Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Haraldur Guð-mundsson skipa- smíðameistari fædd- ist á Vesturgötu 30 í Reykjavík, 5. ágúst 1917. Hann andaðist á heimili sínu 4. sept- ember síðastliðinn. Hann var yngsti son- ur hjónanna Guð- mundar Gíslasonar skipasmiðs og Mar- grétar Gísladóttur húsfreyju. Systkini hans voru Sesselja, f. 1903, Þórdís, f. 1905, og Gísli, f. 1915. Systurnar eru báð- ar látnar en Gísli, sem einnig er skipasmiður býr enn á Vesturgötu 30. Haraldur ólst upp við leik og störf í næsta nágrenni heimilis síns og skóla og var vettvangurinn fjar- an, Slippurinn, Tjörnin og Örfirisey. Árið 1940 gekk Haraldur að eiga Guðbjörgu Aðalsteinsdóttur, f. 8. maí 1916, d. 1969 aðeins 52 ára að aldri. Hún var dóttir hjónanna Að- alsteins Pálssonar og Karólínu Auð- unsdóttur frá Djúpavogi. Haraldur og Guðbjörg eignuðust börnin Har- ald Örn 1941 og Cathinku 1943 en hún dó í frumbernsku. Leiðir Har- aldar og Guðbjargar skildi um síðir. Haraldur Örn starfar nú hjá Land- helgisgæslu Íslands og er kvæntur Sigurlaugu G. Viborg og eiga þau dótturina Guðbjörgu Kristínu auk þess sem Sigurlaug á tvö börn frá fyrra hjónabandi. Samtals eiga þau 5 barnabörn. Haraldur stundaði nám í Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga frá 1931 og lauk gagnfræðaprófi 1934. Þá fór hann í Iðnskólann til náms í skipasmíði og lauk skipasmíðanámi árið 1938. Hann hóf störf í Slippnum strax að loknu prófi, þar sem hann starfaði um árabil og síðan í Landssmiðjunni. Ár- ið 1968 stofnaði hann sjálfstæðan rekstur, ásamt syni sínum, sem einnig er skipasmíðameistari og sáu þeir um við- hald og viðgerðir á tréverki og innrétt- ingum á varðskipum Landhelgis- gæslu Íslands. Starfaði hann fullan vinnudag til 83 ára aldurs, þegar heilsu hans hrakaði. Hann hafði alla tíð fram að því verið heilsu- hraustur og rammur að afli. Hann stundaði fimleika, glímu, skíðamennsku og síðast en ekki síst knattspyrnu Í KR þar sem hann keppti bæði í yngri flokkum og meistaraflokki frá 1936-1947. Tómstundir Haraldar á þessum tíma snerust nær allar um félags- störfin innan KR þar sem hann var valinn til ýmissa trúnaðarmála, svo sem formennsku hjá knattspyrnu- deildinni, og sem fulltrúi KR hjá knattspyrnuráði Reykjavíkur og Knattspyrnusambandi Íslands. Hann var sæmdur æðsta heiðurs- merki KR fyrir einstakt framlag sitt í þágu félagsins. Hann starfaði einnig mikið með Flokki þjóðernis- sinna, þar sem hann var einn af stofnendum, síðar Sjálfstæðis- flokknum og þá Borgaraflokknum. Úrför Haraldar var gerð í kyrr- þey. Að leiðarlokum reikar hugurinn til liðinna ára, ára sem nú verða nú að- eins kær minning. Ég minnist sam- vista við tengdaföður minn og er þakklát fyrir þau ár sem við áttum saman en ég kynntist honum ekki fyrr en á hans efri árum þegar leiðir mínar og einkasonar hans lágu sam- an. Hann tók mér vel við fyrstu kynni og vinátta okkar hélst óslitin alla tíð og bar þar aldrei skugga á. Þar sem maðurinn minn var einka- sonur Haraldar Guðmundssonar, hans besti vinur og samstarfsmaður, fór ekki hjá því að samband mitt við tengdaföður minn væri náið og gott. Enga feðga hafði ég þekkt sem voru eins nánir og þeir. Þeir áttu nánast all- ar sínar stundir saman, höfðu nær all- an sinn starfsaldur starfað saman, höfðu búið saman um árabil, áttu sam- eiginleg áhugamál, þar sem var