Morgunblaðið - 20.09.2007, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Skrifstofur okkar í
Reykjavík og Hafnarfirði
eru opnar alla virka daga
frá kl. 9-17
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali
Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali
Sími: 533 6050 www.hofdi.is
Til sýnis í dag mjög falleg 4ra herbergja endaíbúð á efstu hæð með einstöku
útsýni til suðurs og vesturs. Parket og flísar á gólfum. Nýleg eikarinnrétting í
eldhúsi. Þvottahús í íbúð. Þrjú svefnherb., skápar í tveimur. Góð aðkoma og
frágengin lóð með leiktækjum. Í heildina er um að ræða mjög fallega íbúð
sem búið er að innrétta á smekklegan hátt og halda vel við. Verð 28,9 millj.
Benedikt og Elísabet sýna íbúðina í dag frá kl. 17:30 til 19:00.
Sjón er sögu ríkari !
Opið hús í dag á milli kl. 17:30 - 19:00
Trönuhjalli 5 - íbúð 302
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ÆTLA AÐ
FÁ SAMLOKU
HVAÐ VILTU Á HANA? VILTU
NAUTAKJÖT, KJÚKLING, KALKÚN
EÐA GRÆNMETISBUFF
HALLÓ?
HALLÓ?
JÓN HEFUR
ALDREI ÁTT
MJÖG AUÐVELT
MEÐ AÐ TAKA
MIKILVÆGAR
ÁKVARÐANIR
ÞESSI RIT-
HÖFUNDUR
SEGIR AÐ
BÖRN TAKI
VEL EFTIR...
HA?HANN SEGIR AÐ BÖRN TAKI
BETUR EFTIR ÞVÍ SEM
GERIST Í KRINGUM ÞAU EN
FULLORÐIÐ FÓLK HELDUR
ÉG HELD AÐ ÉG SÉ
SAMMÁLA HONUM... EN ÞÚ?
VIÐ
ERUM
KOMIN
HEIM
Æ,
NEI!
MÉR ÞYKIR ÞAÐ
LEITT... EN KVÖLDIÐ
VERÐUR DÝRT
ERTU VISS UM
AÐ ENGINN
ANNAR Í ÞESSUM
BÆ VILJI PASSA
KALVIN?
ÞÚ VILT
KANNSKI
HRINGJA Í
ALLA OG
ATHUGA
ÞAÐ!
HVERNIG VAR KVÖLDIÐ,
RÓSA? NÁÐIR ÞÚ AÐ LÆRA
VEL FYRIR PRÓFIÐ?
ÉG ÆTTI EKKI
AÐ SITJA
HÉRNA OG
GERA EKKI
NEITT...
ÞAÐ ER Á SVONA STUNDUM
SEM ÉG ÆTTI AÐ GERA EITTHVAÐ
TIL AÐ BÆTA LÍF MITT!
ÉG ER
SAMMÁLA
ÞARNA KEMUR
HANN... NÚNA
FÁUM VIÐ AÐ SJÁ
HVORT ÞESSI
PLÁSTUR VIRKAR
SÆLL!
GAMAN AÐ SJÁ
ÞIG! HAFÐU
ÞAÐ ROSALEGA
GOTT Í DAG!
FLEIRI? FLEIRI!
EN FRÁBÆRT AÐ ÞÚ
SÉRT KOMIN AFTUR!
HVERNIG FINNST ÞÉR
ÞAÐ ANNARS?
BARA
EINS OG ÞAÐ
VAR?
ÞAKIÐ LEKUR ENNÞÁ,
STELPUNNI Í MÓTTÖKUNNI
TEKST ENNÞÁ AÐ KLÚÐRA
ÓTRÚLEGUSTU HLUTUM OG
STEFÁN ER ENNÞÁ LEIÐINLEGUR
EN NÚNA KANN
ÉG AÐ META ÞETTA
ALLT SAMAN
ADDA,
FÆRÐU
BÍLINN ÞINN!
ÉG VAR BÚINN
AÐ PANTA
STÆÐIÐ!
ÉG GET EKKI
SVEIFLAÐ MÉR ÁN
ÞESS AÐ HAFA
HÁAR BYGGINGAR
EF
FJALLIÐ
KEMUR
EKKI TIL
MÚHAMEÐS...
HRINGDIR ÞÚ Á LEIGUBÍL?
JÁ, ÉG ER AÐ
FARA NIÐUR Í BÆ
HVERT NIÐRI Í BÆ?
ÞAR SEM
BYGGINGARNAR
ERU HÆSTAR
dagbók|velvakandi
Hátt þátttökugjald
ERU það réttindi í þágu fatlaðra að
krafist sé 5000 kr. gjalds á ráðstefnu
um málefni þeirra sem sögð er öllum
opin? Ég tel það frekar mannrétt-
indabrot, því fatlaðir og öryrkjar hafa
ekki ráðstöfunarfé til að geta sótt
slíkar ráðstefnur um eigin málefni.
