Morgunblaðið - 05.09.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.09.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 23 hann hefði stutt hugmyndina um framboð í upphafi en síðan skipt um skoðun. „Ég get ekkert neitað því, ég tók fullan þátt í þeirri ákvörðun í byrjun. Hugsunin var sú að Ísland ætti með því að vera fullgildur með- limur í Sameinuðu þjóðunum og taka að sér þetta verkefni þó það kostaði mikið og áhrifin væru kannski tiltölulega lítil – því það eru neitunarvaldsþjóðirnar sem ráða þarna öllu,“ sagði Davíð. Reynt að draga úr kostnaði Þá sagði Davíð að fjárhagslegur kostnaður hefði m.a. vaxið sér í augum en síðar hafi verið reynt að draga mjög mikið úr honum. Nú væri hann reyndar hræddur um að hann sé allt of lágur. „Auk þess eru menn að lofa því að tvöfalda þróun- araðstoð sem kostar milljarðatugi, í tengslum við þetta allt saman, sem mér finnst mjög óskynsamlegt að gera of hratt. Svona þróunaraðstoð gerir ekkert gagn nema hún aukist mjög hægt og rólega og skipulega. Hún hefur verið að aukast mjög mikið hjá okkur. Ekki vegna þess að prósentan hefur verið að hækka svo mikið. Heldur vegna þess að þetta er prósenta af þjóðarfram- leiðslu og þjóðarframleiðslan hefur hækkað hér meira en hjá nokkrum öðrum þjóðum. Við verjum því miklu meiri fjármunum í þróun- araðstoð en áður.“ um á staðnum. Það þýðir líka ábyrgð gagnvart öðrum þjóðum. Það þýðir upplýsingaskyldu gagn- vart hinum Norðurlöndunum o.s.frv. Ég er ekki að segja með þessu að við ættum alls ekki að gera þetta. Ég er aðeins að nefna þetta sem dæmi um að við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki verið alls staðar. Við þurfum að forgangsraða og þar vil ég ekki síst nefna þróunarmál sem við höfum svo sannarlega vanrækt og þar þurfum að gera betur.“ Þegar þessi skoðanaskipti eru borin undir Svavar í dag segist hann oft hafa verið fulltrúi Alþýðu- bandalagsins á allsherjarþingi SÞ og að hann hafi verið mjög upptek- inn af störfum samtakanna. „Mín hugsun var alltaf sú að þetta myndi styrkja Ísland á alþjóðlegum vett- vangi og þetta sé svona eins og fullnaðarpróf fyrir sjálfstæða þjóð á alþjóðlegum vettvangi að vera einu sinni aðili að öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, að minnsta kosti tak- ast á við það að reyna að verða það. Ég taldi þá og tel ennþá að þetta sé eðlilegt, rökrétt metnaðarmál fyrir sjálfstæða, fullvalda þjóð.“ Davíð Oddsson vildi ekki svara spurningum um þessi efni þegar Morgunblaðið leitaði eftir því. Hann sagði hins vegar í viðtali við Örnu Schram, sem birtist í Nordisk Tidsskrift í desember á sl. ári, að Segist hann þar telja að „gríðarlega breið samstaða“ væri um það á þingi að íslenska þjóðin yrði að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi með myndarlegum hætti. Nefndi hann aðild að öryggisráði SÞ í þessu sam- bandi. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra svaraði því til að vissulega þyrftu Íslendingar að geta tekið að sér margvísleg verkefni. Við yrðum hins vegar að vera viss um að við hefðum burði til að sinna verkefni eins og því að sitja í öryggisráðinu. Halldór sagði síðan: Verðum að hafa burði „Það hefur verið nefnt sem dæmi að Grænhöfðaeyjar hafi átt sæti í ör- yggisráðinu. Það er rétt. En við þurfum líka að spyrja þeirrar spurningar: Sinntu þeir því með þeim hætti sem við hefðum viljað gera? Ég vil ekki gagnrýna það ríki á einn eða annan hátt. En ég segi einfaldlega: Ég er andvígur því að Ísland taki sæti í öryggisráðinu nema við höfum burði til þess og setjum til þess nauðsynlegan mann- afla. Þar erum við ekki