Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MISSKIPTING Samtöl, sem Morgunblaðið átti viðfulltrúa á ársfundi ASÍ og birt-ust hér í blaðinu sl. laugardag, sýna svo ekki verður um villzt, að mis- skipting lífsgæða er farin að segja til sín í íslenzku samfélagi og hafa áhrif á afstöðu fólks til ýmissa þátta þjóð- félagsmála, m.a. til kjarasamninga. Eitt helzta einkenni fyrstu áratug- anna eftir lýðveldisstofnun var um- talsverður jöfnuður í lífskjörum og sennilega hefur aldrei ríkt meiri jöfn- uður en á viðreisnaráratugnum milli 1960 og 1970. Á síðustu árum hefur þetta gjör- breytzt. Efnamunur er orðinn mjög mikill hér og ekkert minni en í sumum löndum í nágrenni við okkur, þar sem efnamunur hefur raunar alltaf verið meiri en hér. Nú er þessi misskipting byrjuð að hafa áhrif á fólk og augljóst af þeim umræðum, sem fram fóru á ársfundi ASÍ og höfðu áður farið fram á vett- vangi Starfsgreinasambandsins, að þessi misskipting verður eitt aðalvið- fangsefnið í komandi kjarasamning- um. Hinn almenni launþegi skilur t.d. ekki að þeir Íslendingar, sem hafa framfæri sitt af fjármagnstekjum, borgi mun lægri skatta en þeir, sem hafa framfæri sitt af launatekjum. Einn af viðmælendum Morgunblaðs- ins sl. laugardag tók svo sterkt til orða að fólki væri heitt í hamsi vegna þessa misréttis. Það væri mikill misskilningur af stjórnmálamönnum að hlusta ekki á þessar raddir. Þær byggjast á tilfinn- ingum, sem geta á skömmum tíma orð- ið að stóru báli. Auðvitað eru kjarasamningar fyrst og fremst verkefni samtaka atvinnu- rekenda og launþega. Og í þeim kjara- samningum, sem framundan eru, má ganga út frá því sem vísu, að fulltrúar atvinnurekenda standi frammi fyrir kröfum, sem taka mið af þeim háu töl- um, sem eru orðnar nær sjálfsagður hlutur í efstu lögum viðskiptalífsins. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig atvinnurekendur mæta þeim kröfum og hvaða röksemdir þeir nota til þess að útlista fyrir fulltrúum launþega- félaganna að þær háu tölur eigi bara við um suma en ekki alla. Hins vegar má ganga út frá því sem vísu, að ríkisstjórnin verði kölluð til og ákveðnar kröfur gerðar á hendur henni og Alþingi um að draga úr þeirri misskiptingu, sem nú er orðin stað- reynd í samfélagi okkar. Og þá verður ekki síður fróðlegt að sjá hvernig sú ríkisstjórn, sem annar helzti oddviti hennar hefur kallað frjálslynda umbótastjórn, svarar þeim kröfum. Og fulltrúar launþegafélag- anna munu áreiðanlega ekki gleyma því að annar stjórnarflokkurinn kallar sig jafnaðarflokk Íslands. Ríkisstjórnin mun augljóslega standa frammi fyrir slíkum kröfum og það er eins gott fyrir hana að huga að því fyrr en síðar hvernig hún ætlar að svara. Kjarasamningarnir verða mjög erfiðir. STJÓRNARSKIPTI Í PÓLLANDI Stjórnarskipti standa fyrir dyrum íPóllandi. Jaroslaw Kaczynski for- sætisráðherra játaði sig í gærkvöldi sigraðan og óskaði Donald Tusk, leið- toga Borgaravettvangs, til hamingju. Samkvæmt útgönguspám fékk Borg- aravettvangur 42% atkvæða í kosning- unum í gær, en Lög og réttlæti, flokkur tvíburanna Jaroslaws og Lechs Kac- zynskis forseta, 34%. Hreinsanir hafa verið ofarlega á baugi í kosningabaráttunni og reyndar alveg frá því að bræðurnir komust til valda. Kaczynski hefur litið svo á að vandamál Póllands megi rekja til þess að aldrei hafi verið gert upp við komm- únismann í landinu og fyrir vikið hafi orðið til skuggabandalag fyrrverandi kommúnista, spilltra viðskiptajöfra og embættismanna. Til að brjótast út úr þessu þurfi að hreinsa til og til þess setti hann á fót sérstaka stofnun til að vinna á spillingunni. Málflutningur bræðranna um spillingu á sér hljóm- grunn í Póllandi, en aðferðirnar hafa orkað tvímælis. Forsætisráðherranum hefur verið gefið að sök að hafa misnot- að vald sitt til að hlera og safna upplýs- ingum um pólitíska andstæðinga. Há- værust var gagnrýnin þegar sett voru lög, sem