Morgunblaðið - 05.09.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 05.09.2007, Síða 6
                               EF fram fer sem horfir mun brot- um gegn valdstjórninni fjölga tölu- vert í ár frá fyrri árum. Eftir fyrstu átta mánuði ársins hefur verið tilkynnt um 73 tilvik þar sem lögreglumenn eru beittir of- beldi, en á öllu árinu í fyrra var um að ræða 96 tilvik. Ef litið er til meðaltals áranna 2000-2005 var um 19% fjölgun á þessum brotum á síðasta ári. Mikið hefur verið rætt um minni virðingu fyrir lögreglumönnum þjóðarinnar að undanförnu, ekki síst í tengslum við tíðar uppsagnir lögreglumanna á árinu. Bent hef- ur verið á lág laun lögreglumanna sem ástæðu, í samhengi við aukna áhættu í starfi, t.d. vegna ofbeld- isverka. Fleiri brot gegn valdstjórn 6 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „VIÐ ERUM að skríða í 1.100 laxa, það hefur hreinlega verið mok síð- an byrjaði að rigna,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson við Langá á Mýrum. Síðustu tvær vikur má segja að hafi verið fantagóð veiði á Vesturlandi, loksins þegar fór að rigna. „Eins og ég var búinn að að segja þá var lax- inn mættur, hann hefur bara legið bak við steina og í holum og beðið eftir betri aðstæðum til að hreyfa sig. Það eru yfir 900 gengnir fram á fjall hjá okkur,“ sagði Ingvi Hrafn. Veitt er til 20. september í Langá. „Þetta er svo rífandi gang- ur að ef það heldur svona áfram getum við alveg náð 1.500 löxum.“ Flóð í Grímsá „Það er búið að vera gott hér síð- ustu daga, frábært vatn, en þetta er aðeins of mikið af því góða,“ sagði Jón Þór Júlíusson leigutaki Gríms- ár, en þá var áin búin að vera í flóði í tvo daga og óveiðandi. Síðustu holl í Grímsá hafa verið að veiða 30 til 50 laxa á átta stangir. „Annars hefur veiðin verið jöfn og þétt í allt sumar, Grímsá hefir ekki farið niður í grjót eins og til að mynda Laxá í Kjós. Laxinn hefur verið dreifður í allt sumar og ágæt veiði, þótt júlí hafi ekki verið til að hrópa húrra fyrir.“ Veiðin í Grímsá og Tunguá nálg- ast 800 laxa og sagðist Jón Þór gæla við að ná 1.000 fiskum fyrir lokin, 22. september. 936 úr Elliðaánum Rífandi gangur er í Dalaánum þessa dagana. Blaðamaður kom við í Flekkudalsá fyrir helgi og þar voru hollin að fá 10 til 17 fiska á stangirnar þrjár og var áin þá kom- in í um 180 laxa og nálgaðist veiði- tölurnar frá í fyrra er veiddust 200 laxar. Starfsmaður á dekkjaverk- stæðinu í Búðardal sagði gríðar- góða veiði í öðrum ám á svæðinu, eins og Laxá í Dölum og Fáskrúð. „Er haustið bara ekki orðið besti laxveiðitíminn?“ spurði hann. Veiðinni er lokið í Elliðaánum og eru lokatölurn 936 laxar. Er það betri veiði en 2006 þegar veiddust 900. Mikið er af laxi enn í ánum til hrygningar og veiddust 20 laxar síðasta daginn, sem þykir afar gott. Dýrðaróður um laxveiðiár Glæsileg ný bók um bestu lax- veiðiár heimsins, A Celebration of Salmon Rivers, kemur út 13. sept- ember næstkomandi. Bókin er gef- in út í samvinnu við Verndarsjóð viltra laxastofna (NASF) og Orra „Hefur hreinlega verið mok síðan byrjaði að rigna“ Morgunblaðið/Einar Falur Átök Örn Helgason glímir við lax í veiðistaðnum Tungufljóti, í Tunguá sem er þverá Flekkudalsár á Fellsströnd. Mjög góð laxveiði á Vesturlandi Í HNOTSKURN » Langá er að skriða í 1.100laxa en Ingi Hrafn Jóns- son segir rífandi gang í veið- inni. » 40 löxum betri veiði íElliðaánum í ár en í fyrra. » Leigutaki Grímsár vonasttil að veiðin nái 1.000 löx- um en hún nálgast nú 800. » Glæsileg bók sem hyllirbestu laxveiðiárnar við Atlantshaf kemur í verslanir 13. september. Fjallað er um tólf íslenskar ár í bókinni. efi@mbl.is Vigfússon, og er Mál og menning útgefandi hér á landi. Bókina prýða ljósmyndir eftir R. Randolph Aston en Karl Bretaprins ritar formál- ann. Fjallað er um á sjötta tug veiði- svæða í bókinni, þar á meðal um tólf íslenskar ár. Ýmsir höfundar rita um árnar, t.d. Jóhannes Nordal um Vatnsdalsá, Uffe Elleman- Jensen um Laxá í Leirársveit, Orri Vigfússon um Selá, Þórarinn Sig- þórsson um Laxá í Kjós, Bjarni Júl- íusson um Norðurá, Steinar Lúð- víksson um Langá og Tom McGuane um Haffjarðará. