Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Helgasonfæddist í Leir- höfn á Melrakka- sléttu hinn 7. júlí 1929. Hann lést á líknardeild Land- spítalans, Landakoti 13. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Andrea Pálína Jónsdóttir frá Ás- mundarstöðum á Melrakkasléttu, f. 17.1. 1902, d. 18.7. 1990, og Helgi Krist- jánsson, bóndi í Leirhöfn, f. 28.12. 1894, d. 17.9. 1982. Systkini Jóns eru Jóhann, f. 20.6. 1924, d. 15.4. 2007, kvæntur Dýr- leifu Andrésdóttur, Birna, f. 20.4. 1927, d. 4.9. 1928, Helga, f. 28.12. 1930, gift Pétri Einarssyni, Hildur, f. 28.12. 1930, gift Sigurði Þór- arinssyni, Birna, f. 20.4. 1932 og Anna, f. 13.1. 1943, gift Barða Þór- hallssyni sem er látinn. Jón kvæntist 26.8. 1951 Valgerði Guðrúnu Margréti Þorsteins- dóttur, f. á Ísafirði 23.12. 1927 For- eldrar hennar voru Þorsteinn Arn- ór Arnórsson skipstjóri, f. 20.2. 1893, d. 2.1. 1962, og Elísabet Jón- ína Ingimundardóttir, f. 16.2. 1897, dóttur, f. 3.5. 1959, Benedikt Jón, f. 10.7. 1984 og Valdís, f. 12.1. 1987. Sonur með Sif Vígþórsdóttur, Víg- þór Sjafnar, f. 6.7. 1981. Jón lauk gagnfræðaprófi frá Ak- ureyri 1947 og prófi frá Loft- skeytaskólanum 1948. Hann lauk rafvirkjanámi 1949 og útskrifaðist sem tæknifræðingur frá Oslo tekn- iske skole 1953. Hann var starfs- maður Landssíma Íslands í Reykja- vík á árunum 1949 til 1951 og að loknu námi í tæknifræði hjá sama fyrirtæki til 1954, er þau hjón fluttu til Leirhafnar á Melrakka- sléttu þar sem hann var bóndi til ársins 1959. Rafveitustjóri hjá Raf- magnsveitum ríkisins á Raufarhöfn 1959 til 1961 og á Austurlandi með aðsetur á Egilsstöðum 1961 til 1967. Eftir sérnám hjá Statens Ras- sjonaliseringsdirektorat í Ósló á árunum 1967 til 1968 starfaði hann sem fulltrúi rafmagnsveitustjóra hjá Rafmagnsveitum ríkisins í Reykjavík til ársins 1988 og síðan starfsmannastjóri til 1994 er hann lét af störfum. Á starfsferli sínum gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum og auk þess kenndi hann um árabil rafmagnsfræði við Vélskóla Íslands. Þá tók hann að sér ýmis verkefni fyrir ráðgjafar- og verkfræðistofur. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. d. 30.8. 1940. Synir þeirra eru: 1) Þor- steinn Arnór, f. 25.7. 1951, kvæntur Mörthu Ásdísi Hjálm- arsdóttur, f. 27.2. 1951. Synir þeirra eru Hjálmar, f. 6.5. 1971, kvæntur Bóel Hjartardóttur, f. 6.11. 1971. Dætur þeirra Hekla, f. 1994, Martha, f. 2001 og Hera, f. 2003. Magni, f. 18.2. 1976, í sambúð með Hugrúnu Árna- dóttur, f. 18.4. 1977. 2) Helgi, f. 24.4. 1953, kvæntur Jónínu Sturlu- dóttur, f. 4.11. 1949. Dóttir þeirra Andrea Pálína, f. 12.12. 1978, í sambúð með Aðalsteini Ólafssyni, f. 2.5. 1981. Börn Jónínu af fyrra hjónabandi Nanný Arna, f. 10.8. 1970, gift Rúnar Óla Karlssyni, f. 3.4. 1972. Börn þeirra Örvar Dóri, f. 1989, Regína Sif, f. 1995 og Kol- finna Íris, f. 2001. Gunnar Bjarni, f. 8.6. 1972, kvæntur Ásgerði Þor- leifsdóttur, f. 6.9. 1975. Börn þeirra Una Salvör, f. 2002 og Frosti, f. 2006. 3) Þórður, f. 11.6. 