Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 44
44 B SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Lögfræðingur: Starfssvið er m.a. framkvæmd sektargerða, ritun kröfu- gerða og kærubréfa. Viðkomandi þarf að vera lögfræð- ingur að mennt. Þekking á skattarétti, stjórnsýslurétti og opinberu réttarfari er æskileg. Rannsóknarmaður: Starfssvið er rannsóknir skattalagabrota. Í því felst m.a. rannsókn á bókhaldi og skattskilum, umsjón með skýrslugjöf, ritun skýrslna og ýmiss konar önnur gagna- og upplýsingaöflun og úrvinnsla þeirra. Viðkomandi þarf að hafa háskólamenntun, t.d. á sviði viðskipta eða lögfræði. Í boði eru: Góð starfsskilyrði, áhugaverð og krefjandi verkefni. Vinnustaðurinn er sveigjanlegur, fjölskylduvænn, reyk- laus og með góðan starfsanda. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna og stofnana- samningi stofnunarinnar við starfsmenn. Laun taka enn fremur mið af einstaklingsbundnum hæfileikum og frammistöðu í starfi. Nánari upplýsingar um störfin gefa Gunnar Th. Kristjánsson eða Theodóra Emilsdóttir í síma 550 8800. Umsóknir er hafi að geyma upplýsingar um menntun, fyrri störf og annað er máli kynni að skipta, þurfa að hafa borist skattrannsóknarstjóra ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík, eigi síðar en 1. september nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI RÍKISINS Hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins starfa 22 samhentir starfsmenn. Nánar um embættið má finna á heimasíðu þess www.skattrannsoknarstjori.is. Skattrannsóknarstjóri er stofnun ársins 2006 og 2007. Skattrannsóknarstjóri óskar eftir að ráða tvo einstaklinga í samhentan hóp starfsmanna. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti, vera talnaglöggir, skipulagðir, nákvæmir, áreiðanlegir og hafa góða íslenskukunn- áttu. Lausar stöður eru: STARFSMAÐUR Í SAL Hæfniskröfur: • Nauðsynlegt er að viðkomandi geti lesið íslensku. • Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð. • Metnaður til að ná árangri. Í boði eru: samkeppnishæf laun - góður starfsandi - góð vinnuaðstaða - traustur vinnuveitandi Vinnutími er frá kl. 8:00-18:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:00-16:00 föstudaga. Um framtíðarstarf er að ræða. Pólýhúðun er í eigu Formaco ehf. og upplýsingar um störfin veitir Svava Þorsteinsdóttir starfsmannastjóri Formaco. Vinsamlegast sendið umsóknir og ferilskrár á svava@formaco.is. Umsóknarfrestur er til 22. ágúst 2007. Pólýhúðun er nútíma lökkunarfyrirtæki búið nýjustu tækni til duftlökkunar á málmhlutum. Starfsemin hefur verið í eigin hús- næði á Smiðjuvegi 1, Kópavogi síðan 1998 og hafa umsvifin aukist á ári hverju. Í hverjum mánuði eru húðaðir þúsundir fer- metra af hinum ýmsu verkefnum allt frá nöglum og skrúfum upp í heilu hringstigana. Fjölbreytni er eitt af kjörorðum okkar enda er ekkert verkefni svo smátt eða stórt að við tökum ekki á því. Starfssvið: • Almenn móttaka á vörum. • Pökkun á vörum. • Upphengingar á vörum. • Aðstoðarmaður málara. • Ýmis önnur tilfallandi verkefni. Staðarráðsmaður í Reykholti Snorrastofa óskar eftir að ráða staðarráðsmann til starfa í Reykholti Um er að ræða fullt starf. Hlutverk hans er að sinna daglegu eftirliti, viðhaldi, hirðingu og umsjón með mannvirkjum á vegum Snorra- stofu og umhverfi þeirra. Hann skal sjá um útihirðingu staðarins í Reykholti, hafa umsjón með sumarvinnu unglinga og sinna viðhaldi á tækjum þar að lútandi. Einbýlishús fyrir staðarráðsmann er til leigu á staðnum. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir um starfið berist Snorrastofu fyrir 22. ágúst nk. Aðsetur Snorrastofu er Reykholt, 320 Reykholt. Upplýsingar veitir Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, í síma 433 8000 eða 893 1492. Einnig er hægt að senda fyrir- spurn með tölvupósti (snorrastofa@snorra- stofa.is) og kynna sér starfsemi stofnunarinnar á heimasíðu hennar, www.snorrastofa.is. Lager/útkeyrsla Heildverslun óskar eftir að ráða starfs- mann á lager og til útkeyrslu, sem allra fyrst. Fullt starf. Snyrtileg smávara. Reyklaus vinnustaður. Starfsvið: almenn lagarstörf/útkeyrsla. Hæfniskröfur:  Nákvæmur, heiðarlegur og stundvís.  Tölvukunnátta er æskileg.  Heilsuhraustur. Vinsamlegast skilið inn umsókn á augl. deild Mbl. eða á box@mbl.is fyrir föstudaginn 17. ágúst, merkt: „20416“. Starf organista Organista og kórstjóra vantar til starfa í Þorláks- og Hjallasókn í Sveitarfélaginu Ölfus. Um er að ræða 60-70 % starf samkvæmt nánara samkomulagi. Umsækjandi þarf að hefja störf í síðasta lagi í október nk. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst og skal skila umsóknum til Ellenar Ólafsdóttur formanns sóknarnefndar sími 483 3780/690 6968 eða Ægis E. Hafberg gjaldkera sóknar- nefndar sími 483 3840/820 6811 en þau veita jafnframt nánari upplýsingar um starfið. Heilsdags-/hlutastörf Melabúðin óskar eftir fólki til heilsdags- og hlutastarfa Um er að ræða almenn afgreiðslustörf, áfyllingar, afgreiðslu í kjötdeild sem og af- greiðslu á kössum. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri. Melabúðin - Þín Verslun, Hagamel 39, sími 551 0224. melabudin@thinverslun.is. Snyrtifræðingur óskast til starfa á nýja stofu sem verið er að opna í Heilsu- studio í Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið upplýsingar til auglýsingadeildar Mbl. eða á boxmbl.is merktar: ,,G - 20391” fyrir 19. ágúst 2007. Sölumaður í sportvöru- og reiðhjólaverslun Óskum að ráða duglegan og hressan sölumann í verslun okkar. Áhugavert starf við að selja spennandi vörur. Ekki er verra að umsækjandi hafi áhuga á reiðhjólum, skíðum og öðrum áhugaverðum íþrótta- og afþreyingarvörum. Æskilegt er að umsækjandur geti hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir góða starfsmenn. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun okkar að Ármúla 40. Einnig má senda umsóknir á netfangið: markid@markid.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.