Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 27 „… eins og stór hluti af barnæsku okkar hefði farið frá okkur“, þegar hann frétti af andláti mömmu. Það er kannski ekki skrýtið enda kynnt- ust margir vina okkar mömmu strax á leikskólanum Árborg þar sem hún var leikskólakennari fyrstu æviárin okkar. Heimili okk- ar, í Hraunbæ og sérstaklega Mel- bænum, voru líka eins og félags- heimili eða önnur heimili vina okkar eins lengi og við munum eftir … Þegar við bræðurnir horfum til baka þá er svo stórkostlega margt sem við getum þakkað mömmu fyr- ir – og pabba auðvitað líka … Upp- vaxtarárin í Árbænum voru frábær tími gjöfulla minninga sem við bræðurnir erum afar þakklátir fyr- ir. Við tvíburarnir vorum sjaldan taldir auðveld börn eða unglingar en mamma sagðist samt aldrei hafa þurft að hafa mikið fyrir okkur – nema kannski „stöku“ áhyggjur af því að okkur tækist að slasa okkur við einhver uppátækin. Allt frá fyrstu árum lögðu mamma og pabbi mikla áherslu á að við bræðurnir værum sjálfstæðir í öllu sem við gerðum. Mamma sagði stundum að það eina sem við þyrftum væri kassi af Legokubbum, nægt gólfpláss og smátími – þannig kenndi hún okkur sjálfstæði enda hafði hún óbilandi trú á kennslumætti Lego. Samt var hún alltaf nálæg, hvort sem hún var heima með okkur bræðurna eða hjá okkur í leikskólanum á gulu, rauðu eða grænu deildinni. Það er ótrú- legt að hugsa til þess en mamma var sennilega aldrei meira en hundrað metra frá okkur frá því við byrjuðum í leikskóla og þangað til við kláruðum Árbæjarskóla. Mamma lagði alltaf gríðarlega mikla áherslu á hvers konar nám og menntun – bæði fyrir okkur og vini okkar. Hún lagði reyndar svo mikla áherslu á nám að sumir vina okkar hafa sagt að þeim hefði fundist þeir bregðast henni meira en sínum eig- in foreldrum ef þeir færu ekki menntabrautina. „Takið meirapróf- ið og smiðinn ef allt hitt klikkar,“ sagði hún stundum. Mamma sér- hæfði sig í uppeldisfræðum og það er eins og hún hafi aldrei hætt að kenna – hvort sem hún var í vinnunni eða heima við. Metnaður hennar var afar smitandi fyrir alla sem þekktu hana enda var hún náttúrulegur leiðtogi. Hvað sem við segjum í dag verð- ur það aldrei nægur þakkarvottur fyrir allt sem mamma kenndi okkur bræðrunum og öðrum í kringum okkur. Við getum aðeins vonast til að lifa eins og hún sjálf gerði og reynt að skilja jafnmikið eftir okkur og hún gerði. Tómið sem við finnum í dag verður aldrei fyllt enda höfum við ekki bara misst móður okkar, heldur líka vin, kennara og helstu fyrirmynd í 34 ár. Bjarki og Brynjar Péturssynir. Kæra amma. Um leið og ég kom í heiminn þá byrjaðir þú að elska mig, jafnvel þótt þú hefðir aldrei séð mig. Þú bara heyrðir að það var lítill strákur kominn í heiminn og varðst strax yfirfull af ást til mín en ég veit að þú varst kona sem áttir auðvelt með að elska og þótt marg- ar litlar stelpur fæddust síðar í fjöl- skyldu þína þá var alltaf eftir meiri ást hjá þér amma mín. Það er svo mikið þér að þakka að ég er orðinn sá sem ég er í dag. Ef þú hefðir ekki kennt mömmu minni mikilvægustu reglur sem hún hefur fengið í uppeldi og leyft mér að kanna heiminn á mínar eigin spýtur þá væri ég örugglega ekki sá sem ég væri í dag. Líf mitt mun ekki