Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mannskilningur kristinnar trúar er raunsær. Og sá skilningur hennar á forsendur í heildarsýn, sem er vakin og mótuð af þeirri tiltrú til hinsta veru- leiks, til Guðs, sem Jesús Kristur skapar og gefur. Þess vegna getur kristið raunsæi aldrei orðið svartsýnt. En ekki nægir að vera raunsær á galla sem kosti mannanna. Mannlegt raunsæi er, í fyrsta lagi, auðblekkt. Í öðru lagi sýnir reynslan, að þeim, sem vilja aðeins beina raunsæisaugum að náunganum, hættir til að verða fundvísir um of á lýtin í fari hans og vægð- arlausir í dómum. Án samúðar með manninum verður allt raunsæi gagnvart honum sjónskert eða blint. Og ekkert er hverjum manni nauðsynlegra en að eiga einhvers staðar samúð, hvernig sem honum farnast í lífinu. Það finnur hver maður, að þá er fokið í öll skjól og hvert sund lokað, ef hann á hvergi samúð lengur í neinum barmi. Trúin, sem Kristur gefur, er vitund um að eiga óbrigðula samúð í sjálfu hjarta tilverunnar. Sú samúð er skilyrðislaus dómur yfir öllu, sem blekkir og flekkar mannshjartað og eitrar lífið, – dómur, sem er innsiglaður með sjálfsfórn hinnar heilögu samúðar til bjargar blekktum, sekum manni. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (23) SÖNGUR, leikfimi, ljóðalestur og fleiri listir voru meðal þess sem í boði var á afmælishátíð Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði í gær. Hátíðin var haldin í salarkynnum Fjölbrautaskólans í Garðabæ og var stemning feikilega góð. Meðal atriða var söngur Hrafnistukórsins undir stjórn Böðvars Guðmunds- sonar en meðalaldur kórfélaga er 88 ár og er elsti félaginn 97 ára. Enn eldri er Leifur Eiríksson, sem flutti ljóð við góðan orðstír ásamt Ingibjörgu Björnsdóttur. Leifur varð 100 ára á sjómanna- daginn síðasta en gæti verið 35 ár- um yngri. „Ég var íþrótta- og sundkennari og var bæði til sjós og lands. Þetta var lífsbarátta allan tímann,“ segir hann. „Á yngri árum mótaðist ég mjög af Atlas- og Mullersæfing- um.“ Á svið steig einnig fjallhress Hrafnistumaður, Ásgeir Hraundal, og lék á sög, – Stradivarius-sög eins og hann nefnir hljóðfæri sitt. „Ég fékk dellu fyrir hljóðfærinu eftir að hafa hlustað á flokk hvíta- sunnumanna leika á sög,“ rifjar hann upp. Hann spilar á ýmis hjóð- færi og segist sjálflærður. Eitt sinn bjargaði hann dansleik fyrir norð- an þegar tvær togaraáhafnir slóg- ust grimmdarlega og lögreglan réð ekki við neitt. Tókst honum að svæfa mannskapinn með því að leika á sögina og fékk lof lögregl- unnar fyrir framtakið. Listir og leikfimi í fyrirrúmi Hátíðarstemning Hrafnistufólks KIRKJUÞING 2007 hefur í dag um- ræður um tvö þingmál sem rædd verða saman. Annars vegar er 8. mál: Tillaga til þingsályktunar um þjóðkirkjuna og staðfesta samvist. Hins vegar 15. mál: Tillaga til þings- ályktunar um að prestar verði vígslumenn staðfestrar samvistar. Í báðum tillögunum er lagt til að prestum sem svo kjósa verði veitt heimild til að framkvæma staðfesta samvist. Biskup Íslands er flutnings- maður 8. máls. Þar er lagt til að Kirkjuþing lýsi stuðningi við megin- atriði ályktunar kenningarnefndar um þjóðkirkjuna og staðfesta sam- vist. Einnig að þjóðkirkjan standi við hefðbundinn skilning á hjónaband- inu sem sáttmála karls og konu. Verði lögum um staðfesta samvist breytt þannig að prestar fái heimild til að staðfesta hana styður Kirkju- þing að prestum sem svo kjósa verði það heimilt. Samviskufrelsi presta í þessum efnum verði virt. vígja í staðfesta samvist, verði trú- félögum veitt slík lagaheimild. Jafn- framt samþykki Kirkjuþing að helgi- siðanefnd útbúi form fyrir athöfnina. Fyrir Kirkjuþingi 2007 liggja alls 19 mál. Flutningsmenn 15. máls eru Hulda Guðmundsdóttir, Jón Helgi Þórarinsson og Kristín Þórunn Tóm- asdóttir. Þar er lagt til að Kirkjuþing samþykki að prestum þjóðkirkjunn- ar, sem það kjósa, verði heimilt að Staðfesting samvistar á Kirkjuþingi í dag Morgunblaðið/Ómar Kirkjuþing Biskup Íslands flutti stefnuræðu við setningu Kirkjuþings 2007 í Grensáskirkju á laugardag. Reiknað er með að þingið standi í u.