Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hreinn Árnasonmálarameistari
fæddist á Akranesi
hinn 30. ágúst 1931.
Hann andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Eir hinn 12. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Árni B. Sig-
urðsson rak-
arameistari, f. 23.7.
1895, d. 19.6. 1968,
og Þóra Einarsdóttir
húsfreyja, f. 20.7.
1898, d. 6.6. 1939.
Systkini Hreins eru Einar, f. 23.12.
1921, d. 8.11. 2000, Sigurður, f.
24.7. 1923, d. 14.15. 1999, Þuríður,
f. 24.3. 1925, d. 18.1. 1989, Geir-
laugur Kristján, f. 24.8. 1926, d.
13.7. 1981, Árni Þór, f. 27.4. 1930,
d. 5.5. 2003, Hallgrímur Viðar, f.
7.10. 1936 og Rut Laufey, f. 19.1.
1939. Hálfsystur Hreins eru Mar-
grét Ósk, f. 6.6. 1934, Svanhvít, f.
21.6. 1947 og Fjóla Kristín, f. 31.3.
14.10. 1995 og Andrea Rut, f. 26.9.
2003; sonur Júlíusar er Birgir Þór,
f. 3.5. 1980. 3) Bryndís, f. 30.3.
1958, maki Conrad Cawleyf. 21.7.
1953, börn þeirra: Ásdís Eva, f.
12.6. 1980, maki Ben Hickford, f.
8.11. 1980, dóttir þeirra Lilja Rós, f.
17.9. 2002, Kristófer Hreinn, f. 2.6.
1984, Alex Óliver, f. 25.8. 1986. 4)
Íris, f. 2.12. 1962, fyrrverandi maki
Óli Anton Bieltvedt, f. 31.5. 1962;
börn þeirra: Elín Rut, f. 4.4. 1989,
Zara Rún, f. 19.5. 1997 og Óli Ant-
on, f. 24.9. 1999.
Hreinn var ungur í sveit hjá föð-
ursystur sinni, Jónínu Sigurð-
ardóttur, og manni hennar, Frið-
riki Friðrikssyni, kaupmanni í
Miðkoti í Þykkvabæ. Hann lauk
sveinsprófi í málaraiðn 2. mars
1957 og hlaut meistararéttindi árið
1962. Hann starfaði alla ævi að iðn
sinni, fyrst á Akranesi, en síðar í
Reykjavík, og eru þá frá talin stutt
tímabil, er hann vann við beitningu
á Akranesi á öndverðum 6. ára-
tugnum og í Búrfellsvirkjun á of-
anverðum 7. áratugnum.
Útför Hreins verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
1956. Móðir þeirra var
Viktoría Mark-
úsdóttir, f. 2. ágúst
1912, d. 13. júlí 1996.
Hreinn kvæntist 12.
júlí 1953 Ólafíu Guð-
rúnu Ágústsdóttur frá
Þingeyri við Dýra-
fjörð, f. 5.9. 1929. For-
eldrar hennar voru
Ágúst Aðalsteinn
Jónsson sjómaður á
Þingeyri, f. 5.8. 1897,
d. 3.10. 1937, og kona
hans, Guðmunda
Ágústa Jónsdóttir hús-
freyja og verkakona, f. 19.8. 1901, d.
30.6. 1990. Börn Hreins og Ólafíu
eru: 1) María J., f. 11.2. 1953, maki
Rosario Ó. Russo, f. 18.2. 1952, börn
þeirra: Maria, f. 15.6. 1984 og Giu-
seppe Árni, f. 28.11. 1986. 2) Þóra, f.
24.3. 1954, maki Júlíus Brynjarsson,
f. 25.9. 1954, dóttir Þóru er Hrafn-
hildur Harðardóttir, f. 30.5. 1974,
sambýlismaður Bjarni Grétarsson,
f. 26.7. 1974, börn þeirra Aron, f.
Elsku besti afi minn, nú hefur þú
loksins fengið kærkomna hvíld eftir
veikindi síðustu ára. Já það var sko
mikið lagt á þig, elsku afi, fyrst syk-
ursýki svo krabbamein og að end-
ingu Alzheimer.