verða eins núna þegar þú ert farinn að sofa hinum dýpsta svefni en ég og allir sem í kringum þig voru munu alltaf muna eftir þér og þín- um góðu ráðum sem þú kenndir okkur. Heimurinn missti góða konu 11. september 2007. Ég, fjölskyldan og heimurinn munu alltaf sakna þín, Þinn elskandi sonarsonur. Kjartan Þórisson Hún Hanna er dáin, það er mjög sárt og tilfinningarnar eru ruglings- legar. Manni finnst ekki sanngjarnt að systir sem er 8 árum yngri fari á undan, hún sem hafði svo oft ögrað dauðanum og haft betur. Fyrir aðeins 3 vikum vorum við öll fjölskyldan í brúðkaupi og var hún þar hress og kát. En svona var hún systir mín ótrúlega seig og dugleg og stóð ætíð keik upp þó lífið hafi svo sannarlega verið henni erf- itt. Það eru mörg minningarbrotin sem koma í hugann, sem barn var hún mjög ljúf og meðfærileg og fékk ég stundum að dubba hana upp og fara með hana í strætó niður í bæ og kaupa ís. Við ólumst upp í Karfavoginum, sem var á þeim ár- um nánast í sveit, foreldrar okkar voru frábærir og undum við okkur þar vel. Eftir grunnskóla fór Hanna í Fóstruskólann og vann á leikskóla eftir það, henni fórst það starf mjög vel úr hendi og var metnaðarfull gagnvart sínum börnum og vildi þeim allt það besta. Ung giftist hún Kjartani Hannessyni, en hann dó í bílslysi 9. mánuðum síðar og stóð hún þá ein með 4 mánaða son þeirra Þóri. Þetta var gríðarlegt áfall en hún lét ekki deigan síga, en hélt áfram að mennta sig. Þetta voru erfiðir tímar og oft kom systir mín austur í Hveragerði til mín með Þóri og við reyndum að gera eitt- hvað skemmtilegt, stundum sátum við bara hálfa nóttina og töluðum um lífið og tilveruna. Síðan birti til er hún kynntist Pétri sem er ein- stakur maður, hún gat ekki verið heppnari, eða hann með hana. Allt lék í lyndi og þau eignast tvíburana Bjarka og Brynjar í apríl 1973, en áður en hún fer af fæðingardeild- inni greinist hún með krabbamein og átti það eftir að setja strik í reikninginn, hún var á sjúkrahúsi allt sumarið og gat ekki hugsað um drengina sína, svo ömmur þeirra hlupu í skarðið og tóku Þóri og Bjarka en ég fékk Brynjar sem var hjá okkur fyrstu 4 mánuðina, og af og til næstu ár. Okkur til mikillar ánægju, þar sem börnin á bænum voru farin að stálpast og voru marg- ir sem hjálpuðust að. Hanna var hátt í 10 ár að berjast við veikindin en hún var ótrúlega dugleg, aldrei kvartaði hún, tók bara hvern dag fyrir sig og sagðist sigrast á þessu, sem hún og gerði í þetta skipti, en átti þó þrisvar eftir að takast á við krabbameinið á lífsleiðinni. Hún átti mörg góð ár með fjölskyldu sinni, þau voru dugleg að ferðast, byggðu sér fallegt hús á Eyktarhæð 4, þar sem nostrað var við hvern hlut bæði innan dyra og utan, lóðin var einstaklega falleg eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Alltaf var hún boðin og búin að rétta mér hjálparhönd þegar á þurfti að halda, og nokkrum sinnum fórum við í ferðir til útlanda saman og var sama sagan þar, að alltaf átti að sýna manni það fallegasta og var hún mjög dugleg að finna fallega og áhugaverða staði. Sem systir var hún alveg einstök og erfitt verður að geta ekki hringt og rabbað. En minningarnar eru margar og hægt að ylja sér við þær í framtíðinni. Guð gefi Pétri, sonum