Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Shoot’em Up kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Shoot’em Up kl. 4 - 6 - 8 - 10 LÚXUS Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 4 - 6 Hairspray kl. 5:30 - 8 - 10:30 Vacancy kl. 8 - 10 B.i. 14 ára Veðramót kl. 5:40 B.i. 14 ára Knocked Up kl. 8 - 10:40 B.i. 14 ára Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 Chuck and Larry kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 6 Hairspray kl. 8 Knocked Up kl. 10:10 B.i. 14 ára – Sími 564 0000 –Sími 462 3500 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Shoot’em Up kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 6 Vacancy kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Rush Hour kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL eeee - Ó.H.T., RÁS 2 SAGAN SEM MÁTTI EKKI SEGJA eeee - E.E., DV eeee - S.V., MBL eeee - S.G., Rás 2 eeee - R.H., FBL Chris TuCker jaCkie ChaN - Kauptu bíómiðann á netinu - HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? - T.V., KVIKMYNDIR.IS eeee - R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ Sýnd með íslensku tali Verð aðeins600 kr. Stórskemmtilegt ævintýri í undirdjúpunum fyrir alla fjölskylduna. ENGIN FORTÍÐ, ENGU AÐ TAPA Hasar og adrenalín flæði frá upphafi til enda Ef þeim tekst ekki að sleppa þá verða þau fórnarlömb í „snuff“ mynd. Óhuggnalegasti spennutryllir ársins eee - L.I.B., Topp5.is 55.000 G ESTIR eee „Stórskemmtileg og snarbrjáluð hasarmynd þar sem aldrei er langt í húmorinn.“ T.V. Kvikmyndir.is Hákarl er lostæti. Þá helstsvo sterkur að úr nösumrjúki. Hákarlar eiga harma að hefna og narta af og til í einhvern óheppinn sundgarp úti í hinum stóra heimi. Gleypa einn fót- legg eða svo, jafnvel garpinn allan. Ókindur eru víða á sveimi og það borgar sig ekki að synda of langt á haf út. Ókindin gæti náð manni. Víst er að mörgum verður hugs- að til kvikmyndarinnar Jaws, eða Ókindarinnar, þegar þeir fá sér sundsprett í sólarstrandarferðum í volgum sjó. Blaðamaður hefur oft velt því fyrir sér á slíku svamli hversu mögnuð sú hræðslutilfinn- ing hlýtur að vera þegar menn sjá hákarlsugga nálgast. Hákarlinn í Ókindinni hlýtur að vera ofarlega á lista yfir ógnvænlegustu skepnur kvikmyndasögunnar, ef þá ekki efst. Kvikmyndin var frumsýnd sumarið 1975 og hefur án efa breytt baðstrandarvenjum þúsunda manna það sumarið, ef ekki öll sumur sem á eftir fylgdu. Víða á Netinu er því einnig haldið fram að hún sé fyrsti sumarsmellurinn, fyrsta myndin sem hægt var að kalla „blockbuster“. Viðlíka gróði af kvikmynd hafði ekki sést fram til þess tíma, ef marka má upplýsingar á alfræðivefnum Wikipedia. Þeir sem voru smeykir fyrir að synda í sjónum hafa örugglega orðið dauð- skelkaðir eftir að horfa á Ókindina og hafa kannski ekki náð sér enn.    