Ég á svo ótrúlega góðar minning-
ar um þig þar sem ég og mamma
bjuggum hjá þér og ömmu fyrstu 9
ár ævi minnar, fyrst í Vesturberginu
og svo byggðuð þið ykkur fallegt hús
í Klapparberginu. Mér er mjög
minnisstætt að sjá þig liggjandi í
brúna sófanum að fá þér blund og
eftir hvíldina baðstu mig iðulega um
rakstur uppí sófa og svo var náð í
góðan rakspíra á eftir sem ég nudd-
aði vel í andlitið á þér. Þetta fannst
mér alveg toppurinn enda bara 8 ára
skvísa og auðvitað þér líka því þér
fannst voðagott að láta dúlla við þig.
Einnig fórum við oft saman í bíltúr á
brúna Galantinum og þá var allt sett
í botn og þú tókst þvílíkar aríur og
ég hló og hló að þér en fannst þú
jafnframt besti söngvari í heimi. Ég
gæti talið upp endalaust, s.s veiði-
ferðirnar með systkinum þínum,
ferðina til Englands þegar þú varst
sextugur osfrv. allt eru þetta dýr-
mætar minningar um þig sem ég
mun ávallt geyma.
Elsku afi, ég vona að þér líði betur
núna í faðmi ástvina og að allt sé
„elegantos“ í kringum þig, því þann-
ig vildir þú hafa það.
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Hlutverk þitt í heimi hér,
þú hafðir leyst af hendi.
Af þeim sökum eftir þér,
Guð englahópa sendi.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(B.H.)
Blessuð sé minning þín, þín afa-
stelpa
Hrafnhildur.
Í dag er kvaddur hinstu kveðju
föðurbróður minn Hreinn Árnason
málarameistari.
Ég var bara lítill drengur á Skag-
anum þegar Hreinn frændi varð mér
strax hugleikinn, alltaf í góðu skapi
og svolítið stríðinn. Það kom í hlut
Hreins og Einars bróður hans að
segja okkur brærðum til í málning-
arvinnu og alltaf var gaman að vinna
með Hreini. Ég man eftir skemmti-
legu atviki í Fossvoginum. Hreinn
var að mála blokk, þá kom þar að lít-
ill snáði og spurði: Hreinn hvað eruð
þið að gera? Smíða, sagði Hreinn og
brosti.
Margir urðu þeir veiðitúrarnir í
Dalina hjá þeim bræðrunum og fekk
ég oft að fljóta með. Það ríkti alltaf
sama bjartsýnin hjá Hreini og hann
hafði oft á orði Nú mokum við hon-
um – og átti við laxinn. Margar urðu
vallarferðirnar til þess að sjá Skaga-
menn, okkar lið, vinna, þar naut
Hreinn sín vel.
Það var erfitt að sætta sig við það
að þegar Hreinn loks gat farið á eft-
irlaun veiktist hann af heilabilun.
Frændi var ótrúlega duglegur og já-
kvæður þennan tíma, alltaf stutt í
húmorinn.
Hreinn var mikill gæfumaður í
sínu einkalífi með Ólafíu Agústsdótt-
ur. Þau eignuðust fjórar dætur,
Maríu, Þóru, Bryndísi og Írísi,
tengdasyni, barnabörn, langafabörn.
Hann var mikill barnakall og naut
sín í faðmi fjölskyldu sinnar.
Elsku Ollý og fjölskyldur, megi
Guð gefa ykkur styrk í sorginni.
Blessuð sé minningin um kæran
frænda.
Hörður Geirlaugsson.
Við eigum góðar bernskuminning-
ar um Hrein Árnason. Hann kom oft
í heimsókn til foreldra okkar, Ragn-
ars og Guðnýjar. Kona hans, Ollý, er
systir pabba.
Ein af bernskuminningum okkar
bræðranna eru ferðir upp á Akra-
nes, sem í þá daga voru mikið æv-
intýri fyrir unga drengi. Hreinn og
Ollý bjuggu á Akranesi ásamt fleira
skyldfólki okkar.
