Morgunblaðið - 20.09.2007, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 37
Atvinnuauglýsingar
ⓦ Blaðberar
óskast í
Hveragerði
Upplýsingar í síma
893 4694
eftir kl. 14.00
Verktakafyrirtæki
í byggingariðnaði
óskar eftir að ráða góðan smið eða húsasmíða-
meistara sem verkstjóra. Verður að hafa góða
stjórnunarhæfileika.
Upplýsingar í síma 820 7062 eða 820 7060.
Starfsfólk í prentsal
Bros - Gjafaver ehf. óskar eftir starfsmanni í
framleiðslusal. Viðkomandi þarf að vera
stundvís og reyklaus. Uppl. gefur verkstjóri í
síma 569-9031 eða á staðnum, Norðlingabraut
14, 110 Rvk.
Bílamálari
óskast
Óskum að ráða bílamálara eða aðstoðarmann,
leitum að metnaðarfullum, vandvirkum ein-
staklingi sem skilar góðu handverki.
Góð vinnuaðstaða.
Upplýsingar í síma 567-8686.
Bílastjarnan,
Bæjarflöt 10,
112 Reykjavík.
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Rauðalækur 45, 201-6296, Reykjavík, þingl. eig. Guðbrandur Reynis-
son, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., Sjóvá-
Almennar tryggingar hf, Spölur ehf og Tryggingamiðstöðin hf,
mánudaginn 24. september 2007 kl. 13:30.
Stóragerði 4, 203-3296, Reykjavík, þingl. eig. Júníus Ólafsson,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 24. september
2007 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
19. september 2007.
Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri fullnustudeildar.
Félagslíf
Landsst. 6007092019 VII Gþ. I.O.O.F. 5 1882098
Reikningar
I.O.O.F. 11 1879208
Gleðilega páskahátíð!
Bæn og lofgjörð í dag kl. 20.
Umsjón: Elsabet Daníelsdóttir
og Miriam Óskarsdóttir.
Opið hús daglega kl. 16-18
nema mánudaga.
Fimmtudagur
Samkoma í Háborg,
Stangarhyl 3A kl. 20.
Vitnisburður og söngur.
Predikun Hrefna Brynja
Gísladóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is
okkur ég veit það, bara á annan hátt
en áður. Guð geymi þig og takk fyrir
allt.
Ásta.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Elsku Sigmar frændi, við sendum
þér hlýjan koss og stóran faðm af ást
og kærleika og innilegar þakkir fyrir
samfylgdina í þessari ferð. Takk
elsku vinur, og góða ferð á nýjar
ókunnar slóðir. Minning þín mun
fylgja okkur um ókomna tíð.
Elsku Magga, elsku Heiða og
Emelía, elsku Svana, Eddi og Óli
Páll, elsku Gréta og Friðrik, elsku
Auður, Sissa og Vigdís, og aðrir ást-
vinir, við fjölskyldan sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og um leið von um að Guð og Guðs-
englar veiti ykkur styrk á þessari
sorgarstundu.
Ástarkveðja.
Gunnar, Linda, Tinna Líf,
Auður Kristín, Melkorka Mist,
Isabel Diljá og Alexandra Von
Athena Gunnarsdætur.
Elsku Simmi minn. Þetta er svo
óraunverulegt og svo rosalega skrít-
ið og bara rangt. Eins gott að ég kom
í fyrra og hitti þig, það var alltaf svo
gott að hitta þig og knúsa þig. Það er
svo margt sem kemur upp í huga
minn þessa dagana, minningar um
þig, elsku besti frændi minn. Við lítil,
þú í bláum Henson galla og ég í rauð-
um, við uppi í bústað að „byggja“
kofann. Manstu þegar ég bjó hjá
ykkur í smá tíma og við stálumst til
að halda partí, en mamma þín komst
að því af því það var svo vel tekið til
daginn eftir. Þá var það ég sem vask-
aði upp, þú sagðir mér nefnilega að
þú værir með ofnæmi fyrir uppvaski,
þú fengir alltaf svo mikinn kláða í
fæturna. Ég var einmitt að segja vini
mínum frá þessu sama dag og þú
fórst frá okkur, þá hugsaði ég hvað
það yrði gaman þegar vinur minn
kæmi með mér til Íslands og fengi að
hitta þig. Svo verður nú ekki, en eitt
er víst að hann á eftir að heyra mig
rifja upp margar góðar minningar
um þig. Manstu þegar þú varst alltaf
að syngja „Love me tender“, það lag
minnir mig alltaf á þig og núna á það
sérstakan stað í hjarta mínu.
Ég hef alltaf litið upp til þín og
verið svo stolt af þér og ég er það
enn. Ég hef alltaf fundið að þú ert
stóri frændi minn, sem passar mig
og sem ég get treyst, bæði þegar ég
var lítil, unglingur og núna fullorðin.