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is EKKERT varð úr því að Vinnumála- stofnun stöðvaði starfsemi tveggja undirverktaka Arnarfells, fyrirtækj- anna Hunnebek Polska og GT verk- taka, í gær. Stofnunin yfirfer nú gögn frá Hunnebek um 30 starfs- menn þeirra við Hraunaveitu Kára- hnjúkavirkjunar, m.t.t. þess hvort þeim hafi verið greidd laun skv. ís- lenskum launatöxtum. Voru menn- irnir óskráðir en hafa nú fengið bráðabirgðaskráningu og segir Giss- ur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar, málin muni skýrast frek- ar í dag. Skráningarmál GT verktaka, sem unnið hafa fyrir Arn- arfell, munu einnig hafa verið í ólagi og því þótti ástæða til að kanna þeirra mál einnig hjá stofnuninni. Á launaskrá hjá Arnarfelli Gísli R. Rafnsson, staðarstjóri Arnarfells við Kárahnjúkavirkjun, sagði í gær að fyrirtækið legði höf- uðáherslu á að framkvæmdir gengju vel og örugglega og sjálfsagt hefði eitthvað mátt betur fara í skráning- armálum hjá Hunnebek og GT verk- tökum. Hann fullyrðir að umrædd- um starfsmönnum hafi verið greitt yfir taxta. Þessi mál verði hins vegar leyst svo allir megi vel við una. Þann- ig hefðu GT verktakar skilað inn gögnum til Vinnumálastofnunar um helgina varðandi þá þrjátíu og fimm starfsmenn sem vinna við Hrauna- veitu og mennirnir þrjátíu frá Hunnebek færu væntanlega inn á launaskrá hjá Arnarfelli sem laun- þegar. Skil á launagögnum til yfir- trúnaðarmanns starfsmanna virkj- unarinnar yrðu á fimmtudag, svo sem beðið hefði verið um. Um 330 manns vinna nú við Hraunaveitu og mun fjölga í 380 í næsta mánuði. Starfsmennirnir á launaskrá hjá Arnarfelli Málin sögð verða leyst farsællega svo allir megi vel við una Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fóðring Starfsmenn Arnarfells vinna hörðum höndum að borun og fóðr- ingum í Jökulsárveitugöngum og vinna þar á mörgum stöðum samtímis. ELDSUPPTÖK í sumarbústað í Norðurkotslandi í Grímsnesi á föstudag eru rakin til rafmagns. Tæknideild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu hefur enn ekki skilað endanlegri niðurstöðu en hallast að rafmagni frekar en öðru. Samkvæmt upplýsingum frá Sel- fosslögreglu er ekkert sem bendir til þess að brotist hafi verið inn í bú- staðinn. Jafnframt voru engin merki um íkveikju. Sumarbústaðurinn gjöreyðilagð- ist í brunanum en hann var orðinn alelda áður en slökkviliðsmenn frá Selfossi komu á vettvang. Engin merki um íkveikju FJÓRAR umsóknir bárust um starf borgarritara, en frestur til að sækja um það rann út 28. ágúst. Umsækjendurnir eru Birgir Björn Sigurjónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, Garðar Lárus- son rafmagnstæknifræðingur, Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, og Jakobína Ingunn Ólafsdóttir doktorsnemi. Magnús Þór Gylfason hefur gegnt starfinu tímabundið. Fjórar umsóknir bárust SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Sýnum í dag glæsilega 116,9 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í góði fjölbýli, ásamt stóru tvöföldu stæði í bílageymslu á þessum vinsæla & barnvæna stað í Kópavogi. Íbúðin er: Forstofa/hol, þvottahús, 2 barnaherbergi, hjónaherbergi, stofa/borðstofa, eld- hús og gott hol sem nýtt er sem sjónvarpskrókur. Eigninni fylgja 2 geymslur ásamt stóru stæði í bílageymslu. V. 30,2 millj. Jóhann s: 8-600-399 sölumaður frá Fasteign.is verður á staðnum. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 17.30–18.30 LÆKJARSMÁRI 7 2.h.h

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.