Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 33 pennavinir ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Postulínsmálun kl. 9 og 13. Gönguhópur kl. 11. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handavinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30. Kl. 10-11.30 heilsu- gæsla. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, al- menn handavinna, morgunkaffi/morgunblaðið, fótaaðgerð, hádegisverður, spiladagur, kaffi. Á morgun verður spilað Bingó kl. 13.30. Upplýs- ingar í síma 535-2760. Dalbraut 18-20 | Opin handavinnustofa kl. 13- 16. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjá- bakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Skráning er hafin í félagsmiðstöðv- unum í haustlitaferð 4. október nk. Brottför frá Gullsmára kl. 13.15 og Gjábakka kl. 13.30. Leið: Heiðmörk - Nesjavellir - Ýrafoss - að Þingvallavatni. Kaffihlaðborð Valhöll - síðan dansað. Ekið í Bolabás - Hakið - Kjósarskarðs- veg - Kjós og Kjalarnes. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu- Hrólfar ganga fara í göngu kl. 10. Síðdegisdans undir stjórn Matthildar og Jóns Freys kl. 14.30, kaffiveitingar.Söngfélag FEB æfing kl. 17. Fræðslufundur fimmtudag 27. sept. kl. 20. Alzheimer sjúkdómurinn Hanna Lára og Edda Andrésd flytja erindi og svara fyirirspurnum. Skemmtikvöld fösudag 28. sept. kl. 20. Félag framsóknarkvenna | Félag framsókn- arkvenna efnir til haustlitaferðar 27. sept. kl. 16.40. Farið með rútu frá Umferðamiðstöð- inni. Leiðsögn, sameiginl. kvöldverður í Valhöll. Tilk þáttöku í síma: 891-6074 og 698-9247. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl.9.30, gler- list kl. 9.30 og kl. 13, handavinna kl. 10, leið- beinandi við til kl. 17. Félagsvist kl. 13. Viðtals- tími FEBK kl. 15-16. bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, samkvæmisdansar kl. 19. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 myndlist. Kl. 10 ganga. Kl. 11.40 hádegismatur. Kl. 13 postulínsmálning. Kl. 13 kvennabrids. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Haust- ferð FEBG og félagsstarfsins verður farin frá Garðabergi kl. 10, ath. miðasölu lauk sl. mánu- dag. Kvennaleikfimi í Kirkjuhvoli kl. 9, 9.45 og 10.30. Brids í Garðabergi kl. 13, bútasaums- hópur í Kirkjuhvoli kl. 13 Garðaberg opið kl. 12.30-16. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30. Kl. 9.50 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. 3. okt. kl. 10 hefjast dansæfingar. Kóræfinar eru á mánud. og föstud. kl. 14.20, nýir félagar vel- komnir. Uppl. s. 575-7720 og wwwgerduberg. is Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 handavinna. Kl. 9- 12 útskurður. Kl. 10.15-11.15 ganga. Kl. 12 há- degismatur. Kl. 13-16.30 brids. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Félagsmipstöðin opnar kl. 9, saum- ar kl. 13, píla kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, jólasokkar, taumálun, glermálun o.fl. Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Há- degisverður kl. 11.30. Hæðargarður 31 | Í haust er hægt að fara í World Class hópinn, læra klaustursaum, búta- saum, fara í gönguferð, læra á tölvu, syngja, skera út, skreyta borð, lesa bókmenntir, læra magadans, hláturjóga, skapandi skrif, fram- sögn. S. 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun fimmtudag er keila hjá Korpúlfum í Keiluhöllinni við Öskjuhlíið kl. 10 og Lista- smiðjan er opin kl. 13-16, á Korpúlfsstöðum. Kópavogsdeild Rauða kross Íslands | Sjálf- boðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna föt fyrir börn í neyð. Þeir hittast í sjálf- boðamiðstöðinni Hamraborg 11, í dag kl. 16-18. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrunarfr. frá heilsugæslunni kl. 10.30. Leikfimi léttar æfing- ar kl.10.30. Leikfimi í salnum kl. 11. Versl- unarferð í Bónus kl. 12. Handverks og bóka- stofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. MS félag Íslands | Opið hús hjá MS-félaginu Sléttuvegi í kvöld kl. 20-22. Upplýsingabækl- ingar um Tysabri eru fáanlegir og einnig mat- reiðslubókin MS sund mad. Norðurbrún 1 | Opin handavinnustofa kl. 9-12, opin smíðastofa kl. 9-16. Félagsvist í dag kl. 14-16.30. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Félagsvist í kvöld í Hátúni 12. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla/fótaað- gerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15-16 handavinna. Kl. 10-12 spænska - byrjendur. Kl. 10-12 sund. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 12.15-14 verslunarferð í Bónus. Kl. 13-16 tré- skurður. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handavinna kl. 9-16.30, morgunstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.30, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, söngur og dans kl. 14. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Opin handavinnustofa kl. 9- 14. Gönguferð kl. 14. Boccia kl. 15. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu í dag kl. 13-16, föndur, spil, fræðsla og ferðalög. Umsjón hafa Vilborg Edda og Margrét Snorradóttir öldrunarfulltrú- ar Árbæjarkirkju. Kyrrðarstund í hádeginu í dag. Söngur, hug- leiðing, fyrirbænir. Súpa og brauð. Starf með 10-12 ára börnum kl. 14-15. Starf með 9-12 ára börnum kl. 15-16. Áskirkja | Samverustund kl. 11, léttar stöður, slókun og bæn í umsjá djákna. Bessastaðasókn | Bæna/kyrrðarstund verður í húsnæði Bessastaðasóknar í leikskólanum Holtakoti kl. 20 í kvöld. Foreldramorgun í Holtakoti kl .10-12. Opið hús eldri borgara í Litlakoti kl. 13-16. Anna Ólafs- dóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnur kemur í heimsókn. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Veitingar í safnaðasal eftir stundina. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT 10-12 ára kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Dómkirkjan | Hádegisbænir alla miðvikudaga kl. 12.10-12.30. Hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til domkirkj- an@domkirkjan.is. Grafarvogskirkja | Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á hádegisverð að lokinni stund- inni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Kyrrðarstund Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8 í dag. Hugleiðing, altarisganga. Morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Á miðvikudögum kl. 11 starf eldri borgara, súpa og brauð á eftir. Hveragerðiskirkja | Mömmumorgnar á þriðju- dögum kl. 10, T T T-starf á fimmtudögum kl. 18-19 ynglingastarf KFUM/KFUK á fimmtu- dögum kl. 20-21.30. Kristniboðssalurinn | Samkoma verður Háa- leitisbraut 58-60 í kvöld kl. 20. Ræðumaður er Margrét Hróbjartsdóttir. Jónas Þórisson segir frá ferð til Konsó. Kaffi eftir samkomuna. Langholtskirkja | Kl. 12.10 hádegisbænagjörð með orgelleik. Kl. 12.30 máltíð á kr. 300. Kl. 13-16 opið hús fyrir eldri borgara með söng, spilamennsku, föndri og kaffisopa. Uppl í síma 520-1300. Laugarneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, gönguhópurinn Sólarmegin kl. 10.30. Kirkju- prakkarar (1.-4. bekkur) kl. 14.30, ferming- arfræðsla kl. 19.30 og unglingakvöld kl. 20.30. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12. 15. prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Beðið er fyrir sjúkum og bágstöddum. Hægt er að koma fyrirbæn- arefnum til prestanna með tölvupósti, símtali eða skriflega við upphaf messunnar. Selfosskirkja | Foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu kl. 10.30. Opið hús. Vegurinn kirkja fyrir þig | Mömmumorgnar kl. 10, farið í orðið og leikið sér. Vegurinn kirkja fyrir þig | Samfélag "Fyrir þá sem heima sitja" kl. 14. Eiður Einarsson verð- ur með biblíulestur. Kaffi veitingar í boði kirkj- unar. Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldramorgunn í dag kl. 10-12.30. Fyrirlestur mánaðarlega, kynntir. Heitt á könnunni. NOKKRIR vinir frá Íran óska eftir pennavinum frá Íslandi. Vinsamlegast sendið línu til: Mr. Reza Yazdon 40 Yazdi St., Behjati St. Piruzi, Shohada Square Tehran 17187, IRAN 28 ÁRA stúlku frá Gana lang- ar að kynnast vini frá Íslandi. Áhugamál eru ferðalög, mat- reiðsla, sund o.fl. Miss Jackling Johnson P.O. Box AD637, Adisadle village, Ognaa City Ghana 24 ÁRA stúlku frá Gana óskar eftir pennavini. Áhugamál: ferðalög, músík, og gjafir. Abigail Mensah P.O. Boxcc 1293 Cape Coast, Ghana dagbók Í dag er miðvikudagur 26. september, 269. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En Jesús sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark. 12, 17.) Rannsóknastofa í kvenna- ogkynjafræðum við HáskólaÍslands býður til fyrirlestrará morgun, fimmtudag. Þá mun Arnar Gíslason kynjafræðingur flytja erindið Karlar og fóstureyðingar: Hver á kvenlíkamann? „Upplifun karla af fóstureyðingum hefur lítið verið rannsökuð, en margt bendir til þess að fóstureyðing sé ferli sem karlar standi sumpart utan við,“ segir Arnar, en meistararannsókn hans við Sussex-háskóla skoðaði upplifun og viðhorf karla til fóstureyðinga. Rannsókn Arnars var þríþætt: „Þátt- takendur voru spurðir um viðhorf sín til lagalegra réttinda karla þegar kemur að fóstureyðingu; hvort þeim þætti að karlar ættu að geta krafist fóstureyð- ingar eða haft neitunarvald til að koma í veg fyrir fóstureyðingu,“ segir Arnar. „Þá voru þátttakendur spurðir um stuðnings- og þjónustuúrræði við karla í fóstureyðingarferlinu, s.s. með við- tölum, upplýsingagjöf miðaðri út frá karlmönnum sérstaklega og umræðu- hópum fyrir karla. Síðasti hluti rann- sóknarinnar beindist svo að þeim fjórð- ungi þátttakenda sem hafði með einum eða öðrum hætti upplifað fóstureyðingu, og þeir spurðir um reynslu sína af ferl- inu.“ Arnar segir rannsóknina hafa leitt ýmsar áhugaverðar niðurstöður í ljós: „Fóstureyðing hafði mismikil áhrif á karlana, og mislengi. Margir virtust upplifa nokkurt valdaleysi, einangrun og einmanaleika, og ljóst var að fóstur- eyðingin var í flestum tilvikum töluvert álag á samband karlsins og konunnar, og stundum slitnaði upp úr samböndum eftir fóstureyðingu,“ segir Arnar. „Sér- staklega kom mér á óvart að um einn af hverjum tíu svarendum vildi geta kraf- ist fóstureyðingar, og um fjórðungur vildi geta haft neitunarvald um þær. Svarendur gáfu mismunandi rök fyrir skoðunum sínum, en oft var um að ræða trúarlegar forsendur eða fjárhags- legar.“ Fyrirlestur fimmtudagsins fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar frá kl. 12 til 13. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Finna má nánari upplýsingar á heimasíðu Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum á slóðinni http://rikk.hi.is. Kynjafræði | Fyrirlestur á vegum RIKK á fimmtudag kl. 12 til 13 Karlar og fóstureyðingar  Arnar Gíslason fæddist í Reykja- vík 1977. Hann lauk stúdentsprófi frá FB 1998, BA- gráðu í sálfræði frá Háskóla Ís- lands 2003 og MA- gráðu í kynjafræði frá Sussex-háskóla 2006. Arnar hefur verið meðlimur í Karlahópi Femínistafélags Íslands frá upphafi. Hann starfar nú hjá Skilorðs- eftirliti Lundúnaborgar með körlum sem dæmdir hafa verið fyrir heimilis- ofbeldi. Maki Arnars er Fríða Rós Valdimarsdóttir meistaranemi. Tónlist DOMO Bar | Burkina Faso leikur fönkaðan jazz. Meðlimir sveit- arinnar eru Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Ólafur Hólm trommu- leikari, Róbert Þórhallsson bassa- leikari og Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari. Tónl. hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Dans Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús að Álfabakka 14a, í kvöld kl. 20.30. Gömlu dansarnir. Uppákomur