Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÖGMUNDUR Á VILLIGÖTUM Ögmundur Jónasson, alþingis-maður og einn af helztu for-ystumönnum Vinstri grænna, er á alvarlegum villigötum í grein, sem hann skrifaði hér í Morgunblaðið í gær um orkumál í formi opins bréfs til Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. Í grein þessari segir þingmaðurinn m.a.: „Ætlið þið að láta óátalið að þjóðin verði svipt orkulindunum? Eða ætlið þið að bregðast við með lagasetningu, sem tryggir eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum og að grunnþjónusta verði ekki færð einkafyrirtækjum í einokunaraðstöðu? Ábyrgð ykkar er mikil.“ Þau sjónarmið, sem fram koma í grein Ögmundar um eignaraðild út- lendinga að íslenzkum auðlindum, áttu einu sinni við en ekki lengur. Hvað varð til þess að breyta þessum viðhorfum? Það voru fjárfestingar ís- lenzkra fyrirtækja í auðlindum ann- arra þjóða. Slíkar fjárfestingar hóf- ust á tíunda áratug síðustu aldar, þegar íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hófu að fjárfesta í erlendum sjávarút- vegsfyrirtækjum og fengu þar með aðgang að sjávarauðlindum annarra þjóða. Þegar sú framþróun hafði orðið í ís- lenzkum sjávarútvegi varð ljóst, að við Íslendingar gátum ekki og getum ekki með nokkrum rökum neitað er- lendum fyrirtækjum að fjárfesta í ís- lenzkum sjávarútvegi. Nú er svipuð þróun að verða í orku- geiranum. Íslenzk orkufyrirtæki eru að leita eftir að fjárfesta í orkuauð- lindum þjóða víða um heim. Það er augljóst að í orkugeiranum eru senni- lega meiri tækifæri til fjárfestinga en við höfum áður kynnzt. Það er af og frá, að við getum búizt við því, að aðr- ar þjóðir telji sjálfsagt að við getum fjárfest í orkuuppbyggingu á þeirra vettvangi á sama tíma og við höfnum fjárfestingum þeirra í íslenzkum orkufyrirtækjum. Við hljótum að horfast í augu við þann veruleika að í þessum efnum sem öðrum í samskiptum þjóða í milli verður gagnkvæmni að ríkja. Við getum ekki búizt við að geta nýtt okkur tækifæri til fjárfestinga t.d. í jarðvarma í öðrum löndum ef er- lend fyrirtæki fá ekki að gera það sama hér. Við Íslendingar verðum að horfast í augu við þá staðreynd að við getum ekki ætlast til alls af öðrum en láta ekkert í staðinn. Það er tími til kominn að Vinstri grænir opni augun fyrir því, sem er að gerast í kringum okkur. Þess vegna er sú stefna, sem Ögmundur Jónasson boðar í grein sinni í Morg- unblaðinu í gær, gömul og úrelt og hann og flokkssystkini hans eiga að hafa kjark til þess að horfast í augu við það. Ella verða þau aldrei hæf til þátttöku í ríkisstjórn á Íslandi. Möguleikar okkar til þátttöku í virkjun auðlinda annars staðar eru miklir og við megum ekki eyðileggja þau tækifæri, sem þar blasa við. FRAMTÍÐ Í NÝJU LANDI Málþingið Framtíð okkar í nýjulandi – erum við Íslendingar, sem haldið var í fyrradag, er lofsvert framtak og löngu tímabært. Um 200 ungmenni af erlendum uppruna sóttu þingið og fengu þar tækifæri til að heyra af reynslu annarra og bera saman bækur sínar. Það er lykilatriði að þessir einstaklingar njóti sömu tækifæra á Íslandi og jafnaldrar þeirra. Tungumál voru mjög til umræðu á málþinginu. Annars vegar vandamál, sem kæmu upp í skólanum á meðan nemendur væru að ná valdi á ís- lensku, en ennþá ófærir um að læra og þreyta próf á nýju tungumáli og standa sig vel. Hins vegar skort á tækifærum til að læra sitt móðurmál almennilega, en vitað er að góð þekk- ing á móðurmálinu er grundvöllurinn að því að nema önnur tungumál. Ein stúlka lýsti því hvernig kenn- ari hreytti í hana ónotum þegar hún kvaðst eiga erfitt með að skilja náms- efnið vegna þess að það væri á ís- lensku: „Hann svaraði mér að það kæmi sér ekki við að ég skildi ekki neitt og að ég ætti bara að læra ís- lensku sem fyrst.