Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 18
fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ítryggingaskilmálum íslenskratryggingafélaga er reyndarlítið um smátt letur, í þaðminnsta þegar kemur að ferðatryggingum. Þannig eru skil- málarnir oftast ekki þess eðlis að ómögulegt sé að gefa sér tíma til að lesa þá heldur takmarkast þeir að mestu við fjórar síður af einföldum og skynsamlegum skilmálum. Það mætti því segja að í mörgum til- vikum væri verið að tilgreina hið augljósa eins og það að tryggingar bæti ekki tjón sem leiðir af notkun hvers kyns kjarnorkuvopna eða kjarnorkubúnaðar eins og segir í grein 6.1 í tryggingaskilmálum ferðatryggingar fyrir kreditkort. Hinsvegar er það þó svo að marg- ir ferðalangar eru tryggðir í bak og fyrir, en þó ekki sérstaklega tryggð- ir fyrir tjóni sem kann að verða á ferðalagi og því er í raun engin trygging, eins og heimilistrygging eða líftrygging, sem dekkar tjón á eins víðtækan hátt og ferðatrygging. Haft var samband við Arndór Hjartarson, deildarstjóra ein- staklingsþjónustu hjá Sjóvá, og hann spurður um mismunandi tryggingavernd ferðatrygginga og annarra trygginga sem ferðalangar kunna að hafa. Venjulegur ferðamaður eða óvenjulegur „Það er þannig í fjölskyldutrygg- ingum að í þeim er oftast innifalin slysatrygging í frítíma sem gildir hvar sem er í heiminum. Það kross- ast því sumt af tryggingunum í greiðslukortunum og fjölskyldu- tryggingum. Ennfremur er allt sem snýr að lífi og heilsu manna þannig Ferðatryggingar – frumskógarlögmál Það eru líklega fæstir sem leggja það á sig að lesa smáa letrið í trygg- ingaskilmálum, sér- staklega þegar verið er að undirbúa spennandi ferð um framandi lönd og menningarheima. Ingvar Örn Ingvarsson kynnti sér ferðatrygg- ingar og hvaða mögu- leikar eru í boði fyrir ferðalanga. ÞAÐ ER MEÐ HUGANN EINS – ÞÚ GETUR UNNIÐ Á HVORT Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Þegar líða fór að þeim tímamót-um í lífi Gunnars Más Hauks-sonar að hann myndi fylla sjöunda tuginn fór hann óneitanlega að velta því fyrir sér hvernig hann myndi helst vilja halda upp á sjö- tugsafmælið. Það er hinsvegar ekki heiglum hent að smala afkomendum hans saman til veislu þegar svo ber undir því þeir eru bókstaflega dreifðir út um allar jarðir, eins og hann kemst að orði, allt frá Tromsö í norðri til Mílanó í suðri. „Ég á fimm börn, fjögur tengda- börn, ellefu barnabörn og tvö barna- barnabörn. Þau búa á Íslandi, í Nor- egi, í Þýskalandi, á Ítalíu og í Dan- mörku. Því voru góð ráð dýr, en eftir miklar vangaveltur brá ég á það ráð að smala ungunum mínum saman á hlutlaust svæði uppi í Pýreneafjöll- unum á Spáni þar sem við komum saman, skemmtum okkur og nutum samvista við hvert annað auk þess að halda upp á sjötugsafmæli ætt- föðurins auðvitað. Allir mættu nema elsta barnabarnið, Sólveig Hauks- dóttir, sem var að flytja með mann og börnin sín tvö til Danmerkur.“ Afmælisdaginn bar upp á 2. ágúst sl., en afmælisferðinni voru gerð skil í júlí í sumar. Gunnar Már, sem varð ekkill árið 1999, flaug ásamt vinkonu sinni Mörthu Clöru Björnsson, til London þar sem þau áttu fáeina daga saman. Þaðan var flogið á vit Smalaði ungunum í afmælishald á hlutlaust svæði í útlöndum Ferðafélagar Gunnar Már Hauksson og Martha Clara Björnsson. Barselóna Dvalið var í nokkra daga í Barselóna áður en haldið var upp í Pýreneafjöllin. daglegt líf STJÓRNSTÖÐVAR í mannsheilan- um eru nú fundnar sem stýra matar- lystinni, hefur BBC eftir breskum sérfræðingum við University College og King’s College í Lundúnum. Þess- ar nýju uppgötvanir gætu hjálpað til við að þróa ný offitulyf. Með hjálp heilaskanna tókst sérfræðingum að sýna fram á að matarlystar-stýri- hormónið PYY er mun flóknara en áður var talið, en það leggst ekki að- eins á stöðvar sem stjórna hungur- tilfinningunni, heldur ekki síður á nautnastöðvarnar. Aukinn skilningur á því hvaða heilastöðvar stýra matar- æði í mismunandi umhverfisaðstæð- um getur svo hjálpað til við að þróa hnitmiðaðri meðferðir í baráttunni við aukakílóin. Maginn sendir frá sér PYY-horm- ón inn í blóðrásina eftir matmálstíma og merki upp í heila um að matur hafi verið borðaður. Nú er verið að prófa nefúða, sem inniheldur PYY-hormón, til að sjá hvort hann gagnist í barátt- unni við aukakílóin. Dýratilraunir hafa lofað góðu og bendir allt til þess að menn geti líka haft af nefúðanum góð not. 8 karlmenn, sem fylgt hefur verið eftir í tilrauninni, hafa í það minnsta minnkað kaloríuinntöku um 25% með PYY-hormónainntöku. Matarlystin stýrist af hungri og nautn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.