Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 1
ÞÓTT farið sé að hausta og jafnvel frost um nætur eru bændur enn að afla vetrarforða fyrir bú sín. Ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir tún ofarlega í Borgarfirðinum í gær og þar var verið að raka saman ný- slegnu grasi sem seðja mun búpening í vetur. Heyjað að hausti Morgunblaðið/RAX STOFNAÐ 1913 262. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is NÝR VÖRULISTI 2007/2008 Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170 www.boconcept.is Fáðu frían vörulista í verslun okkar Faxafeni 8 Þjóðráð við þunglyndi >> 37 Leikhúsin í landinu Á KROSSGÖTUM HJÁLMAR SVEINSSON TEKUR PÚLSINN Á MANNKYNINU Í ÚTVARPSÞÆTTI >> 15 FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is KRANSÆÐAHJÁVEITA á Landspítalan- um kostar rúmlega 2,2 milljónir króna. Keisaraskurður án aukakvilla kostar rúm- lega hálfa milljón króna og liðskiptaaðgerð tæpa milljón. Þessar upplýsingar er nú auð- velt að nálgast eftir að vinnu við kostnaðar- greiningu verka spítalans lauk. Sú vinna hófst árið 2001 og hefur með henni náðst yf- irsýn um allan kostnað en unnið er að frek- ari greiningu á nokkrum þáttum. Kostnað- argreiningu kennslu og vísinda lauk á síðasta ári og náðist með því að aðgreina að mestu kostnað hinna þriggja meginstoða Landspítala, þ.e. þjónustu við sjúklinga, kennslu og vísinda. Tilgangur kostnaðargreiningar og inn- leiðingar svokallaðs DRG-kerfis, sem er al- þjóðlegt framleiðslumælikerfi, er m.a. að fá fram með skýrum hætti í hvað það fé, sem sjúkrahúsið fær til síns rekstrar, fer. Annars staðar á Norðurlöndum hefur DRG-kerfið verið notað í mörg ár til að ákvarða fjárveitingar til sjúkrahúsa. Í grein sem Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga LSH, skrifaði í Morgunblaðið á sunnudag kemur fram að DRG-kerfið og kostnaðar- greining þjónustunnar nýtist einnig til margs annars, m.a. til eftirlits og stýringar framleiðsluþátta og kostnaðar innan spít- alans. Þannig er betur hægt að meta afköst og kostnað í starfsemi spítalans á ein- stökum deildum og sérgreinum. Kerfið gef- ur færi á samanburði sjúklingahópa, t.d. með tilliti til sjúkdómsbyrði, árangurs með- ferðar og gæða þjónustu. Kveður við annan tón Enn sem komið er hefur blönduð fjár- mögnun ekki verið tekin upp hér á landi þótt spítalinn hafi í nokkurn tíma verið tilbúinn fyrir slíkt. Í blandaðri fjármögnun felst að hluti fjárveitinga ríkisins sé í formi fastra fjárlaga líkt og verið hefur en annað sé metið samkvæmt DRG-kerfinu. Stjórn- völd hafa hingað til ekki verið tilbúin að borga LSH miðað við afköst. Þau hafa hræðst óheft framboð heilbrigðisþjónustu og kostnaðarsprengju í kjölfarið. Hins vegar kveður við annan tón í nýrri ríkisstjórn. Hanna Katrín Friðriksson, að- stoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir verkefnið viðamikið og vandasamt. „Vinnan er í fullum gangi, en málið er ekki komið á það stig að hægt sé að segja fyrir hvenær því lýkur.“ | Miðopna Fái greitt fyrir afköst Hægt að sundurliða kostnað við meðferð Morgunblaðið/ÞÖK Það kostar Sundurliðun kostnaðar við öll helstu verk Landspítalans liggur fyrir. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SKÓGRÆKT ríkisins hefur gert athuga- semdir við skógareyðingu þá sem fyrirhuguð er í tengslum við uppbyggingu nýrrar íbúða- byggðar á Reynisvatnsási í Grafarholti. „Þarna er í uppsiglingu töluverð skógareyð- ing,“ segir Hallgrímur Indriðason, skipulags- fulltrúi hjá Skógrækt ríkisins. Segir hann um að ræða 2,5 hektara lands á ásnum með um 2.300 trjáplöntum á hektara, samtals um 5.750 trjáplöntur sem flestar séu á bilinu 2,5-3 m háar, en um er að ræða furutré, birki og greni. „Þetta er mjög fallegur, ungur skógur, sem Reykjavíkurborg lét gróðursetja fyrir um 15 árum.“ Borgarráð hefur samþykkt deiliskipulag íbúðabyggðar á Reynisvatnsási í Grafarholti og verður málið að öllum líkindum tekið fyrir á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 2. októ- ber nk. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi fyrir þessa nýju byggð við Reynisvatnsás, sem samþykkt var í skipulagsráði 19. sept- ember sl., er gert ráð fyrir samtals 106 íbúðum, í einbýlishúsum, raðhúsum og par- húsum. Samkvæmt upplýsingum frá fram- kvæmdasviði borgarinnar er gert ráð fyrir að lóðirnar á Reynisvatnsási verði auglýstar 4.-6. október nk. | 16 Skógareyðing í uppsiglingu Í HNOTSKURN »Skógrækt ríkisins hefur lagt tilhönnunarbreytingar á hverfinu sem þyrma myndu skóginum. »Ráðgert er að auglýsa lóðir á Reynis-vatnsási í byrjun næsta mánaðar.  Útlit fyrir að 5.750 tré þurfi að víkja fyrir nýju hverfi  Skógrækt ríkisins gagnrýnir áform um að fella skóg fyrir nýja íbúðabyggð á Reynisvatnsási HERFORINGJASTJÓRNIN í Búrma setti í gær útgöngubann, sem gildir á næturnar í stærstu borgum landsins, og bannaði allar samkomur fleiri en fimm manna. Bannið á að gilda í tvo mánuði. Markmiðið með banninu er að binda enda á fjöldamótmæli búdda- munka og stuðningsmanna þeirra. Óttast er að stjórnin beiti her- valdi verði bannið ekki virt, líkt og árið 1988 þegar mótmæli lýðræð- issinna voru brotin á bak aftur. Talið er að um þrjú þúsund manns hafi þá legið í valnum. | Miðopna Bannar samkomur fleiri en fimm manna Andóf Munkar mótmæla við musteri í Rangoon. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.