Aðalbygging Háskóla Íslands, hátíðarsalur | Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur efnir til dagskrár í tilefni af evrópska tungu- máladeginum, nemendum frá Spáni, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi, Úkraínu o.fl. bregða upp svipmyndum að heiman og flytja ljóð á sínum tungumálum. Mannfagnaður ITC Melkorka | ITC deildin Mel- korka heldur kynningarfund 26. sept. kl. 20-22 að Hverafold 5 í Reykjavík. Kaffiveitingar í fund- arhléi.Nánari uppl gefur Kolbrún í gsm: 846-2327 eða Kristín í gsm: 848-8718 Fyrirlestrar og fundir Krabbameinsfélagið | Stuðnings- hópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur rabbfund í húsi Krabbameins- félagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, í dag kl. 17. Kaffiveit- ingar. Fréttir og tilkynningar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-og fataúthlutun á mið- vikudögum kl. 14-17 í Hátúni 12b. Tekið við hreinum fatnaði og öðr- um varningi þriðjudaga kl. 10-15 sími 5514349 Netfang maed- ur@simnet.is RISASTÓR sandkastali, byggður eftir Taj Mahal á Ind- landi, er til sýnis í Port Authority-samgöngustöðinni í New York. Kastalinn er gerður úr tveimur tonnum af sandi og var byggður í tilefni af 60 ára afmæli sjálfstæðis Indlands. Tvö tonn af sandi FRÉTTIR FYRIRLESTUR verður í dag miðvikudag kl. 12.10, í Listaháskóla Íslands Skip- holti 1, stofu 113. Erindi heldur Hubert van den Berg, fræðimaður við Háskólann í Groningen, en hann er meðal fremstu fræðimanna á sviði fram- úrstefnuhreyfinga í Evr- ópu. Í fyrirlestri sem hann flytur mun hann gera grein fyrir framúrstefnu- hreyfingum á Norð- urlöndum og ræða tengsl þeirra við leiðandi fram- úrstefnuhreyfingar annars staðar í Evrópu. Hann mun m.a. fjalla um hvaða þýð- ingu það hefur að skil- greina framúrstefnuhreyf- ingar á Norðurlöndum sem jaðarhreyfingar og ræða um jaðarskilgreininguna í víðu samhengi, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Fyrirlestur um fram- úrstefnu á Norður- löndum TUTTUGU félagasamtök í Dan- mörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hafa tekið höndum sam- an um norrænt átak þar sem skor- að er á norræn stjórnvöld að tryggja fólki sem flýr vopnuð átök þá vernd sem því ber. Stjórnvöld á Norðurlöndum eru hvött til að fara að tilmælum Flóttamannastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna og veita fólki sem flýr vargöld og ofsóknir skjól. ,,Af þeim milljónum manna sem eru á flótta í heiminum í dag leita aðeins um þrjátíu þúsund hælis á Norðurlöndunum á ári hverju. Oft þarf fólk að bíða árum saman eftir ákvörðun stjórnvalda en slík bið er mörkuð ótta og óvissu um framtíð- ina og alltof oft er fólk sent nauð- ugt aftur til landa þaðan sem það flúði stríðsátök og ofbeldi. Vandinn liggur hjá stjórnvöldum sem krefj- ast þess að flóttafólk sýni fram á persónulegar, einstaklingsbundnar ofsóknir er haft eftir Guðrúnu D. Guðmundsdóttur, framkvæmda- stjóra Mannréttindaskrifstofu Ís- lands, í fréttatilkynningu. „Veitum þeim vernd“ er yfir- skrift norræns átaks sem ætlað er að vekja athygli á stöðu hælisleit- enda á Norðurlöndum og hvetja stjórnvöld til þess að veita þeim vernd sem leita skjóls gegn varg- öld og ofsóknum. Skorað er á rík- isstjórnir landanna að fara að til- mælum og viðmiðunarreglum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þegar ákvarðanir eru teknar sem lúta að málefnum fólks á flótta. Átakið ,,Veitum þeim vernd“ stendur frá september fram í des- ember. Almenningur er hvattur til að taka þátt með því að skrifa und- ir áskorun til stjórnvalda sem finna má á heimasíðu átaksins www.keepthemsafe.org. Að átak- inu á Íslandi standa Mannréttinda- skrifstofa Íslands, Rauði kross Ís- lands og Íslandsdeild Amnesty International, Fórnarlömb vopnaðra átaka skort- ir vernd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.