þeirra og fjölskyldum styrk í sorginni. Alda Dagmar - systir - og fjölskylda Ég hef alltaf fundið sterkt fyrir því að ég er skírð í höfuðið á mik- ilvægum einstaklingi í lífi mömmu en sjaldan jafn sterkt og nú. Þrátt fyrir að ég ætti bestu mömmu í heimi, eins og Hanna var dugleg að minna mig á, á hún ótrú- lega mikið í mér og hún kenndi mér margt af því sem mér þykir mik- ilvægast í lífinu. Hún passaði upp á mig og vísaði mér veginn. Ég þarf að læra að passa mig sjálf. Ég ætti að geta það með alla hennar visku og kærleik í pokahorninu. Ég heiti Jóhanna Björk eins og hún. Hanna frænka er hetja. Og ég ætla að vera hetja eins og hún … þegar ég er búin að gráta svolítið. Jóhanna Björk yngri. Þegar ég kynntist Jóhönnu síðla hausts 1993 fannst mér eins og ég hefði aldrei kynnst konu eins og henni. Hún var ákveðin stráka- mamma fram í fingurgóma og mikil fagmanneskja um börn og uppeldi. Hafði sterka skoðun á hlutunum og hélt alltaf fast, en þó mjúkum höndum utan um fólkið sitt. Hún hafði gengið í gegnum erfiða tíma og oft á tíðum skildi ég ekki hvernig hún gat alltaf verið jákvæð og ánægð með daginn sem var að renna upp. Kannski var það vegna þeirra erfiðleika sem hún hafði kynnst sem hún gerði sér betur grein fyrir því, að dagsins þyrfti maður að njóta án þess að velta sér upp úr einhverju sem liðið var. Stundum fannst mér hún hörð og of ósérhlífin en þetta var hennar leið að gera það sem hún vissi að maður þyrfti til að njóta þess sem manni er gefið. Aldrei tróð hún upp á mann skoð- un þó hún gæfi góð ráð. Fyrir þau er ég henni þakklát. Hún brýndi það einatt fyrir mér eftir að Kjartan fæddist að láta hann framkvæma sjálfan. Ekki taka fram fyrir hend- urnar á honum, heldur leyfa honum að spreyta sig. Hún sáði líka því fræi að af dóti ætti maður að eiga sem minnst, og í því neysluþjóð- félagi sem við búum í held ég að það sé eitt besta ráðið sem mér hafi ver- ið gefið þó ekki hafi ég alltaf náð að fylgja því til hlítar. Þó að mér og Þóri hafi ekki auðn- ast að láta hjónaband okkar ganga upp og samband mitt við Jóhönnu og Pétur hafi minnkað þá höfum við alltaf haldið sambandi. Jákvæðni hennar og ást til Kjartans fæ ég seint fullþakkað og vil ég þakka henni fyrir allt það góða sem hún hefur gefið okkur. Elsku Pétur, Þórir, Bjarki, Brynjar og fjölskyldur ykkar. Ég sendi ykkur mína hluttekningu í sorginni. Drífa Magnúsdóttir. Það hryggir okkur, náið sam- starfsfólk Jóhönnu Bjarkar til margra ára, að heyra af andláti hennar, langt fyrir aldur fram. Við höfum fylgst með veikindastríði hennar í mörg ár og vissum að hverju stefndi, þó sjálf andlátsfrétt- in komi alltaf á óvart. Jóhanna Björk Jónsdóttir hóf störf hjá Garðabæ sem leikskóla- fulltrúi í byrjun árs 1994 og starfaði í 10 ár eða fram til ársins 2004 en þá lét hún af störfum sökum veikinda. Við Jóhanna störfuðum náið saman að uppbyggingu starfsemi leikskóla í Garðabæ á þessum árum, ég þá sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar og hennar næsti yfirmaður. Það er á engan hallað þó sagt verði að það var Jóhanna Björk sem með sinni eljusemi og einlægum áhuga lyfti grettistaki í leikskólamálum Garðbæinga m.a með því að inn- leiða gæðakerfi í leikskólana. Hún var fremst