Morgunblaðið - 20.09.2007, Page 39

Morgunblaðið - 20.09.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 39 hlutavelta ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Jóga kl. 9 og kl. 19. Boccia kl. 10. Útskurðarnámskeið kl. 13. Myndlistarnámskeið kl. 13. Vídeóstund kl. 13.30. Árskógar 4 | kl. 9.30 bað. Kl. 8-16 handavinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9 leikfimi. Kl. 9.45 Boccia. Kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, Yoga-leik- fimi, myndlist, almenn handavinna, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, bókbands- námskeið að byrja, kaffi. Á morgun föstudag kl. 13.30 verður spiluð félagsvist, verðlaun og veit- ingar. Allir velkomnir. Sími 535-2760. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Haust- litaferð 29. september. Þingvellir og Þrastarskógur, kvöldverður og dans í Básnum uppl s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi 9.05 og 9.55. Málm- & silfursmíði 9.30. Róleg leikfimi og bókband 13. Haustfagnaður kl. 14. Á dagskrá: Ungir söngv- arar úr Skólakór Kársnes, upplestur, Auður Gunn- arsdóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar. Dansatriði. Vöffluhlaðborð. Allir velkomnir. Stólajóga kl. 17, jóga á dýnum 17.50. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 handavinna. Kl. 10 ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 13 handavinna og bridge. Kl. 18.15 jóga. Þriðjudaginn 25. sept nk. verður hausti fagnað í Gullsmára, með ýmsum uppákomum. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Mýri kl. 12.40. Handavinnuhorn í Garðabergi kl. 13, opið til 16. Karlaleikfimi í Ásgarði kl. 13. Boccia kl. 14. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund umsj. Ragnhildur Ásgeirsd. djákni. Frá hádegi vinnustofur opnar m.a. myndlist, leiðsögn veitir Nanna S. Bald- ursdóttir, og perlusaumur án leiðsagnar. Á morgun kl. 10 er Prjónakaffi, umsj. Ágústa Hjálmtýsd. Kl. 10 Bragakaffi, á eftir er lagt upp í létta göngu um ná- grennið. S. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Guðþjónusta á morgun kl. 14. Prestur Sr. Ólafur Jóhannsson, Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Messukaffi. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 handavinna. Kl. 10-11 Dómkirkjan | Samkoma verður í Dómkirkjunni um kristniboð og hjálparstarf í Afríku kl 20, 20. sept- ember. Ræðumaður Skúli Svavarsson, kynning sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Íslendingar stunda hjálparstarf og kristniboð erlendis. Hvaða áhrif höfum við í gegnum þetta starf á menningu annara þjóða? Opið hús kl. 14-16 í safnaðarheimilinu, heitt á könnunni, létt spjall og góður félagsskapur. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | Kl. 10-12 skemmtilegar sam- verustundir, fyrirlestrar og fróðleikur fyrir foreldra. Syngjum saman með börnunum. Alltaf kaffi á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl. 18.15, Þor- valdur Halldórsson leiðir söng. Góð stund í lok dagsins. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund alla fimmtudaga kl. 12. Orgelleikur, íhugun, bænir. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir stundina. Háteigskirkja | Kl. 20 alla fimmtudaga. Ljúfur kyrrðarsöngur, lesið úr ritningunni, bænir, altaris- ganga, fyrirbæn með handayfirlagningu og smurn- ingu. Allir velkomnir. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í dag kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Elísabet Jónsdóttir sér um fundinn. Bænastund á undan fundinum kl. 16.30. Allar konur velkomnar. Laugarneskirkja | Kl. 12. Kyrrðarstund í hádegi. Orgeltónlist í kirkjuskipi frá 12.