Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 9 FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason og Gísla Árnason ÖRYRKJABANDALAG Íslands (ÖBÍ) kynnti í gær áherslur sínar vegna fjárlagagerðar Alþingis og í tengslum við kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði. Sigursteinn R. Másson, formaður ÖBÍ, benti við það tækifæri á að und- anfarið hefði hátekjuskattur verið felldur niður og almennir launaskatt- ar og skattar á fyrirtæki verið lækk- aðir. Nú væri komið að lágtekjufólki, öldruðum og öryrkjum að njóta skattalækkana. Áherslur ÖBÍ eru fjórþættar. Í fyrsta lagi verði grunnlífeyrir (ör- orkulífeyrir) tvöfaldaður frá því sem nú er og hækkaður úr tæplega 25.000 krónum í 50.000 krónur. Samanlagð- ur grunnlífeyrir og tekjutrygging nemur í dag 104.000 kr. Að sögn Sig- ursteins er grunnlífeyririnn sá bóta- flokkur sem síðast skerðist og því væri hækkun grunnlífeyris hvatning til aukinnar atvinnuþátttöku. Þá myndi þetta einfalda mjög bótakerfið Í öðru lagi telur ÖBÍ rétt að skatt- leysismörk verði miðuð við launavísi- tölu og hækki upp í 140.000 krónur í stað 90.000 króna nú. Skattalækkun skilar tekjum Varðandi hækkun skattleysis- markanna sagði Sigursteinn að vissu- lega kostaði þetta ríkissjóð peninga. Á hinn bóginn mætti minna á að þeg- ar skattar á fyrirtæki og á laun hefðu verið lækkaðir, hefðu menn haldið því fram að lækkunin myndi á endanum skila ríkissjóði auknum tekjum. Hið sama myndi gerast ef skattleysis- mörkin yrðu lækkuð því þá myndu umsvif, tekjur og skattar af hinum tekjulægri aukast. „Nú er komið að því að farin verði leiðin frá botninum og upp. Nú er komið að því að tekju- lægsta fólkið fái sína skattalækkun og leiðin til hennar er í gegnum skatt- leysismörkin,“ sagði hann og minnti á að þrjár af fjórum tillögum ÖBÍ mið- uðust við að auka atvinnuþátttöku. Þriðja áhersluatriði ÖBÍ er að frí- tekjumark verði hækkað úr 300.000 krónum í 900.000 krónur. Sigursteinn minnti á að frítekjumarkið hefði verið sett á um síðustu áramót og þótt upp- hæðin væri ekki há, 25.000 krónur á mánuði, hefði verulega munað um hana. Því væri mikil áhersla lögð á að auka frítekjumarkið þannig að ör- yrkjar gætu unnið sér inn 75.000 krónur, sem þó væri ekki ýkja há fjár- hæð, áður en bætur almannatrygg- inga færu að skerðast. Í fjórða lagi leggur ÖBÍ áherslu á að heilbrigðisþjónustan verði notend- um að kostnaðarlausu því aðeins þannig verði hægt að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hér verði heilbrigðisþjónusta á heimsmæli- kvarða, forvarnir verði stórauknar, lyfjaverð lækkað og greiðsluþátttaka hins opinbera einfölduð. Sigursteinn telur að hækkun grunnlífeyris til öryrkja myndi kosta ríkissjóð um þrjá milljarða en um 13 milljarða ef aldraðir væru taldir með. Menn yrðu þó að reikna með ávinn- ingnum líka, s.s. auknum umsvifum og líka því að fólk sem hefði fjárhags- legt öryggi veiktist síður o.fl. Þá væri eftir að reikna með hækkun skatt- leysismarka, frítekjumarks og kostn- aðarlausri heilbrigðisþjónustu en þessi atriði snertu auðvitað allt sam- félagið. Á blaðamannafundinum í gær gerði Sigursteinn athugasemdir við hugmyndir um áfallatryggingasjóð og taldi að réttarstaða inni í slíku einkakerfi væri ekki eins örugg. Komið að tekjulágum  Öryrkjabandalagið kynnir áherslur vegna fjárlagagerðar  Búið að lækka skatta á fyrirtæki og almenn laun  Nú er komið að hinum tekjulægstu Morgunblaðið/Golli Tímabært Sigursteinn R. Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að nú sé komið að öryrkjum og öldruðum að njóta skattalækkana. Í HNOTSKURN » ÖBÍ vill að grunnlífeyrirverði tvöfaldaður. » Skattleysismörk verðimiðuð við launavísitölu og hækkuð upp í 140.000 krónur. » Frítekjumark verði hækk-að úr 300.000 krónum í 900.000 krónur. » Heilbrigðisþjónusta verðinotendum að kostn- aðarlausu. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is „ÞAÐ væri allt í háa lofti ef hér væri vatnsaflsvirkjun sem vannýtti mikið af því vatni sem henni væri ætlað að virkja. Hér á landi bjóðast mörg tækifæri til að nýta mannauðinn miklu betur.