Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í VIÐTALI við blaðamann Blaðsins 21. þessa mánaðar gerir samgönguráðherra grein fyrir því að hann hafi beðið Einar Hermannsson afsökunar á fram- ferði sínu gagnvart honum. Frá- sögn ráðherrans er ekki alveg nákvæm. Þar sem afsök- unarbeiðni af þessu tagi er held- ur sjaldgæf hjá stjórnmálamönn- um hér á landi er alveg nauðsynlegt að aðdragandi henn- ar sé réttilega upplýstur. Af ummælum ráðherrans í við- talinu er helst að skilja að hann hafi fyrir eigið frumkvæði séð að ummæli hans í garð Einars Her- mannssonar hafi verið ósann- gjörn í hans garð og þess vegna kallað Einar á sinn fund og beðið hann afsökunar. Þetta gerðist bara ekki svona. Einar Hermannsson leitaði til mín um lögmannsaðstoð vegna þess að hann taldi ráðherrann hafa brotið á sér og starfsheiðri sínum. Á þeim tíma hafði Einar í fjórar vikur mátt sitja undir alls kyns blaðri sem hlaust af þessu frumhlaupi ráðherrans. Ég gerði ráðherranum grein fyrir þessu með bréfi sem honum var boð- sent 13. þessa mánaðar. Í nið- urlagi þess bréfs segir m. a.: „Umbjóðanda mínum er ljóst að málaferli til að ná fram rétti sínum kosta fé, tíma og fyr- irhöfn, og honum er ekki kapps- mál að fara þá leið. Hann vill þess vegna gefa þér kost á því að afstýra málssókn með því að þú biðjir hann afsökunar á um- mælunum og dragir þau til baka. Það yrði þá að gerast með álíka áberandi hætti eins og þau voru sett fram og yrði þá að gerast innan 4 daga frá dagsetningu bréfs þessa. Ef þú ekki tekur þessu boði er umbjóðandi minn knúinn til að höfða mál á hendur þér ....“ Einum degi eftir að þessi frestur rann út bað ráðherrann Einar að koma til fundar við sig og ræða málið einslega. Þær við- ræður leiddu síðan til þess að ráðherrann bað Einar afsökunar eins og fram er komið. Þótt Ein- ar telji ráðherrann hafa í áð- urnefndu blaðaviðtali reynt að gera hlut sinn heldur skárri en hann í raun er í þessu máli, hef- ur hann ákveðið að taka afsök- unarbeiðni ráðherrans til greina, enda hverjum manni ljóst sem eitthvað kynnir sér þetta mál að ummæli hans í garð Einars voru í senn óviðeigandi og ómakleg. Vísa ég í því sambandi til ræki- legrar úttektar Orra Páls Orm- arssonar blaðamanns Morg- unblaðsins sem birtist í blaðinu 9. september sl. Ragnar Halldór Hall Afsökunarbeiðni ráðherra Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. Á SÍÐUSTU 3 árum hafa um tvær milljónir ungra pólskra launamanna leitað að heiman eftir vinnu, og staðan er orðin þannig í Póllandi að verulegur skortur er á fagfólki sérstaklega í bygging- ariðnaði. Umræða um þessi mál hefur verið mjög ofarlega á baugi á ráðstefnum um evrópskan vinnu- markað á und- anförnum árum. Þegar litið er yfir farinn veg og þá reynslu sem menn hafa öðlast þá blasir við að mörg lönd, þar á meðal Ísland, hafa tekið alrangt á málum þess vinnuafls sem hefur leitað vestur á bóginn eftir vinnu. Oft er bent á Írland og England í þessu sambandi. Þau opn- uðu strax sinn vinnu- markað fyrir erlendu launafólki og náðu til sín best menntaða fólkinu. Þau lönd sem settu upp ýmiskonar hindranir misstu best menntaða fólkið. Á norðurlöndum er áberandi hvernig Norðmenn hafa tekið á móti er- lendum launamönnum og fylgst vel með því að aðbúnaður standist all- ar kröfur og laun séu