Það sem gerði Akranesferðirnar
spennandi voru ferðir á völlinn með
Hreini, en hann kynnti okkur fyrir
ÍA og þeim hetjum sem spiluðu
knattspyrnu með liðinu. Hann
skýrði út leikinn fyrir okkur og þeg-
ar heim var komið hófust æfingar
með boltann sem Hreinn stýrði af
mikilli þolinmæði. Hreinn kynnti
okkur ekki aðeins fyrir knattspyrn-
unni á Akranesi, heldur fór hann
með okkur víða um bæinn og var
fundvís á ævintýri. Þegar við rifjum
upp þessar ferðir er ljóst að Hreinn
var mikill sögumaður. Ævintýrin
voru um allt og óvæntir og spenn-
andi atburðir gerðust í hverri ein-
ustu gönguferð um bæinn.
Samskipti okkar bræðranna við
Hrein og hans fjölskyldu voru góð
alla tíð, og lengi býr að fyrstu gerð.
Við viljum þakka honum sam-
fylgdina í gegnum áratugina og
sendum Ollý frænku, dætrum þeirra
og fjölskyldum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ágúst og Rafn Ragnarssynir.
Hreinn Árnason
✝ Konráð Þórissonfæddist 4. októ-
ber 1956. Hann lést
á heimili sínu hinn
11. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Þórir H.
Konráðsson, f. 6.
apríl 1929, d. 12.
mars 2003 og kona
hans Oddný Dóra
Jónsdóttir, f. 13.
október 1930, lifir
son sinn.
Konráð kvæntist
hinn 1. ágúst 1998
Völu Dröfn Hauksdóttur, f. 22.
janúar 1964, Dóttir þeirra er
Oddný Þóra, f. 31. júlí 2001. For-
eldrar Völu eru Herdís Þorsteins-
dóttir, f. 9. júní 1943 og Haukur
Eggertsson, f. 24. ágúst 1934.
Konráð lauk vélvirkjaprófi frá
Iðnskólanum í Vestmannaeyjum
og vélstjóraprófi frá Vélskóla Ís-
lands. Hann vann ýmis störf tengd
menntun sinni til sjós og lands. Hin
síðari ár starfaði
hann m.a. við
Áhaldahús Garða-
bæjar, skíðasvæðið í
Skálafelli og við vél-
smiðjur Eimskips og
Héðins.
Konráð var skáti
af lífi og sál. Skáta-
stússið átti hug hans
allan. Hann starfaði
lengi með hjálpar-
sveitunum í Garða-
bæ og Kópavogi, var
einn af stofnendum
Radíóskáta og starf-
aði þar sem formaður til dánar-
dags. Hann var skyndihjálpar-
kennari og sinnti því starfi víða
innan skátahreyfingarinnar. Hann
gegndi stjórnarstörfum í Skáta-
félaginu Kópum árum saman og
allt til loka og var virkur félagi í
St. Georgsgildinu í Kópavogi.
Útför Konráðs verður gerð frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Við skulum sól
sömu báðir
hinsta sinni
við haf líta.
Létt mun þá leið
þeim, er ljósi móti
vini studdur
af veröld flýr.
(Jónas Hallgrímsson)
Eitt besta sumar í manna minnum
er senn á enda og það haustar að.
Hann Konni er farinn heim. Þann-
ig tökum við skátar til orða þegar ein-
hver kveður þennan heim. Ef hægt er
að vera skáti að lífsstíl þá var hann
Konni stórskáti.
Svo snöggt, svo hart er hann horf-
inn okkur öllum. Eftir sitjum við með
sáran söknuð og stórt ófyllt holrúm.
Hlýja faðmlagið og hýra brosið hans
eru farin heim. Kletturinn sem svo
margir treystu á er farinn.
Það er svo fátt öruggt í henni ver-
öld, aðeins tvennt er víst, við fæðumst
og við deyjum. Allt sem gerist þar á
milli ber mark samferðamannanna
og hvert það er fer eftir viðkomandi.
Mark Konna var stórt og það risti
djúpt.
Konni var maðurinn hennar Völu
frænku sem er stór hluti af okkar litlu
fjölskyldu en hann var líka svo miklu
meira, vináttan var heil og sönn á
hverju sem gekk.
Oft er svo með samheldin hjón að
þau eru ávallt nefnd í sömu andrá.