kváðu á um að 700 þúsund Pól- verjar yrðu að segja opinberlega hvort þeir hefðu starfað með leyniþjónustum kommúnista. Á endanum úrskurðaði stjórnlagadómstóll Póllands að lögin stæðust ekki stjórnarskrá og voru þau dregin til baka, en engu að síður hefur loft verið lævi blandið í landinu. Kaczynski-bræður hafa einnig farið mikinn í utanríkismálum og til dæmis lent upp á kant við Þjóðverja fyrir að vera þversum í Evrópumálum. Eru þeir til dæmis mótfallnir sáttmála ESB um grundvallarréttindi, einkum og sér í lagi um réttindi samkynhneigðra. Tusk er hins vegar mikill Evrópusinni og sagði í gærkvöldi að ný ríkisstjórn myndi styðja sáttmálann um grund- vallarréttindin. Í lok síðasta árs bjuggu tæplega sex þúsund Pólverjar á Íslandi og hér á landi hefur sennilega aldrei verið fylgst jafn vel með kosningum í Pól- landi og nú. Eitt af stefnumálum Tusks er að laða allan þann fjölda Pólverja, sem á undanförnum árum hafa yfirgef- ið Pólland í atvinnuleit, aftur. Það gæti gerst án mikillar fyrirhafnar. Þrátt fyrir glundroðann, sem ríkt hefur í stjórnartíð fráfarandi stjórnar, hefur verið uppsveifla í Póllandi. Gert er ráð fyrir 6% hagvexti á þessu ári. Atvinnu- leysi hefur minnkað í 12% úr 19% síðan Pólverjar gengu í ESB. Sérstaklega gengur vel í borgunum og er atvinnu- leysi í Gdansk t.d. aðeins 4,5% og því ekki að furða að flokkur tvíburanna eigi þar lítinn hljómgrunn. Jaroslaw Kaczynski fer nú frá, en þrjú ár eru eftir af kjörtímabili Lechs Kaczynskis, sem getur beitt neitunar- valdi vilji hann stöðva áform nýrrar stjórnar. Hann þykir ekki jafn klókur bróður sínum, en mun tryggja honum áframhaldandi áhrif bak við tjöldin þrátt fyrir tapið. Tusk er talsmaður þess að halda afskiptum stjórnvalda af borgurunum í lágmarki og má búast við að valdaskiptunum fylgi ferskur blær í Póllandi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ég komst að því að allir Íslendingarvildu bara tala ensku við mig ogekki gat ég farið að segja að fólkyrði að tala skandinavísku. Þess vegna lærði ég sjálf íslensku, mér finnst mál- ið svo fallegt en málfræðin er erfið. Maðurinn minn fékk áfall þegar hann kom hingað, við vorum í norrænu landi en hann skildi ekki neitt!“ segir Margit F. Tveiten sem afhenti trúnaðarbréf sem sendiherra Noregs hér á landi í september. Hún var fyrsti sendiráðsritari hér 1990- 1992 og kynntist þá vel landi og þjóð og lék m.a. fótbolta með Kristrúnu Heimisdóttur, núverandi aðstoðarmanni Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. Síðar var Tveiten um hríð hjá Evrópska þróun- arbankanum í London og hjá lögfræðideild utanríkisráðuneytisins í Ósló. Þá varð hún sendiherrafrú í Suður-Afríku en eiginmaður hennar, Jon Bech, var þar sendiherra. Hann er nú kominn á eftirlaun og býr með eig- inkonu sinni og tveimur börnum þeirra í Reykjavík. Áður en Tveiten tók við embætt- inu hér í sumar stýrði hún alþjóðamáladeild Stórþingsins. – Eiginmaður þinn fór á eftirlaun fyrir tím- ann og sinnir heimilisverkunum. Er ekki býsna sjaldgæft í heimi diplómata að karlar láti frama konunnar hafa forgang? „Það er mjög óvenjulegt. Konur sem ger- ast sendiherrar eiga oft erfitt með að fá eig- inmanninn til að fylgja sér á nýjan stað. Ég er auðvitað afskaplega ánægð með að hann skyldi gera það, annars hefði ég alls ekki get- að farið hingað,“ svarar Tveiten hlæjandi. „Hann segist reyndar fá fullt af spurningum eins og: „Hvað gerirðu eiginlega á Íslandi?