rétt. Þetta hefur leitt til þess að þangað hefur besta fólkið leitað og norsk fyr- irtæki hafa getað valið úr, reyndar ekki bara Austur-Evrópubúum. Í Noregi eru í dag liðlega 200 þús. erlendir launamenn. Svíar eru áberandi í heilbrigðisþjónustunni, einnig má benda á að í Noregi eru að störfum 2.000 sænskir rafvirkj- ar og 600 danskir. Í upphafi máttu stéttarfélögin sitja undir allskonar aðdróttunum frá stjórnvöldum. Stéttarfélögin væru á móti þróun og væru með fasisma gagnvart erlendu fólki. Þarna voru stjórnmálamenn eins og svo oft áður að beita smjörk- lípuaðferðinni. Stéttarfélög hafa eftirlit með því að aðbúnaður og kjör allra launamanna séu í lagi, sama hvaðan þeir koma. Stjórn- völd gripu ítrekað fram í gerðir opinberra eftirlitstofanna og ómerktu þær. Þau höfnuðu alfarið að auka rekstrarfjármagn í sam- ræmi við vaxandi verkefni. Okkur er í fersku minni hvernig þáver- andi stjórnvöld brugðust við, þeg- ar í ljós kom að laun og aðbúnaður verkafólks í Kárahnjúkum voru langt fyrir neðan mörk. Vinnubúð- irnar voru þær lökustu sem reistar hafa verið á Íslandi og þó víðar væri leitað, héldu hvorki vatni né vindi og verkafólkið átti þar öm- urlegan fyrsta vetur. Portúgal- arnir reyndu eins og ítrekað kom fram í fréttum, að lagfæra búðirnar með því að líma húsin saman með frauðplasti og skýla sér með dagblöðum. Þáverandi ráðherrar börðust opinberlega gegn öllum at- hugasemdum bygg- ingareftirlits og trún- aðarmanna, sem leiddi til þess að það tók allt að einu ári að ná fram úrbótum, enda flúðu Portúgalarnir frá Kárahnúkum, og leita varð til Norður-Kína eftir vinnuafli. Þetta hefur skilað sér í skelfilegri um- fjöllum um íslenskan vinnumarkað, t.d. í Portúgal. Því miður er sömu sögu að segja af mörgum hinna pólsku launamanna og eins frá baltnesku löndunum. Starfsmenn stéttarfélaganna hafa hitt marga þeirra að máli og þeim ber yfirleitt saman um að hingað komi þeir vegna þess að ekkert annað er í boði. Þetta getum við þakkað því hversu lengi stjórnvöld voru að taka við sér og ekki síður gróða- hyggju nokkurra starfsmanna- leigna sem hafa nýtt sér til hins ýtrasta það ástand sem stjórnvöld sköpuðu með afstöðu sinni. Það er fyrst nú sem stjórnvöld eru farin að taka á þessum málum af markvissri stefnufestu. Fyrir ári voru sett hér framsækin lög um úrbætur í skráningu á erlendu launamönnum og eftirliti með fyr- irtækjum og starfsmannaleigum. Verkalýðshreyfingin átti drjúgan þátt í mótum þessara laga og fagn- aði staðfestingu þeirra, reyndar með örfáum undantekningum sem blönduðust í kosningabaráttu eins flokks. Íslensk fyrirtæki hafa kvartað undan því að hingað leiti ekki nægilega mikið af hæfu fólki. Ef við ætlum að byggja upp sam- keppnishæft atvinnulíf verðum við að ná hingað besta fólkinu. Þetta tókst Írum m.a. og þar er gríð- arleg uppbygging, ekki síst á há- tæknisviðinu. Sama er að segja um Finnland og Noreg. Þar hafa fyr- irtækin, launþegahreyfingin og stjórnvöld tekið höndum saman um að berjast gegn félagslegum undirboðum og séð til þess að allur aðbúnaður sé mannsæmandi. Það þarf ekki að skrifa langan texta til þess að upplýsa fólk um hvers vegna svona vont orð fer af ís- lenskum vinnumarkaði meðal launamanna í sunnanverðri og austanverðri Evrópu. Það mun taka tíma að lagfæra þann skaða sem aðgerðaleysi