þ.b. viku. NÝR bankastjóri Alþjóðabankans, Robert Zoellick, kemur til Reykjavíkur snemma á næsta ári, að því er segir í tilkynningu ut- anríkisráðuneytisins. Þar mun hann ræða málefni bankans með ráðherrum ríkja Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat um helgina fund þróunarnefndar bankans og stýrði afgreiðslu yfirlýsingar fyrrnefndra ríkja til nefndarinnar. Bankastjóri Alþjóða- bankans til Íslands INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra ávarpaði á föstudagskvöld Wo- men’s Foreign Policy Group (WFPG) í Wash- ington. Við sama tækifæri var hún gerð að heið- ursfélaga í WFPG sem er öflugt tengslanet bandarískra kvenna sem starfa að alþjóða- málum. Fundurinn var fjölsóttur og viðstaddir voru m.a. sendiherrar og aðrir fulltrúar er- lendra ríkja í Wash- ington, að því er segir í tilkynningu. Í ávarpi sínu talaði utanríkisráðherra um forsendur og mikilvægi pólitískra áhrifa kvenna á alþjóðavettvangi og lýsti því hvernig það tryggði betri árangur að flétta kynjapólitískri sýn inn í alþjóðastjórnmálin. Utanríkisráðherra svaraði fjölmörgum spurningum viðstaddra, m.a. um framboð Íslands til öryggisráðsins, Kósóvó, Mið- Austurlönd, loftslagsmál, endurnýjanlega orkugjafa og sögu Kvennalistans á Íslandi. Heiðursfélagi í samtökum banda- rískra kvenna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á sex- tugsaldri til tveggja mánaða fangels- isvistar fyrir brot á vopnalögum en frestað fullnustu refsingarinnar haldi hann skilorð til tveggja ára. Manninum var jafnframt gert að greiða 250 þúsund krónur í máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns. Maðurinn, sem var fyrirsvarsmað- ur Meindýravarna Íslands efh., áður en það varð gjaldþrota á fyrri hluta árs 2005, hafði í húsnæði félagsins á annan tug skotvopna, skotvopna- hluta og skotfæra án þess að tryggja geymslu þeirra nægilega. Einnig var um að ræða fjölda vopna sem stolið hafði verið af heimili mannsins í inn- broti í nóvember árið 2005. Þar á meðal var veiðibogi, nokkrir rifflar, skammbyssur, haglabyssur og loft- rifflar. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að eiganda eða vörsluaðila skotvopna og skotfæra beri að tryggja vörslu þeirra þannig að óviðkomandi aðili komist ekki til þeirra, t.a.m. í sér- útbúnum vopnaskáp. Fangelsi í tvo mánuði fyrir brot á vopnalögum ÞJÓÐKIRKJAN sér ekki ofsjónum yfir því þótt íbúar landsins skipi sér á fleiri bása í trúarlegum efnum en lengstum hefur verið, að því er kom fram í ræðu Péturs Kr. Hafstein, forseta Kirkjuþings, við setningu þingsins á laugardaginn var. Hann benti á að þjóðkirkjan nyti liðveislu um 82% landsmanna, sem megi telj- ast öflugur bakhjarl í samtímanum. Pétur vék að umræðu um að launagreiðslur til starfsmanna kirkj- unnar feli í sér misrétti og mannrétt- indabrot gagnvart öðrum trú- félögum. Hann benti á samning ríkisins og þjóðkirkjunnar um eigna- skipti frá 1997. Í honum fólst m.a. tilfærsla kirkjujarða til ríkisins og er hún grundvöllur launagreiðslna presta og starfsmanna þjóðkirkj- unnar. Pétur sagði stöðu þjóðkirkj- unnar í þessu efni vera sérstaka og eiga sér bæði sögulegar rætur og ekki síður eignarréttarlegar. Staða þjóðkirkjunnar annars vegar og annarra trúfélaga í þessu efni væri langt frá að vera sambærileg. Þá vék Pétur að málum sem liggja fyrir Kirkjuþingi 2007, m.a. því er varðar samvist ein- staklinga af sama kyni og aðkomu þjóðkirkjunnar að henni. „Þegar við blasir að lög- gjafinn veiti trúfélögum í landinu heimild til að staðfesta samvist sam- kynhneigðra verður Kirkjuþing að bregðast við því af yfirvegun og skynsemi og kosta kapps um að þjóðkirkjan komi ósködduð frá þeim svigurmælum, sem eru látin dynja á henni, þótt hún sé í hópi þeirra lút- ersku kirkna á heimsbyggðinni, sem lengst ganga í þessum efnum,“ sagði Pétur. Hann sagði að í sjónmáli væri sú sáttargjörð að einstaklingar af sama kyni gætu fengið þau borg- aralegu réttindi sem nú fylgja stað- festri samvist á vettvangi þjóðkirkj- unnar. Sáttargjörð felst í staðfestri samvist Pétur Kr. Hafstein Sagarspil Ásgeir Hraundal lék á sögina en svæfði engan að þessu sinni. Morgunblaðið/Ómar Stemmning Mjög góð þátttaka var á hátíðinni sem haldin var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.