““ Tveiten segir margt hafa breyst hér síðan 1992. „Ég kom hingað fyrst 1990 og það var í fyrsta sinn sem ég starfaði í sendiráði og ég féll fyrir landinu! Og svo kom ég loksins aftur í sumar, 27. ágúst, á afmælisdaginn minn, þegar ég varð sendiherra hér. Venjulega gegnum við embætti á hverjum stað í þrjú til fimm ár. Það er frábært að bjarga sér á mál- inu og geta strax fylgst með fréttum í blöðum og sjónvarpi, alveg ómetanlegt. Mig myndi ekki langa til að vera sendiherra ef ég gæti ekki lært mál viðkomandi þjóðar og eignast persónulega vini í landinu. Með samtölum við þá fæ ég innsýn í það sem almenningur er mest að hugsa um. Samskiptin góð og hnökralaus núna Og samskiptin við Ísland eru einstaklega góð núna, það eru engin raunveruleg deilumál í gangi og ég held að ég hafi því tækifæri til að byggja upp samstarf á mörgum sviðum. En svo má ekki gleyma að skjótt geta skipast veður í lofti, deilur geta auðvitað hafist á ný um fisk eða eitthvað annað. Það er einkum þrennt sem hefur breyst hér síðan 1992. Í fyrsta lagi þá er nú mikið af útlendingum að vinna á Íslandi. Ég var á Eg- ilsstöðum um daginn og pantaði mér mat á hótelinu og þá talaði þjónninn bara ensku! Áður var nánast ekkert af útlendingum að vinna hér, þetta er mikil breyting. Efnahag- urinn hefur þörf fyrir útlendinga hér eins og í Noregi. Annað sem ég tek eftir er að vegirnir hafa batnað geysilega mikið, búið að tvöfalda Keflavíkurveginn. Og það er mikill gangur í efnahagslífinu, alls staðar eru bygging- arkranar og það er núna löng bílaröð á leið- unum inn í Reykjavík. Reyndar verð ég að geta þess líka að nú sé ég marga á hjóli, miklu fleiri en 1992. Þriðja breytingin er að mér finnst að það sé orðið hlýrra hérna. Mörgum finnst það fínt en ekki mér, þetta gæti verið þáttur í hlýnun jarðar. Ég er enginn sérfræðingur í loftslags- málum en það er eins og það séu svo margir logndagar núna. Trjánum og runnunum hef- ur fjölgað. Nú þarf maður að fara út á Sel- tjarnarnes til að finna fyrir smávindi og vita að maður er á Íslandi.“ minna hér.“ Ungt f – Er fo „Já þ mun fá samban tal. Þet – Su isnetið hafi óhj taka áh frumkv „Ég sem va hefur v létt í vi væddir anna í ú af því e karlar! standa arstöðu hálfum einhver ingum. – Er til að k fyrirtæ „Nei og hjá h gegna m hafa hi um að s – Er mikill munur á Norðmönnum og Ís- lendingum, þrátt fyrir skyldleikann? „Ekki mikill munur. En ég held að Norð- menn séu almennt meira uppteknir af því að fara út í náttúruna; Íslendingar fara frekar í sund. Ég sé þó að nú er farið að leggja meiri áherslu á að merkja gönguleiðir og leggja stíga og vitundin um nauðsyn þess að vernda náttúruna er að aukast hratt hér á landi. Kannski við séum að verða líkari en áður þannig að Íslendingar setjist ekki bara upp í jeppann sinn og keyri heldur gangi líka og kynnist þannig landslaginu á annan hátt. „Þetta reddast“ segja Íslendingar Annað sem er ólíkt er að Íslendingar gera allt á síðustu stundu, þá keyra þeir á þetta og allt gengur upp. „Þetta reddast“ er orðalag og hugsunarháttur sem við Norðmenn notum miklu minna. Við erum alltaf svolítið smeyk um að ekki verði allt tilbúið á réttum tíma, helst þarf það að vera svona viku eða tveimur vikum fyrir tilsettan tíma. Þið eruð líka miklu meðvitaðri um tunguna en við. Hér hafa nýlega verið umræður á Al- þingi um íslenska tungu, þannig umfjöllun fengi norskan varla á Stórþinginu. Viðskiptalífið er hér líka með öðrum blæ en heima, ykkur hefur tekist mjög vel upp er- lendis, líka í Noregi. Maður veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ólíkan kúltúr í viðskipta- lífinu, hvort Íslendingar séu líklegri til að taka áhættu í viðskiptum en Norðmenn. Og líka hvort fólk fái ábyrgðarstöður fyrr á æv- inni en gerist í Noregi, hvort skrifræðið sé „Kannski við séum a Frændþjóðirnar Margit F. Tveiten, nýr sendiherra Nor ólíkan kúltúr í viðskiptalífinu, hvort Íslendingar séu lík Nýr sendiherra Noregs á Ís- landi, Margit F. Tveiten, tal- ar ágæta íslensku en hún starfaði hér árin 1990-1992. Í samtali við Kristján Jónsson segir Tveiten að margt hafi breyst hér síðan 1992: hér séu mun fleiri útlendingar að vinna, vegirnir hafi batnað og bílum fjölgað og loks að hér sé orðið hlýrra í veðri. Varnir Frá heræfingunni Norðurvíkingi í sumar, norsk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.