Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 25 þótt þú hefðir steindrepið mig hér á götunni!“ Feginn að sjá sjálf- stæðismann á lífi „Ég er nú búinn að vera mikið í kringum kosningar hér og í alþing- iskosningunum í vor tók ég að mér að vera í forsvari fyrir kosn- ingaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Það kastar engri rýrð á þá Sturlu Böðvarsson og Einar Kristin Guð- finnsson, sem voru báðir vel kynntir hér sem ráðherrar, þótt ég segi að skemmtilegast var að vinna með Einari Oddi Kristjánssyni. Hann náði vel til bænda, þjóðlendumálin lágu á mönnum hér sem annars stað- ar og Einar Oddur kynnti sér þau í þaula. Það má segja að þeir Sturla og Einar Kristinn hafi verið nokkuð öruggir en hins vegar gerðu menn ráð fyrir því að það yrði þungt fyrir fæti fyrir Einar Odd. En það hafðist. Ég fékk þá tilfinningu að sjálf- stæðismenn hér væru tilbúnir til þess að eigna sér Einar Odd. Ég segi ekki að Skagfirðingar hafi kom- ið honum inn, en við áttum virkilega okkar þátt í því að hann féll ekki.“ – En hvað með hlut Skagfirðinga á framboðslistum? „Við höfum ákveðnar áhyggjur af að verða jaðar hérna. Hjálmar Jónsson og Vilhjálmur Egilsson voru náttúrulega heima- menn; Hjálmar bjó hér og Vil- hjálmur átti hér foreldra. Af öðrum þingmönnum var enginn eins dug- legur og Eykon að koma hingað á fundi og láta vita af sér, þegar hann var á ferð um Skagafjörð, sem var mjög oft.“ – Hvað með kjördæmaskipanina? „Ég segi afdráttarlaust, að kjör- dæmin eru of stór, bæði hér og svo fyrir austan okkur, þar sem kjör- dæmið nær frá Siglufirði til Horna- fjarðar. Satt að segja finnst mér engin glóra í þessu. Það var enginn tilgangur með breytingunni, hún var ekki gerð af neinni þörf og hún gerir bara illt verra. Þessi landsbyggð á alltaf erfiðara og erfiðara með að koma sínum mál- um fram, enda atkvæðaaflið að verða allt í Reykjavík.“ – En er það bara ekki eins og það á að vera? „Það er í samræmi við lýðræð- islegar leikreglur. En hvar stöndum við þegar þingmennirnir verða bara tveir eða þrír fyrir svæðið frá Hval- firði í Hornafjörð? Ef jafnt á að vera jafnt, er það þá ekki réttlætiskrafa að landsbyggðin búi við sama vöruverð og Reykvík- ingar og jafnræði ríki á öllum svið- um? Ég held satt að segja, að bezt væri að færa kjördæmaskipanina aftur til fyrra horfs, en annars væri það skárri kostur en nú er að landið væri allt eitt kjördæmi.“ Pálmi Jónsson leiddi lista sjálf- stæðismanna í Norðurlands- kjördæmi vestra um árabil. Eitt sinn var Hilmir Jóhannesson mjólk- urfræðingur í ökuferð og mætti þá Pálma á Áshildarholtshæð. Þeir voru báðir á miðjum vegi. Hilmi tókst að rykkja sér yfir á sinn veg- arhelming og stoppa þar, en Pálmi flaug langt útaf. Eftirá sagði Hilmir. Ég skal segja ykkur það, strákar. Þetta er í eina skiptið sem ég hef verið feginn að sjá sjálfstæðismann á lífi!“ Gullfoss missti sitt stýrishús „Mér finnst afskaplega notalegt að vera á sjó. Ég á bát, sem Hofs- ósingar sögðu nærri því eins ljótan og Ljóta-Láka og fundu að stýrihús- inu, sem þeim þótti svo ljótt. Ég sagði þeim, að mér kæmi það ekkert við, hvað þeir væru smekklausir og skírði bátinn umsvifalaust Gullfoss. En einn daginn sökk Gullfoss í höfn- inni í suðvestanroki, fór í grjót og brotnaði og húsið af honum og hvarf í hafið. Tveir heiðursmenn, þeir Einar á Brekkunni og Jón Magn- ússon krökuðu í bátinn og komu honum upp á bryggju. Síðan gekk maður undir mannshönd að hvetja mig til þess að setja bátinn á eldinn, því það yrði alltof dýrt að gera við hann. Ég var satt að segja að færast svolítið á þá skoðun og hugsa til þess að fá mér plastbát í staðinn, þegar Einar Einarsson tók af skar- ið, tók bátinn inn í skemmu og lag- aði hann, en lét vera að setja á hann stýrishús aftur. Nú særir hann ekki fegurðarsmekk Hofsósinga eins og hann gerði. Það er óskaplega gaman að róa frá Hofsósi á morgnana og kvöldin. Það er svo kyrrt og notalegt, þegar komið er fram. – Ertu ekki nógu mikill Skagfirð- ingur til að vera hestamaður? „Ég tók út mína hestamennsku fyrir tvítugt. Systkini mín voru að stríða mér á því að ég þekkti ekki gangtegundirnar. Sérðu ekki að þetta er tölt? Hvað, sérðu ekki að þetta er skeið? Og ég sagði: Það væri kannski hægt að sjá þetta ef helvítis trunturnar hefðu lappirnar einhvern tímann kyrrar! Björn hefur verið handgenginn bókum allt síðan hann starfaði við bókaverzlun í Reykjavík og lengur. Ég spyr hann, hvað hann sé nú að lesa. „Ég hef gaman af bókum og les flest það sem að kjafti kemur, bæði til að rifja upp gömul kynni og bæta við mig nýjum.“ En ein bók stendur honum næst nú um stundir. Hana gaf Hjalti Pálsson honum með skil- yrði. Þegar fyrsta bindi Hjalta af Byggðasögu Skagafjarðar kom út voru gerðar nokkrar prufubækur til að finna rétta formatið og eru þær allar með auðum síðum. Hjalti færði Birni slíka bók og sagði að hann ætti að skrifa í hana sögur sem hann kynni. „Ég er að mylgra ofan í þetta sögu og sögu.“ Björn setur bókina upp í sendibréfsformi og skrifar með sinni fallegu rithönd. Hann les mér og það er ljóst að Björnsbók verður hafsjór af skemmtun. „Ég held svolítið upp á þau orð Höskuldar Þráinssonar að góð saga megi ekki líða fyrir sannleikann.“ Orðhagur Björn Björnsson hefur marga fjöruna sopið í ræðustóln- um, hvort heldur hann stendur þar í sporum skólamannsins eða stjórn- málamannsins, eða skemmtir sam- borgurunum með sögum og vísum. „Ég segi afdrátt- arlaust, að kjördæmin eru of stór ... Satt að segja finnst mér engin glóra í þessu. Það var enginn tilgangur með breytingunni, hún var ekki gerð af neinni þörf og hún gerir bara illt verra. freysteinn@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.