Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
MÖÐRUVALLAKIRKJA í Hörg-
árdal verður 140 ára næsta sunnu-
dag, 23. september, og verður því
fagnað í kirkjunni þann dag með
messu kl. 14. Séra Jón Aðalsteinn
Baldvinsson vígslubiskup á Hólum
predikar, en sóknarpresturinn sr.
Solveig Lára Guðmundsdóttir þjón-
ar fyrir altari. Kirkjukór Möðru-
vallaklaustursprestakalls syngur
undir stjórn organistans Helgu
Bryndísar Magnúsdóttur.
Möðruvallkirkja var reist á ár-
unum 1865-1867. Hún er vegleg og
vönduð kirkja og sá Þorsteinn
Daníelsson á Skipalóni um smíðina,
en Jón Chr. Stephánsson mun hafa
teiknað hana.
Kirkjan var vígð 5. ágúst 1866,
en ekki tekin út formlega og afhent
söfnuði fyrr en árið eftir eða 23.
september árið 1867, fullbyggð.
Miðast afmæli hennar við þann dag.
Eftir messuna á sunnudag verður
afmæliskaffi í Leikhúsinu, sem er
nýtt safnaðarheimili kirkjunnar,
sem tekið var í notkun 26. maí s.l.
og er í nýuppgerðu leikfimishúsi
Möðruvallaskóla, sem byggt var
1881. Öllum er velkomið að taka
þátt í afmælishátíðinni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Möðruvalla-
kirkja í Hörg-
árdal 140 ára
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
VIGNIR Þormóðsson, einn eig-
enda hússins Hafnarstræti 98 á
Akureyri, segir þá afar ósátta við
vinnubrögð Húsafriðunarnefndar
sem ákvað í fyrradag að leggja til
við menntamálaráðherra að húsið
yrði friðað.
Félag í eigu Vignis og fleiri
keypti húsið í fyrra, bærinn tók að
sér að rífa húsið og skila þeim
Vigni lóðinni í byggingarhæfu
ástandi. Teiknað hefur verið nýtt
hús á lóðinni sem félagið hugðist
hefja byggingu á í vetur.
„Mér þykja vinnubrögð Húsa-
friðunarnefndar furðuleg; við er-
um búnir að vinna fyrir opnum
tjöldum í á annað ár og átt í góðu
samstarfi við Akureyrarbæ en
núna – á síðustu metrunum – kem-
ur nefndin fram og vill friða hús-
ið,“ sagði Vignir við Morgunblaðið.
Vignir segir eigendur hússins
hafa andmælarétt og muni nýta
sér hann. „Við munum að sjálf-
sögðu andmæla þessari niðurstöðu
nefndarinnar og munum skila inn
greinargerð og útskýra okkar mál.
Síðan verðum við væntanlega bara
að bíða eftir því hvaða afstöðu
menntamálaráðherra tekur. En við
viljum auðvitað halda okkar
striki.“
Akureyrarbær átti að rífa húsið
í sumar, skv. samningi við eigend-
urna, að sögn Vignis. Því var frest-
að til hausts, að beiðni bæjarins
svo framkvæmdir stæðu ekki yfir
á meðan mestu annir væru í ferða-
þjónustu í miðbænum. Niðurrif
átti þess vegna að hefjast bráðlega
og verktakarnir hugðust hefja
uppbyggingu nýs húss von bráðar.
En hvað ef ráðherra ákveður að
friða húsið? Í hvaða stöðu eru eig-
endur þess þá?
„Við vitum það ekki og verðum
bara að sjá til. Þá kemur upp sú
spurning hver eigi að bera tjónið;
bæði þann kostnað sem við höfum
lagt í vegna verkefnisins og síðan
þann hagnað sem við mögulega
hefðum út úr verkefninu.“
Þeir Vignir keyptu hluta hússins
af Vinstri hreyfingunni – grænu
framboði og Brauðgerð Kristjáns
og hafa þegar selt þeim aftur pláss
í nýja húsinu.