-12.10. Að bæna- stund lokinni, kl. 12.30, er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Kl. 15. Helgistund í fé- lagsaðstöðunni að Dalbraut 18-20. Kl. 17. Adrenalín gegn rasisma (9. og 10. bekkur) Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Kaffi og spjall. Umsjón Elín Lárusdóttir. Óháði söfnuðurinn | Í kvöld klukkan 19.30 er fyrsti kynningarfundur um 12 sporin-andlegt ferðalag í kirkju Óháða safnaðarins og eru allir velkomnir. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í kvöld í Vídalínskirkju kl. 21 í umsjá presta, djákna og sóknarbarna. Gott er að ljúka deginum í kyrrð kirkjunnar með bæn og þökk. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna kirkjunnar. Boð- ið upp á kaffi í lok stundarinnar. Boccia. Kl. 11-12 leikfimi. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 14-16.30 félagsvist. Kl. 15-15.30 kaffi. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnar kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.20. Bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl. 9- 16. Boccia kl. 10-11. Félagsvist kl. 13.30, góð verðlaun og kaffi í hléi. Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting 517- 3005. Hæðargarður 31 | Morgunkaffi. Stefánsganga kl. 9. Listasmiðja opin 9-12. Leikfimi kl. 9. Morgunandakt kl. 9.30. Hjördís Geirs kl. 13.30. Línudans kl. 15. Tölvuleiðb. ókeypis fram að áramótum miðvd. og fimmtud. kl. 13.15-15. Borð- og blómaskreytingar kl. 16. Sviðaveisla í hádeginu á föstudag! Uppl. 568- 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Boccia karlafl. kl. 10.30. Handverks- og bókastofa kl.13. Boccia kvennaflokkur kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borgara kl. 11. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 | Leir kl. 9-12, opin handavinnustofa kl. 9-16, opin smíðastofa kl. 9-16. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Skák í kvöld í Hátúni 12. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-10 Boccia. Kl. 9.15-14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15- 15.30 handavinna. Kl. 10-12 spænska - byrjendur. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13-14 leikfimi. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband kl. 9, handavinnustofa kl. 9, morgunstund kl. 9.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar kl. 9, boccia kl. 10, upplestur kl. 12.30, mósaikgerð kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13. Allir velkomnir. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera, kl. 13.15 leikfimi, kl. 14.30 bingó/félagsvist (bingó ann- an hvern fimmtudag og félagsvist hinn) Kirkjustarf Árbæjarkirkja. | Starf með 6-9 ára börnum (STN) kl. 15-16. Starf með 10-12 ára börnum (TTT) kl. 16-17. Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Leik- fimi IAK kl. 11. 6-9 ára starf kl. 16-17. Æskulýðsstarf Meme fyrir 8. bekk kl. 19.30-21.30. 60ára afmæli. Í dag, 20.september, er sextug- ur Emil Hákonarson, Hátúni 10, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur Þorgerður Júlía Hall- dórsdóttir og Helga Lind Magnúsdóttir héldu tombólu við Hvammsval í Kópavogi þann 30. ágúst og færðu Rauða krossinum ágóðann, 4.088 krónur. Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir. Hlutavelta | Þær stöllur María Ísabella Arnardóttir, Mosfellsbæ og Embla Gunn- arsdóttir, Reykjavík héldu hlutaveltu á útimarkaði sem haldinn var á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ í Mosfellsbæ 25. ágúst sl. Allan ágóða af hlutaveltunni, 3.881 kr., gáfu þær til Umhyggju, félags langveikra barna. MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup o.fl. les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með 2ja daga fyrirvara. Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. dagbók Í dag er fimmtudagur 20. september, 263. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6.) Rannsóknasetur í barna- ogfjölskylduvernd og Félags-ráðgjafarskor Háskóla Ís-lands standa fyrir röð fyrir- lestra í vetur undir yfirskriftinni Börn og breytingar í fjölskyldum. Fyrsti fyrirlestur vetrarins er næst- komandi föstudag, 21. september, en þá mun Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra flytja erindi um Stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum barna og fjölskyldna. Jóhanna Rósa Arnardóttir er for- stöðumaður Rannsóknasetursins: „Rannsóknasetur um barna- og fjöl- skylduvernd hóf störf fyrir hálfu öðru ári og er ætlað að vera bæði fræðslu- stofnun og vettvangur víðtækra rann- sókna á sviði félagsráðgjafar, og um leið að laða fræðimenn til starfa á svið- inu,“ segir Jóhanna. Sem fyrr segir mun félagsmálaráð- herra flytja fyrsta fyrirlestur vetrarins: „Hún ætlar að segja frá þeim verk- efnum sem unnið er að í félagsmála- ráðuneytinu, og einnig frá sinni eigin framtíðarsýn í þessum málaflokki,“ segir Jóhanna Rósa. „Önnur málstofa vetrarins verður haldin miðvikudaginn 24. október en þar mun Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, fara yfir þær réttarreglur sem gilda um rétt barna til beggja foreldra og þá þró- un sem hefur átt sér stað á því sviði.“ Þriðja málstofa haustmisseris verður haldin miðvikudaginn 21. nóvember. „Þar ætlar Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi og doktorsnemi við Nordic School of Public Health í Gauta- borg að fjalla um doktorsverkefni sitt. Erindi hennar ber yfirskriftina Þrá eft- ir fjölskyldu – Þegar náttúran fær hjálp frá tækninni,“ segir Jóhanna Rósa. „Rannsókn hennar fjallar um tækni- frjógvanir, með tilliti til löggjafar, tæknilegrar þróunar og marka hins sið- ferðilega réttar.“ Fyrirlestur föstudagsins verður haldinn í stofu 101 í Odda kl. 12 til 13. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Finna má nánari upplýsingar um fyr- irlestraröð vetrarins á heimasíðu Rann- sóknaseturs í barna- og fjölskyldu- vernd á slóðinni www.rbf.is. Velferð | Fyrirlestraröð um velferð barna og fjölskyldna í HÍ í vetur Börn og breytingar  Jóhanna Rósa Arnardóttir fædd- ist í Reykjavík 1962. Hún lauk B.A. prófi í fé- lagsfræði frá HÍ 1997 og meistara- prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá sama skóla 2003. Jóhanna Rósa starfaði sem sér- fræðingur hjá Félagsvísindastofnun, Lögreglunni í Reykjavík og hjá Hag- stofunni. Hún starfrækti rannsókn- arfyrirtækið Hugheima en tók í ágúst við starfi forstöðumanns Rannsókna- seturs í barna- og fjölskylduvernd við HÍ. Eiginmaður Jóhönnu Rósu er Jón Vilhjálmsson rafmagnsverkfræðingur og á hún þrjú börn. Tónlist Laugarborg í Eyjafirði | Blús- menn Andreu flytja lög úr ýms- um áttum kl. 20.30. Fyrirlestrar og fundir Fossvogskirkja | Fyrsti fyrir- lestur haustsins á vegum Nýrr- ar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, verður haldinn fimmtudaginn 20. september í Fossvogskirkju kl. 20. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir mun flytja fyrirlestur um sorg og sorgar- viðbrögð. Hafnarborg | Málþing um sam- göngur verður haldið fimmtu- daginn 20. september og hefst klukkan 20 í Hafnarborg. Rætt verður um borgarskipulag og samgöngur. Mælendur eru fimm; umhverfisráðherra, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, formaður Um- hverfisráðs Reykjavíkur, fulltrúi landlæknisembættisins og áhugasamur borgari. Hátíðarsalur Háskóla Íslands | Fyrirlesturinn hefst kl. 12.10 og fjallar um nýlegar deilur um yfirráð yfir norðurheimskautinu og sögulegan bakgrunn þeirra. Robert Headland var yfirskjala- vörður á Scott-heimskauta- stofnuninni við Cambridgehá- skóla og er nú fræðimaður þar. Allir velkomnir. Nafnfræðifélagið | Laugard. 22. sept. flytur Guðrún Bjarkadóttir, BA, fyrirlestur í Odda, Háskóla Íslands, stofu 201, kl. 13.30 um Nöfn þræla í Íslendingasögum. Fjallað verður um nöfn þræla og leysingja í sögunum og Land- námu og spurt hvort hægt sé að draga einhverjar ályktanir um uppruna þeirra út frá nöfn- unum. Frístundir og námskeið Lesblindusetrið | Egilsstaðir 6.