Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 36
Fjöldamorðingi leikur lausum hala á Íslandi og skotmörk hans eru gæsaskyttur… 39 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „Í GRUNNINN er þetta myndlíking á því þegar einhver tekur afstöðu um að einhver sé orðinn öðruvísi en ein- hver annar, og hvað það er stutt í að við snúum baki við fólki við ákveðnar aðstæður.“ Þannig lýsir Gísli Örn Garðarsson Hamskiptunum eftir Franz Kafka, en uppfærsla Vest- urports á verkinu verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Gísli er annar leikstjóra verksins, auk þess sem hann leikur aðalhlutverkið og er höfundur leikgerðar. Um er að ræða sömu uppfærslu og Vesturport sýndi í Lyric Hammers- mith-leikhúsinu í Lundúnum í fyrra, en uppfærslan hlaut góða dóma og mikla aðsókn. Þá fóru Gísli Örn, Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir og tveir Bretar með hlutverkin í sýningunni, en í stað Bretanna hafa þau Ólafur Egill Eg- ilsson og Elva Ósk Ólafsdóttir bæst í hópinn. Timburmenn að morgni Hamskiptin komu út í nýrri þýð- ingu Ástráðs Eysteinssonar og Ey- steins Þorvaldssonar í fyrra, en Jón Atli Jónasson þýddi hins vegar um- rædda leikgerð. „Hún er dálítið frá- brugðin bókinni, þótt þetta sé auðvit- að sama sagan. Fyrst gerðum við leikgerð á ensku upp úr breskri þýð- ingu og svo var gerð íslensk þýðing á þeirri leikgerð, og þá er maður kom- inn svolítið langt frá bókinni,“ segir Gísli, og bætir við að fyrir utan tungumálið sé nokkurn veginn um sömu sýningu að ræða og sett var upp í Lundúnum. „Þetta er mjög formsterk sýning og mjög líkamleg þannig að hún býður ekki upp á mik- ið svigrúm í breytileika. En að gera þetta á nýju tungumáli er alltaf mikið stökk.“ Síðasta sýning Vesturports í Lundúnum var í nóvember á síðasta ári og að sögn Gísla er svolítið skrítin tilfinning að byrja aftur eftir svo langt hlé. „Sérstaklega þar sem þetta er líklega það líkamlega erfiðasta sem ég hef gert, og ég finn mikið fyr- ir því persónulega. Maður er gjör- samlega dauður eftir sýningar,“ seg- ir hann. „Ég var búinn að koma mér í gott form þegar við gerðum þetta á Englandi, en svo líður tíminn hratt og núna er allt í einu komið að þessu aftur og ég hef ekki haldið mér eins vel við og ég hefði viljað,“ segir Gísli og viðurkennir að hann hafi ekki ver- ið nógu duglegur í ræktinni að und- anförnu. „Ég hef eiginlega ekki haft tíma til þess,“ segir hann og hlær. „Ég ætlaði að nota æfingaferlið til þess að koma mér í gang, en svo varð það aðeins styttra en ég hélt. Ég er alltaf með harðsperrur og það er eins og maður sé þunnur þegar maður vaknar daginn eftir sýningu.“ Ásamt Réttarhöldunum eru Ham- skiptin trúlega þekktasta verk Kafka, en bókin kom fyrst út árið 1915, fyrir hartnær hundrað árum síðan. „Við setjum þetta hins vegar upp rétt fyrir seinni heimsstyrjöld þannig að þessi saga gæti líka verið undanfari þess sem gerist í helför- inni,“ segir Gísli. „Þetta er ákveðin hryllingsmynd, eða martröð, því fjöl- skyldan heldur að einn meðlimur hennar sé orðinn að einhvers konar pöddu, eða einhverju kvikindi. Þann- ig að þetta er mikið leikhús.