Morgunblaðið - 05.09.2007, Side 33

Morgunblaðið - 05.09.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Postu- línsmálun kl. 9. Gönguhópur kl. 11. Postulínsmálun kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handavinna kl. 8-16, smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9, Boccia kl. 9.45. Bólstaðarhlíð 43 | Á morgun fimmtu- dag 6. sept. byrjar myndlist kl. 9, kine- sioligi/jógaleikfimi kl. 9 og bókband kl. 13. Uppl. í síma 535-2760. Hár- greiðsla, böðun, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, spiladagur- brids/vist, kaffi. Dalbraut 18-20 | Opin handa- vinnustofa kl. 13-16. Í félagsmiðstöð- inni Norðurbrún 1 er spiluð félagsvist miðvikudaga kl. 14. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan í Gullsmára 9 er opin mánu- daga og miðvikudaga kl. 10-11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15-16. S. 554- 3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudög- um kl. 20.30. Félag eldri borgara, Kópavogi, ferða- nefnd | Farið verður í berjaferð fimmtudaginn 6. september. Brottför frá Gullsmára kl. 13 og Gjábakka kl. 13.15. Leitað verður berja í Hvalfirði og nágr. Eigið nesti. Verði veður óhag- stætt til berjatínslu verður farið í óvissuferð „út í bláinn“. Skráning í fé- lagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10. Dagsferð 8. sept. Grillveisla í Goðalandi, farþegar sæki farmiðann sem fyrst, s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30. Handavinnustofan opin, leið- beinandi við kl. 10-16. Félagsvist kl. 13. Glerlist kl. 13. Söngur kl. 15.15, Guðrún Lilja mætir með gítarinn. Heitt á könn- unni til kl. 16. Bobb kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9.05 myndlist. Kl. 10 ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 13 postulínsmálun og kvennabrids. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi í Kirkjuhvoli kl. 9, 9.50 og 10.45. Brids í Garðabergi, heitt á könnunni, skráning í félagsstarfið, opið kl. 12.30-16. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10 dansæfing í samstarfi við FÁÍA, undirbúningur fyrir sýningu með gestum frá Reykjanesbæ á Breiðholtsdegi 7. sept., nánar kynnt í fjölmiðlum. Spilasalur opinn frá há- degi. Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 handa- vinna. Kl. 9-12 útskurður. Kl. 11-12 ganga. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 13-16.30 brids. Kl. 15-15.30 kaffi. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnuð kl. 9. Píla kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa hjá Sigrúnu kl. 9-16. Jóga kl. 9-12, Sól- ey Erla. Samverustund hefst kl. 10.30 með lestri nýrrar bókar. Kynning á vetrarstarfinu kl. 13.30, kaffi og með- læti, Heiða Baldvinsdóttir mætir með gítarinn og leiðir söng. Allir velkomnir. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10.30. Leikfimi f.byrjendur kl. 10.30. Leikfimi í salnum kl. 11. Verslunarferð í Bónus kl. 12. Handverks- og bókastofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Opin handavinnustofa kl. 9-12, opin smíðastofa kl. 9-16. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla/ fótaaðgerðir. Kl 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15-16 handavinna. Kl. 10-12 spænska – byrjendur. Kl. 10-12 sund. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 12.15-14 verslunarferð í Bónus. Kl. 13- 16 tréskurður. Kl. 14.30-15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handavinna kl. 9-16.30, morg- unstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.30, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, söngur og dans kl. 14. Félagsmiðstöðin er opin öllum aldurshópum. Uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund í há- deginu í dag. Söngur, hugleiðing, fyr- irbænir. Súpa og brauð gegn vægu gjaldi. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu í dag kl. 13-16. Dægrastytting, föndur, spil, fræðsla og ferðalög. Umsjón hafa Vilborg Edda og Margrét Snorradóttir, öldr- unarfulltrúar Árbæjarkirkju. Áskirkja | Velkomin í samverustund: Hreyfing og bæn kl. 11 í umsjá Mar- grétar djákna. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn er í Holtakoti kl. 10-12. Sr. Hans Guð- berg Alfreðsson kemur og kynnir barnastarf kirkjunnar. Foreldrar ungra barna á Álftanesi eru velkomnir. Opið hús eldri borgara er í Litlakoti kl. 13-16. Eldri borgarar eru velkomnir. Kaffi og meðlæti. Dómkirkjan | Hádegisbænastund kl. 12.10-12.30. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í s. 520-9700 eða með tölvupósti til domkirkj- an@domkirkjan.is. Allir velkomnir. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Á miðvikudögum kl. 11, súpa og brauð á eftir. Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Skrautskrift, ættfræði, bókmenntir, magadans, glerlist o.fl. Janus F. Guð- laugsson íþróttafr. flytur erindi um lík- amsrækt og vöðvauppbygginu nk. föstudag kl. 14.30, 50 ára +. Komdu við. S. 568-3132. Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58-60. Samkoma í kvöld kl. 20. Fagn- aðarsamkoma: Kristín Bjarnadóttir og Kjellrun Langdal og Skúli Svavarsson. Kaffi eftir samkomuna. Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10 for- eldramorgunn. Kl. 10.30 gönguhóp- urinn Sólarmegin. Öllum velkomið að slást í för. Kl. 14.30 Kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur) Athugið að TTT- hópurinn, harðjaxlahópurinn fyrir 7. bekk, unglingakvöld fyrir 8. bekk og Adrenalín gegn rasisma fyrir 9. og 10. bekk verða auglýst fljótlega. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Beðið fyrir sjúkum og hverjum þeim sem þarf á fyrirbæn að halda og getur fólk komið óskum þar um til prest- anna. Einnig er altarisganga. Vídalínskirkja Garðasókn | For- eldramorgunn í dag kl. 10-12.30. Fyr- irlestur mánaðarlega, kynnt sér- staklega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Heitt á könnunni. 90ára afmæli. Í dag, 5. september,er níræð Guðrún Magnúsdóttir frá Langabotni í Arnarfirði, nú til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. Hún er að heiman í dag. 70ára afmæli. Hinn 11. septembernæstkomandi verður Jónas A. Pálsson frá Hróarsdal sjötugur. Af því tilefni ætlar hann að blása til afmæl- isfagnaðar laugardaginn 8. september á heimili sínu, Túngötu 16, Álftanesi, kl. 16. Hann vonast til að sem flestir ætt- ingjar, sem og gamlir og nýir vinir, sjái sér fært að samgleðjast honum á þess- um tímamótum og þiggja veitingar. Vin- samlegast komið klædd eftir veðri. 70ára afmæli. Sjötugur er í dag, 5.september, Þórður B. Sigurðs- son, Kríuhólum 2, Rvk, fyrrverandi yfirvélstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Hann verður ásamt konu sinni, Rósu Ísaksdóttur, á Spáni á afmælisdaginn. dagbók Í dag er miðvikudagur 5. september, 248. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far þú, trú þín hefur bjargað þér. Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á ferð- inni. (Mark. 10,52.) Maryam Namazie er ír-anskur mannréttinda-frömuður, húmanistiog fyrirlesari. Hún er komin hingað til lands í boði Sið- menntar – félags siðrænna húm- anista, Skeptíkusar – félags trú- lausra stúdenta, Kvenréttindafélags Íslands og Al- þjóðamálastofnunar Háskóla Ís- lands. Hope Knútsson er formaður Sið- menntar, og segir mikinn feng að komu Maryam hingað til lands: „Maryam er stofnandi félagsskap- arins Ráðs fyrrverandi múslíma á Bretlandi, hóps einstaklinga sem sagt hafa skilið við íslam. Markmið hennar með framtakinu er að vekja athygli á því að samkvæmt bókstaf íslamstrúar varðar það við dauða- refsingu að yfirgefa trúna, og stuðla að framförum innan íslams,“ út- skýrir Hope. „Maryam er einnig mikill kvenréttindafrömuður, eft- irsóttur álitsgjafi um Íran, Miðaust- urlönd, trúarbrögð og stjórnmál í hinum íslamska heimi.“ Maryam flytur fyrri fyrirlestur sinn í dag, miðvikudaginn 5. sept- ember kl. 12 til 13 á Hallveig- arstöðum: „Yfirskrift fyrirlestr- arins útleggst á íslensku Réttindi kvenna, blæjan og íslamskt yf- irvald. Þar ræðir hún um eigin reynslu og þær áskoranir sem mæta konum í hinum íslamska heimi, og beinir sjónum sínum sérstaklega að hlutverki blæjunnar sem hún vill meina að sé ekki valfrjáls klæðn- aður kvenna eins og margir vilja halda fram,“ segir Hope. Fimmtudaginn 6. september flyt- ur Maryam fyrirlestur í stofu 101 í Odda kl. 12.15 til 13:15 undir yf- irskriftinni Afneitun trúarinnar, fyrrverandi múslimar og áskoranir pólitísks íslams. „Meðal umfjöll- unarefna fyrirlestrarins er fjöl- menning, og algild mannréttindi. Maryam gagnrýnir meðal annars þau sjónarmið að fjölmenning kalli á að öll sjónarmið séu talin jafn- rétthá, en að hennar mati verður að taka raunhæfa afstöðu til þess að margar þær skoðanir sem fylgja m.a. íslömskum áhrifum eru bæði rangar og hættulegar og eiga ekki að vera umbornar í nafni fordóma- leysis og fjölmenningar.“ Finna má nánari upplýsingar á www.sidmennt.is. Mannréttindi | Maryam Namazie með fyrirlestra miðviku- og fimmtudag Íslam og mannréttindi  Hope Knútsson fæddist í New York borg 1943. Hún lauk bache- lorsgráðu í sál- arfræði og heim- speki frá City University of New York og mastersgráðu í iðjuþjálfun frá Columbia Univers- ity. Hope var m.a. formaður Geð- hjálpar um 5 ára skeið, stofnandi og formaður Félags nýrra Íslendinga, Fjölmenningarráðs og var formað- ur Iðjuþjálfafélags Íslands í 22 ár. Hún var einn af stofnendum Sið- menntar, og hefur verið formaður félagsins í rúman áratug. Hope er gift Einari Knútssyni flugv. og eiga þau börnin Tryggva og Kötlu. Tónlist DOMO Bar | Jazzklúbburinn Múlinn býður upp á söngvaskáldakvöld með ungum og upprennandi lagahöfundum ásamt tón- leikum með Straight Ahead Quartet með gítarsnillingunum Jóni Páli Bjarnasyni og Andrési Þór Gunnlaugssyni í fararbroddi. Söngvaskáldakvöld hefst kl. 20.30 og jazz- tónleikar kl. 22. Aðgangseyrir 1.000 kr. Fyrirlestrar og fundir Krabbameinsfélagið | Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Góðir hálsar, stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli, verður með rabbfund í dag kl. 17. Kaffi á könnunni. Norræna húsið | Auðlindir og umhverfi. Í dag kl. 10-12 flytur Andrew Campbell, for- stjóri ástralska ráðgjafarfyrirtækisins Triple Helix Consulting sem starfar á sviði sjálfbærni, erindið „Landnytjar og fjárfest- ingar hins opinbera í vísindum“. Kl. 12.15-13 flytur dr. Ian Hannam, sem kemur frá Uni- versity of New England og starfar fyrir Australian Centre for Agriculture and Law, erindið „The Natural Heritage Trust of Australia Legislation: Integrated Environ- mental Law Implementation in Australia“. Allir velkomnir. OA-samtökin | Gula húsið, Tjarnargötu 20, Reykjavík. OA-fundur alla miðvikudaga kl. 20.15-21.15. Tekið er á móti nýliðum kl. 19.45. Allir velkomnir, það má koma of seint. Fréttir og tilkynningar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun á miðvikudögum kl. 14-17 Tekið við hreinum fatnaði og öðrum varn- ingi þriðjudaga kl. 10-15. Sími 551-4349. Netfang: maedur@simnet.is Frístundir og námskeið Vinahópur | Brids á Hótel Sögu í hliðarsal frá kl. 13 í dag. Allir velkomnir. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Félagsvist í kvöld í Hátúni 12. Allir velkomnir. Forvarnaáætlanir – Verkefnisstjórnun Nám í Forvarnaskólanum er að hefjast Eftirfarandi er m.a. tekið fyrir í Forvarnaskólanum: • Ýmis samfélagsleg og pólitísk álitamál sem varða forvarnir. • Kenningar um lýðheilsu og skilgreiningar á forvörnum. • Lög og reglur sem afmarka forvarnir. • Grundvallaratriði varðandi rannsóknir í áfengis- og vímuefnamálum og forvörnum. • Mat á árangri forvarna. • Kenningar og rannsóknir á áhættuhegðun ungmenna. • Líffræðileg verkun og lyfjaáhrif, áhrif vímuefnaneyslu á heilsu fólks og hegðun. • Íhlutunar- og meðferðarúrræði á Íslandi, einkum fyrir ungt fólk. • Lögð er áhersla á að nemendur geti að náminu loknu sett upp og verkstýrt forvarnaáætlunum. Sjá nánar á www.forvarnir.is Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá: Ráðgjafarskóli Íslands, pósthólf 943, 121 Reykjavík, netfang: stefanjo@xnet.is – Sími 553 8800 – Fax 553 8802 FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Íbúasam- tökum Laugardals: „Íbúasamtök Laugardals mótmæla harðlega tillögu að breytingu á deili- skipulagi fyrir Laugardal austur vegna lóðar merktrar Holtavegur 29b, skv. vefsíðu Skipulags og bygg- ingarsviðs dags. 21. júní, 2007. Tillag- an felur í sér byggingu 2ja hæða fjöl- býlishúss á mikilvægu útivistarsvæði. Svæðið sem um ræðir er við túnfótinn á Langholtsskóla og mun byggingin skerða mjög framtíðarmöguleika skólans til útikennslu. leikja og nýt- ingar skólagarða. Athygli skal vakin á því að Laug- ardalurinn er bæði borgargarður og hverfisgarður og hafa íbúar við Laug- ardal og aðrir borgarbúar notað svæðið til margs konar útivistar, leikja og samkomuhalds. Heildar- skipulag fyrir dalinn skortir og á und- anförnum árum hefur æ stærri hluti dalsins verið settur bak við girðingar eða lagður undir steypu. Í dag eru að- eins eftir um 10–15% af grænum, opn- um og gjaldfrjálsum svæðum fyrir al- menning en aðgengi að slíkum svæðum telst til grundvallarlífsgæða og stuðlar að alhliða heilbrigði íbúa í hverfinu og borgarbúa allra. Nú í haust er fyrirhugað íbúaþing um framtíð Laugardals. Blikur eru á lofti varðandi framtíð Laugardalsins sem sameiginlegs garðs allra borgar- búa. Víðs vegar um Laugardalinn eru uppi hugmyndir um byggingu mann- virkja. Staðreyndin er sú að íbúar telja fyrir löngu nóg komið af steypu, stáli og malbiki í dalnum sem upp- haflega var ætlað það hlutverk að vera opið grænt íþrótta- og útivist- arsvæði. Í öllum skipulags- og stefnu- mótunarskjölum borgarinnar er mik- ilvægi þess hlutverks hans ítrekað og um það hefur ríkt mikil sátt. Þess ut- an má minna á undirskriftir um 34.000 borgarbúa sem fyrir nokkrum árum mótmæltu þáverandi bygging- aráformum í dalnum. Íbúasamtök Laugardals telja fráleitt að ráðstafa bútum úr dalnum áður en íbúaþingið um framtíð dalsins fer fram. Íbúasamtök Laugardals (ÍL) mót- mæla þessari deiliskipulagsbreytingu harðlega og skora á borgaryfirvöld að verja Laugardalinn fyrir frekari mannvirkjagerð.“ Vilja ekki meiri stein- steypu og malbik Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.