stjórnvalda og eftirlitsstofnana hefur leitt til. Ís- lensk stjórnvöld tryggðu að við fengjum lakasta hluta þeirra launamanna sem leitað hafa vestur á bóginn. Eigendur starfs- mannaleigna hafa nýtt sér stöðuna, ef einhver fjallaði opinberlega um framferði þeirra var hinum sama hótað meiðyrðamálum. Ef við lít- um til byggingamarkaðarins þá sjáum við að lág laun erlendra byggingarmanna og lakur aðbún- aður hefur ekki skilað sér í lækk- andi verði fasteigna, þvert á móti. Það eru einungis fjárfestar og eig- endur starfsmannaleignanna sem hafa hagnast á þessu ástandi. Eftir sitja hlunnfarnir erlendir launa- menn og íslenskir byggingarmenn með lakari launaþróun og kaup- endur íbúða, sem í vaxandi mæli virðast vera gallaðar. Við misstum af besta vagninum Íslendingar hafa tekið alrangt á málum erlends vinnuafls, seg- ir Guðmundur Gunnarsson » Þau lönd semtryggðu erlendum launamönnum góðan að- búnað og laun fá hæf- asta fólkið. Afstaða ís- lenskra stjórnvalda hefur valdið gríðarleg- um skaða. Guðmundur Gunnarsson Höfundur er formaður Rafiðn- aðarsambandsins og stjórnarmaður í Evrópska byggingarsambandinu. IÐNAÐARRÁÐHERRRA hefur sagt að hann muni gera allt er má til að flýta olíuleit í íslenskri lög- sögu. Einnig hefur iðnaðarráð- herra viðrað þá hugmynd að rétt geti verið að taka upp viðræður við Norðmenn um að tryggja Íslendingum langtímaaðgang að ol- íu. Ástæða þess að iðn- aðarráðherra viðrar þessa skynsamlegu hugmynd er efalítið sú að spáð er að inn- an 7–10 ára verði ol- íukreppa í heiminum. Barátta þjóða um að- gang að olíu er hafin. Fyrir Íslendinga o.fl. snýst sú barátta í reynd um – seglbáta eða mótorskip, bjargálnir eða ör- birgð. Bretar hafa náð langtíma olíu- samningi við Norðmenn. Þjóð- verjar og fleiri sitja á biðstofum Rússa. Bandarískar vígvélar vakta olíulindir í Írak og hafa Íran í sigtinu. Sjálfstæði og Eykon Ef olíuskortur verður viðvarandi mun þrengja mjög að sjálfstæði þeirra þjóða, sem ekki hafa vís úr- ræði um eldsneyti. Þær verða neyddar til að haga sér í takt við vilja þeirra sem ráða olíunni. Hvað gætu olíusveltir Íslendingar sagt ef Norðmönnum dytti t.d. í hug að vilja semja um veiðikvóta eða meinta lögsögu sína á Svalbarða jafnt því að sinna bænum Íslend- inga um olíu? Þegar ég nefni hér lögsögu finnst mér við hæfi að muna og þakka þrautseigju Eyjólfs Konráðs, (Ey- kons) í baráttu hans fyrir rétti Íslands til nýtingar á landgrunni þess. T.d. á Hatton- Rockall-svæðinu. Bar- átta Eykons var lítils metin á sínum tíma. Í dag er hún forsenda fyrir aðkomu Íslend- inga að viðræðum um réttinn til olíuvinnslu á Hatton-Rockall- svæðinu. Hefði þrá- kelkni Eykons ekki notið við er næsta víst að aðrar þjóðir væru nú að skipta þeim feng án okkar viðveru. Æðra Ísland Margir, sem krefjast af hörku að fá að njóta þeirrar velferðar sem af olíunni leiðir, tala afar niðrandi um þær þjóðir sem „skíta sig út“ á að skaffa þeim olíu. Þeir eru haldnir þjóðrembu og hrífa sjálfa sig með tali um yfirburði lands og þjóðar og efla „egóið“ með upphöfnum slagorðum eins og „Æðra Ísland“, eða einhverju því um líku. Sumt af þessu fólki telur sig styðja alþjóðahyggju jafn- aðarmanna og veit ekki að það hugsar í anda úreltrar ný- lendustefnu. Sjálfstæðismál Í baráttunni um olíuna er staða þjóða, sem hafa olíuiðnað, ólíkt