Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 43 ... í öruggum höndum Fjarðargötu 19 • Fax 565 5572 Opið: mán-fim 9-18 og fös 9-17 Traust og góð þjónusta + Örugg skjalagerð = Vel heppnuð fasteignaviðskipti Gunnar Sv. Friðriksson hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali www.fasteignastofan.is • Allar eignir á mbl.is 565 5522 Gautavík - Grafarvogi Nýkomið í einkas. fallegt og vel skipulagt 190 fm endaraðhús með rúmgóðum innb. 40 fm bílskúr á þessum vinsæla stað í Grafarvoginum. Fallegt eldhús og mjög rúmgóð stofa. 3 rúmgóð svefnherbergi, auk sjónvarpshols (herbergi) og rúmgóðrar stofu. Gróinn garður lokaður með skjólgirðingu. Verð kr. 59,6 millj. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 Góð 69,6 fm. 2ja herbergja íbúð á rólegum og fallegum stað fyrir eldri borgara 60 ára og eldri. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, svefnherbergi, tvöfaldan sólskála og sérgeymslu í sameign við hlið íbúðar. Um er að ræða jarðhæð og úr stofu er gengið út á stóra og fallega lóð. Mikil og snyrtileg sameig fylgir eigninni. Aðkoma að húsinu er góð. V. 23,5 millj. Opið hús í dag milli kl. 16:00 og 17:00, verið velkomin. Benedikt sölumaður verður á staðnum, s. 847-3600 Opið hús Sléttuvegur 13, íbúð 104 – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Hefur þú áhuga á kyrrð? Kyrrðardagur Neskirkju verður laugardaginn 21. september, kl. 10-16,30. Íhuganir: Sigurbjörn Einarsson, biskup. Stjórnendur: sr. Halldór Reynisson og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Kyrrðardagur hentar öllum, sem hafa áhuga á tilgangi eigin lífs, slökun, bæn og trú. Skráning er í Neskirkju við Hagatorg s. 511 1560 www.neskirkja.is BRASILÍSKA ofurfyrirsætan Gi- sele Bundchen sendi Viktoríu og Davíð Beckham tóninn fyrir að baða einkalífið í kastljósi fjölmiðlanna. Bundchen segir að hún sjálf og kær- astinn hennar, bandaríska ruðnings- hetjan Tom Brady, séu alls ekkert lík Beckhamhjónunum því að þau haldi einkalífinu út af fyrir sig. Þegar Bundchen var spurð hvort hún og Brady væru „Posh og Becks“ Bandaríkjanna brást hún ókvæða við og harðneitaði að svo væri. „Það er fáránlegt! Ekki veit ég hver hefur haldið því fram. Vinnan mín er vinn- an mín og einkalífið er einkalíf. Þetta tvennt er alveg aðskilið.“ Bundchen sagði að hún myndi ganga af göflunum ef hún lifði lífinu í kastljósi fjölmiðlanna. „Vinnan mín er áberandi, og það er mikilvægt að halda einhverju alveg út af fyrir sig. Annars myndi maður ganga af göfl- unum.“ Fyrir skömmu viðurkenndi Bundchen að hún lægi aldrei á skoð- unum sínum. Hún olli miklu fjaðra- foki í heimalandi sínu, þar sem kaþ- ólska kirkjan er áhrifamikil, er hún lýsti stuðningi við notkun getn- aðarvarna. „Þegar ég hugsa eitthvað hef ég tilhneigingu til að segja það. Ég ligg aldrei á skoðunum mínum. Það eru til margir kynsjúkdómar og það kemur ekki til greina að ég segi að maður ætti ekki að nota getn- aðarvarnir.“ Reuters Hreinskilin Gisele Bundchen. Vill ekki kastljós fjölmiðla ÞAÐ var ekki litadýrðinni fyrir að fara hjá leikurunum sem mættu á frumsýningu á kvikmyndinni Mich- ael Clayton í New York síðastliðinn mánudag. Myndin fjallar um lög- fræðinginn Michael Clayton, leik- inn af George Clooney, sem vinnur við það að laga líf annarra meðan hans eigið líf er uppfullt af vanda- málum. Reuters Slösuð George Clooney og kærasta hans Sarah Larson. Hún er fótbrotin eftir mótorhjólaslys sem þau lentu í saman nýlega. Kátur Brad Pitt var mættur til að styðja vin sinn Clooney. Flott Kate Walsh í svörtu frá toppi til táar. Leikkona Tilda Swinton í svörtum síðkjól. Á rauða dreglinum FYRIRSÆTAN Kate Moss og leikkonan Sienna Miller fóru í hár saman í brúð- kaupsveislu sam- eiginlegs vinar um seinustu helgi. Moss er æva- reið yfir því að vinur hennar, leikarinn Rhys Ifans (úr Notting Hill), er að hitta Miller og upp úr sauð í brúðkaupinu. Moss mætti í brúðkaupsveisluna ásamt nýjum kærasta sínum, Jamie Hince, og vinkonu sinni, Sadie Frost. Miller mætti síðan með Ifans. Fyrrihluta kvöldsins skiptust þær aðeins á illu augnaráði yfir dansgólfið en eftir að báðar höfðu fengið sér nokkra drykki voru þær nógu kjarkaðar til að mæta hvor annarri. Gestur í brúð- kaupinu segir svo frá: „Kate sakaði Siennu um að stela frá sér fatastílnum og að hún væri nú að reyna að stela frá sér lífs- tílnum og vin- unum. Þær höfðu drukkið aðeins þegar Kate sagði þetta við Siennu sem svaraði vel fyrir sig. Þetta var frekar vand- ræðalegt því allir voru að hlusta á þær.“ Það var síðan Sadie Frost sem skildi þær í sundur og sagði þeim að bera einhverja virðingu fyrir brúðhjónunum. Frost var einu sinni gift Jude Law sem er fyrrverandi kærasti Miller. „Sienna var til í að halda rifrildinu áfram en Rhys taldi hana af því og fór með hana heim,“ sagði einn veislugesta. Stelpuslagur Sienna Miller Kate Moss Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.