Morgunblaðið - 05.09.2007, Síða 44

Morgunblaðið - 05.09.2007, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 248. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Hveitiverð hækkar  Heimsmarkaðsverð hveitis hefur hækkað um 60% síðan í maí, þar af um 30% í ágústmánuði einum. Þetta er mesta hækkun á heimsmark- aðsverði í 30 ár. Helsta ástæða hækkana er uppskerubrestur sem kemur til af annars vegar miklum þurrkum og hins vegar flóðum. Þetta mun hafa áhrif til hækkunar á öllu því sem framleitt er úr hveiti, s.s. brauðmeti, kökum og kexi. »Forsíða 250 milljónir í framboð  Kostnaður vegna framboðs Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fer líklega í um 320 millj- ónir áður en yfir lýkur. Kostnaður- inn nemur nú um 250 milljónum króna. »Forsíða Samdráttur í sementi  Verulegur samdráttur hefur orðið á sementsmarkaði milli ára. Fram- kvæmdastjóri BM Vallár gerir þannig ráð fyrir 20% samdrætti milli ára. Segir hann ljóst að þensla und- anfarinna ára sé á undanhaldi. » 2 Mennirnir á launaskrá  Ekki kom til þess að Vinnu- málastofnun stöðvaði starfsemi tveggja undirverktaka Arnarfells, fyrirtækjanna Hunnebek Polska og GT verktaka. Stofnunin yfirfer nú gögn frá Hunnebek um 30 starfs- manna þeirra við Hraunveitu. » 6 SKOÐANIR» Staksteinar: Umræða um tekjumun Forystugreinar: Rekstrarform Orkuveitunnar | Ógnin að innan Ljósvakinn: Skemmtileg mannamót UMRÆÐAN» Kaldar staðreyndir um miðborg Reykjavíkur Gammar nútímans Tungumál og menning Risessunnar   3  3 3 3  3   3 4 # !5'  . + ! 6    " 1 #.     3 3 3   3  - 7%1 '    3 3 3  3 3  3  89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'77<D@; @9<'77<D@; 'E@'77<D@; '2=''@"F<;@7= G;A;@'7>G?@ '8< ?2<; 6?@6='2+'=>;:; Heitast 15 °C | Kaldast 8 °C  Vestlæg átt, 3-10 m/s, nokkuð bjart veð- ur en stöku skúrir suð- vestanlands og á Norð- austurlandi. »10 Árni Matthíasson skrifar um bók sem fjallar um stór- merkilegar skepnur sem margir hafa mikla óbeit á. »40 BÓKMENNTIR» Áhugaverð- ar rottur? KVIKMYNDIR» Nútíminn er trunta – og frábær bíómynd. »39 Hinn eini sanni Magnús Kjart- ansson verður fyrsta söngvaskáldið til að koma fram á Domo í vetur. »38 TÓNLIST» Söngvaskáld númer eitt LEIKLIST» Sigtryggur leysir Sigur- jón af í rokkinu. »38 TÓNLIST» Tónleikar til styrktar Úlfi Chaka í Iðnó. »36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Dauðkveið fyrir að láta þukla … 2. Telur nauðgara stjórnlausan 3. Biskup segir nýja auglýsingu … 4. Óstundvísir Íslendingar spilltu … FORELDRAR eru almennt stoltir af börnum sínum og FH-ingurinn Leifur Helgason er eng- in undantekning. Hann var hins vegar í óvenju- legri stöðu á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld, þegar hann horfði á syni sína mætast í opinber- um knattspyrnuleik í fyrsta sinn og leika um að mæta uppeldisfélaginu FH í bikarúrslitum. „Þetta var mjög sérstakt,“ segir Leifur og bætir við að aldrei hafi vafist fyrir sér hvað hann hugsaði þegar hann færi á völlinn fyrr en nú. „En ég segi samt alltaf um syni mína að ég vona að þeim gangi vel.“ Leifur lék með meistaraflokki FH 1971 til 1980, var lengi þjálfari og er nú ritari knatt- spyrnudeildarinnar. Tveir yngri synir hans og Sigrúnar Kristinsdóttur, Víðir 24 ára og Tómas 22 ára, fóru í gegnum alla yngri flokka FH, en Helgi, sem er 30 ára, lætur sér nægja að fylgj- ast með bræðrum sínum. Víðir var Íslands- meistari með FH 2004, fór síðan til Fram og þaðan til Fylkis. Tómas var lánaður til Fjölnis fyrir tímabilið 2005, var aftur í herbúðum FH árið eftir en gekk síðan til liðs við Fjölni fyrir yfirstandandi tímabil. Hann hefur aldrei leikið í efstu deild en eygir nú sæti þar með liði sínu og er kominn í bikarúrslitin á móti FH eftir 2:1- sigur Fjölnis á Fylki í undanúrslitum. Synirnir voru í sviðsljósinu í undanúrslit- unum og stóðu sig með prýði. Leifur bendir á að sumarið í fyrra hafi farið í vaskinn hjá Tóm- asi og hann hafi þurft að ná sínum vopnum. „Hann gerði það mjög vel, reif sig áfram og var góður allan leikinn.