-7. okt., Akureyri 27.-28. okt. Davis-ráðgjafi verður með viðtöl v. Davis-námskeiða og námskeið í „Minnistækni fyrir krakka“. Einstakt námskeið sem gerir nemandanum kleift að muna ótrúlegt magn upplýsinga með einföldum hætti. Námstækni sem munar um! Reuters Til sölu Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á þessum glæsilega sölubás í Jerúsalem. Palestínsk kona gengur þar framhjá, kannski hún hafi gert góð kaup. árnað heilla ritstjorn@mbl.is FRÉTTIR Forstjóri SÍS en ekki SÍF Í GREIN undir fyrirsögninni „Endurtók leik foreldranna í torf- kirkjunni“, sem birtist á bls. 20 í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, er Er- lendur heitinn Einarsson sagður hafa verið forstjóri SÍF. Hið rétta er að Erlendur var að sjálfsögðu forstjóri SÍS, Sambands íslenskra samvinnu- félaga, í yfir 33 ár. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. HA stærri en Bifröst Í MORGUNBLAÐINU í gær var sagt að Háskólinn á Bifröst væri einn af þremur stærstu háskólum á Ís- landi. Það er ekki rétt því fleiri nem- endur stunda nám við Háskólann á Akureyri. Strangt til tekið hefði átt að telja Kennaraháskóla Íslands með í þessum hópi en hann sameinast Há- skóla Íslands um áramót. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Saklaus vörubíll VÖRUBÍLL sem sást á mynd með frétt um árekstur vörubíls og fólks- bíls á bls. 2 í Morgunblaðinu í gær tengist ekki fréttinni og átti ekki hlut að máli í árekstrinum. Er bílstjóri bílsins beðinn velvirðingar á mis- skilningi sem þetta kann að hafa vald- ið. LEIÐRÉTT LÝÐHEILSUSTÖÐ, Hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands og Reykleysismiðstöð Landspítalans standa fyrir málþingi til eflingar meðferðarúrræðum í tóbaksvörn- um í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu, í dag, fimmtudaginn 20. september kl. 15-17. Í heilbrigðisáætlun íslenskra stjórnvalda til ársins 2010 er lögð áhersla á að draga úr reykingum. Ein af meginleiðunum til að ná því markmiði er að auðvelda fólki að fá stuðning til reykleysis. Þrátt fyrir gott gengi Íslendinga í tóbaksvörn- um hefur reykleysisaðstoð verið sá þáttur þar sem við stöndum höllum fæti, segir í fréttatilkynningu. Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneyt- isstjóri í heilbrigðismálaráðuneyt- inu setur málþingið sem ætlað er að hvetja til stefnumótandi aðgerða til að fleiri stuðningsúrræði bjóðist. Rætt verður um hvernig hægt er að efla þjónustu við þá sem vilja hætta að reykja. Jafnframt mun Jennifer Percival sérfræðingur í reykleys- ismeðferð og ráðgjafi breskra heil- brigðisyfirvalda kynna hvernig Bretland varð leiðandi á sviði reyk- leysisaðstoðar á nokkrum árum. Einnig halda erindi: Bára Sigur- jónsdóttir verkefnisstjóri tóbaks- varna á Lýðheilsustöð og Helga Jónsdóttir prófessor við H.Í. Þátttakendur í pallborðsumræð- ur eru: Þórólfur Þórlindsson for- stjóri Lýðheilsustöðvar, Dóra Lúð- víksdóttir lungnalæknir á Land- spítala, Þórunn Ólafsdóttir hjúkr- unarforstjóri Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, Ásta Möller for- maður heilbrigðisnefndar Alþingis og Berglind Ásgeirsdóttir ráðu- neytisstjóri í heilbrigðismálaráðu- neytinu. Stjórnandi er Sigríður Ólína Haraldsdóttir lungnalæknir. Málþing um efl- ingu meðferðar til reykleysis RANNSÓKNASETUR í barna– og fjölskylduvernd og Félagsráðgjafa- skor standa að málstofum í haust um Börn og breytingar í fjölskyld- um og fara þær fram í Odda stofu 101, í húsi Félagsvísindadeildar Há- skóla Íslands kl. 12-13. Fyrsta málstofan verður á morg- un, föstudaginn 21. september. Þar verður fjallað um stefnu ríkistjórn- arinnar í málefnum barna og fjöl- skyldna og mun Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra halda erindi. Málstofur um börn og breytingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.