1958, kvæntur Jytte Fogtmann, f. 20.2. 1957. Börn hans af fyrra hjóna- bandi með Sigrúnu Benedikts- Tengdaföður mínum Jóni Helga- syni kynntist ég fyrst 1974 þegar við Þorsteinn sonur hans hættum að vera einungis skólafélagar og vinir og urðum einnig par. Ég hefði reyndar oft heyrt af Jóni áður hjá Þorsteini en ekki hitt hann fyrr en þarna var kom- ið sögu. Okkur varð strax vel til vina og hélst sá vinskapur og þróaðist í gegnum tíðina. Jón var skemmtilegur maður og hafði gaman af því að segja og heyra sögur og rökræða málin, hvort held- ur sem um var að ræða málefni líð- andi stundar eða sögulegs eðlis. Í báðum tilvikum varð oft að gera hlé á rökræðum meðan flett var upp stað- reyndum, sem mér fannst reyndar ekki í öllum tilvikum eins mikilvægt og Jóni að væru upp á punkt og prik. Rétt skyldi vera rétt og þó hugsan- lega hallaði aðeins á góða sögu mátti oft finna nýjan vinkil til að ræða eftir uppflettinguna. Tengdaföður mínum þótti síst verra að hafa eitthvað í glasi þegar góðar sögur voru sagðar og spjallað var. Hann var gleðimaður mikill, vin- margur og hrókur alls fagnaðar, en gekk reyndar ekki alltaf varlega um gleðinnar dyr. Ég sé Jón fyrir mér með pípu í munninum, uppflettirit í annarri hendi og glas í hinni og það kallar fram góðar minningar í mínum huga. Jón var lánsamur með fjölskyldu og studdu foreldrar hans og systkin hann með ráðum og dáð og hann þau og samband þeirra var gott. Heimili foreldra Jóns, þeirra Andreu og Helga í Leirhöfn var mannmargt og þar hefur örugglega oft verið mikið um að vera fyrir ungan dreng. Þau voru bæði víðsýn og vel menntuð og voru Jóni og systkinum hans góð fyr- irmynd. Síðustu árin voru um margt Jóni erfið og vógu veikindi Valgerðar þar þyngst, en hún er með heilabilun sem hratt ágerðist. Reyndar hugsaði Jón svo vel um konu sína að við áttuðum okkur engan vegin á því hve veik hún var fyrr en hann varð veikur sjálfur fyrir tæpum þrem árum og þurfti að leggjast á sjúkrahús í nokkuð langan tíma. Hún var þá lögð inn í hvíldar- innlögn og kom þar fljótt fram að hún þurfti á meiri aðstoð að halda en hægt var að veita í heimahúsi. Hún hefur síðan að mestu dvalið á sjúkra- deildum og alfarið síðustu tvö árin. Hún dvelur nú í Skógarbæ sem er við heimili þeirra hjóna. Jón fór daglega til konu sinnar þegar því varð við komið vegna hans eigin heilsu og sýndi henni ástúð og umhyggju til síðasta dags. Síðustu árin áttu líka sína ljósu punkta og voru þeir flestir tengdir spilamennsku í bridds og góðum spilafélögum. Þegar Jón var spurður hvernig vikan hefði verið var svarið venjulega háð því hversu oft hann hafði spilað. Við fjölskyldan þökkum spilafélögunum og sér í lagi Gylfa fyrir umhyggju og ræktarsemi við Jón.Við Jón tengdafaðir minn kvödd- umst með kærum kveðjum á andláts- stund hans laugardagskvöldið 13. ágúst. Hann var sáttur við sitt hlut- skipti og tók dauðanum sem líkn frá þrautum. Eins gerum við fjölskyldan en við munum sakna þess að geta ekki átt þess kost að eiga fleiri stund- ir saman að þessu sinni. Ég þakka kærum