Morgunblaðið - 20.09.2007, Page 42
Vinur minn tróð sokk
niður í buxurnar mínar
og það hjálpaði mér að ganga
eins og karlmaður … 47
»
reykjavíkreykjavík
Tónlistarveislan Iceland Airwav-
es var gerð að umfjöllunarefni á vef-
síðu Pitchfork í vikunni. Þar er
fjallað um þau bönd sem troða upp
og sérstaklega mælt með því að
áhugasamir nálgist sérstakan tón-
lista með íslenskum flytjendum á
iTunes síðar í mánuðinum. Þar má
meðal annars finna nöfn flytjenda á
borð við Mugison, múm, Gus Gus,
Diktu, Jan Mayen, Mínus, Ghostdig-
ital og Jakobínurínu, en sveitinar
spila allar á hátíðinni, sem hefst
þann 17. október næstkomandi.
Greinarhöfundur bætir því reynd-
ar við að æskilegt sé að setja nokkra
ísmola í baðkarið hjá sér áður en
haldið er til Íslands, svona rétt til að
búa sig undir svalara loftslag.
Reyndar virðist greinarhöfundur
hafa ískyggilega svala mynd af land-
inu því hann segist dást sérstaklega
að bandinu Bondeo do Role fyrir að
þora að koma alla leið frá hlýrri
Brasilíu upp í skítkuldann á Íslandi.
Pitchfork kynda undir
Iceland Airwaves
Vetrardagskráin á Café Oliver
verður kynnt með pomp og prakt í
kvöld. Gestum staðarins verður
boðið upp á veitingar af ýmsu tagi
auk þess sem flestir þeirra sem
munu koma fram á Oliver í vetur
ætla að gefa forsmekkinn af því
sem koma skal. Trúbadorarnir
Daníel og Ragnar ætla að spila tón-
list frá sjöunda og áttunda áratugn-
um og Cockteilkvartett Jakobs
Smára Magnússonar mun skapa
þægilega stemningu. Þá ætlar Te-
pokinn að spila funk og salsa auk
þess sem plötusnúðar staðarins,
Símon, Hlynur, Suzie & Elvis og
JBK ætla að halda uppi stuðinu.
Rúsínan í pylsuendanum verður svo
hljómsveitin Motion Boys sem mun
án efa vekja lukku...
Haustinu fagnað
á Café Oliver
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ eyddum sumrinu í að semja tónlist. Við höf-
um frekar lítið látið fyrir okkur fara í tónleika-
haldi og erum bara að semja næstu plötu,“ segir
Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveit-
arinnar Diktu, sem kemur fram á tónleikum á
NASA annað kvöld, ásamt Jeff Who? og Ölvis.
„Platan kemur líklega ekki út á þessu ári því við
erum ekkert farnir að taka upp, fyrir utan að við
tókum upp sex laga demó í byrjun sumars. En við
ætlum að vinna þau lög betur,“ bætir Haukur við.
Aðspurður segir hann ekki víst hvort platan
verður tekin upp hér á landi eða erlendis. „Við
erum aðeins í viðræðum við hina og þessa menn
hér og þar í heiminum, segir Haukur, en Smekk-
leysa gaf síðustu plötu sveitarinnar út. „Ef við
verðum áfram á Íslandi gefum við plötuna út hjá
þeim því við erum mjög ánægðir með samstarfið
við þá.“
Stöðug þróun
Þótt þeir félagar séu allir ungir að árum er
Dikta orðin nokkuð gömul hljómsveit. „Ég byrj-
aði ’99 en strákarnir eru búnir að spila lengur.
En í núverandi mynd er hún orðin átta ára, sem
er helvíti gott,“ segir Haukur, en Dikta vakti
fyrst athygli þegar sveitin tók þátt í Músíktil-
raunum árið 2000 og komst í úrslit. Fyrsta plata
hennar, Andartak, leit svo dagsins ljós árið 2002
og plata númer tvö, Hunting For Happiness, kom
út árið 2005. Sú plata fékk mjög góða dóma og
Haukur segir vissulega geta verið erfitt að fylgja
henni eftir. „En maður vill að sjálfsögðu toppa
það sem maður gerði síðast. Við erum alltaf að
þróast og breytast og málið er að við höfum svo
gaman af svo mörgum ólíkum tegundum af tón-
list að við erum alltaf að reyna að sameina þær.