Ókindin er eitt af meistaraverk-um kvikmyndasögunnar. Söguþráðurinn er einfaldur og hrollurinn meistaralega vakinn af konungi sumarsmellanna, Steven Spielberg. Leikstjórinn gerði sér grein fyrir því að óhugnaðurinn fælist í því að sýna sem minnst af skepnunni og byggja upp spennuna með hinu óséða. Hákarlinn sést ekki fyrr en undir blálokin, þegar maður og dýr reyna með sér. Spiel- berg setti framleiðendunum það skilyrði fyrir því að hann leikstýrði myndinni, að hákarlinn myndi ekki sjást í myndinni fyrstu klukku- stundina. Þetta var snilldarbragð hjá Spielberg og ljóst að myndin væri ekki á þeim stalli sem hún er á í dag hefði önnur leið verið farin. Áhorfendur sjá hins vegar blóðbað- ið og geðshræringu íbúa á eyjunni Amity, en við strendur hennar svamlar hákarlinn óséður og ræðst til atlögu þegar menn eiga þess síst von. Allt er þetta séð með augum ráðþrota fógeta sem leikinn er af Roy Scheider. Ekki nóg með að hann þurfi að berjast við skepnu í felum heldur einnig vitgrannan bæjarstjóra sem skipar honum að halda baðströndinni opinni, þar sem ferðamenn eru helsta tekjulind bæjarins. Allt fer auðvitað á versta veg og er það eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar þegar skerf- arinn fylgist skelfdur með fjöl- skyldum svamla í sjónum, búinn undir það versta. Atriðið endar auðvitað með því að hákarlinn japl- ar á ferðamanni.    Þá er spennan einnig mögnuðupp með lýsingum á stærð skepnunnar og skoltsins, sem nafn kvikmyndarinnar er dregið af, og skipar sjávarlíffræðingurinn Hooper þar stærst hlutverk, leikinn af Richard Dreyfuss. ,,Við eigum í höggi við hina fullkomnu vél. Vél sem étur,“ segir Dreyfuss alvar- legur í bragði. Fremstur í flokki leikara í myndinni hlýtur þó að telj- ast Robert Shaw, sem leikur hinn stjórnlausa veiðimann Quint. Litlu munar að Quint verði skerfaranum og sjávarlíffræðingnum að bana í glímunni við hákarlinn undir lokin og innbyrðis átök mannanna úti á reginhafi magna enn spennuna. Þegar hákarlinn birtist loksins, vél- stýrt líkan sem Spielberg lét búa til, verða áhorfendur skelfingu lostnir, þrátt fyrir að hákarlinn sé nokkuð gervilegur á að líta ef menn stöðva myndina og skoða vel. Allt endar samt vel og hákarlinn er sprengdur í loft upp fyrir mikla heppni. Það sem kórónar svo allt saman er stór- kostlegt stefið eftir John Williams sem flestir hljóta að kannast við.    Handrit Ókindarinnar var skrif-að upp úr samnefndri skáld- sögu Peters Benchleys. Innblástur- inn sótti hann í sanna atburði, hákarlaárásirnar í New Jersey árið 1916. Frá 1. til 12. júlí það ár urðu hákarlar fjórum baðstrandargest- um þar að bana en sá fimmti slapp lifandi frá viðureign við hákarl. Ekki eru fræðimenn á einu máli um hvort sami hákarl hafi verið að verki eða margir og einnig hvaða hákarlategund var þar á ferð. Hita- bylgja olli því að óvenjumargir flykktust á ströndina og telja fræði- menn að sú aukning í bland við óvenjumarga hákarla hafi leitt til árásanna. Ráðist var í miklar há- karlaveiðar og átti að ráða niður- lögum hinna svokölluðu mann- ætuhákarla. Stálnetum var komið fyrir við strandlengjuna til að halda hákörlum frá. Hrollvekjan Ókindin er því ansi nærri því að vera raun- sæisverk. Ég vona að allir unnendur góðra kvikmynda hafi séð Ókindina. Þeir sem hafa ekki séð hana enn verða hreinlega að setja sunddót í poka og skunda í Laugardalslaug hinn 29. september. Varúð! Hákarl! AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson » Ókindur eru víða ásveimi og það borgar sig ekki að synda of langt á haf út. Ókindin gæti náð manni. Ókindin „Hákarlinn í Ókindinni hlýtur að vera ofarlega á lista yfir ógn- vænlegustu skepnur kvikmyndasögunnar.“ helgisnaer@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.