í flokki í að bæta um- gjörð og innra starf leikskólanna. Eitt er að vinna vinnuna sína eins og til er ætlast, annað er að leggja sálu sína í verkefnið líkt og Jóhanna Björk gerði með svo eftirminnileg- um hætti. Mér verður hugsað til allra þeirra barna sem nutu og njóta þess góða starfs sem unnið er á leikskólum í Garðabæ, ekki síst vegna atorku og dugnaðar Jóhönnu Bjarkar. Það var eitthvað meira og dýpra en harkan og dugnaðurinn sem rak Jóhönnu áfram. Lífsgildin, einlæg- ur áhugi á fólki, velferð hvers og eins og trúin á hæfni og mögu- leikana sem hver einstaklingur hef- ur, voru hennar drifkraftar. Í þessu samhengi kemur upp í hugann áhersla Jóhönnu á að ná til allra barna, „þétta netið“ eins og hún orðaði það og átti þá við að efla þyrfti sérkennslu og hvers kyns leit að börnum með frávik í þeim til- gangi að veita góða þjónustu strax frá upphafi. Mér eru líka minnisstæðar ferðir okkar á leikskólana, hvernig Jó- hanna teymdi mig milli deilda og hrósaði starfsfólkinu fyrir frábært starf og klappaði á litlu kollana. „Eru þau ekki dásamleg“ var við- kvæðið. Þessi lífsgildi Jóhönnu Bjarkar voru akkerið sem dugði til að gefast ekki upp í baráttunni fyrir betri leikskólum í Garðabæ. Oft blés á móti og baráttan var hörð. Um leið og ég fyrir hönd starfs- fólks á bæjarskrifstofum Garða- bæjar votta Pétri og sonunum Þóri, Bjarka og Brynjari samúð okkar vil ég þakka fyrir gefandi og ánægju- leg kynni af Jóhönnu Björk. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Nú hefur hún Jóhanna Björk, mín góða vinkona, kvatt þetta líf. Þræðir okkar lágu víða saman. Við vorum skólafélagar í fyrsta bekkn- um sem stundaði framhaldsnám við Fósturskóla Íslands. Það var stór- brotinn hópur. Við gegndum sama starfi í nágrannasveitarfélögum um árabil. Áttum við þá oft dagleg sam- skipti þar sem við bárum saman bækur okkar og sóttum kraft í sam- ræður og skoðanaskipti. Í tengslum við starfið fórum við saman í náms- og kynnisferðir og sváfum oftar en ekki saman í hjónarúmum hótela. Við vorum saman í leshring um ára- bil þar sem við ræddum fagmál, langtímum saman í góðum hópi leikskólakennara. Jóhanna var leikskólakennari af lífi og sál, mikill fagmaður sem helgaði starfsævi sína leikskólaupp- eldi. Hún hefur í starfi sínu haft áhrif á uppeldi og umönnun hundr- aða barna og enginn getur metið að verðleikum hversu dýrmætt það er að njóta góðs atlætis og menntunar á fyrstu æviárunum. Ég átti yndislega samverustund með Jóhönnu fyrir stuttu. Þá var heilsan og kraftarnir á þrotum en eljan, lífsgleðin og hlýjan ein- kenndu hana þá eins og alltaf. Elsku, elsku Jóhanna mín. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig að vini. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum, en kannski einmitt þess vegna vissir þú öðrum betur hve lífið er dýrmætt, alltof dýrmætt til að eyða því í neikvæðni og leið- indi. Samvera með þér gerði mann betri. Minningin um þig verður mér leiðarljós. Ég sendi Pétri, eiginmanni Jó- hönnu, sonum hennar og barna- börnunum sem hún var svo stolt af mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sesselja Hauksdóttir. Með söknuði kveðjum við Jó- hönnu Björk Jónsdóttur, samstarfs- konu okkar til margra ára. Jóhanna gegndi