tengdaföður mínum fyrir samferðina og bið hon- um guðsblessunar. Martha Á. Hjálmarsdóttir. Afi minn er farinn frá okkur eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm. Fyrir aðeins hálfu ári vorum við að kveðja Jóhann bróður þinn og nú er- um við að kveðja þig. Mikið er ég feg- in að ég náði að hitta þig viku áður en þú kvaddir. Þar lástu í makindum þínum að hlusta á Njálssögu á kass- ettu af miklum áhuga. Ekki bjóst ég við þann dag að ég myndi aldrei sjá þig aftur. Alltaf mun ég sjá eftir að hafa ekki sagt þér hversu vænt mér þykir um þig en ég vona að þú hafir vitað það. Þegar ég hugsa um afa þá blasir við mér maður sem alltaf var vel klæddur, ávallt í jakkafötum með axlabönd og pípu. Sannkallað glæsi- menni, sem var mjög stoltur af pípu- safninu sínu, safni sem var alltaf vin- sælt að skoða þegar maður kom í heimsókn. Ekki er laust við að maður hafi allt- af verið dekraður eftir bestu getu, þegar leið okkar lá til Reykjavíkur. Sem dæmi var kókópuffs með rjóma eða ís með rjóma oft á boðstólum, sem mér fannst auðvitað algjört lost- æti. Þegar ég var lítil var alltaf svo spennandi að koma til ömmu og afa í Hraunbæinn. Alltaf var búið að fylla á nammiskálina þegar ég kom í heim- sókn til að undirbúa góðar stundir, og þegar við komum í heimsókn til ykk- ar ömmu í Árskógana varstu alltaf tilbúinn með mat handa okkur, nema ef við komum óvænt í heimsókn. En þá sást líka jafnóðum á eftir þér á harðaspretti út í búð til að kaupa eitt- hvert ljúfmeti handa okkur. Áhuga- semi ykkar ömmu um hagi mína og vellíðan verður því ávallt geymd en ekki gleymd. Þú varst svo stoltur af því sem ég hef gert undanfarin ár og gerðir þér ferð norður í land í útskriftarveislu okkar Alla í sumar, þó að ég hafi al- veg vitað að þér finnst nú svona sam- komur ekkert mjög spennandi. En það gerir mig einungis ánægðari yfir ákvörðun þinni að mæta. Hafðu ekki áhyggjur, afi, við skul- um hugsa vel um ömmu Vallý. Hvíl í friði, elsku afi minn. Kveðja, Andrea Pálína. Þegar maður er lítill og þar að auki rauðhærður er ýmislegt sem maður dregur fram til að sanna fyrir hinum strákunum í skóginum að maður sé nú aldeilis karl í krapinu. Í mínu til- felli var það sérstaklega eitt sem fáir þeirra gátu toppað. Það var sá fjöldi af ömmum og öfum sem ég átti; ég átti afa og ömmu í Varmalandi, afa og ömmu á Eiðum og afa og ömmu í Hraunbænum sem síðar urðu amma og afi í Árskógum. Af þessu öllu var ég afar stoltur. Hann afi í Árskógum átti auki þess það stærsta pípusafn sem sögur fóru af. Þegar þau Vallý amma komu í heimsókn í skóginn sást líka að hann Jón afi minn var há- vaxinn maður, mikill á velli, djúp- raddaður og bar með sér mikla reisn og glæsileik. Svo hafði hann það stærsta nef sem ég hef séð, jafnvel svo að ég held að afi hans Ugga, Ket- ilbjörn á Knerri, hefði ekki getað att við hann kappi. Afi gantaðist líka oft með þetta og sagði: „Já kannski á þitt eftir að vaxa líka.