Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Það er ekki stórmannlegt af borg-arfulltrúum Samfylkingarinnar, þeim Degi B. Eggertssyni og Odd- nýju Sturludóttur, að reyna að eigna sér annarra verk í grein hér í Morg- unblaðinu í gær. Í grein þeirra segir:     Samfylkinginhefur um langt skeið talað fyrir aukinni sýnilegri lög- gæzlu í Reykja- víkurborg og tal- ið, að hún hafi afar mikilvægu hlutverki að gegna, þegar kemur að öryggi borgaranna, ör- yggistilfinningu og ekki sízt til að fylgja eftir góðri umgengni.“     Sannleikurinner auðvitað sá, að hvorki borgarfulltrúar Samfylkingar- innar né nokkrir aðrir borgar- fulltrúar, þar með taldir borgar- fulltrúar meirihlutans, eiga hlut að máli í þeim árangri, sem náðst hefur í að bæta umgengni í miðborg Reykjavíkur að næturlagi um helgar.     Það er samstarf tveggja embættis-manna, sem þar hefur ráðið úrslitum, þeirra Haraldar Johann- essen ríkislögreglustjóra og Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins.     Þessir tveir stjórnendur helztu lög-regluembætta landsins tóku höndum saman.     Ríkislögreglustjóri tryggði, aðþjálfaðir sérsveitarmenn lög- reglunnar kæmu við sögu í löggæzlu í miðborginni og störfuðu þar við hlið lögreglumanna frá lögreglu höf- uðborgarsvæðisins. STAKSTEINAR Haraldur Johannessen Að eigna sér annarra verk Stefán Eiríksson FRÉTTIR                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                             ! "  " :  *$;<                   ! "! #  $      %     *! $$ ; *! #!$ %  $   &  '( =2 =! =2 =! =2 #&% )  *+,  <>$ -         /        &       !  #      '    =7    % &   () *!#+       ( "  =                , #+          - $)+.  -. !// '!0  ')  3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B " 1 1 "2 2"2   " " 3"  3"   2" 2" 2" " 3" 3" 3" " 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Björn Ófeigsson | 25. september 2007 Furðulegt fyrirbæri Það má vel vera að ég sé alveg yfirburða gamaldags en ég skil bara alls ekki þessa ónáttúru sem kallast veggjakrot. Þetta á rétt á sér þar sem það er sérstaklega skipulagt og iðkað sem listform en alveg með ólíkindum að foreldrar styðji við bakið á börn- um sínum við þessa iðju eins og fram kemur í yfirlýsingu Lögreglunar í Grafarvogi … Þetta eru eftir allt saman eignaspjöll og spellvirki. Meira: bjorno.blog.is Sverrir Þorsteinsson | 24. september Dagsferð með Yamaha 7. október Við bræður erum að undirbúa skemmtilega dagsferð sunnudaginn 7. október í samvinnu við Yamaha og Mót- orMax. Við erum ekki búnir að ákveða end- anlega hvert við förum, en það kem- ur í ljós. Allir eru velkomnir með og verður þetta örugglega skemmti- legur og spennandi dagur. Fylgist með hér þegar nær dregur. Meira: sverrirt.blog.is Hallgrímur Guðmundsson | 25. sept. Mjög áhugavert Tveir smábátar á Höfn í Hornafirði, Silfur- nesið SF og Sævar SF, eru að hefja veiðar á makríl á handfæri. Eigendur bátanna eru nýkomnir frá Noregi þar sem þeir kynntu sér þessar veið- ar og keyptu samskonar búnað og norskir veiðimenn nota. … Norðmenn hafa stundað makríl- veiðar með handfærum um langt árabil en þær hafa ekki tíðkast hér á landi til þessa… Meira: hallgrimurg.blog.is Guðmundur Steingrímsson | 24. sept. Spegill Ahmadinejads Ahmadinejad Írans- forseti virðist hafa flutt dálítið undarlegan fyr- irlestur í Columbia. Kannski var ekki við öðru að búast. Dálítið bil er á milli þanka- gangs hans virðist vera og hinna frjálslyndari íbúa Vesturlanda, sem ekki síst er að finna í skólum eins og Columbia. Það eru margar hliðar á þessari uppákomu. Auðvitað eru yf- irlýsingar Ahmadinejads, til dæmis um að í hans landi séu engir homm- ar, lítið meira en hlægilegar. En spáum nú samt aðeins í þessa yfirlýsingu, þó að ekki væri nema bara í þágu hugarleikfiminnar. Þessi yfirlýsing Ahmadinejad, ef við einskorðum okkur bara við hana – þótt um margt annað mætti skrifa úr ræðu hans – leiðir auðvitað hug- ann að því að