Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Í ERINDI sínu á Félags-
vísindatorgi Háskólans á Ak-
ureyri í dag kl. 16.30 ræðir
Matthew Kieran um menning-
argagnrýni og þann vanda sem
hofmóður og snobb valda
henni. Sá vandi gerir það erf-
iðara en ella að koma með rétt-
mæt rök í menningarumræð-
unni, til dæmis í deilum um
hámenningu og lágmenningu.
Til að takast á við þennan vanda reynist nauðsyn-
legt að setja fram nýja þekkingarfræðilega út-
leggingu á eðli fagurfræðilegra raka og hvernig
þau gætu tengst menningarrýni og fagurfræði-
legu mati.
Fræði
Hámenning eða
lágmenning
Matthew Kieran
BASSADRUNUR og blíðlegar
línur hljóma á fyrstu tónleikum
Kristalsins, kammertónleika-
raðar Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands, sem verða í Þjóðmenn-
ingarhúsinu á laugardaginn kl.
17. Þar spila básúnu- og túbu-
leikarar hljómsveitarinnar tón-
list sem ýmist er frumsamin
fyrir þessa óvenjulegu hljóð-
færaskipan, eða útsett sér-
staklega fyrir hana, og verður
forvitnilegt að heyra alþekkta tónlist í svo nýstár-
legum búningi. Efnisskráin spannar drjúgan
hluta tónlistarsögunnar frá barokki til rokks,
Tokkötu Bachs í d-moll til Bohemian Rhapsody.
Tónlist
Bæheimska
rapsódían og Bach
Freddy Mercury
höfundur Bohem-
ian Rhapsody.
BLÁIR skuggar,
nýr geisladiskur
saxófónleikarans
Sigurðar Flosason-
ar, var kynntur á
útgáfutónleikum í
Iðnó á nýafstaðinni
Jazzhátíð Reykja-
víkur. Fullt var út
úr dyrum og færri komust að en vildu. Í ljósi að-
sóknar og þess hve frábærar viðtökurnar voru
hefur verið ákveðið að blása til annarra tónleika,
að þessu sinni í FÍH-salnum, Rauðagerði 27, ann-
að kvöld kl. 20.30. Með Sigurði leika þeir Þórir
Baldursson á Hammond-orgel, Jón Páll Bjarna-
son á gítar og Pétur Östlund á trommur.
Tónlist
Bláir skuggar
í austurbænum
Bláir skuggar
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞETTA er mjög öflug hvatning til
að skrifa meira og mikill heiður. Ég
ber mikla virðingu fyrir þessum
verðlaunum og hef alltaf gert, og það
er ofboðslega gaman að fá þau,“ seg-
ir Hrund Þórsdóttir rithöfundur, en
í gær tók hún við Íslensku barna-
bókaverðlaununum við athöfn í
Digranesskóla. Að þessu sinni bár-
ust dómnefnd Verðlaunasjóðs ís-
lenskra barnabóka 13 handrit til
lestrar.
Niðurstaða dómnefndar varð sú
að saga Hrundar, Loforðið, væri
besta handritið, en bókin kom út í
gær hjá Vöku-Helgafelli.
Að mati dómnefndar lýsir sagan á
einstakan hátt þeim tilfinningum
sem bærast með ellefu ára stelpu
sem verður fyrir því að missa bestu
vinkonu sína. Sagt er frá vináttu
stelpnanna, áfallinu og söknuðinum
og síðast en ekki síst litla skrýtna
lyklinum og loforðinu sem Ásta gef-
ur vinkonu sinni og sver við leyni-
staðinn að standa við. „Loforðið er
áhrifarík og spennandi saga sem
lætur engan ósnortinn,“ segir í úr-
skurði dómnefndar.
Hrund Þórsdóttir er 26 ára,
menntuð í stjórnmálafræði og blaða-
mennsku, en Loforðið er frumraun
hennar í bókarskrifum.
