Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 4. desember í 15 nætur á frábæru sértilboði. Bjóðum frábær sértilboð á Dorotea, Liberty og Roque Nublo, þremur af allra vinsælustu gististöðum okkar á Kanarí. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanarí 4. desember frá kr. 49.990 Frábær sértilboð - 15 nætur Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2-5 í búð á Dorotea 4. des. í 15 nætur. Gisting á Liberty og Roque Nublo kostar kr. 5.000 aukalega. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is BJÖRN Ingi Hrafnsson borgar- fulltrúi hefur ákveðið að taka ekki sæti í starfshópi sem á að fara yfir samruna REI og GGE. Óskar Bergsson, varamaður Björns Inga, tekur því sæti í hópnum í hans stað. Samstarfsfólk Björns Inga telur þetta skynsamlega ákvörðun. „Samkvæmt fyrstu tillögu var gert ráð fyrir að forystumenn allra flokka skipuðu starfshópinn. Hún hafði meðal annars verið borin undir Vilhjálm Vilhjálmsson, oddvita sjálf- stæðismanna. Síðan kom það í ljós á fundi borgarráðs að sjálfstæðismenn höfðu aðrar hugmyndir um það og skipuðu Hönnu Birnu Kristjánsdótt- ur í hópinn. Um það vissum við ekki fyrr en á þeim fundi. Þá var auðvitað komin upp ný staða auk þess sem sjálfstæðismenn gerðu athugasemd- ir við það að ég sæti í hópnum. Ég hef sagt að í þessu máli eigi allt að koma upp á yfirborðið og að ég hafi ekkert að fela. Því vildi ég bara reyna að tryggja að starf starfshóps- ins yrði hafið yfir allan vafa. Þess vegna tekur Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi sætið í hópnum, líkt og hjá Sjálfstæðisflokknum. Það er maður númer tvö sem fer inn. Þó að langflest hafi þegar komið í ljós í þessu máli er það engu að síður markmiðið að þetta liggi allt til grundvallar og málið verði opnað. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun sjálfur með hags- muni starfshóps- ins í huga,“ segir Björn Ingi Hrafnsson. „Þessi starfs- hópur er settur þannig saman að þar er einn úr hverjum flokki. Það finnur hver flokkur út úr því fyr- ir sig hvernig hann telur því bezt fyrir komið. Björn Ingi hefur sjálfur gert grein fyrir því að hann telji hóp- inn verða starfhæfari og betur haf- inn yfir vafa með því að hann standi utan hans. Mér finnst það bara vel rökstutt af hans hálfu. Við höfum þegar hitzt einu sinni, á föstudaginn, og ég hef heyrt í öllum fulltrúunum núna um helgina. Menn eru að vinna frá morgni til kvölds í þessu máli. Við höfum ekki allan tímann í heim- inum og þegar talað er um lokaskil í júní 2008 erum við auðvitað bara að tala um stefnumótunarhlutann. Fyrsta hlutann, að skoða stöðuna eins og hún er núna og þessar ákvarðanir, sem teknar hafa verið á mislöglegum fundum, verður að vinna mjög hiklaust. Við hröðum þessu eins og hægt er en þó ekki þannig að við brennum okkur eina ferðina enn á því að vinna svo hratt að fólk sé „meðvitundarlaust“ við ákvarðanatökur. Það gekk ekki vel upp síðast,“ segir Svandís Svavars- dóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Ég er mjög sátt við þessa ákvörð- un Björns Inga. Hún er skynsamleg enda kom það ekki mjög á óvart að þetta yrði að einhverju leyti gagn- rýnt. Uppleggið var að oddvitar allra flokkanna sætu í starfshópnum. Þegar það kom hins vegar í ljós að Vilhjálmur yrði ekki þar horfði málið öðruvísi við. Mér finnst þetta skyn- samleg og rökrétt afstaða hjá hon- um,“ segir Margrét Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra í gær. Björn Ingi ekki í starfshópi um samruna REI og GGE Tók þessa ákvörð- un með hagsmuni hópsins í huga Björn Ingi Hrafnsson Margrét Sverrisdóttir Svandís Svavarsdóttir MYNDLISTARSÝNING á verkum Magnúsar heitins Kjartanssonar myndlistarmanns var opnuð í Graf- arvogskirkju við guðsþjónustu í gær. Að guðsþjónustunni lokinni flutti Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur erindi um listamanninn. Einnig var stofnað Listfélag Grafarvogskirkju og ný Biblía afhent. Myndir Magnúsar í Grafarvogskirkju Morgunblaðið/Ómar GUNNAR I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, telur það sjálf- sagt mál að ræða við Reykjavíkur- borg um bygg- ingu sundlaugar í Fossvogsdal og segir að hug- myndin hafi fyrst komið fram 1994. Gunnar sagði að sjálfstæðismenn í Kópavogi hefðu fyrst sett fram hug- mynd um sundlaug á mörkum Kópa- vogs og Reykjavíkur fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 1994. „Sundlaugin var á málefnaskránni hjá okkur. Forsagan var sú að við Sigurður [Geirdal] höfðum rætt við þáverandi meirihluta í Reykjavík 1990-94 og við vorum langt komnir með að ganga frá því að þarna yrði byggð sundlaug fyrir kosningarnar ’94. Síðan kom R-listinn og vildi ekk- ert við okkur tala,“ sagði Gunnar. „Síðan setur Framsóknarflokkurinn [í Kópavogi] þetta fram í sinni kosn- ingastefnuskrá 2002. Síðan var bæj- arstjóra þáverandi falið að skrifa bréf til borgarinnar og þeir gerðu ekkert með það.