Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 18
|miðvikudagur|26. 9. 2007| mbl.is daglegtlíf Andleg heilsa hefur ekki síður áhrif á hjartað en lífshættir eins og hreyfing, mataræði og reykingar. » 20 heilsa 49 hlauparar úr hlaupahópi í Grafarvogi ætla að hlaupa í Berlínarmaraþoninu á sunnudag. » 20 hreyfing Margrét Backman út-skrifaðist sem lands-lagsarkitekt frá Land-búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, lokaverkefnið fjallaði m.a. um áhrif gróðurs á sjúklinga og starfsmenn sjúkra- stofnana. Inga Helga Sveinsdóttir er Bsc. frá Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri. Lokaverkefni hennar í umhverfisskipulagi fjallaði um græðandi áhrifamátt náttúrunnar á manninn, hvernig umhverfið hefur áhrif á líðan og hegðun manna og stöðu umhverf- isins í kringum fimm sjúkrastofn- anir á geðsviði á höfuðborg- arsvæðinu. Því miður er tæpast hægt að segja að niðurstöðurnar séu gleðiefni. „Ég fékk áhuga á þessu sviði landslagshönnunar þegar sonur minn fór í svokallaðan skógarleik- skóla í Kaupmannahöfn. Þá kynnt- umst við rannsóknum þar sem fram kom að hreyfigeta barna á skógarleikskólum er meiri en barna í öðrum leikskólum og þau eru minna veik. Ég ákvað því að taka þessi umhverfismál fyrir í lokaverkefninu,“ segir Margrét. „Haveterapi“ eða garðmeðferð Verkefnið er um það sem heitir á dönsku„ haveterapi“, nokkurs konar garðmeðferð, og yfirfærði Margrét kenningarnar á umhverfi sjúkrahúss í Norður-Kaupmanna- höfn. Það verður að vera hægt að horfa á gróðurinn út um gluggann, ganga um í garðinum og í ákveðnum tilvikum getur sjúkling- urinn tekið þátt í ræktuninni. Að- ferðinni hefur verið beitt í Am- eríku og Englandi í mörg ár en í Svíþjóð frá 2001 í Alnarp Terapi- trädgård. Fólk sem upplifað hefur kulnun í starfi og þjáist af mikilli streitu getur lagst þar inn til með- ferðar og árangurinn er ótrúlega mikill. Um 70% snúa aftur til starfa. Að garðmeðferðinni koma sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar, listmeð- ferðarfræðingar og garð- yrkjumenn og garður stofnunar- innar er sérhannaður með starfsemina í huga. Margrét segir að Bandaríkjamaðurinn Roger Ul- rich hafi árið 1984 kynnt nið- urstöður 20 ára rannsókna þar sem í ljós kom að sjúklingahópar sem gengist höfðu undir sams kon- ar aðgerðir og horfðu annars veg- ar út á steinvegg og hins vegar út í garð náðu misfljótt bata. Þeir sem nutu garðútsýnisins þurftu minni verkjalyf, voru rólegri og útskrifuðust fyrr en þeir sem „nutu“ steinveggjarins. Þetta sýn- ir hversu mikilvægt er að hafa gróður og garða í kringum sjúkra- stofnanir. Í lokaverkefni Ingu Helgu er umhverfi fimm stofnana á geð- sveiði kannað; Kleppsspítala, geð- deildar Landspítalans, barna- og unglingageðdeildar, Stuðla og Barnaspítala Hringsins. „Ég tók myndir af umhverfinu og lagði mat á það út frá kenningum Clare Coo- per Marcus, prófessors emertita við arkitekta- og landslagsdeildina við Berkley-háskólann í Kali- forníu. Niðurstöðurnar sýndu að miklu væri ábótavant miðað við skilyrðin sem Cooper Marus setur fram,“ segir Inga Helga. Garðar víkja fyrir bílastæðum Þeir sem þekkja þetta umhverfi minnast fyrst endalausra bíla- stæða. Reyndar var fallegur garð- ur framan við elsta hluta Land- spítalans en á hann hefur verið gengið eftir því sem bílastæðin hafa stækkað. Við Kleppsspítalann var og er garður, en Inga Helga bendir á að nýting svæða umhverf- is geðdeildir og geðsjúkrahús hafi endurspeglast í gegnum aldirnar í viðhorfi hvers þjóðfélags á hverj- um tíma til geðsjúklinga. Árið 1907 þegar Kleppur tók til starfa var hann fjarri borgarbyggð, þar var gróður, ræktun og búskapur stundaður sem sjúklingar tóku þátt í eftir getu. Hún kannaði sög- una og sá einnig að deildir voru málaðar í mismunandi litum, hjá þunglyndum voru gulir veggir en bláir hjá þeim órólegri, enda hafa litir áhrif á fólk. „Þótt umhverfið hafi breyst á Kleppi er bakgarð- urinn ennþá fallegur, og það meira að segja á veturna,“ segir Inga Helga. Að sögn Margrétar er garð- meðferðin að breiðast út um Norð- urlöndin frá Svíþjóð. Ulrika Stigs- dottir sem var ein af brautryðjendunum þar hefur verið fengin til Kaupmannahafnar og ætlunin er að búa til græðandi garð þar en ekki hefur heyrst að slíkt sé á döfinni hér. „Samkvæmt skipulagi nýja há- tæknisjúkrahússins er ráðgert að hafa geðdeildir í fjögurra hæða byggingu við Hringbraut. Erlendis er talið best að fólkið geti verið sem allra næst náttúrunni, enda hefur það lækningagildi að mati flestra,“ segja Inga Helga og Mar- grét. Morgunblaðið/G.Rúnar Hugað að gróðri Margrét og Inga Helga fjalla um umhverfi sjúkrastofnana. Gróðurinn kominn Margrét færði með nútíma tölvutækni gróður inn í garðinn á BUGL og yfirbragð svæðisins gjörbreytist. Nöturlegt Það er ekki hægt að segja að mhverfið á BUGL gleðji augað. Inga Helga tók þessa mynd í tengslum við verkefni sitt. Umhverfi sjúkra- stofnana er veru- lega ábótavant Allir sem hafa gaman af gróðri vita að hann hefur róandi áhrif. Fólk nýtur þess bæði að horfa út í og ganga um garðinn, sem og að reita arfa og klippa tré og runna. Fríða Björnsdóttir ræddi við Margréti Backman landslags- arkitekt og Ingu Helgu Sveinsdóttur Bsc. í umhverfisskipulagi um gróður í umhverfi sjúkrastofnana og áhrif hans á manneskjuna. Inga Helga og Margrét halda fyrir- lestra um gróður í umhverfi sjúkrastofnana og áhrif trjágróð- urs á manneskjuna og umhverfi hennar á ráðstefnunni Trjágróður til yndis og umhverfisbóta sem haldinn verður á vegum tímarits- ins Sumarhúsið og garðurinn í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni á fimmtudaginn. www.rit.is MÓDELIÐ sem kokkarnir á lúxushótelinu Grand Melia í Jakarta í Indónesíu leggja hér lokahönd á er engin smásmíði. Um er að ræða súkkulaðiútgáfu af stærstu mosku borgarinnar og þurfti alls ein 150 kg af súkkulaði í módelgerðina. Moskan á síð- an að standa í anddyri hót- elsins í föstumánuðinum Ramadan. Reuters Súkkulaði- moska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.