að tala um einn eða tvo menn. Það þýðir veru- lega fjölgun í New York og það þýð- ir líka allmikla fjölgun í utanríkis- ráðuneytinu vegna þess að þar verður í reynd að vera vakt allan sólarhringinn. Við verðum alltaf að vera tilbúnir að svara okkar mönn- kki verið íkisstjórn ann teldi að Ís- ar ættu virkan öllu leyti emi SÞ. i því sem minni að stæðu- t undan gð sem ðinu,“ ði hafi ikið að að þyrfti efndir á ppfyllt eytt slík- igum að m þætti s og hv. m við höf- slega r þær eru þátt í ænhöfða- óðir sem fjárhags- ar skoð- g sé eðli- ar hjá .“ ni í apríl lu utan- smál. t til tals á níunda áratugnum u vakandi á Alþingi „Þess vegna ætla ég að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni,“ sagði hann. Það er nákvæmlega þetta sem gerðist, hundruð þúsunda, milljónir manna voru brjálaðar vegna þess að skattarnir voru of háir, brjálaðar út af einhverju og sögðu þess vegna nei. Þess vegna biðjum við núna um að ekki verði nein þjóðaratkvæða- greiðsla, hvergi. Við viljum enga þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Fólkið á götunni – Jean-Claude Juncker, forsætis- ráðherra Lúxemborgar, hefur sagt að orðalag tillagnanna sé af ásettu ráði loðið til þess að hægt verði að ná því fram sem ráðamenn vilja en margir kjósendur tortryggja. Eru ráðamenn ESB hræddir við kjós- endur sína? „Þetta er svo flókið mál að það er ekki hægt að láta almenning kjósa um þetta. Til hvers höfum við þing? Það er vegna þess að við viljum að fulltrúarnir taki ákvarðanir í nafni okkar. Hvers vegna ættum við ekki að treysta þessum fulltrúum til að taka ákvarðanir um stjórnarskrá eða nýja samninginn? Hvað gerum við ráð fyrir að fólkið á götunni, bændur, verkamenn, segi um stjórnarskrártillögur, öll smáat- riðin, grein þetta, undirgrein hitt? Hvað tóku margir þátt í að semja bandarísku stjórnarskrána? Nokkrir tugir manna.“ – Bandaríska stjórnarskráin er örstutt, hún er meira en 200 ára gömul og á ensku en ég skil hana. Mætti ekki nota hana sem fyr- irmynd, hafa þetta einfaldara? „Vandinn er að fólk vill ekki heyra minnst á stjórnarskrá, það óttast það sem það kallar ofurríki [Evrópu]. Það held ég ekki að sé markmiðið þótt sumir vilji það lík- lega. Menn vilja fyrst og fremst að ríkin vinni saman,“ segir Pierre Mathijsen, prófessor í Brussel. kjon@mbl.is Við gætum hugsað okkur aðráðherraráðið tækiákvarðanir sem aðeinssnertu sum aðildarríki, þó aldrei færri en níu af 25. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Þið yrðuð að gera upp við ykkur hvort þið samþykkið tillögur sem aðeins níu ESB-ríki sameinast um. Þetta yrði ekki eins og önnur lög sambandsins sem þið takið upp eins og önnur ríki EES,“ segir Hollendingurinn Pierre Mathijsen. Hann er prófessor við Frjálsa háskólann í Brussel en starfaði ár- um saman hjá Evrópusambandinu, m.a. sem skrifstofustjóri hjá fram- kvæmdastjórninni. Mathijsen flyt- ur fyrirlestur á hádegisfundi Há- skólans í Reykjavík í dag um væntanlegan stofnsamning ESB og hvaða áhrif hann muni hafa á sam- starf Íslands og sambandsins. „Þessi nýi samningur er ekki stjórnarskrá heldur er um að ræða samkomulag um að endurbæta gömlu samningana þrjá, um Efna- hagsbandalagið, Evrópusambandið og samstarfið í kjarnorkumálum [Euratom] en ekki ógilda þá, þeir munu áfram verða í gildi. Þar skil- ur á milli stjórnarskrárdraganna sem voru felld 2005 og þessara til- lagna,“ segir Mathijsen. Hann seg- ir ljóst að nýi samningurinn geti skipt máli fyrir stöðu Íslands í samstarfinu á Evrópska efnahags- svæðinu, EES. „Það sem breytist þegar nýi samningurinn tekur gildi í desem- ber er að nú getur hópur aðild- arríkja ESB, minnst níu af 25, tek- ið sig saman um samstarf þó að hin hafni þátttöku. Við höfum auðvitað dæmi um slíkt samstarf nú þegar, evruna sem aðeins 13 ríki sam- bandsins hafa tekið upp. Og Schengen-samstarfið er annað dæmi, það er rétt.