knatt- spyrnudeild KR og ferðalög um há- lendi Íslands og víðar. Margir eldri Vesturbæingar muna eftir þessum skipasmiðafeðgum þar sem ævi þeirra var samofin, bæði í leik og starfi. Fram til ársins 2000 þegar heilsu Haraldar hrakaði er hann fékk hjartaáfall fylgdi hann okkur hjónum í flestu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Við byggð- um saman sumarbústað í Grímsnes- inu, ferðuðumst mikið bæði innanlands og utan og síðast en ekki síst nutum við samvista við Harald eldri á hátíðum og tyllidögum. Dóttur okkar var hann traustur og góður afi og var hann ávallt reiðubúinn til aðstoðar ef við þurftum á að halda. Áttu þau afafeðg- inin þá góðar stundir saman sem hún á nú ómetanlegar minningar um. Mér sjálfri reyndist hann sem besti faðir, samband okkar einkenndist af gagn- kvæmri virðingu og væntumþykju og það er með miklu þakklæti sem ég kveð hann, aldraðan og farinn að heilsu. Hann hefur lokið góðri og far- sælli ævi og hefur nú hlotið hvíldina. Síðustu árin átti hann á Hrafnistu og kunnum við starfsfólki á H-2 bestu þakkir fyrir einstaklega góða umönn- un. Hvíl í friði. Sigurlaug G. Viborg. Elsku afi minn er dáinn. Þó að það sé sárt að hugsa til þess að ég muni aldrei sjá hann aftur í þessu lífi er ég samt fegin að hann hefur hlotið hvíld- ina eftir langa ævi því hann var orðinn þreyttur. Ég minnist afa míns með mikilli hlýju, þegar ég var yngri vor- um við miklir félagar og hann þreytt- ist aldrei á að hafa mig með sér. Marg- ar af þeim samverustundum sem ég átti með afa mínum voru uppi í sum- arbústað eða heima hjá honum á Vest- urgötunni. Ég gekk í Landakotsskóla frá 8-12 ára aldurs og var þá mikið hjá afa eftir skóla, þar var gott að eiga athvarf því við bjuggum ekki í næsta nágrenni. Mér fannst alltaf gott að vera hjá afa og gisti stundum hjá honum, þá var morgunverðurinn ekki eins og ég var vön heima, t.d. kaka með bleiku og kleina með spægipylsu. Þegar ég varð 17 ára gaf afi mér bíl- inn sinn enda var hann hættur að keyra. Litli Rauður er besti bíll sem ég hef átt, hann hafði mikla sál og ef hann fór ekki í gang þá var bara að klappa honum aðeins og þá rauk hann af stað. Afi keypti þennan bíl sama ár og ég fæddist og hann entist þar til ég varð 22 ára gömul. Eftir að afi fór á Hrafnistu flutti ég í íbúðina hans og bjó þar í eitt ár, ég held að það hafi verið besti staður sem ég hef búið á því þar var svo góður andi, andinn hans afa míns, og margar minn- ingar sem fylgdu hverju horni. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann að afa því hann var góður maður sem reyndist mér vel og var mér mikill vin- ur. Ég er líka glöð í hjarta yfir því að hann skyldi hafa fengið að hitta litlu stelpuna mína áður en hann dó, það var yndisleg stund þegar hann fékk að sjá hana. Ég mun alltaf sakna hans afa míns, en minnast hans með gleði í hjarta. Kveðja Guðbjörg Kristín. Einn af framámönnum Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur og íþrótta í Reykjavík um miðbik síðustu aldar, Haraldur Guðmundsson, skipasmíða- meistari, lézt 4. september, níræður að aldri. Haraldur fæddist og ólst upp í gamla Vesturbænum í Reykjavík við Vesturgötu, um 50 metrum vestan við skósmíðaverkstæði Guðmundar Ólafssonar, sem um 20 ára skeið þjálf- aði knattspyrnuflokka KR og var for- maður félagsins 1933-1935. Það var því ekki að undra, að