Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FORYSTUMENN iðnaðarmannafélaga telja mikið skorta á að fagleg starfsréttindi launafólks séu virt í tengslum við ráðningar erlendra starfsmanna. Hingað komi fjöldi erlendra starfsmanna með iðn- menntun, þeir séu skráðir sem verkamenn og látnir vinna á byrjunartaxta ófaglærðra. Einnig séu dæmi um að útlendingar sem ekki eru fagmenntaðir séu látnir vinna störf iðnaðarmanna. Miklar umræður urðu um málið á ársfundi ASÍ fyrir helgi og sagði Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins (RSÍ), að hér væri um hreina og klára aðför að starfsmenntun í landinu að ræða. Guðmundur greindi frá því að í ljós hefði komið að rafiðnaðarmenn sem störfuðu á byggingarmarkaði upplifðu mun lakari launaþróun en aðrir. Launa- hækkanir rafiðnaðarmanna sl. 12 mánuði á íslensk- um byggingarmarkaði væru 6% en launahækkanir annarra rafiðnaðarmanna hefðu verið frá 17 til 30%. Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, sagði að barátta verkalýðshreyfingarinnar á sein- ustu árum hefði beinst að því að tryggja að lág- markslaun væru virt við ráðningar erlendra starfs- manna. „Nú er bara komið að næsta fasa og hann er sá að við þurfum að taka á starfsréttindunum.“ Finnbjörn sagði íslenska atvinnurekendur í mörg- um tilfellum ráða ófagmenntaða menn til þess að vinna iðnaðarmannastörf. ,,Með þessu eru þeir að grafa undan iðnmenntakerfinu í landinu.“ „Mennirnir fara í annað verkalýðsfélag“ Örn Friðriksson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagði frá því að í seinustu viku hefði félagið farið yfir ráðningarsamninga sex er- lendra málmiðnaðarmanna og kom á daginn að þeir voru á einhverju óskilgreindu jafnaðarkaupi og ekki var tiltekinn neinn vinnutími. „Við gerðum athuga- semdir við þetta og báðum um upplýsingar um hver vinnutími þeirra væri og raunveruleg dagvinnu- tímakjör. Í fyrstu var sagt að við fengjum að vita þetta en næsta dag var sagt við okkur: Við höfum ekkert við ykkur að tala. Mennirnir fara í annað verkalýðsfélag.“ „Hrein og klár aðför að starfsmenntun í landinu“ FINNBJÖRN A. Hermannsson, formaður Sam- iðnar, sagði sögu á nýafstöðnum ársfundi ASÍ af heimsókn sinni og for- manns Félags iðn- og tæknigreina á bílaverk- stæði. „Þar voru fimm starfsmenn að gera við rútu. Enginn þeirra kunni íslensku og enginn gat sýnt fram á að hann væri með réttindi. Við fórum til for- svarsmanns fyrirtækisins og spurðum hvort þetta væri forsvaranlegt. Hann sagði svo vera. Það væri bifreiðaskoðun einu sinni á ári í landinu og það dygði. Ég er ekkert viss um að við vildum vera í slíkri rútu ef bremsurnar biluðu eða eitthvað annað gæfi sig og í ljós kæmi að viðkomandi hefðu ekki kunn- að til verka.