Það er svo sárt að missa þig, Simmi
minn, en ég veit að þú ert enn hjá
okkur, bara á annan hátt en áður.
Takk fyrir allt, besti frændi minn og
knúsaðu afa Ingólf frá mér. Megi all-
ir góðir vættir vera með Möggu
þinni, Heiðu Maríu og Emelíu Rán.
Þín
Unnur frænka.
Tilvera okkar er undarlegt ferða-
lag segir í ágætum texta og víst er að
enginn veit sína ævi fyrr en öll er.
Þegar ungur maður í blóma lífsins
hreinlega dettur niður fyrirvaralaust
og fer á vit æðra tilverustigs bregður
manni auðvitað í brún. Tilhugsunin
um æðra tilverustig er auðvitað fal-
leg og huggun harmi gegn að vita að
okkar bíði vist í himnaríki þegar við
yfirgefum jarðvistina. En samt
stöndum við sem þekktum til við-
komandi; ástvinir, félagar og kunn-
ingjar og spyrjum okkur ráðvillt: Af
hverju hann, svona ungur maðurinn?
Við því eru auðvitað engin svör.
Það hvílir sorg og söknuður yfir,
enda Sigmar farsæll og vel látinn af
öllum sem til hans þekktu. Sigmari
kynntist ég fyrst þegar Bónus opn-
aði verslun sína nánast í túnfætinum
hjá mér í Seláshverfi (besti hluti Ár-
bæjarhverfis!). Þessi ungi maður
fangaði strax athygli mína enda virt-
ist hann vera um alla verslunina í
einu. Þannig bauð hann manni góðan
daginn þegar maður kom, leiðbeindi
um vörur, gaf sér tíma til að spjalla,
oft þegar maður kom að kassanum
stóð hann þar líka og þakkaði glaður
í bragði fyrir viðskiptin. Þetta var
auðvitað með ólíkindum. Síðar flutt-
ist verslunin og hann að sjálfsögðu
með í Hraunbæinn. Þangað var alltaf
notalegt að koma og hitta fyrir Sig-
mar og úrvalshóp af fólki sem virki-
lega leggur sig fram í starfi sínu.
Sem fyrr fór Sigmar fyrir sínu fólki.
Oftast var staldrað við og spjallað
aðeins og þó verslunin hefði við
flutninginn margfaldast að stærð og
umfangi öllu hafði ekkert breyst;
Sigmar var alls staðar og út um allt.
Stundum var maður sannfærður um
að Jóhannes í Bónus hefði klónað
Sigmar í svo sem eins og 10 eintök-
um! Já, þetta var hörkutól.
Sigmar var kaupmaður af lífi og
sál. Ég geng jafnvel svo langt að
nefna hann síðasta alvöru kaup-
manninn í hverfinu. Svo alvarlega
tók hann starf sitt í þjónustu við okk-
ur í hverfinu. Ég leyfi mér á þessari
stundu að tala fyrir hönd þeirra sem
versluðu við Sigmar í Bónus þegar
ég þakka þessum góða dreng fyrir
sérlega ánægjuleg kynni og síðast en
ekki síst góða og persónulega þjón-
ustu við okkur viðskiptavinina. Sig-
mar mun seint gleymast þeim er til
hans þekktu. Það er von mín að hans
verði minnst með viðeigandi og var-
anlegum hætti í versluninni sem
hann nú eflaust vakir yfir frá öðru
tilverustigi. Ástvinum hans öllum og
þá sérstaklega konu og börnum
sendi ég innilegustu samúðarkveðj-
ur og bið algóðan guð að blessa þau í
sorginni.
Hafðu hjartans þakkir fyrir sér-
lega ánægjuleg og góð kynni. Guð
blessi minningu Sigmars Eðvarðs-
sonar.
Rúnar Sig. Birgisson.
Það er tómlegt um að lítast í
Hraunbænum þessa dagana og verð-
ur í framtíðinni. Kjarnann í hópnum
vantar. Fregnir af andláti Simma
komu eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Ekkert okkar vildi trúa því að
Simmi væri farinn frá okkur.
Við kveðjum hann með ekka en
jafnframt brosum við að öllum þeim
minningum sem við eigum eftir um
hann.
Simmi var lífsreyndur maður sem
var búinn að ganga í gegnum margt
á sinni stuttu en viðburðaríku ævi.
Ósjaldan fengum við að heyra frá
honum ótrúlegustu sögur fortíðar-
innar.
Hann var heiðarlegur maður sem
bar mikla virðingu fyrir starfsmönn-
um sínum. Maður orða sinna en lét
jafnframt í sér heyra ef hann var
ekki sáttur eða betur mátti gera
hlutina. Annt um starfsfólkið sitt og
gerði allt sem í hans valdi stóð til að
láta því líða vel í vinnunni.
Það eru til yfirmenn sem reka fyr-
irtæki eins og fyrirtæki. Simmi rak
fyrirtæki eins og sína aðra fjöl-
skyldu.