Hunting For Happiness var til dæmis ekki eins-
leit plata, þar var bæði rokk og mýkra dót,“ segir
hann. „En við erum komnir með mikið af lögum
og mikið af hugmyndum og þetta er allt mjög
ólíkt þannig að það verður bara að koma í ljós
hvernig nýja platan verður.“
Á tónleikunum annað kvöld munu þeir félagar
spila fimm eða sex ný lög sem væntanlega verður
kærkomið fyrir aðdáendur þeirra. „Við erum
ekki búnir að spila mikið í sumar og fólk hefur
verið að kvarta yfir því,“ segir Haukur, en auk
þessara tónleika mun Dikta spila á Iceland
Airwaves hátíðinni í Reykjavík í október. „Svo
förum við líka út og spilum í Manchester sömu
helgina og Airwaves. Þar verðum við á hátíð sem
heitir In The City. Við förum út sunnudaginn 21.
október og spilum mánudaginn 22.“
Eplið og eikin
Annars er nóg að gera hjá Hauki þessa dagana
því auk þess að vera í Diktu er hann á sjötta ári í
læknisfræði. „Það gengur bara vel, ég er einmitt
að fara í próf á laugardaginn,“ segir hann. „Þetta
tekur svolítið á, en þetta snýst mest um að skipu-
leggja sjálfan sig. Maður getur til dæmis ekki
verið í verknámi inni á spítala um leið og maður
er úti á landi með strákunum.“
Haukur útskrifast í vor og stefnir að því að
starfa sem læknir samhliða tónlistinni. Slíkt á sér
líklega ekki mörg fordæmi í rokksögunni. „Ég
man allavega ekki eftir mörgum slíkum. Faðir
minn er reyndar tónlistarmaður og læknir, hann
er að vísu ekki lengur í hljómsveit þótt hann hafi
verið það á yngri árum. En hann hefur til dæmis
verið að spila með Ómari Ragnarssyni síðustu 40
árin,“ segir Haukur, en hann er sonur Hauks
Heiðars Ingólfssonar píanóleikara.
Dikta fram í dagsljósið
Hljómsveitin vinnur að plötu og kemur fram á tónleikum á NASA annað kvöld
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Dikta, Jeff Who? og Ölvis á NASA annað kvöld.
Tónleikarnir hefjast kl. 23, miðasala fer fram á
midi.is og miðaverð er 500 krónur.
Ljósmynd/Emilie Fjola Sandy
Dikta Haukur Heiðar Hauksson, Jón Þór Sig-
urðsson, Jón Bjarni Pétursson og Skúli Gestsson.
Vinsælir „Við erum ekki búnir að spila mikið í sumar og fólk hefur verið að kvarta yfir því,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari.
Tónleikar fyrir Palestínu verða
haldnir á tónleikastaðnum Organ,
Hafnarstræti 1–3, í kvöld. Aðgangs-
eyrir er 500 krónur og rennur allur
ágóði til neyðarsöfnunar Félagsins
Ísland – Palestína til handa íbúum
herteknu svæðanna í Palestínu.
Nokkuð er um liðið síðan félagið
stóð síðast fyrir tónleikum, en
Reykjavík!, Seabear, Wulfgang, Mr.
Silla og Shadow Parade léku á vel
heppnuðum tónleikum á Grand
rokk þann 25. maí í fyrra.
Þær sveitir sem koma fram á tón-
leikunum í kvöld eru hins vegar I
Adapt, Skátar, Retro Stefson, For a
Minor Reflection og <3 Svanvhít,
en allar eiga sveitirnar það sameig-
inlegt að koma fram á Iceland
Airwaves hátíðinni í ár.
Húsið verður opnað klukkan
20.30 og tónleikar hefjast svo
klukkan 21.
Palestínutónleikar
á Organ í kvöld