Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ALLIANCE fran-
caise efnir til
spjalls um einn
mesta Íslandsvin
allra tíma
fimmtudaginn
20. september kl.
20:00 í húsakynn-
um félagsins að
Tryggvagötu 8.
Þá fjallar Friðrik
Rafnsson um ferðir franska leið-
angursstjórans Jean-Baptiste Cha-
rot til Reykjavíkur á fyrri hluta síð-
ustu aldar og kynni hans af
Íslendingum.
Þann 16. september 1936 lenti
skip hans, Pourquoi pas?, í aftaka-
veðri út af Reykjanesi, hraktist upp
í Borgarfjörð og fórst við Mýrar.
Alls létust 40 manns. Aðgangur er
ókeypis. Fyrirlesturinn verður
fluttur á frönsku og íslensku.
Rætt um Charcot
Dr. Charcot
STJÓRN Sambands ungra fram-
sóknarmanna samþykkti á fundi
sínum á mánudag ályktun þar sem
því er fagnað hversu margir er-
lendir kvikmyndagerðarmenn hafa
viljað taka upp myndir sínar, eða
hluta úr þeim, hérlendis. Það er álit
SUF að þann árangur megi að
stórum hluta þakka iðnaðarráð-
herrum Framsóknarflokksins sem
komu á kerfi endurgreiðslna á
hluta kostnaðar við framleiðslu.
Stjórn SUF vill halda áfram á sömu
braut. Núverandi iðnaðarráðherra
er því hvattur til að koma á sam-
bærilegu kerfi endurgreiðslu
kostnaðar við upptöku tónlistar.
SUF telur að með slíku kerfi mætti
laða mikið af erlendu tónlistarfólki
til að taka upp hljómplötur hér-
lendis með tilheyrandi landkynn-
ingu og tækifærum fyrir íslensk
upptökuver og tónlistarfólk.
Upptaka á tónlist
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga
fagna hugmynd borgarstjóra frá
síðasta ári um Friðarstofnun
Reykjavíkur í samvinnu við inn-
lenda og erlenda aðila. Hugmynd
borgarstjóra um friðarborgina er
góð og gefur vonir um að borgaryf-
irvöld muni í framtíðinni afþakka
herskipakomur í hafnir Reykjavík-
ur eða heræfingar í borgarlandinu,
segir í frétt frá SHA.
Þar er meirihluti borgarstjórnar
hvattur til „að íhuga það alvarlega
að leysa úr læðingi krafta einka-
framtaksins svo að íslensk sérþekk-
ing og hugvit fái notið sín til fulls í
útrás friðflytjenda.“ Samtök hern-
aðarandstæðinga munu á næstu
dögum bjóða fulltrúum borg-
arstjórnar til formlegra viðræðna,
með það að markmiði að samtökin
taki að sér að sjá um rekstur Frið-
arstofnunar Reykjavíkur.
Friðarstofnun
KYNNINGARFUNDIR um verk-
efnið Dagblöð í skólum verða
haldnir mánudaginn 24. september.
Verkefnið er samstarfsverkefni
Menntasviðs Reykjavíkur og Morg-
unblaðsins og felst í því að nem-
endur fá verkefnabækur og blöð til
að vinna með.
Gefnar hafa verið út 3 kennslu-
bækur fyrir verkefnið, Dag-
blaðabókin mín fyrir 3. bekk,
Blaðapassinn fyrir 6. og 7. bekk og
Blaðapressan fyrir 9. bekk.
Skólar geta fengið kennslubæk-
urnar og blaðasendingar sér að
kostnaðarlausu. Kennarar ákveða
dagsetningar fyrir blaðasendingar
og fá þá bekkjarsett af blöðum í 5
til 8 skipti.
Fundirnir verða í húsnæði
Menntasviðs við Fríkirkjuveg þann
24. september kl. 15 fyrir 9. bekk
og kl. 16 fyrir 3., 6. og 7. bekk.
Óskað er eftir að þátttaka verði
tilkynnt í netfang audur@dag-
blod.is og einnig eru þar veittar
frekari upplýsingar um verkefnið
Dagblöð
í skólum
Þ
etta er algjört ævintýri,
við förum líklega yfir
5.000 laxa í dag,“ sagði
Jóhannes Hinriksson,
veiðivörður í Ytri-
Rangá, seinnipartinn í gær. Á
þriðjudagskvöldið höfðu veiðst 4.640
laxar í ánni, dagsveiðin síðustu viku
hefur verið þetta 45 til 65 laxar
þannig að það er líklegt að því
marki hafi verið náð í gær.