stjórnmál á Vest- urlöndum hafa einnig einkennst af alls kyns afneitunum á raunveruleg- um og sönnum hlutum í gegnum tíð- ina, mörgum mjög alvarlegum. Í dag var til að mynda Condoleza Rice að stíga stór skref í því að við- urkenna gróðurhúsaáhrif sem raun- verulegt vandamál, en Bandaríkja- menn hafa verið tregir í taumi hvað aðgerðir gegn þeim varðar um langt árabil. Stjórnvöld þar hafa einfald- lega verið treg til að viðurkenna til- vist þeirra. Hér vil ég taka fram að ég er alls ekki að bera saman homma og gróðurhúsa- áhrif … Punkturinn er hins vegar sá að hugsanlega fer það okkur Vest- urlandabúum illa að hlæja að afneit- unum annarra, þegar við sjálf erum sek um að „taka strútinn“ eins og það kallast, þ.e. að stinga höfðinu í sandinn, hvað varðar ýmislegt. „Á Íslandi er engin spilling.“ „Á Íslandi eru allir hamingju- samir.“ „Á Íslandi er engin stéttaskipt- ing.“ Allt eru þetta setningar sem ég gæti vel ímyndað mér að fallið hefðu úr munni íslenskra stjórnmálaleið- toga á erlendri grundu á und- anförnum árum og áratugum og hafa reyndar fallið nokkrum sinnum innanlands ef ég man rétt. … Ég held það hafi verið gott að Ahmad- inejad hafi fengið að tala og einnig gott að hann fékk orð í eyra frá skólastjóranum í Columbia… Meira: gummisteingrims.blog.is BLOG.IS ÞESSI farþegi ferjunnar Norrænu mætti tímanlega á Seyðisfjörð í gærmorgun og vakti óskipta athygli bæj- arbúa. Hefur þyrlan verið í notkun á Grænlandi upp á síðkastið en hafði lokið hlutverki sínu þar og var því ferjuð frá landinu með Norrænu. Þótt farþegar Norrænu séu ýmsu vanir er það ekki í hverri ferð sem þeir fá að ferðast í félagsskap eins glæsilegs ferðafélaga og má búast við að þyrlan verði hrókur alls fagnaðar um borð. Ósagt skal látið hvort farþeginn fljúgandi muni láta til sín taka í hinu kröft- uga, og jafnframt víðfræga, skemmtana- og félagslífi sem stundað er á þilförum ferjunnar. Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Fljúgandi farþegi í för með Norrænu GJALDÞROTASKIPTUM á þrota- búi Sveinbjörns Kristjánssonar, fyrrverandi aðalgjaldkera Símans, er nýlokið og kom í ljós að nánast engar eignir voru í búinu og því fékkst ekkert upp í kröfur upp á um 554 milljónir króna. Langstærsti kröfuhafinn var Síminn sem krafðist rúmlega 510 milljóna af þrotabúinu en fékk, eins og fyrr segir, ekki neitt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sveinbjörn í júní 2004 í 4½ árs fangelsi fyrir fjárdrátt upp á 261 milljón króna á árunum 1999– 2002. Bótakröfu Símans upp á um 246 milljónir var á hinn bóginn vís- að frá, þar sem dómurinn taldi skaðabótakröfuna þess eðlis að hún þyrfti að fá nánari umfjöllun. Linda Björk Waage, upplýsinga- fulltrúi Símans, sagði að ástæðan fyrir því að krafan í þrotabúið væri mun hærri en krafan sem var sett fram í sakamálinu væri sú að ákveðið hefði verið að gera ýtrustu kröfur í skiptamálinu, þ.m.t. vegna dráttarvaxta. Hjá Símanum hefðu menn hins vegar gert sér grein fyr- ir að lítið myndi koma á móti. Auk Sveinbjörns voru þrír aðrir dæmdir í fangelsi vegna málsins. Stærsta fjárdráttarmálið Árni Þór Vigfússon og Kristján Ragnar Kristjánsson voru dæmdir fyrir hylmingu með því að taka við fé sem Sveinbjörn, bróðir Kristjáns Ragnars, hafði dregið sér úr rekstri fyrirtækisins, halda því ólöglega og nýta það í eigin þágu og félaga sem þeir áttu að hluta eða öllu leyti. Árni Þór var í Hæstarétti dæmdur í 15 mánaða fangelsi og Kristján Ragnar hlaut 18 mánaða dóm en þeir höfðu í héraði báðir hlotið tveggja ára fangelsisdóm. Þriðji maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir pen- ingaþvætti en brot hans voru metin sem stórfellt gáleysi. Landssíma- málið svokallað er stærsta fjár- dráttarmál sem upp hefur komið hér á landi. Kröfurnar 554 milljónir en ekk- ert í þrotabúinu Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi fyrrver- andi aðalgjaldkera Símans er lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.