Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nokkur reynsla er nú komin á þá skipan gengismála sem ríkt hefur frá því 2001 þegar verðbólgumark- mið Seðlabanka Íslands voru tekin upp, gengi krónunnar látið fljóta á markaði og fastgengi innan vik- marka afnumið. Röksemdin fyrir breytingu peningamálastefnunnar á sínum tíma var að seðlabanki með sjálfstæðan þjóðargjaldmiðil ætti auðveldara með að bregðast við sveiflum í þjóðarbúskap. Hann gæti hækkað vexti til að kæla hagkerfið á þensluskeiðum og lækkað vexti til að hita hagkerfið á samdráttarskeiðum. Hækkun eða lækkun á vöxtum á sér stað út frá markmiði um 2,5% verð- bólgu. Hækkun eða lækkun á vöxt- um myndi skila sér út í hækkun eða lækkun á gengi krónu á markaði. Það væri Seðlabankanum auðveldari framkvæmd heldur en bein kaup og sala á gjaldeyri eins og átti sér stað með fastgengisstefnu. Í kjölfar breytingarinnar 2001 féll krónan um 20% í verði yfir nokkurra vikna tímabil. Þessi ráðstöfun var í huga flestra aðila á fjármálamarkaði leið stjórnvalda til þess að fella gengið því að á undan hafði ríkt mik- il efnahagsleg þensla og hár við- skiptahalli sem í kjölfarið hafði reynt mikið á gengisvörn seðlabankans í fyrirkomulagi fastgengisstefnunnar. Síðan 2001 hefur gengisvísitala ís- lensku krónunnar einkennst af mikl- um sveiflum og aðhald í peninga- málum einkennst af háum stýrivöxtum. Það er athyglisvert að tímabil styrkingar gengis og hárra stýrivaxta virðast ekki koma nægi- legum böndum á eftirspurn í hag- kerfinu og þar af leiðandi verðbólgu. Á þessu tímabili hefur verðbólga verið að meðaltali 4% sem er í efri vikmörkum Seðlabankans og ein- ungis undir 2,5% markmiði um eins árs tímabil á milli áranna 2003 og 2004. Nýjustu spár um verðbólgu virðast benda til að ekki verði lát á verðbólguþrýstingi í bráð. Stýrivext- ir á þessu tímabili eru að meðaltali um 9% og eru nú 13,3% eða í hæsta sögulega gildi frá 2001. Stýrivextir á Ís- landi eru þeir næst- hæstu af ríkjum OECD. Ennfremur eru mikl- ar sveiflur í verðbólgu sterkt einkenni tíma- bilsins. Áhrif sveiflna í verðbólgu eru ekki síð- ur hamlandi á efna- hagslíf þjóðarinnar en áhrif viðvarandi verð- bólgu. Í peninga- málastefnu Seðlabankans er meg- inmarkmið að halda verðbólgu innan markmiðs ásamt því að tryggja að sú verðbólga sem myndast sé eins stöðug og mögulegt er. Á heimasíðu Seðlabanka Íslands þar sem tilgangi verðbólgumarkmiðs er lýst segir: „Því eru gild rök fyrir því að mikil og breytileg verðbólga geti leitt til minni hagvaxtar þegar til lengdar lætur. Hagrannsóknir benda til þess að það sé rétt ályktun. Loks er þess að geta að verðbólga leiðir oft til til- viljunarkenndrar, óæskilegrar og ranglátrar eignatilfærslu á milli þjóðfélagshópa og kynslóða, t.d. frá eigendum sparifjár til skuldara. Mikil og breytileg verðbólga getur því skaðað hagkerfið varanlega með því að auka óvissu og draga úr virkni markaðs- hagkerfisins.“ Alþjóðavæðing fjár- málakerfisins hefur breytt eðli þess. Ein af- leiðing alþjóðavæðing- arinnar er að þegar bankinn reynir að slá á þenslu með hækkun vaxta flæða inn í fjár- málakerfið skamm- tímalán. Ástæðan er að vegna hárra stýrivaxta verður hag- fellt að taka lán í lágvaxta myntum og endurlána til innlendra aðila. Fjár- festar og spákaupmenn hagnýta sér þetta ástand. Útgáfa jöklabréfa nem- ur nú um 400 ma. kr. og að við- bættum öðrum vaxtamunarvið- skiptum er nettóstaða skammtímalána með krónunni um 750 milljarðar króna eða um 63% af landsframleiðslu. Einhvern tímann munu þessir fjármunir leita út úr kerfinu með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Önnur afleiðing er að almenningur á Íslandi hefur brugðist við háum vöxtum með því að auka skuldir sínar í erlendri mynt. Ódýr erlend lán kynda nú undir vöxt húsnæðismark- aðarins og neyslu heimilanna. Nú er svo komið að erlendar skuldir heimila