Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 17 LANDIÐ Kaffistjóri er Davíð Þór Jónsson, þýðandi Allir velk omnir! Skiptir stærðin máli? Hvers mikilvæg er örtækni fyrir framþróun á sviði tækni, heilsu og gervimeðvitundar? Dr. Sveinn Ólafsson og dr. Már Másson frá Háskóla Íslands ætla að ræða málið. Þriðja Vísindakaffið í KVÖLD 26.sept. - vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við – á mannamáli Kaffistofa Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá kl. 20.00 – 21.30 Selfoss | Leikfélag Selfoss verður um helgina með tvær aukasýning- ar á gamanleiknum Hnerranum. Sýningarnar eru til styrktar vænt- anlegri leikferð leikfélagsins til Litháens í næsta mánuði. Gamanverkið Hnerrinn er safn einþáttunga og smásagna eftir Anton Chekov. Hnerrinn er 66. verk Leikfélags Selfoss, en félagið hefur starfað óslitið frá árinu 1958 og hefur alla tíð verið einn af máttarstólpum menningarstarf- semi í sveitarfélaginu. Hörður Sig- urðarson leikstýrir en hann þýddi enska leikgerð Michaels Frayns og er þetta frumflutningur á henni hér á landi. Sýningarnar verða á föstudag og laugardag, báða dagana kl. 20.30. Sýnt er í Litla leikhúsinu við Sig- tún á Selfossi. Tvær auka- sýningar á Hnerranum Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Svissneska pósthjólið, sem framleitt var árið 1964, hefur reynst svissneska farfuglinum Josef Niederberger hinn þarfasti þjónn í þau 23 ár sem hann hefur ferðast um á hjólinu hér á landi. Josef tók það sérstaklega fram að aldrei hefði sprungið hjá honum dekk á hjólinu öll þessi sumur á Íslandi, né orðið loftlaust. Hjólið fer á safn Nú er komið að því að bæði Josef og hjólið hvíli sig, hann verður sjö- tugur á næsta ári og hjólið 44 ára. Suzuki-húsbíllinn frá Skúla bónda Ragnarssyni á Ytra-Álandi leysir hjólið af hólmi og bíður eftir Josef næsta vor. Öllu er haganlega fyrir komið í bílnum og nóg pláss bæði til að elda og sofa, að sögn Josefs, sem kann Skúla góðvini sínum bestu þakkir. Josef á ekki bíl í heimalandi sínu og segist heldur vilja nota peningana til Íslandsferðanna en þetta er tutt- ugasta og fjórða sumar hans hér á landi. Josef er umhugað um hreint og ómengað umhverfi og er ánægður með það að hafa ekki mengað and- rúmsloftið með útblæstri frá bíl í heil 23 ár og getur hann því með góðri samvisku ekið um á litla húsbílnum sínum næstu sumur. Hjólið góða er nú á leiðinni til Seyðisfjarðar, á Tækniminjasafn Austurlands, og fær þar væntanlega virðingarsess. Sjálfur er Josef þessa dagana á leið í heimabyggð sína, smábæinn Wolfisberg í Sviss. Málar og teiknar Auk þess að njóta náttúrunnar notar Josef tímann til að mála og teikna það sem fyrir augu ber, dýr og jurtir, og fyllir dagbókina með teikningum og athugasemdum. Hann segir gestrisni Íslendinga alveg einstaka og kann öllum hjart- ans þakkir fyrir. Vetur gengur brátt í garð en það vorar alltaf aftur og hér á Þórshöfn vita menn að sumarið er í nánd þegar hinn fagurrauði H-201, Suzuki-húsbíllinn hans Josefs, sést aftur við tjaldsvæðið. Farfuglinn Josef skiptir um fararskjóta í Íslandsferðum Gamla svissneska pósthjólið fer á Tækniminjasafnið Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Skipti Framan við Josef Niederberger stendur reiðhjólið sem hann hefur notað í Íslandsferðum í meira en tvo áratugi. Á bak við sést í nýja farar- tækið, lítinn rauðan Suzuki, sem tekur við hlutverkinu að ári. SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | Nýtt 25 radda pípuorgel verður tekið í notkun í Grindavík- urkirkju við hátíðarguðsþjónustu