„Skrifin hafa alltaf verið áhuga-
mál. Ég lék mér að því að skrifa sem
krakki og hef verið að vinna sem
blaðamaður. Það var alltaf á dag-
skránni að spreyta sig á skáld-
skapnum. En það sem kveikti hug-
myndina að akkúrat þessari sögu er
það, að fyrir þremur árum missti ég
litlu systur mína. Tilfinningarnar
sem voru að brjótast um í mér eftir
það urðu kveikjan að henni.“
Saga um lífið og dauðann
Hrund segir að í stuttu máli fjalli
sagan um vináttuna, lífið og dauð-
ann, en líka það hvernig við tökumst
á við áföllin í lífi okkar. „En svo er
margt skemmtilegt í henni – vona
ég. Heilmikið af leyndarmálum,
leynistaður og lítill skrýtinn lykill,
og loforðið, sem er rauði þráðurinn í
sögunni.“
Hrund er að vonum ánægð, því
það er ekki á vísan að róa fyrir höf-
und að fá sína fyrstu bók útgefna,
hvað þá að fá fyrir hana verðlaun.
„Ég get ekki kvartað yfir þessari
byrjun, það er á hreinu. Ég vonaði
auðvitað að ég fengi bókina útgefna,
ég veit að það er ekki sjálfgefið.
Þetta fór því fram úr mínum björt-
ustu vonum. Það verður svo mest
spennandi að sjá hvernig bókinni
verður tekið,“ segir Hrund.
Verðlaunin nema 400 þúsund
krónum, auk hefðbundinna ritlauna.
Hrund Þórsdóttir er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna 2007
Loforðið lætur
engan ósnortinn
Verðlaunaskáld Hrund Þórsdóttir við verðlaunaveitinguna í gær. Meðal
þeirra höfunda sem fengið hafa Barnabókaverðlaunin eru Guðmundur
Ólafsson, Kristín Steinsdóttir, Friðrik Erlingsson, Brynhildur Þórarins-
dóttir og Yrsa Sigurðardóttir, en til verðlaunanna var stofnað árið 1985.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Stjórnmálafræðingur og verðlaunaskáld
ÞAÐ var líf og fjör í Mílanó þegar
ný mynd um sópransöngkonuna
Maríu Callas var sýnd í Scala-
óperunni. Fólk flykktist í óperuna
til að sjá myndina, sem ber nafnið
Callas assoluta. Um er að ræða
heimildarmynd um söngkonuna
frægu í tilefni þess að 30 ár eru síð-
an hún lést.
„Það var eins og María Callas
sjálf hefði snúið aftur,“ skrifaði
fréttaritari Gramophone á Ítalíu.
Myndin var sýnd þrisvar sinnum í
Scala-óperunni og troðfullt var út
úr dyrum. Í Gramophone var bent á
að á meðal áhorfenda hefði verið
mikið af ungu fólki, sem að stórum
hluta hefði ekki verið fætt þegar
Callas lét lífið. Hún fæddist í New
York árið 1923 en lést í París hinn
16. september 1977.
Stéphane Lissner hjá Scala-
óperunni tjáði ítalska dagblaðinu
Corriere della Sera að hátíðahöldin
til heiðurs Callas væru frábært
tækifæri til að draga að almenning
sem venjulega kæmi ekki í óp-
eruna. „Þetta snýst um að opna
dyr,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort
[Callas] var með flottustu röddina;
hún var hins vegar sannarlega
flottasti túlkandinn. Callas var
óperan,“ sagði Lissner ennfremur.
Frumraun Maríu Callas í Scala-
óperunni var í desember 1951 og
hjá óperunni dvaldi hún næstu 11
árin. Borgarstjórinn í Mílanó, Let-
izia Moratti, benti á að hátíðahöldin
um síðastliðna helgi væru tilefni
fyrir borgina til að viðurkenna verk
Callas.
Í safninu í Scala-óperunni hafa
verið opnaðar tvær sýningar sem
tileinkaðar eru söngkonunni. Önn-
ur er með leikbúningum sem hún
klæddist og hin með myndum sem
teknar voru á bak við tjöldin.
María Callas
í Scala
Ný heimildarmynd
fyllir óperuna
Söngkonan Maria Callas.