“ Laga rútu án réttinda? NÝR predikunarstóll var vígður í Árneskirkju á Ströndum í gær. Steinninn er gerður úr steintegund- inni gabbró og er efnið í honum um 10 milljón ára gamalt. Guðsteinn Gíslason, sóknarnefnd- arformaður Árneskirkju, segir að stóllinn sé gerður í Steinsmiðju S. Helgasonar eftir teikningu Guðlaugs Gauta Jónssonar, sem var arkitekt Árneskirkju þegar hún var byggð fyrir 16 árum. Stólinn gáfu afkom- endur hjónanna Jóns Guðlaugssonar frá Steinstúni og Aðalheiðar Magn- úsdóttur. Nýja predikunarstólinn vígði Guðni Þór Ólafsson, prófastur á Mel- stað, en með honum þjónuðu við at- höfnina Sigríður Óladóttir, prestur á Hólmavík, og Kristín Árnadóttir djákni. Velflestir úr sókninni sóttu guðsþjónustuna. Gamalt grjót í nýjan búning Kirkjur Nýi predikunarstóllinn er úr 10 milljón ára gömlu gabbrói. Hér þjóna þau fyrir altari Kristín Árnadóttir meðhjálp- ari, Sigríður Óladóttir prestur og Guðni Þór Ólafsson prófastur. Nýr predikunarstóll vígð- ur í Árneskirkju Morgunblaðið/Jón Guðbjörn Guðjónsson LAXVEIÐIN á liðnu sumri stefnir í 50 þúsund stangaveidda laxa og er það þriðja mesta stangaveiði sem skráð hefur verið hér á landi, sam- kvæmt bráðabirgðatölum. Veiðimálastofnun segir að stanga- veiðin 2007 stefni í að verða um 4.500 löxum meiri en í fyrra og um 28% yf- ir meðalveiðinni 1974-2006. Minnt er á að hluti þeirra laxa sem veiðast og er sleppt aftur hefur verið um 15% undanfarin ár. Um þriðjungur þeirra veiðist oftar en einu sinni. Sumarið 2007 veiddust um 14.700 laxar á vatnasvæði Rangánna og um 600 laxar veiddust í Skógá. Þessi veiði upp á samtals 15.300 laxa bygg- ist nær eingöngu á sleppingum gönguseiða laxa. 50.000 laxar veiddust HELENA 9 ára heilsar upp á kálfinn Ulrik sem fæddist í Húsdýragarðinum aðfaranótt 16. október. Ulrik býr í fjósinu ásamt kúnum Blökk, Skræpu og Bröndu, kvíg- unni Stjörnu og nautkálfunum Muggi og Blakki. Þá eru einnig í fjósinu gylturnar Freyja og Frigg og gölturinn Gullinbursti og svo auðvitað litlu grísirnir þeirra Friggjar og Gullinbursta sem komu í heiminn hinn 29. september síðastliðinn. Þá er kýrin Skræpa að nálgast burð og má því segja að það sé mikil frjósemi í fjósinu nú á haustmánuðum. Morgunblaðið/Ómar Frjósemi í fjósinu ♦♦♦ BALDVIN Samúelsson, annar eig- enda veitingahússins Q-bars í Ing- ólfsstræti og formaður Félags kráar- eigenda, er mjög ósáttur við þá ákvörðun borgarráðs að leggja til að afgreiðslutími þriggja veitingahúsa verði styttur, þeirra á meðal Q-bars. Baldvin kvaðst fyrst hafa frétt af ákvörðun borgarráðs á forsíðu Morgunblaðsins og hefur hann nú ráðið lögfræðing til að gæta hags- muna sinna. Baldvin sagði að borgin hefði verið búin að gefa út jákvæða umsögn án athugasemda um Q-bar og sam- þykkt afgreiðslutíma til kl. 5.30 á morgnana. Styttur afgreiðslutími myndi breyta öllum rekstrarlegum for- sendum Q-bars að sögn Baldvins. Viðskiptin eru mest frá kl. eitt til fimm þegar staðnum er lokað. Hann sagði umhverfissvið borgarinnar hafa hávaðamælt húsið og gefið Q-bar jákvæða umsögn. Mæling ut- andyra var hins vegar ofan viðmið- unarmarka og segir Baldvin sína gesti ekki eina hafa valdið þeim há- vaða. Gatan hafi verið troðin af fólki á þessum vinsælustu gatnamótum næturlífsins og Q-bar einn látinn gjalda hávaðans á götunni. Baldvin sagði að stjórn Félags kráareigenda mundi ræða málið fljótlega, enda líklegt að borgaryf- irvöld láti ekki hér staðar numið heldur muni fara fram á