Það er erfitt að sætta sig við lífsins
gang en við vitum að Simmi er á góð-
um stað, að gera það sem hann unni
hvað mest; spilandi póker í góðum
félagsskap.
Fyrrverandi og núverandi
starfsfólk í Bónus Hraunbæ.
Kveðja frá
Íþróttafélaginu Fylki
Sigmar Þór Eðvarðsson var mikil-
vægur hlekkur og félagi í Fylki. Þeg-
ar Bónus opnaði verslun sína í
Hraunbænum kom fljótlega í ljós að
íþróttafélagið hafði eignast einarðan
stuðningsmann. Sigmar var ötull
fylgismaður og ávallt tilbúinn að
leggja félaginu lið í smáu sem stóru.
Missir okkar er mikill en þó mestur
hjá fjölskyldunni.
Íþróttafélagið Fylkir þakkar Sig-
mari samferðina og sendir innilegar
samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.
Megi minning Sigmars lifa með okk-
ur öllum.
Örn Hafsteinsson,
framkvæmdastjóri.
Mér var mikið brugðið þegar mér
var tilkynnt að einn besti vinur minn
til margra ára hefði orðið bráð-
kvaddur deginum áður.
Við Simmi kynntumst í Selja-
skóla, þegar við báðir byrjuðum í
gagnfræðabekk, þá 13 ára gamlir.
Þarna voru mörg ný andlit. Í fyrsta
leikfimitímanum um haustið þurft-
um við að skokka hring um Selja-
hverfið. Á þessum hring hægðum við
á okkur og fórum að spjalla saman.
Ég komst að því að við ættum margt
sameiginlegt og að þarna gæti ég
eignast góðan vin. Samstundis urð-
um við sessunautar, bestu vinir og
seinna fermingarbræður.
Simmi var einstaklega ljúfur og
traustur vinur, hann var glaðvær og
ávallt var stutt í stríðnina hjá hon-
um. Við gátum setið langt fram á
nótt hjá hvor öðrum og spjallað um
áhugamálin, lífið og tilveruna.
Þegar Simmi kynntist Möggu og
þau stofnuðu heimili átti ég eftir að
eiga með þeim margar ánægjulegar
stundir og alltaf fann ég mig vel-
kominn enda var Simmi góður gest-
gjafi.
Stangveiði var eitt af áhugamál-
um Simma, fyrir fáum árum fórum
við saman ásamt foreldrum mínum í
skemmtilega veiðiferð þar sem hann
veiddi sinn Maríulax. Það var gaman
að sjá geislandi gleðisvipinn í andliti
hans þegar ég tók mynd við þetta
tækifæri.
Í sömu ferð framreiddi Simmi
dýrindis veislumáltíðir sem enn er
talað um í minni fjölskyldu. Ég vil
þakka Simma vini mínum áralanga
og trygga vináttu og bið góðan Guð
að varðveita minningu hans.
Ég sendi kveðjur mínar og for-
eldra minna til allra þeirra, sem nú
eiga um sárt að binda og bið þeim
Guðs blessunar.
Guðmundur Bjarnason.
Nú er erfitt að sætta sig við blá-
kaldan veruleikann. Hann Simmi
okkar er fallinn frá langt fyrir aldur
fram. En þrátt fyrir sáran söknuð og
mikla sorg sitja eftir dýrmætar
minningar um góðan dreng sem
sannarlega átti stóran þátt í að
auðga líf okkar sem fengum að njóta
félagskapar hans og nærveru. Ég
mun aldrei gleyma því þegar hún
Magga frænka mín og vinkona, þá
18 ára gömul kynnti mig fyrir nýja
kærastanum. Ég kunni strax vel við
Simma og við urðum fljótlega góðir
vinir. Sú vinátta hefur vaxið með
tímanum og verið mér mikils virði.
Ég mun aldrei gleyma gómsæta
matnum sem Simmi naut þess að
elda, stríðnisglotti hans á ógleyman-
legum stundum, hlýlega brosinu
hans, hjálpseminni, góðmennskunni,
húmornum og einstakri jákvæðni.
Ferðalögunum um Ísland, heim-
sókninni til okkar í Danmörku,
sumarbústaðarferðunum, matar-
klúbbskvöldunum. spilakvöldunum
og ótal fleiri stunda sem eru nú vel
varðveittar í hugum okkar og hjört-
um.
Elsku Magga mín, Heiða, Emelía,
Svana, Eddi, Óli Páll og aðrir að-
standendur og vinir. Söknuður og
missir ykkar er mikill, en minningin
um yndislegan ástvin vermir ykkur
um ókomna tíð.
Elsku Simmi, mér þótti svo vænt
um þig og mun varðveita vel allar
minningarnar um þig.
Guð geymi þig, elsku vinur.
Vigdís Sæunn Ingólfsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Sig-
mar Þór Eðvarðsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu á næstu
dögum.