drengurinn gengi KR á hönd og legði fyrir sig knattspyrnu. Haraldur var í liði KR, sem vann Íslandsmeistaratitilinn 1941 eftir 7 ára bið, en síðan sneri hann sér að forystustörfum eftir deildaskiptingu félagsins. Hann var lengi í stjórn og formaður knatt- spyrnudeildar 1955, átti um árabil sæti í Hús- og vallarstjórn KR, var fulltrúi félagsins í Knattspyrnuráði Reykjavíkur um skeið, sat í stjórn KSÍ og stjórn íþróttavallanna 1948- 1960. Haraldur var skarpgreindur og vel máli farinn og hafði tileinkað sér fallega rithönd. Hann var því lengst af kosinn ritari í þeim stjórnum, sem hann hafði valizt til. Fundagerðir hans eru listavel ritaðar og framsetn- ing bæði skýr og ítarleg. Á fyrri hluta síðustu aldar voru íþóttamannvirki í Reykjavík bæði smá og fá. KR reyndi að bæta úr því með kaupum á sjómannaheimilinu Bárunni við Vonarstræti og síðar reisti Jón Þorsteinsson íþóttahús við Lindargötu og 1939 var íshús við Slökkvistöðina tekið undir knatt- spyrnuæfingar en aðeins einn vetur þar sem Háskólinn fékk húsið undir Tjarnarbíó, og brezki herinn tók Báruna undir félagsheimili eftir 10. maí 1940. Þá tóku nokkrir hraustir KR-ingar sig til og tóku að iðka ís- lenska glímu yfir veturinn í litlum skólasölum og vildu með því „sníða sér stakk eftir vexti“ og þeirra á með- al var Haraldur Guðmundsson, hann náði góðum árangri í þeirri grein enda hafði hann lagt stund á íþróttina á yngri árum. Við þökkum Haraldi samfylgdina í gegnum árin og þátt hans í viðgangi knattspyrnunnar í félagi okkar og sendum syni hans og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Nokkrir knattspyrnumenn í KR. Haraldur var kominn á níræðisald- ur og hafði átt við illvígan sjúkdóm að stríða í fjöldamörg ár. Bæði er að hans kynslóð er að mestu horfin af sjónarsviðinu og hann sjálfur hefur ekki verið á almannafæri um langa hríð. Þeir eru því ekki margir jafn- aldrar hans og samferðarmenn sem geta minnst þessa ágæta manns. Á mínum æsku- og ungdómsárum var Haraldur hinsvegar vel sýnilegur og atorkusamur í vinnu sinni og fé- lagsmálum. Gekk undir nafninu Halli Gúmm, bróðir Gísla Guðmundssonar, sem margir þekktu og bjuggu þeir bræður á horni Vesturgötu og Æg- isgötu, í innsta hring Vesturbæjarins. Vesturbæingar og KRingar. Sem ungur maður keppti Haraldur í ýms- um íþróttagreinum og í gömlum KR blöðum má finna myndir og frásagnir af honum, iðkandi glímu og í knatt- spyrnuliðum KRinga. Í knattspyrn- unni náði hann lengst og varð Íslands- meistari með félaginu 1941. Frá 1950 og næstu tuttugu árin var hann í for- ystusveit félagsins og stjórnarmaður knattspyrnudeildar um langt skeið. Þar lágu rætur hans og því kalli sinnti hann af elju og röggsemi. Þar man ég eftir honum, þrekmiklum og aðsópsmiklum, hraðmæltum og ákveðnum. Haraldur var vörpulegur og mikill á velli, hraustmenni og fork- ur til vinnu. Þegar Hassi sonur hans óx úr grasi, voru þeir samrýndir feðgar, hvarvetna mættir þar sem liðsafla var þörf. Og það munaði um minna, þegar þessar kempur lögðu sitt af mörkum. Halli Gúmm er einn af hornstein- um Vesturbæjarins og KR. Mín kyn- slóð og þeir sem eldri eru, muna þessa menn, sem lögðu allt í sölurnar fyrir félagið og sitt nánasta umhverfi, töldu sjálfboðaliðsinni eðlilegt og sjálfsagt hlutverk sitt og áttu sinn stóra þátt í að skapa þá hefð og reisn sem alla tíð hefur fylgt KR og