næstkomandi sunnudag. Gera þurfti breytingar á kirkjunni til að koma nýja orgelinu fyrir. Grindavíkurkirkja er 25 ára um þessar mundir. Haldið er upp á það með hátíðarguðsþjónustu sem hefst klukkan 14 á sunnudag og vígslu nýs orgels sem Björgvin Tómasson org- elsmiður á Stokkseyri hefur smíðað. Eftir messu, á meðan kirkjugestir njóta kaffiveitinga, munu Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sól- bergsson organistar leika á nýja org- elið. Þegar kirkjan var tekin í notkun var flutt þangað pípuorgel úr gömlu kirkjunni. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur segir að lengi hafi verið til umræðu að fá nýtt hljóðfæri en það hafi tekið sinn tíma. Hljóð- færi af þessari stærð er mikil fjár- festing fyrir söfnuðinn. Elínborg segir að söfnun fyrir orgelinu hafi gengið vel en tekur fram að henni sé ekki lokið. Elínborg kom sem afleysinga- prestur til Grindavíkur fyrir rúmu ári í leyfi Jónu Kristínar Þorvalds- dóttur og hefur nú verið ráðin sókn- arprestur. „Mér líkar mjög vel, Grindavík er góður staður og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að þjóna hér,“ segir Elínborg. Hún segir að mannlíf sé gott í Grindavík. Þar sé enn and- rúmsloft sveitar og sjávarpláss um leið og uppbyggingarandi. Hún segir að líflegir straumar fylgi uppbygg- ingunni en um leið sé þar samkennd sem fylgi minni samfélögum og íbú- arnir eigi greiðan aðgang að kirkj- unni. Þá sé fólk tilbúið til að leggja kirkjunni sinni lið þegar á þurfi að halda. Elínborg er Skagfirðingur í húð og hár. Hún er lærður lyfjatæknir og vann í apótekum í áratug. Hún var komin yfir þrítugt þegar hún hóf nám í guðfræði við Háskóla Íslands. „Ég þarf alltaf að fara svo langar leiðir í lífinu. Þegar ég byrjaði í guð- fræðinni fann ég fljótt að það er leið- in sem ég átti að fara og er nákvæm- lega á réttum stað í þessu starfi,“ segir Elínborg. Hún vígðist til Ólafsfjarðarpresta- kalls fyrir sex árum og var síðan um tíma prestur í Grafarvogi. Áður hafði hún meðal annars starfað hjá Kvennaathvarfinu í Reykjavík og SÁÁ. „Það hefur alltaf átt vel við mig að vinna með fólki,“ segir hún. Nýtt 25 radda orgel tekið í notkun í Grindavíkurkirkju Ljósmynd/Hjörtur Hjartarson Hljóðfæri Nýja pípuorgelið stendur fyrir miðri Grindavíkurkirkju og setur svip á kirkjuna. Friðrik Vignir Stefánsson organisti stendur við það. „ÞESSU fylgir svolítil eftirsjá, það er tómlegt á verkstæðinu þegar org- elið er farið. En um leið er það léttir að ljúka slíku verki,“ segir Björgvin Tómasson, orgelsmiður á Stokks- eyri, um orgelið fyrir Grindavík- urkirkju sem hann hefur unnið að ásamt starfsmönnum sínum í vel á annað ár og hefur nú lokið við að smíða og setja upp í kirkjunni. Hann segist hafa fundið meira fyrir eftirsjá þegar hann afhenti fyrstu orgelin en nú. Orgelið í Grindavíkurkirkju er opus 29 hjá Björgvini, 29. hljóðfærið sem hann smíðar. Þótt orgelið sé þriðja stærsta orgelið sem hann hefur smíðað tekur hann fram að það sé í raun lítið í samanburði við stór pípuorgel erlendis. Orgelið er 25 radda, sem Björgvin telur viðeig- andi á 25 ára vígsluafmæli kirkj- unnar, og í því eru 1.502 pípur. „Það er mjög myndarlega að verki staðið hjá Grindvíkingum,“ segir Björgvin um verkefnið. Stækka þurfi orgelstúkuna í Grindavíkurkirkju til að koma nýja orgelinu fyrir og lyfta þakinu þar fyrir ofan. Telur hann að breyting- arnar hafi tekist vel. Orgelið stend- ur fyrir miðri kirkju og nýtur sín vel. 1.502 pípur eru í nýja orgelinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.