“ Gætum fengið undanþágu en... Aðspurður segir Mathijsen að ef Íslendingar sæktu um aðild að ESB yrði hægt að koma því til leið- ar að þeir fengju undanþágu frá reglum sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunnar. Hann segist ávallt kenna nemendum sínum að ekki sé til regla án undantekninga. En yrði um varanlega undanþágu að ræða? – Er til nokkuð eilíft í lífinu? En þið gætuð samið, fengið undanþágu og séð síðan til.“ Hann er spurður um afstöðu kjósenda ESB, þarf ekki að spyrja þá álits á nýja stofnsamningnum? „Ég skal segja þér það strax að hollenskir kjósendur höfnuðu ekki stjórnarskránni, þeir höfnuðu rík- isstjórn sinni og sama átti við um Frakka. Þeir vissu ekki hvað stóð í stjórnarskránni, þeim var sama hvað stóð í henni. Þetta var alltof flókið, ég veit ekki hvort margir lásu hana, þetta var afar flókið, í nokkrum hlutum og fullt af laga- lega tæknimáli. Og hollenska stjórnin útskýrði málið ekki fyrir þjóðinni. Það hefði hún átt að gera en sennilega hafa þeir reiknað með að fólk gerði það sem ráðamenn mæltu með. En al- menningur var á móti stjórninni og á móti því að Hollendingar skyldu borga meira í sameiginlega sjóði ESB en nokkur önnur þjóð miðað við höfðatölu. Margir urðu æva- reiðir þegar þeim var bent á það rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- una. Ég var í París í vikunni fyrir at- kvæðagreiðsluna 2005. Ég tók leigubíl frá Gare du Nord braut- arstöðinni og bílstjórinn var fok- vondur vegna þess að hann hafði fengið sekt fyrir umferðarlagabrot. „Til hvers höf- um við þing?“ Morgunblaðið/Sverrir Pierre Mathijsen „Við viljum enga þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Í HNOTSKURN »Frakkar og Hollendingarfelldu í þjóðaratkvæða- greiðslu 2005 tillögur að stjórnarskrá ESB. Átti hún að tengja saman þrjá samn- inga sem lagt hafa grundvöll að samstarfi síðan 1957. »Nú reyna leiðtogar aðild-arríkja sambandsins að fá samþykktar tillögur um ann- an samning en óljóst er hvort þær verða lagðar í þjóðar- atkvæði í einhverju aðildar- ríkjanna 25. Pierre Mathijsen er prófessor í Brussel og starfaði lengi hjá Evrópusambandinu. Kristján Jónsson ræddi við hann um vænt- anlegan stofnsamning ESB og Ísland. flestra sem til þekkja að þetta verði hörð barátta og það er ekkert útséð með það hverjir fara áfram.“ Utanríkisráðherra sagði að ef fundaherferð háskólanna yrði til þess að auka stuðning meðal þjóð- arinnar um framboðið til öryggis- ráðsins þá væri það vel. „Það skiptir máli að það sé víðtækur stuðningur við það innanlands sem við erum að gera á erlendum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ráðherrann rifjaði upp að ákveðið hefði verið að sækjast eftir sæti í ör- yggisráðinu strax 1998, um norrænt framboð væri að ræða. Norðurlönd- in legðu á það áherslu að eitt þeirra sæti í ráðinu annaðhvert tímabil og það hefði aðeins gerst einu sinni að það markmið hefði mistekist. Mik- ilvægt væri að fara ekki í þetta af hálfum huga, við yrðum að stefna á það af fullum krafti að ná settu marki. Undir þetta tók ráðuneytis- stjórinn, Grétar Már, og sagði að ákvörðun um framboð hefði verið tekin í samráði við hin Norðurlöndin. Önnur hefðu viljað fara fram í kosn- ingunum 2008 (Finnar – en þeir samþykktu að bíða til 2013–2014) og það væri því ekki okkar einkamál hvernig staðið yrði að þessu. „Það er því ekki litið svo á að það sé okkar einkamál, eftir að ákvörðun var tek- in, að halda áfram eða ekki.