„Fiskur tekur vel á flestum svæð-
um og inn á milli er einn og einn
lúsugur. Menn eru að veiða á það
agn sem þeir beita, allt í bland.“ Jó-
hannes segir að sérstaka athygli
veki að veiðisvæðið ofan við Árbæj-
arfoss, Gutlfossbreiðan, þar sem
veitt er með tveimur stöngum, hef-
ur gefið nálægt 500 löxum.
„Það á eftir að veiða hér í 32 daga
og ef veiðast að meðaltali 30 á dag
förum við nálægt 1.000 í viðbót. Það
þarf ekki háar meðaltalstölur til að
fara nærri 6.000 löxum. Þetta hefur
verið frábært.“
„Það er meiri lax í Breiðdalsá en
áður og veiðin mjög góð,“ segir
Þröstur Elliðason, leigutaki árinnar.
„Loksins þegar vatnið varð „eðli-
legt“ þá datt hún í 25 til 30 laxa á
dag. Veiðin er að skríða í 700. Og
fiskur er enn að ganga og einn og
einn stórlax með. Súddi veiðivörður
veiddi eina vakt í fyrradag og fékk
átta laxa á neðsta svæðinu, þar af
voru fimm tólf-pundarar.“
Í Breiðdalnum er veitt út sept-
ember. „Ég taldi að við myndum
ekki ná þessum rúmlega 900 löxum,
eins og í fyrra, en kannski verður
þetta ennþá betra.“
Sjö hnúðlaxar
Þegar Þröstur er spurður um lax-
veiðina á svæði Jöklu fyrir austan,
þar sem hann stýrir umfangsmiklu
tilrauna- og ræktunarstarfi, segir
hann veiðina hafa verið framar von-
um, um 130 laxar hafi veiðst. „Það
er mjög ánægjulegt. Milli 80 og 90
hafa veiðst í Kaldá, þar sem seiðum
var sleppt í fyrra, en eitthvað af
fiskinum er náttúrulegt. Þá hafa um
20 laxar veiðst ofarlega í Fögruhlíð-
ará, sem kemur á óvart því hún er
þekkt sem sjóbleikjuá. Þá hafa
Laxá og Fossá, litlar ár í Jökuls-
árhlíðinni, gefið átta eða níu laxa
hvor.“
Það hlýtur að teljast merkilegt að
sjö laxanna sem veiðst hafa í Kaldá
eru hnúðlaxar.
Eins og víða tók að veiðast vel í
Hrútafjarðará þegar rigndi og fisk-
ur gat gengið í ána. Veiðin er að ná
400 löxum og eru tveggja daga holl-
in að veiða 20 til 30. „Þegar upp er
staðið verður þetta með betri sumr-
um í ánni, sem er ótrúlegt miðað við
ganginn framan af,“ segir Þröstur.
Bullandi ganga
Sjóbirtingur hefur verið að ganga
í margar ánna á Suðurlandi. Rólegt
hefur verið í Tungufljóti og náði holl
sem lauk veiði á þriðjudag aðeins
þremur fiskum og þar af voru tveir
laxar. Hafa enn sem komið er veiðst
aðeins 19 birtingar en 18 laxar.
Hins vegar eru fínar göngur í
Tungulæk í Landbroti, að sögn Þór-
arins Kristinssonar. „Það er tölu-
vert mætt af fiski, af öllum stærðum
og gerðum,“ segir hann. „Við höfum
verið að veiða þessa síðustu viku og
höfum náð um 50 sjóbirtingum og
átta löxum. Það er bullandi ganga
núna af nýjum fiski.“
Veiðin í Ytri-Rangá yfir 5.000
laxa og enn mánuður til loka
Veiðinni er að ljúka í
mörgum laxveiðiám
landsins og hefur held-
ur betur ræst úr undir
haustið. Í Rangánum
er veitt til 20. október
og eru báðar árnar
komnar yfir 5.000 laxa.
Stórlax Óðinn Helgi Jónsson hampar 97 cm löngum hæng sem hann veiddi í Skakkabrotshyl í Hofsá. Laxinn féll,
eins og svo margir aðrir, fyrir rauðri Francesflugu. Var honum gefið líf eins og öðrum stórlöxum í Hofsá.
Í HNOTSKURN
» Dagsveiðin síðustu viku íYtri-Rangá var 45 til 65
laxar. Er áin að skríða yfir
5.000 laxa og enn er veitt í
mánuð til.
» Lax er enn að ganga íBreiðdalsá og stórir inn á
milli. Áin er að skríða yfir 700
laxa og 25 til 30 veiðast dag-
lega.
» Meðal 130 laxa sem veiðsthafa í Kaldá eru sjö hnúð-
laxar.
» Um 20 laxar hafa veiðst íFögruhlíðará.
efi@mbl.is