starfi leikskólafulltrúa í Garðabæ í fjölmörg ár og var einn af stofnfélögum í Félagi leikskóla- fulltrúa árið 1997 og sat þar í stjórn í nokkur ár. Við sem gegnum stöð- um leikskólafulltrúa í sveitarfélög- unum eigum með okkur gott félag og mikið samstarf, þar sem málin eru rædd og oft leitað sameigin- legra lausna. Jóhanna Björk var góður, virkur og fjölhæfur félagi. Hún var fag- maður sem helgaði krafta sína börnum og velferð þeirra. Hún var ósérhlífin og ætíð tilbúin að leggja málum lið og lagði oft hart að sér við þau verkefni sem fyrir lágu. Jóhanna Björk var ekki bara samstarfsmaður, hún var líka góður félagi og hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Hún sinnti störfum sín- um sem leikskólakennari, leikskóla- stjóri og leikskólafulltrúi af mikilli elju þó að heilsa hennar væri ekki alltaf eins og best verður á kosið, en hún lét það ekki aftra sér frá því að sinna verkefnum sínum og njóta lífsins. Leikskólafulltrúar minnast Jó- hönnu Bjarkar með virðingu og þökk. Við sendum eiginmanni henn- ar og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Félags leikskólafulltrúa, Hrafnhildur Sigurðardóttir. Það er með hlýhug og þakklæti sem ég kveð Jóhönnu Björk. Við kynntumst í gegnum sameiginlegt starf sem leikskólafulltrúar hvor í sínu sveitarfélaginu til margra ára. Á þeim árum var, eins og í dag, stöðugt verið að leita leiða og vinna að heill málaflokksins. Því var gott að eiga samherja á línunni sem lagði gott til og miðlaði af þekkingu sinni og reynslu. Maður kom ekki að tómum kofunum hjá Jóhönnu, hún var alltaf tilbúin að hlusta og reifa þær hugmyndir sem lágu fyr- ir. Í nokkrar ferðir fórum við saman ásamt fleiri leikskólafulltrúum en minnisstæðust er síðasta námsferð- in sem farin var til Chicago á ráð- stefnu árið 2003. Þetta var góður hópur sem valdi sér hina ýmsu fyr- irlestra. Við vorum nokkrar sem völdum okkur að fara saman á fyr- irlestra um yngstu börnin þar sem fram kom mikilvægi umhyggju og umönnunar í leikskólastarfi. Við vorum allar sammála um að það þyrfti að leggja meiri áherslu á þann grunn sem fælist í umönnun og umhyggju barna. Jóhanna vissi um áhuga minn á efninu og hvatti mig óspart til að halda áfram að fylgja þeim áherslum fast eftir. Nú eru tvær af þeim sem sóttu með mér þessa fyrirlestra farnar langt um aldur fram en hin, Margrét Vallý, lést úr krabbameini fyrir rúmu ári. Þessar konur lögðu svo sannarlega sitt af mörkum í félagi leikskólafulltrúa og er mér með þessum skrifum ljúft að minnast þeirra beggja. Jóhanna hafði einstaklega elsku- lega og hlýja nærveru, umfaðmaði mann og það var sama þó að langur tími liði á milli þess sem við hitt- umst, alltaf var þetta hlýja faðmlag til staðar. Báðar hættum við að starfa sem leikskólafulltrúar og lengra varð á milli samfunda. Það var því yndisleg stund í maí- mánuði síðastliðnum þegar við af tilviljun hittumst á heimleið á flug- vellinum í Tenerife. Það var eins og tíminn stæði í stað, yndislegt faðm- lag og margt sagt á stuttum tíma. Þetta hlýja andartak var kveðju- stund mín til Jóhönnu. Með hjartans kveðju og þökk fyr- ir liðna tíð. Samúðarkveðjur til ástvina. Sigurlaug Einarsdóttir. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.