Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ úrslit TVEIR nýliðar eru í 16 manna landsliðshópi kvenna í handknatt- leik sem Júlíus Jónasson landsliðs- þjálfari tilkynnti val á í gær. Nýlið- arnir eru báðir úr Fram sem farið hefur vel af stað í N1-deild kvenna í haust. Um er ræða Þóreyju Rósu Stefánsdóttur og Söru Sigurð- ardóttur en alls á Fram fjóra leik- menn í landsliðinu að þessu sinni. Landsliðið heldur til Hollands í næstu viku hvar það tekur þátt í æf- ingamóti ásamt landsliðum Hol- lands, Spánar og Japans. Þátttakan í mótinu er liður í undirbúningi ís- lenska landsliðsins fyrir forkeppni Evrópumótsins sem fram fer um mánaðamótin nóvember og desember næst- komandi á Ítalíu. Landsliðshóp- urinn sem Júlíus valdi er skipaður eftirtöldum leik- mönnum: Markverðir: Berglind Íris Hansdóttir, Val, og Ír- is Björk Símonardóttir, Gróttu. Aðrir leikmenn: Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir, Gróttu, Arna Sif Páls- dóttir, HK, Auður Jónsdóttir, HK, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram, Dagný Skúladóttir, Val, Eva Mar- grét Kristinsdóttir, Gróttu, Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, Hildi- gunnur Einarsdóttir, Val, Ragn- hildur Guðmundsdóttir, FH, Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni, Rut Jónsdóttir, HK, Sara Sigurð- ardóttir, Fram, Sigurbjörg Jó- hannsdóttir, Fram, og Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram. Mótið í Hollandi hefst 17. október og lýkur hinn 21. Fyrst verður leik- ið við heimamenn, þá Japani og loka Spánverja. Júlíus valdi tvo nýliða til Hollandsfarar Júlíus Jónasson KENT-Harry Andersson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Flensburg, hefur framlengt samning sinn við liðið til ársins 2010. Vangaveltur voru um að Andersson myndi hætta hjá liðinu eftir að hann greindist með æxli við annað eyrað sum- arið 2006. Þá leysti Viggó Sigurðsson, fyrr- verandi landsliðsþjálfari, Andersson af við þjálfunina. Andersson hefur hinsvegar náð sér vel af veikindunum og sem stendur er Flens- burg efst í þýsku 1. deildinni og er eina taplausa liðið þegar átta umferðir eru að baki. „Við erum mjög ánægðir með starf And- ersson hjá félaginu,“ sagði Anders Dahl Nielsen sem tók stj íþróttamála hjá Fl burg í sumar. Andersson tók þjálfun Flensburg f fjórum árum og st því til síns fyrsta me aratitils í Þýskala árið eftir. Þá h Flensburg í tvíg leikið til úrslita í me aradeild Evrópu u stjórn Svíans. Tveir Íslendingar leika undir stj Andersson hjá Flensburg; Alexander ersson og Einar Hólmgeirsson. Heldur áfram í Flensburg Kent-Harry Andersson HANDKNATTLEIKUR Haukar - Stjarnan..............16:18 Ásvellir, úrvalsdeild kvenna, N1 deildin, miðvikudagur 10. október 2007. Gangur leiksins: 2:0, 2:3, 3:4, 11:4, 11:9 12:9, 14:14, 15:18, 16:18. Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 8/5, Nína K. Björnsdóttir 3, Harpa Melsted 2, Ramune Pekerskyte 2, Erna Halldórsdótt- ir 1. Varin skot: Laima Miliauskaite 17 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mrök Stjörnunnar: Rakel Dögg Braga- dóttir 8/6, Ásdís Sigurðardóttir 3, Ásta Agnarsdóttir 3, Alina Petrache 2, Sólveig Lára Kjærnested 2. Varin skot: Florentina Grecu 20 (þar af fjögur til mótherja), Helga V. Jónsdóttir 3/1 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elí- asson, ágætir. Áhorfendur: Um 200. Staðan: Fram 5 4 1 0 139:96 9 Valur 4 4 0 0 109:68 8 Stjarnan 4 3 1 0 114:64 7 Grótta 4 3 0 1 97:77 6 Haukar 4 2 0 2 108:87 4 Fylkir 4 1 0 3 81:101 2 HK 5 1 0 4 104:134 2 FH 5 1 0 4 104:143 2 Akureyri 5 0 0 5 79:165 0 Bikarkeppni kvenna SS-bikarkeppnin: Fjölnir - Fylkir ......................................20:38 Víkingur - HK........................................13:27 Bikarkeppni karla Stjarnan 2 - HK .....................................22:42 Þýskaland HSV Hamburg - Gummersbach ..........33:29 í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildin: Hveragerði: Hamar - Tindastóll ..........19.15 DHL-höllin: KR - Fjölnir .....................19.15 Njarðvík: UMFN - Snæfell ..................19.15 Síðuskóli: Þór Ak. - ÍR ..........................19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1 deildin: Framhús: Fram - Afturelding...................20 1. deild karla: Kaplakriki: FH - Haukar 2...................19.15 ,,Ég er sammála þér í því að sóknarleik- ur beggja liða var slakur þar sem leik- menn gerðu sig seka um mörg mistök en hvað mitt lið varðar þá spiluðu stelp- urnar mjög góða vörn, einkum og sér í lagi í seinni hálfleik, og markvarslan var frábær,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, við Morgunblaðið, eftir sigurinn á Haukum. Það má kannski segja að fyrstu mín- útur leiksins hafi gefið tóninn hvað koma skyldi í leiknum því fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir fjóra og hálfa mínútu þegar Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði fyrir Hauka. Eftir tíu mínútna leik í stöðunni, 3:4, Stjörn- unni í vil, hrökk sóknarleikur Garðabæj- arliðsins í baklás og gott betur en það. Stjarnan náði ekki að skora í um það bil 15 mínútur en á meðan skoruðu Hauk- arnir átta mörk í röð og breyttu stöð- unni í 11:4. Staðan hefði eflaust verið enn verri fyrir Stjörnuna ef Florentina Grecu markvörður liðsins hefði ekki varið eins og brjáluð manneskja. Ís- landsmeistararnir voru hins vegar ekk- ert á því að játa sig sigraða. Stjarnan skoraði fimm síðustu mörkin í hálfleikn- um og náði að minnka muninn í 11:9, fyrir leikhlé. Stjarnan jafnaði metin í 14:14 og aftur í 15:15, og sóknarleikur liðsins var snöggtum skárri en í þeim fyrri en að sama skapi var sóknarleikur Haukaliðs- ins afleitur og líkt og hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik tókst Haukum ekki að skora eitt einasta mark í stundarfjórð- ung og einungis fimm mörk allan hálf- leikinn og eðlilega var það ekki vænlegt til árangurs. Stjarnan gerði út um leik- inn með því að skora þrjú mörk í röð, breyta stöðunni úr 15:15 í 18:15 en Harpa Melsted átti síðasta orðið þegar hún náði að binda enda á markaþurrð Hafnarfjarðarliðsins en það var of seint í rassinn gripið. Eigum mikið verk framundan ,,Við náðum sem betur fer að landa sigri og hann getum við eingöngu þakk- að frábæri vörn í seinni hálfleik og góðri markvörslu allan leikinn. Sóknin var lé- leg. Það var mikið óðagot og rangar ákvarðanir teknar allt of oft. Við eigum mikið verk fram undan og það er gaman að vera þjálfari þegar nóg er að gera. Stelpurnar sýndu styrk að gefast ekki upp eftir að hafa lent sjö mörkum undir og það kom í ljós að samstaðan í hópnum er sterk,“ sagði Aðalsteinn sem reiknar með spennandi Íslandsmóti í ár þar sem 5-6 lið geta blandað sér í baráttuna um titilinn. ,,Deildin hefur aldrei verið svona jöfn og sterk. Það eru þrír til fjór- ir útlendingar í hverju liði og ég held að mótið verði mjög jafnt og spennandi. Fram er spútnikliðið hingað til en við ætlum okkur að vera með í baráttunni um titlana í vetur,“ sagði Aðalsteinn. Florentina Grecu átti frábæran l markinu og vörn Garðabæjarliðsins góð og þá sér í lagi í seinni hálfleik þær Birgit Engl og Alinu Petrac broddi fylkingar. Sóknarleikur lið var hins vegar ekki upp á marga fisk Rakel Dögg Bragadóttir var einna á þeim vettvangi. Héldum ekki haus og vorum óskynsamar ,,Við héldum bara ekki haus og þv sem fór. Við vorum komnar með g stöðu í fyrri hálfleik en síðan fór allt skeiðis hjá okkur. Við vorum m óskynsamar í okkar leik og vorum en laust að reyna að troða boltanum in línuna sem ekki gekk. Það var ek upp á vörnina né markvörsluna að k hjá okkur en sóknarleikurinn var lega lélegur hjá okkur,“ sagði Ha Guðrún Stefánsdóttir við Morgunbl eftir leikinn en hún var að vanda kvæðamest og skoraði helming síns og Laima Miliauskaite stóð sig v milli stanganna. Það var skarð f skildi hjá Haukum, stórskyttan R une Pekarskyte átti afar dapran sem og Sandra Stoijkovic sem ko ekki á blað. Morgunblaðið/Brynjar Ga Gengumbrot Rakel Dögg Bragadóttir lét mikið að sér kveða í sóknarleik Stjörnunnar í 18:16-sigri liðsins gegn Haukum í Hafnarfirði í gær. Stjarnan hafði betur í sveiflukenndum leik HANN var svo sannarlega sveiflu- kenndur leikur bikarmeistara Hauka og Íslandsmeistara Stjörnunnar þegar liðin mættust í N1 deild kvenna í hand- knattleik að Ásvöllum í gærkvöld. Eftir að Haukar höfðu náð sjö marka forskoti í fyrri hálfleik hrósaði Stjarn- an sigri, 18:16, í leik mikilla mistaka og óðagots. Stjörnukonur komust með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinn- ar, hafa tapað einu stigi í fjórum leikj- um, en Haukarnir, sem hafa tapað tveimur af fjórum leikjum sínum eru í fimmta sæti og verða að taka sig á ef þeir ætla að vera með í toppbaráttunni í vetur. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is íþróttir STEFÁN Þórðarson mun leika með ÍA á næstu leiktíð í Landsbanka- deildinni í knattspyrnu. Stefán er á heimleið eftir að hafa leikið með Norrköping í sænsku 1. deildinni undanfarin ár. Hann er 32 ára gamall framherji og mun styrkja lið ÍA verulega en frá þessu er greint í gær á heimasíðu ÍA. Stefán lék síðast með ÍA sumarið 2004 en hann hefur komið víða við á ferli sínum sem atvinnumaður. Hann lék með ÍA 1994–1996 og þaðan lá leið hans til Öster í Svíþjóð (1997–1998). Stefán lék með Brann í Noregi (1998), Kongsvinger Nor- egi (1999), ÍA (1999), Uerdingen Þýskalandi (1999–2000), Stoke Englandi (2000–2002), ÍA 2003– 2004 og Norrköping Svíþjóð 2004– 2007. Stefán hefur leikið 5 lands- leiki og skorað eitt mark en hann lék einnig með U21 og U17 ára landsliðum Íslands. Stefán fer á heimaslóðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.