Vignir ítrekar að málið hafi ver-
ið unnið samkvæmt venjulegu ferli
„og í samvinnu við bæinn og það
er ótrúlegt að Húsafriðunarnefnd
geti komið að málinu eins og hún
gerir nú, á þessum tímapunkti. Við
höfum allan tímann unnið í góðri
trú. Við höfum gert allt hárrétt en
erum nú leiksoppar kerfisins.“
Furðuleg vinnubrögð
Húsafriðunarnefndar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ósáttur Vignir Már Þormóðsson einn eigenda hússins númer 98 við Hafn-
arstræti er óhress með Húsafriðunarnefnd. Húsið umdeilda er í baksýn.
Í HNOTSKURN
»Húsafriðunarnefnd ákvaðí fyrradag að leggja til við
ráðherra að friða þrjú hús í
göngugötunni á Akureyri;
Hafnarstræti 94, 96 og 98. Tvö
hafa nýlega verið endurgerð
en Akureyrarbær samþykkt
að rífa það þriðja og bygging
nýs húss átti að hefjast á lóð-
inni von bráðar.
NOKKRIR unglingspiltar á Akur-
eyri hafa undanfarið farið um bæ-
inn og stolið fjölda reiðhjóla. Upp
komst um ræningjana þegar einn
þeirra sem varð fyrir barðinu á
þeim þóttist sjá dreng á hjólinu
sem hann saknaði, fylgdi honum
eftir góða stund á bifreið og komst
að því hvar kauði átti heima.
Þegar lögregla var kölluð til kom
í ljós fjöldi reiðhjóla sem dreng-
irnir áttu erfitt með að gera grein
fyrir.
Nokkuð var um að mjög dýrum
reiðhjólum væri stolið en einnig
hurfu eigendum sínum ósköp
„venjuleg“ farartæki sem fólk
saknaði þó vissulega ekki síður en
hinna.
Tveir nágrannar í Glerárhverfi
glötuðu báðir hjóli að verðmæti
150.000 kr., þau fundust að vísu en
a.m.k. annað hafði verið skemmt
töluvert.
Ekki er vitað hvað drengjunum
gekk til og er málið enn í rannsókn.
Stórtækir
reiðhjóla-
þjófar
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
hefur samþykkt að láta gera sér-
staka hjólreiðaáætlun fyrir Reykja-
vík, en Árni Þór Sigurðsson, borg-
arfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs, lagði tillöguna
fram. Stefnt er að því að áætlunin
verði lögð fyrir borgarstjórn um mitt
næsta ár.
Markmið áætl-
unarinnar verður
að gera hjólreið-
ar að viður-
kenndum og full-
gildum kosti í
samgöngumálum
borgarbúa. Til
stendur að móta
stefnu um aukið
og bætt aðgengi
hjólreiðafólks í
borginni en einnig verður um að
ræða framkvæmdaáætlun til nokk-
urra ára sem geri grein fyrir ein-
stökum verkefnum og fjármögnun.
Yfirstjórn verkefnisins verði í hönd-
um umhverfis- og samgönguráðs.
Hlutur hjólreiða aukist
Í greinargerð vegna tillögunnar er
bent á að samgöngumálin í borginni
séu eitt helsta viðfangsefni á sviði
umhverfismála. Yfirgnæfandi hluti
allra ferða innan borgarinnar sé far-
inn með einkabíl og aðrir samgöngu-
mátar hafi átt erfitt uppdráttar í
samkeppninni við hann. Engu að síð-
ur hafi hlutur hjólreiða heldur verið
að aukast þótt hann sé enn miklu
minni en gerist og gengur í ná-
grannalöndum okkar.
Hingað til hafi einkum verið litið á
hjólreiðar sem góða útivist og heilsu-
samlega hreyfingu en síður litið á
reiðhjólið sem samgöngutæki. Stíg-
ar sem lagðir hafi verið hafi fremur
verið gerðir með hliðsjón af útivist-
argildi en sem samgönguásar.