Þannig var því háttað með Völu og
Konna og oftar en ekki tengdust þau
einhverju skátastússi. Það þurfti að
reisa mastur svo talstöðvarnar
drægju lengra, eða skreppa aðeins
austur á Úlfljótsvatn, alveg bráð-
nauðsynlegt að sækja öll skátamótin,
oftar en ekki með nokkrar talstöðvar
hangandi utan á sér, nú svo voru það
kvöldin, fundir, ferðir stuttar sem
langar með góðum vinum, uppsetn-
ing á tölvubúnaði um allar jarðir, góð-
ar stundir með öllum skátavinunum
og nú síðast mánaðarferð til Eng-
lands á aldarafmælismót „Jamboree“
skátahreyfingarinnar. Minningar um
samvistir í blíðu og stríðu eru óend-
anlegar en þær geymum við með okk-
ur og drögum fram á minningar-
stundum.
Skátafjölskyldan er stór og sam-
heldin, sérstaklega þegar á bjátar –
það hefur fjölskyldan fundið rækilega
undanfarna daga. Skátafjölskyldan
mun halda áfram að halda utan um
litlu fjölskylduna hans Konna, þær
Völu, Oddnýju Þóru og Oddnýju
Dóru.
Góður guð styrki og leiði okkur öll
sem nú syrgjum góðan vin og félaga.
Kæri vinur, hafðu þökk fyrir sam-
fylgdina.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Elín Richards,
Þorvaldur J. Sigmarsson.
Ég stóð dolfallinn þegar pabbi
sagði mér að hann Konni væri farinn,
ég vildi ekki trúa því, ekki hann, ekki
núna, var hans tími kominn? Nei ég
vildi ekki trúa því það var ekki langt
síðan að ég talaði við hann og spurði
hann ráða. Þá var það hann sem
stappaði í mig stálinu og sagði mér að
vandamál væru til að leysa og læra af.
Gat þá verið að hann væri farinn til
fundar við almættið, jú það var víst
staðreynd.
Ég man enn þegar ég hitti hann
fyrst á skátamóti þegar Vala frænka
kynnti hann sem kærastann sinn. Við
náðum strax saman og kom Konni
alltaf fram við mig sem jafningja, allt-
af til í að hlusta fordómalaust á öll
heimsins vandamál og hjálpa til við
að finna lausn á þeim.
Konni var þessi maður sem alltaf
gat komið fólki í gott skap, enda var
líka stutt í brosið hjá honum. Ég
minnist þess nú þegar ég sá hann
fyrst halda á Oddnýju dóttur sinni,
þar var maður sem var fullur af stolti,
gleði og hamingju. Ég man reyndar
ekki eftir honum öðruvísi, hvort sem
við vorum saman á námskeiðum, að
vinna í skúrnum, skátastarfinu eða
bara heima að sötra kaffibolla.
Konni kenndi mér að hver maður á
rétt á að vera metinn af sínum bestu
stundum. Það eru stundirnar sem ég
minnist þegar ég hugsa til hans. Allt-
af til í að hjálpa, alltaf eins og klettur í
ólgu sjó. Þeir sem til Konna þekktu
vita að hann var traustur vinur sem
var til staðar þegar á reyndi.
Konráð, þig kveð ég með sorg og
trega. En vitandi að þú ert kominn á
góðan stað og að þú munt vaka yfir
þeim sem eftir eru, vona ég að þú fáir
að hvíla í friði og þakka ég þér fyrir
samfylgdina.
Vala Dröfn, Oddný Þóra og Oddný
Dóra, ykkur sendi ég mína dýpstu
samúðarkveðju. Enginn getur fyllt
það skarð eða eytt þeirri sorg sem yf-
irtekur sálina á stundu sem þessari.
Ég vona að guð varðveiti ykkur og
veiti styrk til að sigra þessa þraut.
Þótt vindar blási veröld í,
og vofi yfir kólguský,
þá mundu hann, er böl þitt ber,
sem bróðir þinn og Drottinn er.
Og náð hans nægir þér.
Hann kom að opna augun blind,
hann er þín hjálp í villu og synd,
þótt sortni fyrir sjónum þér,
hinn sami í gær og dag hann er.
Og náð hans nægir þér.