nema um 14% af heildarskuldum þeirra og vex erlend skuldsetning um 80% á milli ára. Athyglisvert er að skv. nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans eru 90% af erlendum lánum heimilanna í svissneskum franka og japönsku jeni. Spurningin er hvort þetta innflæði skammtímalána og aukning erlendra skulda heimilanna hafi komið pen- ingamálastefnu Seðlabankans í öng- stræti. Seðlabankinn spáir nú sam- drætti í hagkerfinu strax á næsta ári. Taki Seðlabankinn að lækka vexti er líklegt að skammtímafjármunirnir fari að flæða út úr kerfinu. Það veld- ur lækkun á gengi krónunnar sem aftur veldur hækkun verðbólgu. Öng- strætið felst í því að Seðlabankinn neyðist til að halda áfram háu vaxta- stigi til að reyna að halda verðbólgu í skefjum á sama tíma og fyr- irsjáanlegt er að hagvöxtur dragist saman. Slíkt ástand getur haft alvar- legar afleiðingar fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu til langframa. Í kjölfarið vakna efasemdir um grundvallarforsendu peninga- málastefnunnar. Forsenduna um sjálfstæði Seðlabankans er kemur að ákvörðun vaxta. Öngstræti peninga- málastefnunnar? Ársæll Valfells skrifar um peningamálastefnuna » Sú spurning hefurvaknað hvort al- þjóðavæðing fjár- málakerfisins hafi sett í uppnám eina af grund- vallarforsendum pen- ingamálastefnu Seðla- banka Íslands. Ársæll Valfells Höfundur er lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Stýrivextir og 12 m verðbólga síðan 2001 0 2 4 6 8 10 12 14 36892 37196 37500 37803 38108 38412 38718 39022 % Neysluverðsvísitala Verðbólgumarkmið Stýrivextir Nettó framvirk staða viðskiptavina bankakerfisins Framvirkir samningar og vonarréttir 0 150 300 450 600 750 900 ja n. 03 ap r.0 3 jú l.0 3 ok t.0 3 ja n. 04 ap r.0 4 jú l.0 4 ok t.0 4 ja n. 05 ap r.0 5 jú l.0 5 ok t.0 5 ja n. 06 ap r.0 6 jú l.0 6 ok t.0 6 ja n. 07 ap r.0 7 jú l.0 7 M a. kr . Vonarréttir Nettó framvirk staða Verðbólga, verðbólgumarkmið og stýrivextir. Heimild: Seðlabanki Íslands. Innflæði vegna vaxtamunarviðskipta nema nú um 700 Ma. kr. eða um 63% af VLF. Heimild: Seðlabanki Íslands. „HVERT er hlutverk ríkissjón- varps?“ spyr Salvör Nordal í Morg- unblaðsgrein um daginn. Því er fljótsvarað: að upp- lýsa, fræða og skemmta. Kjarninn í gagnrýni Salvarar felst í því sem hún kallar „Þjónkun sjónvarpsins við íþróttaefni á kostn- að menningar og lista...“. Varla gat Sal- vör valið sér óheppi- legri tímasetningu fyr- ir þessar aðfinnslur. Sjaldan hefur hlutur íþrótta á kjörtíma Sjónvarpsins verið jafn lítill og núna – og fer minnkandi – og að sama skapi hefur hlut- ur menningarefnis sjaldan eða aldrei ver- ið jafn stór og núna – og fer vaxandi. (Þessi staðhæfing miðast við hefðbundna skilgrein- ingu á þessum efn- isflokkum. Sjálfur hef ég þann fyrirvara á að ég lít t.d. ekki á íslenska kvennalandsliðið í fót- bolta sem neitt „ómenningarlegra“ fyrirbrigði en Íslenska dansflokk- inn). Það heyrir til undantekninga að kvölddagskrá Sjónvarps riðlist vega beinna íþróttaútsendinga, en Salvör hefur það til síns máls að þessar undantekningar hafa raðast nokkrar með óvenju stuttu millibili á síðustu vikum. Þar átti mestan hlut íslenska fótboltalandsliðið í undankeppni Evrópumóts – í viðureignum við annálaðar fótboltaþjóðir. Annar leikurinn vannst og hinum lauk með jafntefli. Ég held ég geti fullyrt að flestar sjónvarpsstöðvar í almanna- þjónustu í Evrópu hafi riðlað dag- skrá sinni vegna landsleikja þessi sömu kvöld og ætla ég ekki að biðj- ast sérstaklega afsökunar á því fyrir hönd RÚV. Í öllum Evrópulöndum er það talinn sjálfsagð- ur partur af hlutverki almannaþjónustustöðva að sinna íþrótta- viðburðum af þessu tagi. Svo er einnig hér. Seinni landsleikurinn af þeim sem hér um ræðir fór fram í síðustu viku. Af „menningar- efni“ Sjónvarpsins í sömu viku mætti af handahófi nefna þátt í leikinni breskri heim- ildamyndaröð