Hjólreiða-
áætlun gerð
Árni Þór
Sigurðsson
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
FAXAFLÓAHAFNIR hafa ákveðið
að láta undirbúa sölu á húsnæði sem
hafnirnar eiga í Hafnarhúsinu í
Reykjavík, við Grandagarð og skrif-
stofuhúsnæði í Laugarnesi. Hafa
Faxaflóahafnir látið gera verðmat á
Hafnarhúsinu og húsnæðinu við
Grandagarð og að sögn Gísla Gísla-
sonar, forstjóra Faxaflóahafna, gera
menn sér vonir um að fá alls um tvo
milljarða króna fyrir allt húsnæðið.
Meirihluti fjárins mun að líkindum
koma vegna sölu á Hafnarhúsinu.
Björn Ingi Hrafnsson, stjórn-
arformaður Faxaflóahafna, segir
fyrirtækið hafa sýslað þónokkuð
með fasteignir. Það kaupi fasteignir
oft í ákveðnum tilgangi, vegna
skipulagsástæðna eða vegna starf-
seminnar. „En það er ekki markmið
í sjálfu sér að safna þeim,“ segir
Björn Ingi. Hann kveðst gera ráð
fyrir því að eignirnar verði auglýstar
til sölu á næstu dögum.
Ekki endilega hlutverk að
standa í að leigja húsnæði
Faxaflóahafnir eru með skrif-
stofuhúsnæði í Hafnarhúsinu en
stærstur hluti eignarinnar er leigður
út. Faxaflóahafnir eiga allt Hafn-
arhúsið nema þann hluta þar sem
Listasafn Reykjavíkur er til húsa. Í
Hafnarhúsinu eru m.a. tvö ráðu-
neyti, félags- og samgöngu-
málaráðuneytið. Björn Ingi segir að
spyrja megi hvort það eigi að vera í
verkahring Faxaflóahafna að standa
í slíkri leigustarfsemi.
Skrifstofuhúsnæðið selt
Gísli segir að Faxaflóahafnir eigi
töluvert af húsnæði, en nú standi til
að selja mest af skrifstofuhúsnæði
þess. Meðal húsnæðis sem hafnirnar
eiga eru Bakkaskemma og Granda-
skemma á Grandagarði, Granda-
garður 8 sem Sjóminjasafnið er í og
verbúðirnar á Grandagarði og við
Geirsgötu.
Gísli segir að ekki sé ljóst hvar
skrifstofur Faxaflóahafna verði til
framtíðar. „Það hafa verið uppi hug-
myndir hjá höfninni áður um að
horfa til framtíðarhúsnæðis annars
staðar,“ segir hann. Þó hugsi menn
sér helst að vera áfram við gömlu
höfnina. Sem dæmi megi nefna að
verið sé að skoða byggingarmögu-
leika á Mýrargötusvæðinu.
„Það er ekki búið að taka ákvörð-
un um framtíðarstaðsetningu en í
ljósi þeirra breytinga sem eru að
verða við gömlu höfnina er ekki
óeðlilegt að við skoðum eignarhald á
Hafnarhúsinu og hvar okkur er best
fyrirkomið,“ segir Gísli.
Húseignin við Grandagarð var áð-
ur í eigu Slysavarnafélags Íslands.
Faxaflóahafnir ákveða að selja
fasteignir á hafnarsvæðinu
Morgunblaðið/Frikki
Slysavarnahúsið Húsið stendur við Grandagarð og verður selt.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Hafnarhúsið Stærstur hluti Hafnarhússins við Tryggvagötu er í útleigu.
RÁÐSTEFNA um sorg og sorg-
arúrvinnslu á vegum heilbrigð-
isdeildar Háskólans á Akureyri
verður haldin á laugardaginn, 22.
september, í húsnæði háskólans í
Sólborg. Hún er opin öllum en er
jafnframt hluti af þverfaglegu
meistaranámi í heilbrigðisvísindum
við heilbrigðisdeild HA.
Nánari upplýsingar á heimasíðu
HA, www.unak.is.
Sorg og sorgar-
úrvinnsla
♦♦♦