Hann er það ljós við öll þín spor,
er eilífð boðar, líf og vor,
hann verndar þetta veika ker,
sem valt í senn og brothætt er.
Og náð hans nægir þér.
Og hví skal þá ei hjartans þökk
sig hefja yfir skýin dökk?
Þú veist, að þína byrði ber
sá bróðir, sem þinn Drottinn er.
Og náð hans nægir þér.
(Sigurjón Guðjónsson)
Ykkar frændi og vinur,
Hlynur Steinn.
Fréttin um fráfall Konna kom eins
og þruma úr heiðskíru lofti. Stórt
skarð hefur myndast í hóp okkar
frændsystkinanna. Konni var góður
drengur og góður vinur. Ófáar eru
minningarnar sem komið hafa fram
síðustu daga, minningar um allskyns
uppátæki og stríðni. Margt var brall-
að á ferðalögum sem við frændsystk-
inin fórum saman í sem börn, þá var
ærslast og slegist við Didda frænda
og brandarar fuku. Ekki má gleyma
gamlárskvöldunum í Aratúninu þar
sem Konni var alltaf með flottustu
flugeldana og sprengdi af miklum
móð á meðan við hin stóðum og horfð-
um á.
Konráð var mikill dellukall og bíla-
áhugamaður. Þeir frændur Haf-
steinn og Konni, nýbúnir að kaupa
jeppa, ákváðu að prófa tryllitækin og
óku sem leið lá upp á Mosfellsheiði.
Þessi ferð endaði með þeim ósköpum
að þeir festu báða bílana og urðu að
ganga langleiðina í bæinn í grenjandi
rigningu. Þetta var á þeim tíma sem
umferð var lítil og ekki var GSM sím-
um fyrir að fara.
Auðvitað fóru þeir aftur daginn eft-
ir með fimm manna björgunarleið-
angur til að losa bílana. Í minning-
unni var þetta mikil svaðilför.
Þegar Konni kynntist henni Völu
sinni vorum við öll sammála um að
þetta væri konan sem hann hafði beð-
ið eftir. Þau höfðu sömu áhugamál,
t.d. að vera radíóskátar með tækja-
dellu og fannst okkur alveg bráðfynd-
ið að þau væru enn að morsa á þessari
öld.
Þegar þau eignuðust svo Oddnýju
Þóru varð morsið minna og heimasíð-
ugerð á Barnalandi tók við. Konni var
einstaklega stoltur af Oddnýju dóttur
sinni. Hann ljómaði eins og sól í heiði
þegar hana bar á góma og hann hafði
líka fullan rétt á því. Honum hafði
tekist vel til með uppeldið. Það er
sárt að hugsa til þess að hann verði
ekki áfram þátttakandi í lífi hennar.
Konni og mamma hans Obba voru af-
ar náin alla tíð enda var hann einka-
sonur hennar.
Það er okkur því huggun að við
missi Konna á hún yndislega tengda-
dóttur og barnabarn.
Elsku Obba,Vala og Oddný Þóra,
við biðjum góðan guð að styrkja ykk-
ur í sorginni. Minningin um góðan
dreng lifir alltaf.
Frændsystkinin
Jón Leví, Hafsteinn Þór,
Ingibjörg og Lára Björk.
Kveðja frá skátahreyfingunni
Það er farið að hausta, laufin gulna
og byrjuð að falla af trjánum. Vetr-
arstarfið hjá skátahreyfingunni að
hefjast á hundrað ára afmælisári
skátastarfs í heiminum. Það var því
mikið áfall þegar fregnin barst að
einn ötull foringi okkar Konráð Þór-
isson, eða Konni, væri allur. Hann er
farinn heim eins og við skátar segj-
um.
Sumarið var annríkt hjá okkur
skátum og stór hópur íslenskra skáta
(430) sótti heim Alheimsmót skáta í
Englandi. Með hópnum voru foringj-
ar sem fórnuðu hluta af sumarfríinu
til að sinna skátastarfi. Þar voru þau
Konni og Vala mætt til að taka þátt í
mótinu og miðla af sinni þekkingu.
Þar hitti ég þau hjón meðal íslensku
skátanna og voru þau vissulega í ess-
Konráð Þórisson