“ Ég held að ég hafi fáa þekkt sem höfðu beinskeyttari og kröftugri kímnigáfu sem oftar en ekki beindist að því að gera grín að einhverju í eigin fari. Mamma sagði mér að meira að segja í síðasta skipti sem þau pabbi hittu hann, tveimur dögum áður en hann dó, hefði kímnin verið allsráðandi. Það er mér ómetanlegt hvað þau amma og afi í Árskógum voru alltaf ræktarleg við mig og mér sérlega góð. Án þeirra og Helga frænda og Jónínu hefði ég sjálfsagt ekki kynnst föðurfólkinu mínu eins mikið. En þeir afi og Helgi sáu m.a. til þess að ég færi stundum í göngur í Leirhöfn og eru þessar ferðir mér alveg ógleym- anlegar. Reyndar tengdust þau amma og afi okkur á Hallormsstað svo vel að Sigga litla systir mín var líka ömmu- og afastelpan þeirra og naut vænt- umþykju þeirra til jafns við mig. Það þótti mér mjög vænt um. Þau sáu líka til þess að geta verið með okkur á merkisdögum í okkar lífi, s.s í ferm- ingum og útskriftum. Og þessu við- hélt afi þó svo að amma væri orðin veik. Það sýndi hann m.a. með mögn- uðum hætti síðastliðið vor þegar ég var heima á Íslandi en þá gerði hann sér lítið fyrir og kom austur í Egils- staði til að vera viðstaddur tón- leikana okkar Jónasar Ingimundar- sonar af því að hann komst ekki í Salinn. Mér þótti vænt um þetta og ekki verra að afi virtist bara nokkuð ánægður með mig enda sagði hann: „Þú syngur bara skratti vel, strákur, og svo varstu næstglæsilegastur hér í salnum.“ Það þarf ekki að fara í graf- götur um það hver var sá glæsilegasti í salnum! Já, svona var hann afi minn Jón, glettinn, ákveðinn, flottur og aldrei orðlaus. Og svo er hann allt í einu lát- inn. En minningin um einstakan mann mun lifa með okkur sem vorum svo heppin að fá að þekkja hann. Mér þykir vænt um að hafa fengið að syngja fyrir hann, síðast þegar við hittumst, lag Sigvalda Kaldalóns Ég lít í anda liðna tíð sem endar á orð- unum svo aldrei, aldrei gleymi. Og þannig verður það með minninguna um hann Jón afa minn. Ömmu Vallý, Þorsteini, Helga, Þórði og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur fyrir hönd okkar allra, mömmu og pabba og Sigríðar Eirar. Vígþór Sjafnar. Ég heimsótti vin minn Jón Helga- son rúmfastan á Borgarspítala fyrir skömmu, kátan og andlega hressan að venju. Ég spurði, hann svaraði, þetta er úti um allt og leit til mín um leið með sömu rósemd og oft áður er erf- iðleikar komu upp á okkar sameigin- legu vegferð. Þessi samverustundin leið of hratt, já alltof hratt. Auðæfi voru mér færð að hafa feng- ið að njóta vinar míns Jóns Helgason- ar þessa stund og hvílík reisn sem ég varð vitni að. Slíkt er okkur ekki öll- um gefið. Öll mín kynni af Jóni höfðu fyrir löngu sýnt mér að þar fór maður mikillar reisnar sem hægt var að treysta fyrir smáu sem stóru. Aldrei voru aðrir meiddir af orðum hans þótt glettni og mikill gáski einkenndi við- veru hans á vinafundum. Stundum koma inn á eigin vettvang menn, sem breyta samverunni í gimstein minn- inga. Jón Helgason var svo sannar- lega slíkur. Maður sem kastaði birtu og yl á allt sviðið hverja einustu sam- verustund, svo hún varð önnur og betri en stundin sem var liðin, og sannaði um leið í