“ Anh Dao Tranh, verkefnisstjóri Framtíðar í nýju landi, sagði í samtali í Morgunblaðinu í gær að sér fyndist ungmenni af erlendum uppruna vera svolítið týndur hópur í íslensku sam- félagi: „Það er stöðugt verið að tala um þau og ræða hvað hægt sé að gera betur fyrir þau, en hins vegar hefur vantað upp á að leitað sé eftir ábend- ingum þeirra sjálfra og óskum.“ Það má ekki gleyma að það er ástæða fyrir því að fólk kemur til Ís- lands og sest hér að og oft þarf það að láta ýmislegt yfir sig ganga. Orð Jorges Montalvos, jarðfræðinema frá Kólombíu, segja mikla sögu: „Það er alls ekki auðvelt að flytjast búferlum til annars lands og byrja frá grunni að skapa sér nýtt líf og framtíð,“ seg- ir hann og bætir við að vissulega sé margt neikvætt á Íslandi: „En ef við erum hingað komin til að setjast að þá reynum við að horfa framhjá því neikvæða. Mörg trúum við því að við getum átt betra líf hérlendis en heima.“ Íslendingar – bæði stjórnvöld og almenningur – eiga að hafa í huga að þetta fólk er margt komið hingað til að eignast betra líf á Íslandi og taka á móti nýjum Íslendingum og afkom- endum þeirra í samræmi við það. Með málþinginu á fimmtudag hefur verið markað upphaf að umræðu þar sem talað er við ungmenni af erlendum uppruna á Íslandi, en ekki um þau og yfir þau. Á þessari umræðu verður að verða framhald og það þarf að taka mark á henni. Í umfjöllun Silju Bjarkar Huldudóttur í Morgun- blaðinu í gær kemur fram athuga- semd um að fámennt hafi verið í hópi ráðamanna samfélagsins á mál- þinginu. Það er bagalegt því að skiln- ingur þeirra á þessum málum er lyk- ilatriði. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Sjúkrahús á öllum Norður-löndunum, fyrir utan Ís-land, hafa um alllangtskeið fengið greitt á grundvelli svokallaðs DRG-fram- leiðslumælikerfis að einhverju leyti. Misjafnt er milli landa og svæða innan þeirra hvernig fjármögnunin er útfærð. Það er því komin góð og löng reynsla á þetta á Norðurlönd- unum og um tuttugu ára reynsla í Bandaríkjunum þar sem kerfið er upprunnið. Oft byrja sjúkrahúsin á að fá greidd um 70% eftir föstum fjárlögum og 30% samkvæmt breytilegri fjármögnun. Þetta hlut- fall breytist svo með tímanum og verður jafnvel öfugt. Hins vegar hefur hingað til verið viss tregða hjá íslenskum stjórn- völdum að taka upp breytta fjár- mögnun á Landspítala sem byggist á DRG-kerfinu og ítarlegri kostn- aðargreiningu hvers verks sem framkvæmt er á sjúkrahúsinu. Enn er eingöngu greitt samkvæmt föst- um fjárlögum sem ákveðin eru ár fram í tímann. Fagnar stefnuyfirlýsingu Í grein sem Anna Lilja Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri fjár- reiðna og upplýsinga LSH, skrifaði í Morgunblaðið sl. sunnudag kemur fram að sjúkrahúsið sé tilbúið fyrir breytta fjármögnun og kostnaðar- greiningu og innleiðingu DRG-kerf- isins lokið að mestu en undirbún- ingur vegna þessa hófst strax árið 2001. Í greininni fagnar hún stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og segir þar sett fram „ánægjulegt markmið um að kostnaðargreina skuli heilbrigðisþjónustuna og taka upp blandaða fjármögnun þar sem fjármagn fylgir sjúklingum.