlands, deild Geðhjálpar á Austurlandi og Austurlandsdeild Rauða kross Íslands. Athvarfið verður í Kompunni svokölluðu á Lyngási 12 sem er húsnæði í eigu sveitar- félagsins. Á næstu vikum hefst vinna við enduruppbyggingu Kompunnar en ljóst er að hús- næðið krefst talverðrar lagfær- ingar áður en hægt verður að hefja starfsemina formlega. Stefnt er að því að Kompan verði opnuð í lok september. Rólegt og afslappandi Kompan verður athvarf fyrir fólk sem hefur einangrast fé- lagslega vegna geðraskana. Í Kompunni mun fólk geta hitt annað fólk sem deilir svipaðri reynslu og fengið aðstoð fasts starfsmanns eftir þörfum. Eng- ar kvaðir munu fylgja því að heimsækja Kompuna. Í henni mun ekki fara fram nein skipu- lögð meðferð og í henni þarf fólk ekki að taka þátt í iðju eða öðru starfi frekar en það vill. Það er von þeirra sem koma að verkefn- inu að vonandi skapist hægt og rólega afslappandi og þægilegt andrúmsloft sem fólk leitar í. Í Kompunni verður fastur starfs- maður á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi sem þjónar ráðgjafarhlutverki í ýmsum málum sem notandinn þarfnast úrlausnar á. Byggja upp athvarf fyrir fólk með geðröskun Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.