“ svörin, jafnvel ekki spyrja sömu spurninganna. Það væri einmitt það sem gerði verkefnið spennandi og óvenjulegt. Verður á brattann að sækja Kristín A. Árnadóttir, sem stýrir öryggisráðsframboðinu, sagði að á ráðstefnu í maí á næsta ári yrði farið yfir helstu álitamál sem upp kynnu að koma á fundunum í vetur. Þá yrði jafnframt boðið hingað til lands ýms- um sérfræðingum sem gætu miðlað okkur af reynslu sinni. Fram kom í máli Grétars Más Sig- urðssonar ráðuneytisstjóra að Ís- land hefði þegar tryggt sér loforð um 100 þjóða vegna kosninga til ör- yggisráðsins eftir ár, en sem kunn- ugt er etja Íslendingar kappi við Tyrki og Austurríkismenn um þau tvö sæti sem í boði verða. Hér væri byggt á norrænum viðmiðunum um hvað teldust loforð: aðeins skrifleg loforð eða loforð sem veitt hafa verið ráðherra beint. „Það er alveg ljóst að við þurfum meira,“ sagði hann svo, enda sýndi reynslan að ekki öll lof- orð skiluðu sér þegar á hólminn væri komið. Sagði Grétar Már að bæði Tyrk- land og Austurríki teldu sig hafa fleiri loforð. Það væri því á brattann að sækja, um það blandaðist engum hugur. „Hins vegar er það mat g svo og ð vanrækt upplýstri um við að höfum til ð er kosið u fulltrúar landsins: ólanum í á Bifröst, Landbún- taháskóla slands og n, rektor yndu auð- eð ólíkum sérsvið þá u öll. Í enn t.a.m. unni um i og rétt við vitum sér er eitt þjóðlegum af átökum ndi menn- lifa eftir þeir hafa HR, sagði að spyrja u myndu með sömu ða mikilvæg Morgunblaðið/Árni Sæberg anríkisráðherra og taka þátt í fundaröðinni. Í HNOTSKURN »Yfirskrift fundarað-arinnar er: Ísland á al- þjóðavettvangi – erindi og ávinningur »Opnunarmálþing ferfram á föstudag í Háskóla Íslands en þar munu Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra bæði flytja erindi, auk fræðimannanna Baldurs Þórhallssonar, Alyson Bailes og Bjargar Thorarensen. » Ísland sækist eftir sæti íöryggisráði SÞ starfsárin 2009-2010. Tvö sæti kjörinna fulltrúa eru í boði og etjum við kappi við Tyrki og Aust- urríkismenn um sæti. Kosið verður í október á næsta ári. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ lét Capacent Gallup kanna stuðning við framboð Íslands til öryggis- ráðsins og var könnunin gerð á tímabilinu 31. júlí til 14. ágúst. Úr- takið var 1350 manns á aldrinum 16-75 ára. Svarhlutfall var 61%. Könnunin leiðir í ljós að vaxandi stuðningur er við framboðið en nú er tæplega 41% landsmanna hlynnt framboðinu eða mjög hlynnt því, tæplega 32% eru and- víg eða mjög andvíg en tæp 29% hafa ekki skoðun. Í könnun sem gerð var árið 2005 voru 28% hlynnt eða mjög hlynnt framboð- inu og 53% andvíg eða mjög and- víg. Munur á afstöðu karla og kvenna Könnunin leiðir í ljós mun á af- stöðu kvenna og karla. Aðeins 8,3% kvenna eru mjög andvíg framboðinu en 21,7% karla. Þá er andstaðan minnst í yngsta hópn- um, 16-24 ára, en mest í hópnum 45-54 ára. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ut- anríkisráðherra, sagði í gær að nýja könnunin sýndi að viðhorfs- breyting hefði orðið og í ráðuneyt- inu gerðu menn sér vonir um að umræða í fundaröð íslensku há- skólanna skilaði aukinni þekkingu til almennings um það hvað menn ætluðu sér með þessu framboði og hvers vegna Ísland væri yfirhöfuð í framboði. 5 3 6 7 #  / 6 7 & / # 4!   89# !   1 !#! $: - &4 M0E .? 0 $0 6   =N 3.1N$       ! "#    "#  $%&'  $%&' ;< < < <= < < < ;< =< ><> Tæplega 41% lands- manna hlynnt framboðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.