um im- pressjónistana í mál- aralist, mexíkósku verðlaunamyndina El crimen del padre Am- aro, nýjan íslenskan bókmenntaþátt þar sem m.a. var rætt við fjölda erlendra rithöf- unda sem voru gestir á bókmenntahátíð, mann- lífsspegilinn Út og suð- ur og Kastljós var svo að venju að hluta helgað menningar- efni af ýmsu tagi – ekki síst tónlist. Í þessari viku byrjar svo annar nýr ís- lenskur menningarþáttur þar sem einkum verður fjallað um kvikmynd- ir og leikhús. Menningarefni er ekki á und- anhaldi í Sjónvarpinu. Þvert á móti. Þessi gagnrýni er því miður bæði klisjukennd og ósanngjörn. Mætti kannski að endingu biðja Salvöru um ögn meira umburðarlyndi gagn- vart þörfum og óskum þess fólks sem hefur önnur áhugamál en hún? Að upplýsa, fræða og skemmta Páll Magnússon svarar gagnrýni Salvarar Nordal á ríkissjónvarpið Páll Magnússon » „ ...hluturmenningar- efnis sjaldan eða aldrei verið jafn stór og núna – og fer vaxandi“. Höfundur er útvarpsstjóri. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is people who love to dance www.salsaiceland.com www.salsaiceland.com Helgarnámskeið hefst á föstudag allar upplýsingar á salsa STYRJALDIR eru glæpsamleg só- un á mannslífum, tilræði við líf, heilsu, hamingju og framtíðarvonir saklauss fólks. Fjármunum til hern- aðar og vígvæðingar væri margfalt betur varið í baráttu við sjúkdóma, til menntunar og til uppbyggingar í kjölfar náttúruhamfara. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 er lögð áhersla á frumkvæði Íslendinga í alþjóðamálum. Þar er m.a. kveðið á um að friðsamlegar úrlausnir deilumála séu nýir horn- steinar í íslenskri utanríkisstefnu. Að ný ríkisstjórn harmi stríðsrekst- urinn í Írak og vilji leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Mið- austurlöndum m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi. Að öðru leyti, segir svo, byggist stefna ríkisstjórnarinnar á þeim gildum sem legið hafa til grundvall- ar samvinnu vestrænna lýðræð- isríkja, norrænu samstarfi og við- leitni þjóða heims til að auka frelsi í alþjóðlegum viðskiptum. Það er sem maður sjái Ragnar Reykás hverfa fyrir horn í þessum loðna viðbótarhala! Íslendingar eiga heimtingu á að stefnan í utanríkismálum sé hrein og skýr og í samræmi við vilja þorra þjóðarinnar. Utanríkisráðuneytið boðar um þessar mundir endurmat á utanrík- isstefnu Íslendinga. Nánar tiltekið boðar utanrík- isráðherra „vandað“ ógnarmat og lofar víðtækri samvinnu allra flokka í því starfi. Mikið ríði á að vel takist til og að sátt ríki um niðurstöðuna. Í ræðu sem Ingibjörg Sólrún utan- ríkisráðherra flutti á ráðstefnunni „Kapphlaupið um Norðurpólinn“ sem haldin var 30. ágúst s.l. ítrekar hún þörfina á að efla umræðu um þessi mál og hlutverk okkar innan NATÓ. Þar kvað þó við tón sem vekur ugg í brjósti allra andstæð- inga hernaðar. Þar segir orðrétt: „Það væri frekar á færi Íslendinga að senda sérfræðinga til verka, þegar byssurnar væru þagnaðar, til að vinna að friðaruppbyggingu.“ Má minna á að þátttaka okkar í NATÓ ber í sér að örþjóðin Íslend- ingar verður ekki og hefur aldrei verið spurð álits um það sem téð bandalag tekur sér fyrir hendur. Ís- lendingar hafa tekið þátt í hernaði bandamanna sinna með öllum þeim víðtæka hryllingi sem það hefur leitt af sér. Er það hlutverk okkar friðelskandi þjóðar að halda áfram margboðuðum ófriði og lúskrast svo á vettvang „þegar byssurnar eru þagnaðar“? Væri ekki nær að við tækjum þá afstöðu að standa utan allra hernaðarbandalaga og frábiðja okkur þátttöku í styrjöldum, beina sem óbeina? Utanríkisráðherra kallar eftir aukinni umræðu. Svör- um því kalli! Höfum þor til að tak- ast á hendur friðarmat í stað ógn- armats. F.h. stjórnar Menningar- og frið- arsamtakanna MFÍK. María Gunnarsdóttir. Ógnarmat Frá stjórn Menningar- og frið- arsamtakanna MFÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.