hverju lífsins spori að maður getur verið manns gaman, en samt skilið alvöru lífsins. Slíkir eru einherjar, gefandinn í samverunni. Bæta og blíðka og gera okkur kleift að þola andstreymið í tonnavís. Þjóðskáldið Jóhannesi segir í „Eigi skal höggva“. „Gáfunnar ársal Æsir bjartir lýsa Einherjar djúpt í sálu falla og rísa“. Já, hver samherjastund með Jóni var óðurinn til lífsins sem djúpt í sálu fellur. Hann kann að hafa sært ein- hvern á sinni vegferð, en það var ekki hans háttur að særa, hann vildi gleðja á sinn kostnað en ekki annarra. Hann gaf en tók ekki. Hann bar virðingu fyrir mannkostum en krafðist þeirra ekki. Hann kom sá og sigraði, svo oft, en þurfti líka að lúta höfði, finna til og gráta gengin spor. Hann gekk ekki um torg og syrgði í annarra áheyrn, en var fyrstur til að taka þátt í raun- um annarra. Hollusta og heiðarleiki voru hans aðalsmerki. Mörg vötn hafa óbeisluð til sjávar runnið á okkar samstarfstíma, og margt á dagana drifið. Sumt má geymast, annað gleymast eins og gengur. Margt hefur verið svo stórskemmtilegt að efni væri í heilar bækur t.d. rafvæðing Íslands – fá- mennra fiskvinnsluþorpa – til stoltra kaupstaða, en ekki síst rafvæðing sveitanna. Allt var þetta í upphafi gert við frumstæð skilyrði, við getum sagt með handaflinu einu saman. Dís- iltíkur úti um allt land, sífellt að bila, og oft voru línurnar í jörðinni vegna ísingar og veðratjóns – rafmagns- skömmtun og hörmungar. Já, en það vorum við strákarnir hjá RARIK sem fengum að stríða við þetta og höfðum gaman af. En nú er öldin önnur sem þó er byggð á hinum fyrri. Tómas borgarskáld sagði um látinn vin „Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærst að hlusta uns hjarta í hverjum steini sló.“ Þetta eru orðin sem ég ætla að lýsi best vini mínum Jóni Helgasyni. Guð blessi minningu hans. Hugheilar samúðar- kveðjur sendi ég eiginkonu hans, son- um hans og niðjum. Erling Garðar Jónasson. Við lát Jóns Helgasonar, tækni- fræðings, frá Leirhöfn, koma margar minningar upp í hugann. Ég kynntist Jóni fyrir rúmum 30 árum, þegar við urðum samstarfsmenn hjá RARIK, þótt fundum okkar hafi borið saman af og til áður. Jón var mjög heilsteypt- ur maður, sem bar hag fyrirtækisins, RARIK, sem og starfsmanna þess ávallt fyrir brjósti. Hann var starfs- mannastjóri fyrirtækisins árum sam- an og ávann sér traust, bæði utan og innan þess. Jón var um langt árabil ritari stjórnar RARIK og sinnti því starfi, eins og hans var von og vísa, af mikilli árvekni og samviskusemi. Ég minnist margra ánægjulegra stjórnarferða, þar sem Jón lét gamminn geisa en ekki síður margra stjórnarferða þar sem viðskiptavinir og sveitarstjórnar- menn voru sóttir heim til að ræða sameiginleg málefni. Þar kom víðtæk þekking Jóns á starfsemi fyrirtækis- ins og hagsmunum landsbyggðarinn- ar sérlega vel í ljós. Margs er að minnast að langri veg- ferð lokinni, samstarfsins, ferðalag- anna og bridgespilamennskunnar, en Jón var sleipur og skemmtilegur bridgespilari. Með Jóni Helgasyni er nú horfinn góður félagi og