að af- greiðslutími verði víðar styttur. Ósáttur við tillögu borgarráðs Telur Q-bar blóraböggul Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ sem snýr að þessum meintu eplum og hangikjöti, þar sem við- fangsefnið er að skoða lægsta verðið, er aðferðafræðilegur ágreiningur. Það er alveg nýtt fyrir mér að Bónus krefjist þess að það eigi að bera sam- an mestu gæðin en ekki lægsta verð- ið,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Gylfi er þarna að svara ásökunum Guðmundar Marteinssonar, fram- kvæmdastjóra Bónuss. Hann tiltek- ur þrjú dæmi á heimasíðu Bónuss, sem dæmi um óvönduð vinnubrögð við verðkönnun ASÍ. Hann segir að ekki hafi verið borið saman verð á sam- bærilegum vörum. Í einu tilfelli hafi verð á Goða-hangiáleggi í Bónus verið borið saman við fituminni Goða-pylsu í annarri verzlun. Munurinn á kílóverði á þessum vörum sé hvorki meiri né minni en 600 krónur. Þá nefnir Guðmundur að borið hafi verið saman verð á mis- mundandi eplategundum, sem veru- legur verðmunur sé á, og loks hafi verið borið saman verð á lítraflösku af ólífuolíu í Bónus og verð á 750 millilítra flösku í annarri verzlun. Gylfi segir að verið sé að bera saman lægsta verð, en ekki hægt að mæla fituinnihald í leiðinni. Um epl- in segir hann að það hafi verið kvitt- að upp á það að ódýrustu eplin hjá Bónus hafi kostað 129 krónur kílóið. Á sama tíma hafi ódýrustu epli í Krónunni kostað 79 krónur. Þá segir hann að varðandi ólífuolíuna hafi verið gerð mistök og engin dul hafi verið dregin á það. „En við höfum sagt að ábyrgðin á verðkönnunum sé ekki eingöngu okkar. Hún er líka verzlunarstjóranna og í þessu tilfelli kvittaði sá sem var við stjórnvölinn upp á að rétt væri staðið að verki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Hafnar ásökunum um óvönduð vinnubrögð ASÍ er að bera saman lægsta verðið, ekki gæðin Gylfi Arnbjörnsson SÉRSTAKAR mannanafnareglur gilda um fólk af erlendum uppruna að því er fram kemur í meginreglum um mannanöfn sem birtar eru á vefnum rettarheimild.is. Ef annað foreldri barns er eða hef- ur verið erlendur ríkisborgari má gefa barninu eitt eiginnafn og/eða millinafn sem er gjaldgengt í heima- landi foreldrisins, jafnvel þótt nafnið eða nöfnin samrýmist ekki íslenskum nafnareglum. Þó verður að gefa barninu a.m.k. eitt eiginnafn sem samræmist íslenskum reglum. Þeir sem áður hafa fengið íslenskt ríkisfang með því skilyrði að þeir breyttu nafni sínu geta sótt um það til dómsmálaráðherra að fá að breyta nafni sínu til fyrra horfs, að hluta eða að öllu leyti. Sama gildir um afkom- endur þeirra. Maður sem fær íslenskt ríkisfang má halda nafni sínu óbreyttu en hann má líka taka sér eiginnafn, millinafn og/eða kenninafn sem samræmist ís- lenskum nafnareglum kjósi hann svo. Þá má erlendur ríkisborgari sem gift- ist Íslendingi halda kenninafni sínu eða taka sér kenninafn maka síns hvort sem um er að ræða ættarnafn eða föður- eða móðurnafn. Íslenskur ríkisborgari má hins vegar ekki taka sér ættarnafn maka síns. Mismunandi nafnareglur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.