“ Gísli telur verkið eiga fullt erindi við Íslendinga í upphafi 21. ald- arinnar. „Já engin spurning, Gregor Samsa gæti þess vegna verið alkó- hólisti, hann getur verið myndlíking fyrir hvað sem er,“ segir hann og bætir við að ólíkt því sem margir haldi sé mikill húmor í verkinu. „Þetta er mun léttari sýning en menn gera sér grein fyrir. Það er mikill húmor í því hvernig Kafka skrifar þetta allt saman og það var mikið hlegið á sýningunum í Lund- únum.“ Flott tónlist Öll umgjörð sýningarinnar er eins og best verður á kosið og til að mynda var leikmynd Barkar Jóns- sonar tilnefnd til verðlauna hjá dag- blaðinu Evening Standard sem eru ein virtustu leikhúsverðlaun Bret- lands. „Börkur er snillingur og við vinnum ótrúlega vel saman. Vinnu- ferlið var eins og það verður best á kosið, drauma hópsamstarf.“ Þá má ekki gleyma tónlistinni sem þeir Nick Cave og Warren Ellis sömdu sérstaklega fyrir sýninguna. „Ef ekki annað þá er tónlistin nátt- úrlega alveg geðveik. Hún er ótrú- lega ljúf og flott,“ segir Gísli að lok- um. Líkamleg Hamskipti Erfitt Gísli Örn í hlutverki Gregors Samsa. „Ég er alltaf með harðsperrur og það er eins og maður sé þunnur þegar maður vaknar daginn eftir sýningu.“ Þrjú á palli Nína Dögg, Elva Ósk og Ingvar E. í hlutverkum sínum. Uppfærsla Vesturports á Hamskiptunum frumsýnd í Þjóðleikhúsinu annað kvöld  Þær stöllur Freyja Haraldsdóttir og Alma Guðmundsdóttir, oftar en ekki kennd við Nylon-flokkinn, halda úti sameig- inlegri bloggsíðu á Netinu. Þar kem- ur meðal annars fram að þær vin- konur, sem kynntust í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ, vinna nú saman að bók um ævi og uppvöxt Freyju og upplifun hennar af því að lifa með fötlun frá fæðingu. Vinnan við bókina hefur að sögn staðið yfir í um tvö ár og ætlar Salka að gefa bókina út þegar hún verður tilbúin. Þar kemur einnig fram að Kristján B. Jónasson hefur tekið að sér ritstjórn bókarinnar. Slóðin á síðuna þeirra er almaog- freyja.blog.is. Alma og Freyja skrifa bók  Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust tekið eftir sjónvarps- auglýsingum frá Landsbankanum þar sem svokallaðar aukakrónur eru auglýstar. Í auglýsingunni má sjá hóp af fólki, sem allt er eins klætt, elta einstaklinga sem nota svokölluð aukakrónukort, og á fólkið að tákna aukakrónurnar. Nú hefur komið í ljós að auglýs- ingin er „fengin að láni“ ef svo mætti að orði komast því auglýsing frá kreditkortafyrirtæki í Mexíkó er sláandi lík þeirri íslensku. Hægt er að skoða mexíkósku auglýs- inguna á kvikmynd.is. Landsbankaauglýsing frá Mexíkó komin?  Bloggarinn og þúsundþjalasmið- urinn Dr. Gunni hefur nú gerst sér- legur talsmaður neytenda. Hann tekur nú við ábendingum lesenda heimasíðu sinnar um hverskyns ok- ur sem fyrirfinnst í íslensku sam- félagi, og af nógu er víst að taka. Meðal þess sem Dr. Gunni nefnir til sögunnar er að verð á svörtum Opal-pakka í verslun 10/11 á Egg- ertsgötu er hvorki meira né minna en 329 krónur. Rándýr Opal Eftir Franz Kafka Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson og David Farr Þýðing: Jón Atli Jónasson Leikgerð: David Farr og Gísli Örn Garðarsson Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Brenda Murphy Tónlist: Nick Cave og Warren Ellis Leikarar: Gísli Örn Garðarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Ingvar E. Sig- urðsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Ólafur Egill Egilsson Hamskiptin www.leikhusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.