Dæmi: Hjón með mjög fatlaðan son
sem ekki nýtur örorkubóta og annað
þeirra aflar tekna, langar að sækja
ráðstefnuna. Það kostar þau 10.000
krónur að fræðast um þessi mann-
réttindi og 15.000 ef sonurinn færi
líka. Dýrt þykir mér að hlusta á um-
ræður um mannréttindi, sem engin
eru í þessu tilfelli.
Elín Birna, móðir öryrkja.
Kæri bílstjóri
HVAÐ hef ég gert, kæri bílstjóri, að
þú þurftir að flauta á mig? Þú varst
greinilega reiður og í uppnámi þenn-
an morgun. Ert þú ef til vill oft svona
æstur í umferðinni? Það er ekki gott!
Ég var nú bara að fara í vinnuna
eins og þú, ein á mínu farartæki eins
og þú. Ég hjólaði niður brekkuna á
líklega 30 km hraða en þér fannst
ólíðandi að hægja aðeins á ferð þinni.
Er það vegna þess að þú ert með
meira blikk í kringum þig heldur en
ég? Hefðir þú flautað og steytt hnefa
ef ég hefði verið á valtara eða trakt-
or? Hefur þú einhvern tíma hugleitt
að það er þér í hag að sem flestir noti
reiðhjól í staðinn fyrir bíl?
Reiðhjólin menga ekki loftið með
útblæstri. Þau spæna ekki upp göt-
urnar eins og þú á nagladekkjunum
þínum á veturna. Þannig að þú gætir
andað betra lofti að þér og þarft ekki
að hafa áhyggjur af svifryki sem er
heilsuspillandi fyrir þig og börnin þín.
Reiðhjól krefjast ekki allra þessara
milljarða í vegaframkvæmdir sem
stöðugt vaxandi fjöldi einkabíla er að
kalla á. Þetta eru jú skattpeningarnir
okkar allra sem fara í auknum mæli í
þessi mál. Auk þess er minn farar-
skjóti mjór og nettur og ég tek ekki
bílastæði frá þér.
Samgönguráðherra okkar hefur
ekki enn minnst sérlega á okkur hjól-
reiðamenn. Þar á ég við að við ættum
að fá greiðar leiðir meðfram stofn-
brautunum og gætum notað hjólið
sem samgöngutæki. Núverandi reið-
hjólaleiðir eru í lagi fyrir frístunda-
trimm. En hver nennir að hjóla um
óteljandi aukakróka, 90 gráða beygj-
ur og háa kanta dag eftir dag? Hverj-
um finnst í lagi að stoppa stöðugt fyr-
ir fótgangandi fólki sem notar sömu
leiðir og víkur seint eða ekki?
Kæri bílstjóri, ef við fengjum full-
nægjandi reiðhjólabrautir þá er ég
viss um að þú þyrftir aldrei oftar að
skammast út í okkur á þínum vegum.
Úrsúla Jünemann,
Arnartanga 43, Mosfellsbæ.
Af tvennu illu er
fótboltinn skárri
SALVÖR Nordal skrifar grein í
Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum
þess efnis að fótboltalýsingar taki
alltof mikið pláss í sjónvarpinu. Kona
í Velvakanda tók undir með henni.
Ég er á öndverðum meiði við þess-
ar konur. Mín skoðun er sú að það sé
jafnvel betra að horfa á fótbolta en
annað sjónvarpsefni, vegna þess hve
sjónvarpsdagskráin er hrikalega lé-
leg. Fréttirnar eru ekki neitt, neitt.
Þær eru bara kynning á einhverju
sem ekki eru gerð full skil. Þegar
maður ber saman íslenska frétta-
flutninginn og t.d. enskan, þá kemur
sá íslenski alveg sérstaklega illa út.
Það er eins og ekkert skipti neinu
máli, það eru bara upphrópanir og
svo punktur. Önnur dagskrá, sem á
þá að vera skemmti- eða fræðslu-
dagskrá, er fyrir neðan allar hellur.
Þess vegna: fótbolta, takk fyrir, frek-
ar en annað.
Kona á Selfossi.
Íþróttataska tapaðist
SVÖRT Reebock-íþróttataska tap-
aðist 15. september, í Staðaskála eða
á leiðinni Staðarskáli/Akureyri. Í
töskunni voru 3 skópör. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja í síma
473-1263, Inga. Fundarlaun.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
REGNIÐ fellur sjaldnast lóðrétt niður hér á landi, enda hafa Íslendingar
ekki tileinkað sér „regnhlífarmenningu“ eins og margar svo aðrar þjóðir.
Hér hefur einhver gefist upp fyrir Kára og hent ónothæfri regnhlífinni í
ruslið.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Regnhlíf í ruslinu