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
sigridurv@mbl.is
Í LISTASAFNI Reykjavíkur í
Hafnarhúsinu stendur yfir sýningin
Portrett í mannhafinu. Höfundur
verkanna er listamaðurinn Denis
Masi sem fæddur er í Bandaríkj-
unum, býr í Bretlandi og hefur síðan
á sjöunda áratugnum haldið fjöl-
margar sýningar á Ítalíu, Þýska-
landi, Portúgal, Frakklandi, í Bret-
landi og víðar. Myndirnar sem eru
til sýnis í Hafnarhúsinu eru flestar
teknar á Ítalíu, þar sem Masi lærði á
sínum tíma og hefur oft dvalist. Líkt
og titill sýningarinnar bendir til, er
um að ræða portrettmyndir sem
teknar eru í mannhafi: Fólk er
myndað þar sem það er statt innan
um annað fólk.
Óhefðbundið samband
„Venjulega snúast portrettmyndir
um listamanninn og þann sem situr
fyrir og tengsl þeirra. Í þessu tilfelli
er ekki um slíkt samband að ræða,“
segir Masi og útskýrir að hann taki
ljósmyndir af fólki í mismunandi að-
stæðum, þar sem það komi saman,
aðhafist eitthvað og sé hluti af ein-
hvers konar atburði. Sýningin beinir
kastljósinu að fólki í fjöldanum og
segist Masi hafa áhuga á því hvernig
fólk komi saman og deili ákveðinni
upplifun.
Portrett með öðrum hætti
Aðspurður segist Masi venjulega
ekki þekkja fólkið vel sem hann
myndi með þessum hætti og hafi
ekki endilega byggt upp nein tengsl
við það. „Í vissum skilningi er ég að
reyna að fylgja eftir þeirri hugmynd
að hægt sé að gera portrettmyndir
með öðrum hætti,“ útskýrir hann.
Á meðal verkanna á sýningunni
eru stórar portrettmyndir sem Masi
tengir minni ljósmyndir við, til að
sýna hvernig viðkomandi sé í
ákveðnu umhverfi. „Þannig færðu
betri hugmynd um þessa ákveðnu
manneskju,“ segir hann.
Masi tekur að eigin sögn ljós-
myndir hvenær sem hann hefur færi
á. „Þegar ég kem aftur í stúdíóið
mitt með myndirnar get ég síðan
sett saman sögu og í gegnum port-
rettformið búið til ákveðna frásögn.
Áhorfandinn skynjar að eitthvað er í
gangi. Þetta snýst um að koma á
ákveðnu sambandi. Áhorfandinn
kemur með sína reynslu að verkinu
og fullkomnar það að vissu leyti,“
segir hann.
Listaverkið vaktaði almenning
Masi lærði höggmyndalist og
vann upprunalega að stórum skúlp-
túrum. Eftirminnilegur skúlptúr
sem hann bjó til var með áfasta
myndavél sem skynjaði líkamshita
áhorfenda og tók af þeim ljósmyndir
meðan þeir virtu verkið fyrir sér.
„Þetta var í raun listaverk sem
vaktaði almenning. Áhorfendur gátu
ekki stýrt því hvenær myndirnar
voru teknar. Þeir vissu aldrei hve-
nær mynd yrði tekin, því myndavél-
in stýrðist einfaldlega af líkamshita
þeirra,“ útskýrir hann. Umræddur
skúlptúr var ein kveikjan að vinnu
Masi með ljósmyndir af fólki í mann-
hafi.
Íslenskar landslagsmyndir
Masi er staddur hér á landi í til-
efni sýningarinnar í Hafnarhúsinu.
Hann hefur farið í margvíslegar
dagsferðir frá Reykjavík og tekið
fjöldann allan af landslagsmyndum.
„Ég er alltaf með myndavélina á
mér,“ segir hann. Aðspurður hvort
myndirnar sem hann tekur hér á
landi gætu endað á sýningu einhvers
staðar annars staðar segir hann
hlæjandi að svo gæti allt eins farið.
„Flestar myndirnar á sýningunni
hér eru frá Ítalíu. Kannski Íslands-
myndirnar endi þar!“
Sýningin í Hafnarhúsinu stendur
til 7. október.
Listamaðurinn Denis Masi er alltaf með myndavélina á sér
Portrett í mannhafi til
sýnis í Hafnarhúsinu
Portrett Denis Masi sýnir öðruvísi portrettmyndir til 7. október.