Vesturbænum. Fyrir það hlýtur félagið að vera þakk- látt. Fyrir þeirra framlag var og er merkið hátt á lofti, jafnt í meðlæti sem mótlæti. Ég vil, fyrir hönd gamalla KRinga og annarra samferðarmanna Halla Gúmm, minnast hans með virðingu og þakklæti og flyt Haraldi syni hans og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðj- ur. Góður maður og gegn hefur kvatt okkur eftir langa og heilladrjúga starfsævi. Blessuð sé minning Haraldar Guð- mundssonar. Ellert B. Schram. Haraldur Guðmundsson ✝ Jóhanna BjörkJónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1947. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Björn Benjamínsson, f. í Súðavík 29. júlí 1914, d. 14. apríl 2004, og Gyða Sig- rún Jónsdóttir, f. á Akureyri 12. mars 1916, d. 18. október 1989. Jó- hanna Björk á fjögur alsystkini: Öldu Dagmar, f. 2. ágúst 1939, Jón Sören, f. 6. janúar 1941, Sig- ríði Guðrúnu, f. 30. desember 1949, Sigrúnu Önnu, f. 27. apríl 1958, og einn hálfbróður sam- feðra, Kjartan Björnsson, f. 14. október 1934. Jóhanna Björk giftist 15. júní 1968 Georgi Kjartani Hann- essyni, f. 8. apríl 1946, d. 19. júlí 1969. Sonur þeirra er Þórir Kjartansson, f. 21. febrúar 1969. Sonur hans og Drífu Magnús- dóttur, f. 2. september 1971 er Kjartan, f. 26. nóvember 1995. Þórir er kvæntur Áslaugu Páls- dóttur, f. 4. mars 1973. Jóhanna Björk giftist 18. ágúst 1973 Pétri Jónssyni, f. 15. janúar 1949. Börn þeirra eru: Bjarki, f. 12. apríl 1973, maki Sara Guðmundsdóttir, f. 9. jan- úar 1975, börn þeirra eru Ástrós, f. 18. ágúst 1996, Ásthildur Bertha, f. 4. apríl 2002 og Sunna, f. 16. des- ember 2006, og Brynjar, f. 12. apríl 1973. Jóhanna Björk ólst upp í Karfa- vogi en lauk barna- skólanámi frá Langholtsskóla og gagnfræðaprófi frá Vogaskóla. Eftir tæplega tveggja ára starfsnám í Leeds í Englandi hóf hún nám við Fósturskólann og útskrif- aðist þaðan árið 1970. Jóhanna bætti svo við sig framhaldsnámi í stjórnun við Fósturskóla Ís- lands á árunum 1983-1984. Jó- hanna Björk hóf störf sem leik- skólakennari við Hlíðarenda 1967-1968, vann á Laugaborg 1970-1973 og var forstöðumaður við leikskólann Árborg 1976- 1979. Hún starfaði á Selásborg 1980-1985 og var forstöðumaður á Rofaborg 1985-1989. Jóhanna starfaði sem leikskólakennari við Greniborg 1989-1994 en frá árinu 1994 starfaði hún sem leikskólafulltrúi Garðabæjar eða allt til ársins 2004 er hún varð að hætta störfum vegna veik- inda. Útför Jóhönnu Bjarkar fór fram í kyrrþey 25. september. Nú er ástkæð móðir mín fallin frá og hún skilur eftir sig góðar minn- ingar í huga mér. Mamma var ótrú- leg kona á margan hátt, var full af ást til lífsins og naut hverrar stund- ar á ógleymanlegan hátt. Þrátt fyrir að móðir mín hafi átt erfiða ævi vegna veikinda og fráfalls Kjartans föður míns var hún alltaf ljósið og gleðin á öllum samkomum vina og fjölskyldu. Eftir að Kjartan faðir minn féll frá rúmlega ári eftir að foreldrar mínir höfðu gengið í hjónaband og fimm mánuðum eftir að ég fæddist vorum við mæðginin mikið ein saman. Móðir mín fékk ómetanlega hjálp frá öllum að- standendum á þessum erfiðu tímum og henni tókst því að halda áfram að sjá ljósið í lífinu og þrá lífið. Ég held að við mamma höfum orðið mjög náin á þessum tíma og gefið hvort öðru styrk sem hefur nýst okkur báðum í lífinu. Þegar ég var tveggja-þriggja ára gamall kynntist