“ Gunnar sagði að málaleitan Reykjavíkurborgar varðandi sund- laugina yrði skoðuð. Kópavogsbær væri nú að ljúka við að byggja tvær nýjar sundlaugar í vesturbæ Kópa- vogs, bæði innisundlaug og litla barnalaug. Þá er nýbúið að byggja sundlaug í Versölum og á að fara að byggja sundlaug í Kórahverfi. Meiningin var að sundlaugin í Fossvogsdal yrði nálægt Snælands- skóla. Nú er komin þar félags- og búningsaðstaða fyrir HK og um ára- mótin má reikna með að byrjað verði á byggingu íþróttahúss fyrir HK. Gunnar sagði það spurningu hvort hægt væri að flétta byggingu sund- laugar einhvern veginn saman við þessi íþróttamannvirki. Einnig taldi hann koma til greina að staðsetja sundlaugina innar í Fossvogsdal. Hugmynd að sundlaug í Fossvogsdal frá 1994 Gunnar I. Birgisson Í HNOTSKURN »Borgarráð Reykjavíkurhefur samþykkt þá tillögu Dags B. Eggertssonar borg- arstjóra að óska eftir við- ræðum við Kópavog um sam- starf við byggingu nýrrar sundlaugar í Fossvogsdal. »Gunnar I. Birgisson, bæj-arstjóri í Kópavogi, nefnir mögulega staðsetningu laugar við íþróttaaðstöðu HK eða inn- ar í Fossvogsdal. UMBOÐSMAÐUR barna, Mar- grét María Sigurðardóttir, heldur erindi á málstofu Rannsóknarset- urs í barna- og fjölskylduvernd og félagsráðgjafar- skorar Háskóla Íslands næst- komandi mið- vikudag, 24. október, og mun þar fjalla um þær réttarreglur sem gilda um rétt barna til beggja foreldra og þróun þeirra mála á liðnum árum. Málstofan er í stofu 101 í Odda milli klukkan 12 og 13. Að sögn Margrétar Maríu mun hún einnig m.a. fjalla um jafnrétt- ismál í samhengi við réttindi barna ásamt því að fjalla um vinnumark- aðinn og fæðingartíðni í íslensku samfélagi, þ.e. staðreyndir sem tengjast hinni hversdagslegu um- gjörð barna og foreldra þeirra. Breyttur samfélagsveruleiki „Ég mun einnig gera að umtals- efni þann breytta samfélagsveru- leika sem hefur litið dagsins ljós m.a. með tilkomu fæðingarorlofs beggja foreldra og hverskonar kröfur sem eru uppi um búsetu barna og fleira,“ segir Margrét María. Að hennar mati þarf sífellt að halda réttindamálum barna inni í umræðunni og ef til vill hefur um- ræðan endurspeglað meiri áherslur á réttindi foreldra en barna. „Núna mun ég því beina sjónum að réttindamálin barnanna. Barna- lög kveða skýrt á um að börn hafi rétt til beggja foreldra auk þess sem kveðið er á um þann rétt í Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna.“ Margrét María segir að samfélagsbreytingar á undanförn- um árum hafi verið hraðari en lög- gjöfin hafi kannski ekki alltaf fylgt jafnhratt á eftir. „Það hefur margt gerst, svo sem í umgengnismálum þegar um skilnað foreldra er að ræða,“ bendir hún á. „Einnig má nefna fæðingarorlof feðra og það er áhugavert við- fangsefni að athuga hvernig lög- gjöf hefur brugðist við þessu svo dæmi sé tekið.“ Réttur barna ræddur Margrét María Sigurðardóttir Börn hafa rétt til beggja foreldra BJÖRGUNARSVEITIR voru í gærmorgun ræstar út í uppsveit- um Árnessýslu til leitar að öku- manni bifreiðar sem fannst í skurði skammt sunnan við Stóru- Laxá. Ummerki bentu til að bifreiðin hefði farið nokkrar veltur út af Skeiða- og Hrunamannavegi áður en hún lenti í skurðinum og að ökumaður hennar hefði farið frá henni fótgangandi. Hann hafði lagt af stað frá sumarbústað á Flúðum um klukkan 04.30 en lögregla fékk upplýsingar um bílinn í skurðinum um kl. 05.20. Heill á húfi til Reykjavíkur Laust eftir klukkan níu í gær- morgun bárust lögreglu upplýsing- ar um að maðurinn væri kominn til Reykjavíkur, heill á húfi. Leit var þá afturkölluð en lögreglan á Sel- fossi biður þá er kunna að hafa orðið vitni að útafakstrinum að hafa samband í síma 480-1010. Löregla leit- aði bílstjóra eftir óhapp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.