betri en þjóða, sem þurfa alla olíu frá öðrum. Ef Íslendingar komast í hóp þjóðanna, sem hafa einhvern olíuiðnað geta þeir tryggt sér að- gengi að olíu til frambúðar. Olíu- vinnsla og olíuhreinsun á Íslandi yrðu því styrkar stoðir við sjálf- stæði þjóðarinnar. Liðveisla Öss- urar Skarphéðinssonar iðn- aðarráðherra við vinnslu á olíu er því gott mál sem getur eflt sjálf- stæði Íslendinga og forðað þeim frá að lenda í efnahagslegri eymd. Össur og arfurinn frá Eykon Birgir Dýrfjörð skrifar um hugsanlega olíuvinnslu við Ísland og hlut Eykons að því að tryggja Íslendingum landgrunnið »Hefði þrákelkni Ey-kons ekki notið við er næsta víst að aðrar þjóðir væru nú að skipta þeim feng án okkar við- veru. Birgir Dýrfjörð Höfundur er í flokksstjórn Samfylk- ingarinnar. Í MORGNUBLAÐINU sunnu- daginn 23. september birtist bréf frá formanni íbúa- samtakanna Betra Breiðholt, þar sem hann skorar á yf- irvöld að gera mislæg gatnamót við gatna- mót Reykjanes- brautar og Bústaða- vegar. Ég vil með þessu bréfi sýna fram á að umrædd mislæg gatnamót séu hvorki umferð né umhverfi Reykjavíkur til fram- dráttar og myndu skapa fleiri vandamál en þau leysa. Í fyrsta lagi liggja gatnamótin við eina helstu nátt- úruperlu borgarinnar, Elliðaárdalinn, alveg meðfram farvegi El- liðaánna. Ljóst má telja að framkvæmdir á þessum stað myndu kosta rask á nátt- úrulegum árfarveg- inum. Í öðru lagi myndu þau valda mikilli umferðaraukningu á Bú- staðavegi, sem nú þegar er yf- irfullur. Þetta myndi síðan leiða til þrýstings um að breikka Bústaða- veginn og fækka ljósum þar. Það er vert að minna á að Bústaðaveg- ur milli Reykjanesbrautar og Kringlumýrarbrautar er fyrst og fremst tengibraut hugsuð til að þjóna íbúðarhverfum á svæðinu, en ekki sem meginumferðaræð (stofn- braut). Fjöldi barna sækir skóla og tómstundaiðkun yfir Bústaðaveg- inn og ljóst að enn aukin umferð eða breikkun Bústaðavegar myndi draga úr öryggi og lífsgæðum íbúa nærliggjandi íbúðarhverfa. Nær væri að draga úr umferð um Bú- staðaveginn og beina henni frekar inn á hina mjög svo nærliggjandi helstu umferðaræð borg- arinnar, Miklubraut- ina. Ein aðgerð sem á sama tíma myndi bæði draga úr umferð um Bústaðaveg og liðka fyrir umferð um Reykjanesbraut væri að einfaldlega fjar- lægja umferðarljósin á þessum gatnamótum og loka fyrir vinstri beygjur. Hægri beygj- ur inn á og út af Bú- staðavegi yrðu enn opnar með löngum að- og afreinum og flösku- hálsum á Reykjanes- braut myndi fækka um einn. Þar með er þörf- um fjöldans fullnægt. Í stað hinna lokuðu vinstri beygja gætu þeir sem eru á leið inn í eða út úr íbúðar- hverfum á svæðinu notast við nokkurt úrval mislægra gatnamóta í nánasta nágrenni: Reykjanes- braut-Miklabraut, Reykjanesbraut- Smiðjuvegur eða Réttarholts- vegur-Miklabraut. Misnotkun Bú- staðavegar til gegnumaksturs (stofnbraut) yrði þar með á enda, börnin öruggari á leið í skóla og tómstundaiðkun og þróun borg- arinnar ekki skipulögð með þarfir bílsins í forgangi. Minnkum umferð um Bústaðaveg Bústaðavegur er fyrst og fremst tengibraut, segir Stefán Jónsson Stefán Jónsson »Mislæggatnamót eru ekki lausn á umferðarvanda við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanes- brautar. Höfundur er íbúi í Fossvogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.