“ Hann var ekki síður kátur með soninn í Fylki. „Víðir spilaði þennan leik ágætlega. Hann hefur ekki verið mikill varn- armaður hingað til en hefur spilað stöðu vinstri bakvarðar mjög vel með Fylki í sumar.“ Leifur segir erfitt að fylgjast með öllum leikjum FH, Fjölnis og Fylkis en hann geri sitt besta. „Ég reyni að forðast það að gera upp á milli barnanna minna,“ segir hann. Óvenjuleg togstreita  Ritari FH horfði á syni sína í Fjölni og Fylki berjast um að fara í bikarúrslita- leikinn á móti Íslandsmeisturunum  Hefur aldrei haldið með mótherjum FH Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is LEIFUR Helgason hefur tengst FH sem Hafnfirð- ingur, leikmaður, þjálfari og stjórnarmaður alla tíð og nú vonar hann að hann geti fagnað tvöföld- um sigri, Íslands- og bikarmeistaratitli, með liði sínu. „Ég hef ekki upplifað það að halda með liðinu sem spilar á móti FH,“ segir hann, en vonar samt að sonurinn Tómas spili og standi sig vel með Fjölni á móti FH í bikarúrslitaleiknum eftir mán- uð. Synirnir búa í foreldrahúsum og segir Leifur að þeir hafi óspart skotið hvor á annan fyrir undanúrslitaleikinn í bikarnum en horft saman á upptöku af leiknum þegar þeir komu heim. „Svo fóru þeir saman í skólann,“ segir Leifur, en þeir eru saman í sálfræði í Háskóla Íslands. Samrýndir knattspyrnufeðgar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Alltaf í boltanum Leifur Helgason ásamt sonum sínum, Víði (til vinstri) og Tómasi (til hægri). HÚSASMÍÐAMEISTARI sem skoðaði húsið Hafnarstræti 98 á Akureyri í vikunni segir að það sé í mjög góðu ástandi. „Það er gjörsamlega heilt; ekki fúna spýtu að finna,“ sagði Hólm- steinn Snædal við Morgunblaðið í gær og vísaði því þar með á bug að húsið væri ónýtt, eins og hann segir að haldið hafi verið fram. Akureyrarbær hefur samþykkt að rífa húsið og hefur heimilað nýbyggingu á lóðinni. Hólm- steinn vann að endurbyggingu tveggja annarra húsa við sömu götu, Parísar, þar sem eru nú veit- ingastaðirnir Bláa kannan og Græni hatturinn auk Blómabúðar Akureyrar, og Hamborgar, þar sem er verslun 10/11, og segir að lítið mál yrði að endurbyggja Hótel Akureyri ef áhugi væri á því. Þjóðminjavörður sagði á dögunum að það yrði stórslys í minjavörslu ef húsið yrði rifið. | 18 Hafnarstræti 98 í góðu ástandi Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HLJÓMSVEITIN Sigur Rós mun spila á tónleikum sem breska ríkisútvarpið BBC stendur fyrir og verða haldnir 24. október nk. Tónleikarnir eru liður í því sem BBC kallar Electric Proms og er árlegur viðburður sem miðar að því að kynna sumar af bestu tónleikasveitum heims. Sigur Rós mun spila órafmögnuð í Cecil Sharp House í Lundúnum og strax í kjölfarið verður heimildarmyndin Heima frumsýnd í Bretlandi. Hinn 5. nóvember verður myndin svo sýnd í National Film Theatre og mun Sigur Rós einnig spila þar, en tónleikarnir verða sýndir beint í tíu kvikmyndahúsum í Bretlandi, á undan sýningum á Heima. BBC mun nota bæði útvarpið, sjónvarpið og Netið til að kynna og útvarpa tónleikunum 24. október, og því ljóst að um er að ræða mjög mikla kynningu fyrir Sigur Rós. Þess má loks geta að Heima verður heimsfrumsýnd á Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík 27. september. Sigur Rós á tónleikum BBC Morgunblaðið/Golli Heimsfrægir? Sigur Rós á tónleikum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.