“ Það má því segja að stjórnvöld séu nú loks búin að taka afstöðu um að taka upp blandaða fjármögnun, líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar. „Helstu kostirnir við blandaða fjármögnun eru þeir að kostnaður við rekstur spítalanna verður meira í takt við þau verk sem þar eru unn- in því hægt er að láta fjármagnið fylgja verkunum og þar með sjúk- lingum með nánari hætti en mögu- legt er með fastri fjármögnun sem byggir ávallt á starfsemi síðasta árs,“ segir María Heimisdóttir, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs LSH. „Með því að hafa fjármögn- unina breytilega byggist hún á þeim verkum sem verið er að vinna hverju sinni þó ákveðinn rammi sé fyrirfram ákveðinn.“ Grundvallast á ítarlegum samningum Einnig nýtast gögn um sundur- liðaðan kostnað við hvert verk og þar með hvern sjúkling, í margt annað, t.d. til að fylgjast með kostn- aði við tiltekna starfsemi innanhúss sem og til þess að gera samanburð, vinna rannsóknir og við eftirlit. „Alls staðar þar sem ég þekki til og tekin hefur verið upp blönduð fjármögnun er hún grundvölluð á mjög ítarlegum samningum og er þessi samningsgerð algjört lykilat- riði,“ svarar María aðspurð hvort kerfið bjóði ekki upp á óhe leiðslu sjúkrahúsanna. „ ingunum er sett ákveði framleiðsluna,“ segir Marí er m.a. kveðið á umfang unnar, gæði hennar, dreif árið og afsláttarkjör. Stu samið fyrirfram um hversu valaðgerðir verði framk það árið, t.d. liðskipta Hins vegar sé ómögulegt þannig um bráðaþjónustu ingarþjónustu svo dæmi s „En samið er oft um fjölda við hvaða mörk greiðslur inbera fyrir hvert verk skerðast. Í sumum tilvikum ið um að eftir ákveðinn fjö sé ekki greitt meira. Sjú geta því alls ekki framleit fyrirfram er samið um tak ir.“ Kaupandinn, þ.e. heilbr völd, ræður því með þessu hvað hann vill kaupa mik ustu. Samningarnir eru sí urskoðaðir og uppfærði enda eftirspurn eftir he þjónustu sveiflukennd. Ísland situr eit  Sjúkrahús allra Norðurlandanna nema Íslands hafa mögnun og fá að hluta greitt miðað við afköst  Spítal Upp á krónu Kostnað við hverja aðgerð sem framkvæmd er á La Nú er hægt að skoða sundurliðaðan kostnað við meðferð sérhvers sjúklings Landspítalans stuttu eftir að meðferð lýkur. Spítalinn hefur um nokkurt skeið verið tilbúinn til að fá greitt samkvæmt framleiðslu- mælikerfi og þar með eftir afköstum. 3 K =:0! .   2 !! # !    0! ?! !1     0! <=0; D !  8  ? 2:L # ;  K 2! ! 2M    0! 3!      0! &; = ! ! : K  C0   3 K 0   =L ! K!  !;   !  M = ! /0 " /*)  + !   1 6 „ÉG var að ríða við Þjórsárbakka með sonarsyni mínum og öðrum félaga, á leið norður í land. Ég var nýbúinn að sækja hest í tamningu, flottan jarpan, og mitt óhapp var það að ég reið aftan undir hest sem sonarsonur minn var með í taumi. Sá fór að verja sig og sló í áttina að mér og ég varð fyrir högginu.“ Þannig lýsir Magnús Pét- ursson, forstjóri Landspítala, því er hann í sumar lenti í slysi og fékk opið fótbrot á sköflung. Sam- ferðamenn hans vildu gjarnan kalla þyrluna til en Magnús tók það ekki í mál og fékk aðstoð bónda í nágrenninu til að flytja sig til móts við sjúkrabíl á þjóðveginum. Magnús var meðhöndlaður á Land- spítala og er mál hans tekið sem dæmi í grein Önnu Lilju Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra upplýsinga- og fjárreiðna LSH, í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þegar kennitala forstjórans er slegin inn í kostnaðarkerfi spítalans kem- ur í ljós að kostnaður vegna skurðaðgerðarinnar er 215.197, vegna annarrar læknisþjónustu 38.522, vegna hjúkrunar 67.997, vegna rekstrarkostnaðar á legudeild 12.754, vegna blóðrannsókna og myndgreiningar 23.413 og millifærður kostnaður er 37.792. Sam- tals er kostnaðurinn við beinbrot Magnúsar 395.675 kr. Meðalraunkostnaður við meðferð sem þ m u v S i f o i i æ l „Ég varð fyrir högginu“ Magnús Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.