“ Þetta segir Margrét Jónsdóttir, verkefnastjóri verkefnis- ins Mannauður, en því var hleypt af stokkunum í gær. Um er að ræða verkefni sem kem- ur í framhaldi af verkefninu Auður í krafti kvenna en að þessu sinni verð- ur sjónum beint að samspili vinnu og fjölskyldulífs og þeim breytingum sem eru að verða á íslenskum vinnu- markaði. Háskólinn í Reykjavík, Landsbankinn, Deloitte, Morgun- blaðið og Nýsköpunarsjóður At- vinnulífsins standa að verkefninu en Landsbankinn er meginstyrktaraðili þess. Margs konar viðburðir, s.s. fyrirlestrar, námskeið, tónleikar og ráðstefnur, verða haldnir í tengslum við verkefnið auk þess sem sérstakt rannsóknarsvið verður starfrækt í tengslum við það. Fyrsti viðburður verkefnisins var ráðstefnan Barátt- an um besta fólkið en hún var haldin á Nordica hóteli í gær. Veittu þar tveir sérfræðingar, dr. Dominique Turcq og Sir John Whitmore, ís- lenskum stjórnendum innsýn í þær breytingar sem eru að verða á al- þjóðlegum vinnumarkaði og hlut- verki stjórnenda. Margrét Jónsdóttir er fram- kvæmdastjóri Mannauðs. Hún segir markmið þeirra aðila sem standa að verkefninu vera að skapa umræður um hvernig nýta megi og virkja mannauðinn í samfélaginu sem allra best. „Og þá óháð aldri, kynferði og þjóðerni. Um leið og við getum reiknað út hvað það kostar fyrirtæk- in í landinu að nota ekki alla þá hæfi- leika sem starfsfólk býr yfir þá náum við að skilja hvers vegna við þurfum að vinna betur með þessi mál. Með verkefninu viljum við bæði hjálpa einstaklingum að verða hæf- ari í lífinu sjálfu og einnig fyrirtækj- unum að ná forskoti í samkeppni með því að nýta starfsmenn sína betur.“ Skilin á milli vinnu og fjölskyldulífs hafa dofnað Ein af megináherslum verkefnis- ins er á samspil vinnu og fjölskyldu- lífs og segir Margrét að í því felist að mörgu leyti lykill að bættri virkj- un mannauðsins. „Það er a.m.k. margt sem fyrirtækin geta gert. Samkeppnin um starfsfólk hér á landi er gríðarlega hörð og nú er ekki síður mikilvægt að halda í það. Með því að auka sveigjanleika í vinnutíma geta fyrirtæki laðað til sín starfsfólk og þau geta aukið fram- leiðslu með því að meta afköst frem- ur en þann tíma sem eytt er á vinnu- staðnum.“ Bendir Margrét á að lengi hafi tíðkast í íslensku atvinnu- lífi að þeir sem hafi viljað ná frama í starfi hafi þurft að vinna langt fram eftir degi. „Við ætlum allavega að ræða nýjar leiðir í þessu verkefni.“ Hún segir að margt af því sem fyr- irtæki geti gert þurfi ekki endilega að kosta neitt aukalega. „Það er oft nóg að hugsa bara út fyrir kassann.“ Raunar segir Margrét að skilin á milli vinnu og einkalífs séu sífellt að verða óskýrari og það þurfi síður en svo að vera neikvætt þar sem sveigj- anleikinn sem því fylgi sé af hinu góða. „Reynslan frá útlöndum sýnir að það er ekki endilega skynsamlegt að klippa á tengslin þarna á milli.“ Í HNOTSKURN » Haldnir verða hádegisfyr-irlestrar, ýmiss konar nám- skeið, Háskóli fjölskyldunnar, ferðir og alþjóðlegar ráð- stefnur í tengslum við verk- efnið Mannauður. » Rannsóknarsvið verkefn-isins mun skoða jafnvægi vinnu og einkalífs og mat stjórnenda á hugsanlegum áskorunum stjórnenda á 21. öldinni. Vilja virkja mannauðinn Morgunblaðið/G. Rúnar Mannauður Oddný Guðmundsdóttir, Atli Atlason, Finnbogi Jónsson, Svafa Grönfeldt og Þorvarður Gunnarsson hleyptu verkefninu af stokkunum. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt karlmann á sextugs- aldri í 45 daga fangelsi fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Maðurinn var að auki sviptur ökurétti ævi- langt og gert að greiða 127 þúsund krónur í sakarkostnað. Lögregla hafði afskipti af mann- inum í tvígang vegna ölvunarakst- urs, annars vegar 10. mars sl. og svo á nýjan leik 27. júní. Í bæði skipti var vínandamagn í blóði yfir 1,50‰. Þrátt fyrir það krafðist maðurinn sýknu. Kvaðst vera ódrukkinn Fyrir dómi kvaðst maðurinn ekki hafa drukkið áfengi, hvorki fyrir né eftir að lögregla stöðvaði hann. Óyggjandi gögn frá lögreglu vísuðu til annars og var maðurinn sakfelldur. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn hefur áður hlot- ið refsingu vegna ölvunaraksturs. Því þótti 45 daga fangelsisvist hæfileg refsing, en ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refs- inguna. Halldór Björnsson settur hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Lauf- ey Kristjánsdóttir fulltrúi lög- reglustjórans á höfuðborgar- svæðinu sótti málið og Jónas Þór Guðmundsson hdl. varði manninn. 45 daga fangelsi fyrir ölvun- arakstur Var tekinn tvívegis verulega ölvaður AÐ gefnu tilefni leggur stjórn sam- takanna Landsbyggðin lifi áherslu á að íslenska verði lögfest hið fyrsta sem þjóðtunga Íslendinga, segir m.a. í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var samhljóða á fundi sem haldinn var á Ökrum í Reykjadal. Í ályktuninni segir ennfremur: Einnig verði áfram markmið ís- lenska menntakerfisins að sinna góðri kennslu erlendra tungumála en jafnframt að gleyma því ekki að góð íslenskukunnátta er grunn- urinn að því að læra önnur tungu- mál. Íslenskan verði lögfest Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný sending frá Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.