Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 25 30. september 2007 WORLD HEART FEDERATION® A H E A R T F O R L I F E Co-sponsored by: Heilbrigt hjarta með samvinnu Þema Alþjóðlega hjartadagsins í ár heilbrigt hjarta með samvinnu hvetur fólk til að vinna saman að því að skapa heilbrigt samfélag án hjartasjúkdóma. Hornsteinar samfélagsins svo sem fjölskyldan, skólarnir, vinnustaðirnir og félagasamtök stuðli að reyklausu umhverfi, reglubundinni hreyfingu og bættu mataræði. Stöndum saman og tökum þátt í Alþjóðlega hjartadeginum þann 30. september. W o r ld He ar tF e d er a t io n. © Lo i s Gr ee nf ie l d Supported globally by: Supported locally by: kl. 18.00 Ávarp Dr. Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar. Fundarstjóri – Séra Hjálmar Jónsson. kl. 18.15 Reyktu ekki. Ólöf Elmarsdóttir hjúkrunarfræðingur Hjartavernd. kl. 18.30 Hreyfðu þig daglega. Þórarinn Sveinsson, dósent í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands. kl. 18.45 Borðaðu hollanmat og haltu kjörþyngd. Ingibjörg Gunnarsdóttir, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands. Hlé – hressing. kl. 19.30 Forðastu óhóflega streitu, frá streitu til sáttar. Margrét Bárðardóttir sálfræðingur. kl. 19.45 Þekkir þú þína áhættuþætti ? Áhættumat hjarta- og æðasjúkdóma. Karl Andersen yfirlæknir Hjartarannsóknar. kl. 20.00 Njóttu lífsins en farðu vel með hjartað, þú átt bara eitt. Hróbjartur Darri Karlsson hjartalæknir Hjartavernd. kl. 20.15 Að vera hjartasjúklingur. Margrét Albertsdóttir félagsfræðingur SÍBS. Fyrirlestraröð í Salnum Kópavogi Topp tíu listinn fyrir heilbrigt hjarta. 27. september 2007 Alþjóðlegi hjartadagurinn Hjarta dagurinn Kópavogur ... í öruggum höndum Fjarðargötu 19 • Fax 565 5572 Opið: mán-fim 9-18 og fös 9-17 Traust og góð þjónusta + Örugg skjalagerð = Vel heppnuð fasteignaviðskipti Gunnar Sv. Friðriksson hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali www.fasteignastofan.is • Allar eignir á mbl.is 565 5522 Opið hús í dag milli kl. 18-19 Krummahólar 10 - Reykjavík Penthouse íbúð á 2 hæðum með ótrúlegu útsýni. 3 sval- ir, 2 baðherbergi, Bílskúr, 4 svefnherbergi og möguleiki á fleiri herbergjum. Suður svalir með einstöku útsýni. Þetta er eign sem vert er að skoða. Sölumaður verður á staðnum. Íbúð merkt 606. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Nýkomið sérlega fallegt tvílyft ca 110 fm parhús á besta stað í Garðabæ. Húsið skiptist þannig: Neðri hæð, stofa, eld- hús, þvottaherbergi, forstofa, snyrting, geymsla og fl. Efri hæð: Hol, 3 svefnherbergi, bað- herbergi og fl. Fallegur garður og góð aðkoma. Lyklar á skrif- stofu. Laust strax. V. 32,9 millj. M bl 9 14 24 2 Krókamýri - Gbæ - Parhús Í LAUGARDAGSBLAÐI Morg- unblaðsins hreykir Björn Ingi Hrafnsson sér af því að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hafi deginum áður samþykkt „tillögu meirihlutans“ um að auka sveigj- anleika í þjónustu frístundaheim- ila. Hið rétta er að fulltrúar Sam- fylkingar hafa ítrekað síðastliðið ár bent á að það að taka upp hlutavistunarfyrirkomulag gæti orðið til þess að frístundaheimilin nýtist fleiri börnum og fjöl- skyldum þeirra. Hugmyndin er ekki ný. Hluta- vistunarfyrirkomulag var tekið upp í takmörkuðum mæli síðast- liðið haust til að koma til móts við börn sem þá voru á biðlistum. Það var loks gert eftir að fulltrúar Samfylkingar, bæði í hverfisráði Grafarvogs og í ÍTR, voru marg- sinnis í ræðu og riti búnir að benda á að aukinn sveigjanleiki í vistunartíma gæti orðið til þess að fleiri börn gætu nýtt sér þjón- ustuna. Nú í vor ákvað svo meirihluti íþrótta- og tómstundaráðs að falla frá hlutavistunarfyrirkomulaginu þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri börn verið á biðlista eftir frí- stundaheimilum. Fulltrúar Sam- fylkingar töldu þá ákvörðun mikið óráð og vöruðu eindregið við því að horfið yrði frá hlutavistunarfyr- irkomulaginu. Það er því lít- ilmannlegt af Birni Inga Hrafns- syni að láta eins og hann hafi fundið þessa leið upp og að hann sé að koma fram með nýja tillögu til að koma fleiri börnum að á frí- stundaheimilum, ekki hvað síst í ljósi þess að hann afnam samskon- ar hlutavistunarfyrirkomulag í vor og hefur látið hundr- uð fjölskyldna bíða mánuðum saman eft- ir því að hann fari að sjálfsögðum tillögum Samfylkingar um hlutavistun. Á meðan fjöl- skyldur hafa beðið eftir úrræðum hafa fundir íþrótta- og tómstundaráðs ítrek- að fallið niður. Þegar fundur var loks hald- inn síðastliðinn föstu- dag hafði ekki verið haldinn fundur í fimm vikur, en samþykktir gera ráð fyrir tveimur fundum í mánuði utan hásum- artímans. Samskonar hlé varð á störfum ÍTR síðastliðið haust þeg- ar sami vandi var uppi á frí- stundaheimilunum. Því virðist sem Birni Inga og meirihlutanum leið- ist heldur lýðræðið á haustin. Borgarbúar hafa liðið fyrir það. Björn Ingi skreytir sig með stolnum fjöðrum Stefán Jóhann Stefánsson og Sigrún Elsa Smáradóttir » Fulltrúar Samfylk-ingar hafa ítrekað síðastliðið ár bent á að með hlutavistun mætti fjölga verulega þeim börnum sem fá vist á frí- stundaheimilum. Stefán Jóhann Stefánsson Höfundar eru fulltrúar Samfylking- arinnar í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Sigrún Elsa Smáradóttir Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.