vinur, sem ég sakna mikið. Ég sendi Valgerði og sonum þeirra, Þorsteini, Helga og Þórði, og fjöl- skyldum þeirra, innilegustu samúðar- kveðjur. Kristján Jónsson. Jón Helgason var að heita mátti alla sína starfsævi hjá Rafmagnsveit- um ríkisins. Fyrst sem umdæmis- stjóri á Egilsstöðum en síðan í fjölda ára á aðalskrifstofu Rarik í Reykja- vík. Þar lágu leiðir okkar saman því ég var stjórnarmaður í fyrirtækinu í 29 ár. Jón var þaulkunnugur starfsemi fyrirtækisins og sinnti þar ýmsum störfum. Hann bjó í senn yfir stað- festu, útsjónarsemi og sanngirni, en til þeirra eiginleika þurfti oft að taka við lausn mála. Hann var sérstæður persónuleiki, oftast glaðbeittur og skemmtinn en stöku sinnum nokkuð hrjúfur í fasi og hvatvís í tali. En það þurfti ekki löng kynni til að þess að sjá að í gegnum þennan hjúp skein hvarvetna kímni hans og góðvild sem bar því vitni að undir sló hlýtt hjarta. Fjölmörg síðari árin sat hann alla stjórnarfundi og ritaði fundargerðir. Hann var því jafnframt þátttakandi í öllum vinnuferðum stjórnar og æðstu starfsmanna sem farnar voru um allt þjónustusvæði Rarik, a.m.k. ein ferð á ári í tiltekinn landshluta og svo koll af kolli. Jón sá um ýmis framkvæmda- atriði í þessum ferðum, svo sem að út- vega hóflegan rútubíl og taka til við- eigandi nesti. Bíllinn skyldi búinn a.m.k. einu eða tveimur borðum sem hægt var að spila við og við spiluðum bridds, gáfum stórugjöf til hægðar- auka og sögðum djarflega. Djarfastur allra og glaðastur var Jón Helgason og oftast var stríðsgæfan honum hlið- holl. Þær reglur giltu að ekki mátti fara með áfengi inn í bílinn og var Jón þó enginn sérstakur óvinur Bakkusar. Þess í stað var stoppað einstöku sinn- um á heppilegum stöðum og kannaðar nestisbirgðir. Á slíkum stundum var Jón í essinu sínu, hann var fróður, víða kunnugur og sagði gáskasögur af kímilegum atburðum eða fólki með sínum sérstaka frásagnarstíl. Jón átti drjúgan þátt í því hvað þessar ferðir eru minnisstæðar. Það hafði löngum verið hlýtt á milli okkar Jóns Helgasonar. En eftir að hann lét af starfi fyrir aldurs sakir töl- uðum við stundum saman og hittumst stöku sinnum. Við glöddumst m.a. við að rifja upp skemmtileg atvik frá löngum kynnum og ræddum menn og málefni. Hvergi var komið að tómum kofunum hjá Jóni. Ég fann að hann bar hlýjan hug til allra samstarfs- manna sinna og fjölmargra annarra sem hann átti skipti við í lífinu. Ég fann ekki að hann bæri kala til nokk- urs manns. Einlægni hans var sönn og vinátta hans í minn garð var heil. Ég sakna þess að við skyldum ekki eiga fleiri slíkar stundir. Ég kveð hann með þökk fyrir öll okkar sam- skipti og óska honum fararheilla til „fegri heims“. Við Helga sendum Val- gerði konu hans, sem dvelur á sjúkra- húsi, sonum þeirra og öllu skylduliði einlægar samúðarkveðjur. Pálmi Jónsson. Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá samtökum rafiðnaðarmanna kynntist ég Jóni. Hann var þá starfsmanna- stjóri RARIK sem var þá langstærsti Jón Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.