mamma yndislegum manni, Pétri Jónssyni, sem gekk mér í föðurstað og hefur staðið sem klettur að baki okkur bræðrunum á okkar lífsleið en einnig á sama tíma stutt mömmu andlega og líkamlega í veikindum hennar. Ég veit að mamma hefði viljað að allir vissu hvað hann hefur verið henni ótrúlega góður og óeig- ingjarn en saman hafa þau glímt við sjúkdóma mömmu í 34 ár og á margan hátt með ótrúlega góðum árangri. Móðir mín hefur ekki þurft að þola neinn venjulegan skammt af sjúkdómum og ég hef oft hugsað á undanförnum árum að Guð sé nú ekki alltaf sanngjarn þegar hann útdeilir gæðum og erfiðleikum á okkur mannfólkið. Það að móðir mín hafi sigrast á þremur alvar- legum krabbameinum, hjartavanda- málum og mörgum öðrum fylgi- kvillum á 34 ára veikindasögu sinni er í raun ótrúlegt afrek og sýnir mikinn baráttuhug og lífskraft. Þar til fyrir fimm mánuðum héldum við að hún væri komin yfir þetta og ætti aðeins rólegra líf framundan en eins og ljóst er núna þá var sú ekki raunin. Ég minnist þess þegar mamma var að berjast við fyrsta krabba- meinið, sem var strax eftir fæðingu bræðra minna, tvíburanna Bjarka og Brynjars. Þá fékk hún okkur alla bræðurna upp í rúm til sín og spjall- aði við okkur um næsta skemmti- lega áfanga í lífi okkar eða fékk okkur til að hlusta með sér á út- varpssögur og lét okkur þannig líða eins og hún hefði það ágætt sem samt var að sjálfsögðu langt frá raunveruleikanum. Lífsgleði henn- ar var alltaf svo mikil og sömuleiðis þörfin til að gera líf okkar bræðr- anna sem skemmtilegast og hún gaf meira af sér en flestir hefðu orku í að gera. Mamma lagði alltaf mikla áherslu á það við okkur bræðurna að vera heiðarlegir við sjálfa okkur og aðra og að ekkert væri mikilvægara í líf- inu en gott orðspor og að gefa af sér meira en maður þiggur. Ég held að við bræður séum allir á einhvern hátt mótaðir af þessum heilræðum hennar. Ég þakka móður minni af öllu mínu hjarta fyrir það hve góð hún var okkur og mikill leiðarvísir í lífinu. Ég veit að það verður erfitt að fylla upp í það tómarúm sem mamma skilur eftir sig, því hún hef- ur alltaf verið svo stór hluti af lífi okkar allra. Ég veit hins vegar að hún mun vera með okkur áfram, þótt á annan hátt sé, og halda áfram að gæta okkar og leiðbeina okkur í lífinu. Með söknuði þakka ég móður minni fyrir þau 38 ár sem við áttum saman. Minning hennar lifir og mun vísa okkur veginn. Þórir Kjartansson. … móðir okkar er látin. Það er eitthvað svo óraunveru- legt að heyra þessi orð en að horfa á þau hér minnir okkur á kaldan veruleikann. Mamma barðist reyndar við krabbamein og hjart- veiki síðan við tvíburarnir fædd- umst fyrir 34 árum en hún virtist alltaf óbugandi. Allt mótlæti virtist styrkja hana og hún hafði betur í baráttu við þrjár alvarlegar tegund- ir af krabbameini þrátt fyrir veikt hjarta. Glíma hennar við veikindin var reyndar oftast háð í hljóði enda kvartaði hún aldrei þrátt fyrir mót- lætið. Lífskrafturinn og sigurviljinn í mömmu var engu líkur og nú þeg- ar við horfum til baka er bersýni- legt hversu sterk áhrif hún hafði á alla í kringum sig. Hún mótaði ekki aðeins líf og karakter okkar bræðr- anna heldur hafði hún gríðarleg áhrif á allan vinahóp okkar. Einn vina okkar orðaði þetta kannski best þegar hann sagði að það væri Jóhanna Björk Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.