Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 41

Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 B 41 Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Hornafirði Hjúkrunarfræðingur Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing á hjúkrunar- og sjúkradeild. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands er áhugaverður vinnustaður sem samanstendur m.a. af heilsugæslustöð, hjúkrunar- og sjúkradeild og dvalarheimili. Starfsemi á hjúkrunar- og sjúkradeild er mjög fjölbreytt og rúmar 30 skjólstæðinga og skiptist í 12 rúma heilabilunareiningu, 12 rúm fyrir hjúkrunarsjúklinga og 4 sjúkrarými fyrir bráðainnlagnir og sængurkonur. Starfssvæði Heilbrigðisstofnunarinnar er A-Skaftafellssýsla og eru íbúar um 2200. Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. Frekari upplýsingar veita Jóhanna Kristjánsdóttir hjúkrunarstjóri, sími 478 2321, johannak@hssa.is og Guðrún Júlía Jónsdóttir framkvæmdastjóri, sími 478 1400, gjj@hssa.is. Rennismiður Óskum eftir að ráða hressan rennismið í fjölbreytt verkefni. Ný smíði og samsetningar. Framtíðarstarf. Áhugasamir hafi samband við Hilmar í síma 660 3639. Nobex ehf. var stofnað árið 2001 og hefur frá upphafi haft það að markmiði að bjóða upp á framúr- skarandi lausnir til vörustjórnunar. Fyrirtækið hefur m.a. innleitt vöruhúsakerfi frá Manhattan Associates og unnið samþættingarverkefni fyrir nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins. Vegna aukinna verkefna leitum við nú að nýjum starfsmönnum. Okkar vantar ráðgjafa til þátttöku í innleiðingarverkefnum þar sem menntun og reynsla á sviði vörustjórnunar er æskileg. Einnig leitum við að tæknimönnum vegna samþættingarverkefna, þar sem menn- tun og reynsla tengd .NET, SQL Server og Biz- Talk er æskileg. Í boði eru áhugaverð störf við krefjandi verkefni. Nánari upplýsingar veitir Þórir Magnússon, thorir@nobex.is. Sjúkraliðar nemendur á heilbrigðissviði eða sérhæfðir starfsmenn í aðhlynningu Sjálfsbjargarheimilið leitar eftir starfsmönnum til aðhlynningarstarfa. Um er að ræða hluta- starf og fullt starf. Unnið er á morgunvöktum og kvöldvöktum. Við erum sveigjanleg og komum til móts við þig. Ef þú ert að fara í nám og vilt vinna með náminu gæti þetta hentað. Ertu að flytjast til Reykjavíkur og vantar vinnu eða vilt breyta til? Við tökum á móti þér með bros á vör. Hafðu samband við Guðrúnu Erlu Gunnarsdóttur hjúkrunarforstjóra í síma 550 0330 eða gudrun@sbh.is, sem allra fyrst. Sjálfsbjargarheimilið er ætlað hreyfihömluðu fólki, sem þarfnast aðstoðar og umönnunar allan sólahringinn. Íbúar eru 39 og starfs- menn um 50. Hjúkrunarfræðingar, félasgráðgjafi, iðjuþjálfar, sjúkraliðar, læknar, sérhæfðir starfsmenn og aðrir starfsmenn vinna við heimilið. Við vinnum markvisst að því að auka lífsgæði íbúa heimilisins. Sjálfsbjargarheimilið er vinnustaður sem leggur áherslu á góða starfsmannastefnu. Vantar II. vélstjóra Vantar II. vélstjóra (vélavörð) á Arnarberg ÁR- 150 sem gerir út á línu með beitningarvél frá Þorlákshöfn. Vélastærð 478 kW (649 hö). Skipið mun hefja veiðar að nýju í byrjun september. Upplýsingar í síma 898 3285. Starf í dráttarvéladeild Sérhæfðir verkamenn í dráttarvéladeild Óskað er eftir sérhæfðum verkamönnum til starfa á dráttarvéla- deild, meðal verkefna eru snjóhreinsun, sláttur opinna svæða og háþrýstiþvottur. Menntunar- og hæfniskröfur Við leitum að áreiðanlegu, verklögnu og þjónustulunduðu fólki með almenn ökuréttindi en einnig er æskilegt að viðkomandi hafi dráttarvélapróf og/eða BE bílpróf. Dráttarvéladeild Framkvæmdasviðs sér m.a. um snjóruðning, hreinsun gönguleiða og grasslátt opinna svæða. Fjölbreytt störf á hverfastöðvum Framkvæmdasviðs Verkamenn á hverfastöðvum Óskað er eftir verkafólki til starfa á hverfastöðvar Framkvæmda- sviðs. Meðal verkefna eru, viðhald gatna og gönguleiða, hreinsun borgarlandsins, viðhald leikvalla og opinna svæða, snjóhreinsun, grassláttur og fleira. Menntunar og hæfniskröfur Við leitum að verklögnu og áreiðanlegu fólki sem býr yfir færni í mannlegum samskiptum og er tilbúið til að læra og takast á við fjöl- breytt verkefni. Æskilegt er að viðkomandi hafi almenn ökuréttindi. Skrifstofumaður á hverfastöðinni Njarðargötu Óskað er eftir starfsmanni til starfa við almenn skrifstofustörf á hverfastöð Njarðargötu. Meðal verkefna er símsvörun, móttaka, umsjón með viðveruskráningu og verkbókhaldi og þjónusta við íbúa vegna ýmissa erinda. Menntunar og hæfniskröfur Við leitum að fólki með ríka þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum, haldgóða tölvuþekkingu og menntun sem nýtist í starfi. Hverfastöðvar Framkvæmdasviðs sjá um daglega þjónustu við íbúa borgarinnar vegna ábendinga og athugasemda um hvaðeina sem viðkemur starfsemi gatna- og eignaumsýslu Framkvæmdasviðs. Hverfastöðvarnar sjá m.a. um allar eignir borgarinnar, opin svæði og skólalóðir, götur og gönguleiðir, rus- latínslu og stampatæmingar auk þess að sjá um að ryðja snjó af stofnanalóðum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélaga. Nánari upplýsingar um störfin veitir starfsfólk mannauðsdeildar (mannaudsdeild.fs@reykjavik.is) í síma 411 8000. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst 2007. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í þjónustuveri Framkvæmdasviðs Skúlatúni 2 sem er opið frá kl. 8.20-16.15 alla virka daga. Einnig er hægt að senda umsóknir með tölvupósti á mannaudsdeild.fs@reykjavik.is merktar viðkomandi starfi. - Einn vinnustaður Laus störf á Framkvæmdasviði Framkvæmdasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.